Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 30
30 MOHGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967, lil'í mxm m Þessi mynd er frá kapp- leik Keflvíkinga og skozka liðsins Hearts í fyrrakvöld. Sýnir hún er Skotarnir skor- uðu fyrsta mark sitt af sex. Skotið var til hliðar við mark ið og lenti knötturinn í efra horni. Kjartan Sigtryggsson gerir árangurslausa tilraun til vamar. — Ljósm. Sv. Þorm. TOTTENHAM SIGRAÐI Tottenhaan Hotspur sigraði Chelsea 2—-1 í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í gærdag. Tott- enham vann með því hinn eftir- sótta bikar í þriðja sinn á sjö árum. í hálfleik var staðan 1—0 Tott enham í vil. Þessi sigur skapar liðinu rétt til þátttöku í Evrópukeppni bik- armeistara, en þá keppni vann liðið 1963. Wembley leikvangurinn var fullskipaður áhorfendum við þennan spennandi leik og stemn- ingin á hápunkti frá upphafi til loka, — ósvikin ensk knatt- spyrnustemning. Miðar höfðu gengið á margföldu verði á svört um markaði. íslondsmótið í útihcndknattleih Handknattleiksmeistaramót ís- lands (utanhúss) fyrir árið 1967, í mfl. karla, mfl. kvenna og 2. fl. kvena, verður haldið á tíma- bilinu 15. júlí — 15. ágúst. Þeir saimbandsaðila, sem hafa hug á að annast framkvæmd mótsins, sendi skriflega umsókn til Handknattleiksráðs. Átta Islendingar til vetrar OL STJÓRN Skíðasambands fs- lands hefur valið eftirtalda skíða menn til æfinga fyrir Vestrar- Ólympíuleikana, sem fram eiga að fara í Frakklandi næsta vet- ur:_ Ágúst Stefánsson, Siglufirði Árna Sigurðsson, ísafirði ■ Björn Olsen, Reykjavik Hafstein Sigurðsson, ísafirði fvar Sigmundsson, Akureyri Kristinn Benediktsson, ísaf. Magnds Ingólfsson, Akiureyri Reyni Brynjól'fsson, Akureyri. Kennari hefur verið ráðinn Magnús Guðmundsson, skíða- kennari, og mun hann stjórna æfingum liðsins, bæði undir- búningsþjálfun í sumar og skíða æfingum næsta vetur. Fljótt á litið virðist þessi mynd eiga lítið skylt við íþróttir. En svo er nú samt. Hún er frá ,eftirleiknum“ að kappleik Dick Tiger og Jose Torres um heimsmeistaratitil í léttþunga I vigt. Flöskuregn dundi yfir hringinn, keppendur og starfsmenn | er dómurinn var kunngerður. Hér sést Torres flýja og skýla ( sér með fötu. Léttara að vinna titilinn en ná til búningsklefa DICK Tiger, heimsmeistari í léttþungavigt, varð titil sinn fyrir fyrri heimsmeistara, Jose Torres, aðfaranótt mið- vikudagis. Tiger tókst að halda titlinum, en með minnsta mun sem hugsazt gat — talinn af tveim dómurum hafa unnið 8 lotur móti 7 hjá Torres og af einum var Torr- es talinn hafa unnið með sama mun. En þar með er ekki öll sag- an sðgð. Tiger átti í eins miklum erfiðleikum að kom- ast frá hringnum til búnings- klefa síns eins og vinna sig- urinn. Og slagsmál brutust út í húsinu og var barist með flöskum, hnefum og öllu sem lausl'egt var. Lögregluþjón- ar á verði sáu sitt óvænna að hafa hægt um sig unz meiri liðsauki barst. Flöskuregnið upphófst um leið og úrislitin höfðu verið tilkynnt og óró- inn óx á svipstundu. Flöskuregnið dundi yfir kappleikshringinn, dómara og meistarann. Meistarinn tók það til bragðs að bregða yfir sig stólsæti því er keppendur fá í hornin til sín milli leik- lota. Og þannig varinn tróð hann s>ér með aðstoð lög- reglumanna til búningsklef- ans, en lætin og troðningur- inn var slíkur að það tók lög reglumann næstum mínútu að opna læsta hurðina og Viðarklæðningar Höfum fyrirliggjandi ýmsar tegundir af viðarklæðningu á LOFT og VEGGI. Viðartegundir: eik, askur, álmur, lerki, fura, cherry, teak o.fl. híar&viðarsalan sf. Þórsgötu 13 — Símar 11931 og 13670. koma heimsmeistarana í ör- ugga höfn. Enn er rifist um dóminn og sýnist sitt hverjum — en ekki verður honum breytt. Tiger vann titilinn af Torres 16. des. sl. og mætti honum nú aftur og keppnin nú var svona miklu jafnari. Tiger er frá Nigeríu, 37 ára gamall en Torres er New York-búi ættaður frá Puerto Rico, en menn þaðan er í New York búa halda vel saman og eru þjóðernissinnaðir mjög. Gert er ráð fyrir að „þeim þjóð’flokki" verði meinaður aðgangur að hnefaleikahús- um í New York um tíma í hegningarskyni. h«nd\ að það er ódýrast og bezt að auglýsa í Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.