Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.05.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. MAÍ 1967. Til sölu einstaklingsíbúð í Hraunbsef. Upplýsingar í símum 19896 og 21772 eftir kl. 21.00. í sömu simum eru einnig gefnar uppl. fyrir þá sem ætla að læra að aka bifreið. Verksmiðjuvinna — íbúð Traustur eldri maður óskast í tætara- deild spunaverksmiðjunnar á Álafossi. Upplýsingar á skrifstofunni kl. 1—2 dag- lega. Álafoss, Þingholtsstræti 2. Mjög glæsilegt sófasett. Framleitt úr beztu fáanlegu efnum. Lausir púðar í sætum, með stálfjöðrum (springinn- leggi). Lengd sófa 240 sm. Húsgagnaverzlun Kaj Pind Grettisgötu 46. — Sími 22584. SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Tónabíó: - I.O.G.T. Barnastúkan Æskan nr. 1 fellir niður fund í dag. Næsta sunnudag verður farið í ferðalag. Lagt af stað frá GT-húsinu kl. 11 f.h. Til- kynnið þátttöku næstu daga kl. 4—6 síðdegis í síma Þor- valds 10470 eða Ólafs 32067. Gæzlumenn. Schannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskrá. Kpbenhavn 0. pbenhavn 0. HOBART RAFSUÐUTRAN SARAR Höfum aftur fyrirliggjandi hina vinsælu HOBART rafsuðutransara, stærðir: 180 amper og 220 amper. Fylgihlutir: Rafsuðuhjálm- ur, rafsuðutöng, jarðkló, rafsuðukapall, 20 fet, jarð- kapall 15 fet; tengill. R. GDHMUNDSSOHIS KlíARAN Hl VÉLAR . VERKFÆRI . IONADARVORUI ARMULA 14, REYKJAVIK SIMI 3572; TOPKAPI Amerísk mynd. Framleiðandi og leikstjóri: Jules Dassin. Leikendur m.a.: Peter Uustinov Melina Mercouri Maximilian Schell Robert Morley o.fL Líklega er mynd þessi ekki alveg í anda hörðustu framúr- stefnumanna í kvikmyndagerð. Hún er eigi að síður á margan hátt skemmtilega og nýstárlega unnin, og sem skemmtimynd stendur hún mjög framarlega, þannig að hún mun halda flest- um áhorfendum sæmilega við efnið allan sýningartímann, sem er fram að tveimur og hálfri klukkustund. En sem sagt, lík- lega mundu „absúrdistar“ í kvikmyndagerð telja hana sprottna af helzti hversdagsleg- um hugmyndum, og það ber að játa, að ekki er það ný hug- mynd að framleiða kvikmynd til að skemmta fólki. Að efni til fjallar myndin annars um rán á verðmætum dýrgrip, gimsteinum prýddum rýting, sem geymdur er í lista- safni í Istambul. — Er reyndar athyglisvert, hve Istambul er vettvangur margra sakamála- mynda, ekki sízt njósnamynda. — Kona nokkur að raafn-i Eiísa- bet, sem ég er nú ekki alveg öruggur með þjóðerni á (leikín af grísku leikkonunni Melina Mercouri) fær fyrrverandi unn- usta sinn í slagtog með sér, til að reyna að stela hinum verð- mæta rýtingi. Þau fá sér að- stoðarfólk, allsundurleitt og sumt harla sérkennilegt. Eitt á Gamla bíó Emilía í herþjónustu (The Americanization of Emily) Julie Andrews er engill, sem ýmist syngur upp um öll Alpa- fjöll, eins og í The Sound of Music, eða svífur um loftin blá, en syngjandi, eins og í Mary Poppins, alltaf brosandi og upp- full af mannlegum gæðum. Þetta er hin almenna skoðun á Julie Andrews og fullkomlega réttmæt, því að hún hefur ver- ið einstaklega yndisleg í þessum tveimur myndum. Það kemur því nokkuð á óvart, að í þessari mynd leikur hún stúlku, sem er ekki engill, brezka millistéttarstúlku, góðhjartaða og gáfaða, en enginn engill. Hún syngur ekki svo mikið sem tón og er bílstjóri að atvinnu, í heimsstyrjöldinni síðari. Mynd þessi segir sögu Charlie Madison (James Garner), sem er aðstoðarmaður aðmíráls nokk urs, sem er staðsettur í Londoin um tíma. Hann hefur það starf að sjá fyrir öllu, sem aðmírál- inn kann að vanta, fyrir sjálfan sig eða gesti sína. Madison kynn- ist Julie Andrews og eftir það er söguþráðurinn í meginatrið- um: Piltur hittir stúlku- missir stúlkuna — fær stúlkuna, með athyglisverðum hliðaratvikum. Þetta er þó ekki meginefni myndarinar, heldur fjallar hún á óvenjulega skemmtilegan og glöggskygnan hátt um tilgang og réttmæti stríðs, gildi hetju- það sameiginlegt: Þetta eru allt algjörir viðvaningar við afbrota störf. Var það með vilja gert, til að villa um fyrir lögreglunni, því að hún gerir varla ráð fyrir, að aðrir en þekktir stórgla^pa- menn standi að svo bíræfnum þjófnaði. Það er víst rétt að gleyrna ekki að geta þess, að hér er um gamanmynd að ræða, og leik'.ir brezki leikarinn Peter Ustinov aðalgamanfígúruna, einn af þess um sprellikörlum, sem „fer að öllu skakkt", en heppnast þó flestar athafnir vegna óvæntra happatilvika. U'stinov er ein- hver vinsælasti gamanleikari, sem nú er uppi, og hlaut hann Oscarverðlaunin fjrrir leik siran í þessari mynd. Sömu verðlaun hla-ut hann eiranig fyrir leik sinn í myndinni ,,Spartacuis“ 1960. — Þótt of mikið væri sagt með því, að Ustinov bæri myndina uppi með leik sínum, þá er því ekki að neita að það gefur henrai mjög aukið gildi, hve listilega hann fer með skrípakarlshlut- verk sitt. Það er nokkuð í tízku um þess ar mundir að framleiða gaman- samar sakamálamyndir. Þetta hefur þá hættu í för með sér, að gamansemin dragi úr óhugnaði og spennu sakamálaatriðanna eða sakamálaefnið láti gamanið kárna fullmikið á stundum. f þessari mynd er naumast yfir slíkum árekstrum að kvarta, enda sakamálaefnið ekki það ógnþrungið, að það falli illa að gamansemi þeirri, sem myndin hefur að bjóða. Dómsniðurstaða: Ekki stórbrotin tímamóta- mynd, en vel leikin og tækni- lega vel gerð dægradvöl. skapar, hugrekki og hugleysi-og fleiri hugmyndafræðileg efni, sem viðkoma stríði. Ég ætla ekki að rekja þau hér, en þau eru þannig að flestum munu koma á óvart. Einnig er mynd- in á köflum bráðfyndin og all- an tímann sérlega vel leikin. Aðalhlutverkin eru bæði ágæt lega leikin og hefur ekki sést svo góður leikur til James Garn- er í kvikmynd, þó að hann hafi fyrr á árum verið góður í sjón- varpi. Julie Andrews sannar það, að hún þarf ekki að byggja sinn frama á söng, frekar en hún vill. Það er oft leiðinlegt að geta ekki séð allar kvikmyndir sam- tímis, og er mér ekki grunlaust um að þessi mynd hafi hingað til farið framhjá mörgum, sem hefðu viljað sjá hana. Það er mjög sjaldgæft að sjá svo skemmtilega farið með hug- myndirnar á bak við stríð, í stað þess að horfa á stríðið sjálft. Þarf engan að undra þó hand- ritið sé gott, þar sem það er eftir hinn kunna rithöfund Paddy Chayefsky. Fyrir fólk, sem hugsar, er þetta framúrskarandi skemmti- leg mynd. En hvað sem öðru líð ur, er það miðans virði að horfa á Julie Aandrews, þegar hún kemst að því að unnustinn er ekki dáinn. Augun fyllast af tár um og hún segir, stillt og ró- lega, aðeins: „Oh dear, oh dear“. Til sölu 26 tonna bátur. Uppl. gefur Ragnar Steinbergsson hrl. Akurejrri, símar 11782 og 11459. ÖLAFUR SIGURÐSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.