Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967.
F]ö!mennir fundir SjálfstæðisfEokksins
á Flateyri og Isafirði um helgina
FUNDIR Sjálfstæðismanna á
Flateyri og ísafirði, sem haldnir
voru síðastliðin laugardags- og
sunnudagskvöld, voru fjölmenn-
ir. Fundurinn á Flateyri hófst kl.
9 á laugardagskvöld. Einar Odd-
ur Kristjánsson, formaður Sjálf
stæðisfélags Önundarf jarðar setti
fundinn og stjórnaði honum.
Framsöguræðu fluttu dr.
Bjarni Benediktsson, forsætisráð
herra, Sigurður Bjarnason, al-
þingismaður, frá Vigur. Matthías
Bjarnason, alþingismaður og Ás-
Sameiginlegir framboðsfundir
stjórnmálaflokkanna í Suður-
landskjördæmi verða sem hér
segir: Skaftafellssýslu, Klaustri
24. maí kl. 13:30; Vík í Mýrdal
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Grinda-
vikur boðar til fundar kl. 9 í
kvöld í samkomuhúsinu í Grinda
vík. Frummælendur á fundinum
verða Matthías Á. Mathiesen al-
þingismaður, Pétur Benediktsson
björn Sigurðsson, sýslumaður.
Var ræðum þeirra ágætlega tek-
ið. Auk þeirra tóku til máls: Guð
mundur Ingi Kristjánsson, skáld
frá Kirkjubóli, Rafn A. Péturs-
son, útgerðarmaður, frú Karólína
Júlíusdóttir og Arngrímur Jóns-
son skólastjóri á Núpi, sem
beindi hvatningarorðum til vest-
ur ísfirðinga að veita Sjálfstæðis
flokknum einhuga og öflugan
stuðning í væntanlegum alþingis
kostningum. Frú Karólína Júlíus-
dóttir hvatti vestfirzkar konur
sama dag kl. 21. Rangárvalla-
sýslu: Hvolsvelli 25. maí kl. 21.
og Hellu 26. maí kl. 21. Árnes-
sýslu: Flúðum 31. maí kl. 13:30
og Selfossi sama dag kl. 21.
Vestmannaeyjum: 7 júní kl. 20:30.
bankastjóri, Sverrir Júlíusson
alþingismaður og Axel Jónsson
alþingismaður. Sjálfstæðisfólk
og annað stuðningsfólk D-listans
er velkomið á fundinn meðan
húsrúm leyfir.
sérstaklega til að vinna ötullega
að sigri Sjálfsæðisflokksins í
kosningunum. Að lokum svöruðu
dr. Bjarni Benediktsson og Sig-
urður Bjarnason fyrirspurnum er
fram höfðu komið.
Troðfullt hús á ísafirði.
Á fundi sjálfstæðismanna á
ísafirði á sunnudagskvöld, var
troðfullt hús. Frú Geirþrúður
Charlesdóttir formaður Sjálf-
stæðiskvennafélags ísafjarðar,
setti fundinn og stjórnaði honum.
Ræður fluttu dr. Bjarni Bene-
diktsson, forsætisráðherra, Sigurð
ur Bjarnason alþm., frá Vigur,
Matthías Bjarnason, alþm. og
Ásbjörn Sigurðsson, sýslum.
Fengu ræður þeirra allra ágætar
undirtektir. Fundinn sótti fólk
úr öllum sjávarþorpunum við
ísafjarðardjúp, auk Isfirðinga.
Ríkti mikill áhugi á báðum þess
um fundum, fyrir sigri-Sjálfstæð-
isflokksins í kosningunum.
FréttaritarL
För úf af í
Kömbum
ÖKUMAÐUR slasaðist nokkuð,
er bifreið hans stakkst út af
veginum neðarlega í Kömbum
sl. sunnudagsmorgun. Var bifreið
in, sem er Bedfordvörubifreið úr
Reykjavík, á leið með sumar-
bústaðaefni í Laugardal. Neðar-
lega í Kömbum missti ökumað-
urinn vald á bifreiðinni og
stakkst hún út af veginum og
lenti á hliðinni. Lagðist húsið að
mestu saman og skemmdust bif-
reið og farmur mikið. Farþegi,
sem var í bifreiðinni, slapp að
mestu ómeiddur en ökumaðurinn
var fluttur í Slysavarðstofuna í
Reykjavík.
Kjörskrárkœrur
KJÓSENDUR eru hvattir til að athuga, hvort þeir eru á
kjörskrá. Rétt til þess að vera á kjörskrá 1 Reykjavík hafa
allir þeir, sem þar voru búsettir 1. dies. sl. og verða 21 árs
eigi síðar en á kjördegi.
Kosningaskrifstofa Sjálfstæðigflokksins, Lækjargötu 6B,
aðstoðar við kjörskrárkærur. Skrifstofan er opin daglega
frá 10—10 Upplýsingar um kjöskrá eru veittar í síma 20671.
Kjörskrárkærur sérstaklega á mil'li 9—5 í síma 24940.
Framboðsfundir í
Suðurlandskjördæmi
Fundur í Grindavík í kvöld
Fundir ú Norðurlandi eyslru ú
Rnufarhöín, Húsuvík og Grenivík
FRAMBJÓDENDUR Sjálfstæðis-
flökksins í Norðurlandskjördæmi
eys'tra efna til almennra- kjós-
endafunda um „Framfaramál
kjördæmisins og þjóðmál" sem
hér segir: Á Raufarhöfn n.k.
miðvikudagskvöld kl. 20.30.
Ræðumenn: Jónas G. Rafnar,
alþm., Magnús Jónsson, fjár-
málaráðherra og Bjarmar Guð-
mundsson, alþm. — Á Húsavík
fimmtudaginn 25. maí kl. 20.30.
Prestur kjörinn
í Saurbæjar-
prestakalli
HINN fimmtánda þessa mánaðar
fór fi vn prostkosning í Saur-
bæ jarprestaJtalli á Hvalftarðar-
strönd. Einn prestur var í kjöri,
séra Jón Einarspnn, settur prest-
ur að Saurbæ. Á kjörskm voru
389. Atkvæði voru tWIin á skrif-
Stofu biskups í gærmorguu. 194
kusu og hlaut séra Jón 191 at-
kvæði. Þrír seðlar vonu auðir.
Kosningn var lögmæt.
Ræðumenn: Magnús Jónsson,
fjármálaráðherra, Bjartmar
Guðmundsson, alþm., Lárus Jóns
son, bæjargjaldkeri og Sigurður
Jónsson, bóndi, Sandfellshaga.
— Grenivík föstudagskvöld 26.
maí kl. 20.30. Ræðumenn: Jónas
G. Rafnar, alþm., Magnús Jóns-
son, fjármálaráðherra og Gísli
Jónsson, menntaskólakennari.
Á öllum fundunum verður
svarað fyrirspurnum að fram-
söguræðum loknum.
V&stmaður á
Reyk|alundi
• •
gefur til Or-
yrkSaheimilisins
MAGNÚS Benjamínsson frá Flat
ey, nú vistmaður á ReykjalundL
hefur fært yfirlækni staðarins
tuttugu og fimm þúsund krónur,
sem renna eiga til byggingar ör-
yrkjuheimilisins við Hátún.
Öryrkjabandalagið þakkar
gjöfina.
Framsókn hræðist sinn
eigir.j skugga
Minnihlutastjórn Sjálfstæðismanna
lagbi til afnám innflutningshafta
FR AMSÓKN ARMENN
eru nú greinilega orðnir
mjög hræddir við sinn eig-
inn skugga og gera tilraun
til þess að koma honum yf-
ir á aðra. „Hin leiðin“ er
orðin svo óvinsæl að þeir
vilja helzt ekki við hana
kannast og gera tilraun til
að eigna öðrum þann
óburð.
Þessi hræðsla frarmsóknair-
manna við sinn eigin skugga
kemur greinilega fram í til-
raunum þeirra til þess að
eigna Sjálfstæðismönnum
haftastefnuna, sem þeir sjálf
ir um áratugaskeið hafa bar-
izt fyrir og geira enn, — ein-
ir stjórnmálaflokka á öllum
Vesturlöndum. ef nokkrir fá-
mennir kommúnistaflokkar
eru undanskildir.
Framsóknarmenn hafa
að vísu ekki treyst sér til
þess að halda því fram,
að viðreisnarstjórnin, sem
gefið hefui 86,4% inn-
flutningsins frjálsan sé
hlynnt haftastefnunni, en
hins vegar hafa þeir síð-
usíu daga reynt að halda
því fram, að minnihluta-
stjórn Ólafs Thors, sem
sat frá des 1949 fram í
marz 1950, hafi verið
haftastjórn. Það er öðru
nær. '
Minnihlutastjórn Ólafs Thors
sem sat á fyrrgreindu tíma-
bill undirbjó mjög ítarlegar
tillögur til lausnar á alvar-
legum efnahagsvandamálum,
sem þá steðjuðu að og eitt
grundvallaratriði þeirra var
einmitt AFNÁM INNFLUTN
IN GSHAFTANNA. Það er
raunar einkennandi fyrir
Framsóknarmenn, að þeir
stóðu að þvi að bera fram
vantraugt á þessa stjórn, m.a.
vegna þeirrar stefnu í efna-
hagsmálum, sem hún boðaðL
en nokkrum dögum eftir að
vantraustið var samþykkt,
gengu þeir til stjórnarsam-
starfs við Sjálfstæðismenn
einmitt á grundvelli þessarar
sömu efnahagsmálastefnu.
Stefna Sjálfstæðismanna
1949: Gegn höftum
í Alþingiskosningunum
sem fram fóru í októbermán-
uði 1949 mörkuðu Sjálfstæð-
ismenn nýja stefnu í efna-
hagsmálum, þar sem m.a.
sagði:
„Flokkurinn telur, að
skerðing á athafnafrelsi
lanðsmanna með víðtækri
Iögskipan ríkisihlutunar á
öllum sviðum atvinnu-
rekstrar, tilheyrandi
nefndum og ráðum sé orð
in óþolandi og valdi stór-
kostlegri rýrnun á afköst-
um þjóðarinnar. Fyrir því
telur flokkurinn óumflýj-
anlega nauðsyn, að tafar-
laust verði snúið af braut
ríkjandi ofstjórnar, LOS-
AÐ UM HÖFT Á VERZL-
UN OG ATHAFNALÍFI
OG FÆKXAÐ OPINBER-
UM NEFNDUM OG RÁÐ-
UM út frá því meginsjón-
armiði, að landsmönnum
verði sem fyrst fengið aft-
ur það athafnafrelsi, sem
þeir þrá og þjóðarhags-
munir krefjast.“
í ræðu, sem Björn Ólafs-
son, fjármálaráðherra 1
minnihlutastjórn Ölafs Thors,
hélt á Alþingi veturinn 1950
sagði hann m.a.:
„Þótt gengislækkunin sé
miðuð við það, að bátaút-
vegurinn verði rekinn styrkja
laust, er hún einnig mið-
uð við það, að hún sé
nægileg til að koma á jafn-
vægi í verzluninni við út-
lönd, svo að LÉTT VERÐI
HÖFTUNUM AF VERZLUN-
INNI áður en langt um líður
ásamt ýmsum öðrum ráðstöf-
unum í því sambandi". Og í
álitsgerð hagfræðinganna,
sem unnu að nánari útfærslu
þeirrar stefnu, sem minnihluta
stjórn Ólafs Thors beitti sér
fyrir sagði m.a.:„Eftir geng-
isiækkunina selst innflutta
varan á verði, sem er sam-
bærilegra en áður við verð á
vöru framleiddri innanlands.
Aðflutta varan verður ekki
lengur eins mikil kjarakaup
og hún hefur verið áður, og
dregur því úr ásókn í inn-
flutninginn. Eftir því sem
jafnvægið í verzluninni
eykst dregur úr vöruskortin-
um og svartamarkaðsbrask-
inu. Gróðinn af innflutnings-
verzluninni minnkar. Enn-
fremur er eins og stendur
óeðlilega hátt verð á margs-
konar innfluttum vörum sem
ekki eru í vísitölunni. Vel er
hugsanlegt, að slíkar vörur
mundu jafnvel lækka í verði
fremur eO hækka. Við það,
að rýmkar um verzlunina
mnnu einnig margar þær
vörur, sem nú eru ófáanlegar
verða fluttar inn, enda er
einn höfuðtilgangurinn með
þeim tillögum, sem hér eru
gerðar, að hægt verði að
LÉTTA AF INNFLUTN-
INGSHÖFTUNUM“.
Af þessum tilvitnunum í
stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins fyrir októberkosningarn-
ar 1949, iwmælum Björns
Ólafssonar, fjármálaráðherra
minnihlutastjórnarinnar, og
tilvitnun í álitsgerð hagfræð-
inganna er ljóst, að það var
þungamiðja í stefnu Sjálf-
stæðisflokksins á þessum
tíma, eins og raunar jafnan
fyrr og síðar, að afnema inn-
flutningshöftin.
Það kom hins vegar greini-
lega fram í umræðum um
efnahagsmálatillögur minni-
hlutastjórnarinnar á Alþingi
þennan vetur, að Eysteinn
Jónsson, núverandi formaður
Framsóknarflokksins, var
ekki ýkja hrifinn af þessari
frjálsræðisstefnu Sjálfstæðis-
flokksins. í ræðu, sem Ey-
steinn Jónsson flutti við um-
ræðuir um frumvarp ríkis-
stjórnarinnar sagði hann
m.a.: „.....það virðist að
menn VERÐI að una því
hlutskipti á næstunni að búa
við mikinn vöruskort". Það
er ljóst af þessum ummælum
Eysteins, að hann hefur að
vísu verið hræddur við að
láta í ljósi allt of mik.a
óánægju með þá stefnu Sjálf
stæðisflakksins, að létta bæri
af innflutningshöfunum, en
hins vegar kemuir glögglega í
ljós, í þessum orðum, að
hann lítur til þess með mikl-
um trega, að þessi höft verði
afnumin.
Blómaskeið haftanna:
Valdatími Framsóknar
í kjölfar tillagna Sjálfstæð
isflokksins fylgdi svo tölu-
verð rýmkun á innflutnings-
höftunum. En aftur seig veru
lega á ógæfuhlið eftir að
Framsóknarflokkurinn mynd
aði vinstri stjórnina 1956 til
1958. Á þeim tíma voru
bæði innflutningshöft og
gjaldeyrishöft með eindæm-
um- ströng og urðu sífellt
strangari eftir því sem leið á
stjórnartímabil vinstri stjórn
arinnar. ÞAÐ VAR SVO
EKKI FYRR EN 1960, ÞEG-
AR SJÁLFSTÆÐISFLOKK-
URINN TÓK Á NÝ VIÐ
FORUSTU í RÍKISSTJÓRN
LANDSINS, AÐ SÚ AL-
GJÖRA STEFNUBREYTING
VARÐ, SEM NÚ HEFUR
NÁÐ ÞEIM ÁRANGRI AÐ
86,4% ALLS INNFLUTN-
INGS TIL LANDSINS ER
FRJÁLS.
Framsóknarmenn eru nú á
hröðum flótta undan sínum
eigin skugga, undan óvinsæld
um „hinnar leiðarinnar", en
þeir munu komazt að raun
um, áð þeir losna ekiki við
hann.