Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAf 1»67. 17 Erlendur Jónsson skriíar um BÓKMENNTIR Varkár og gætinn Jón Dan: BERFÆTT ORB. 80 bls. Almenna bókafélagið. Reykjavík, 1967. „HffiGT safna ég saman orð- um“. Þannig hljóðar stefið í kvæði einu í Berfættum orðum, ný- kominni ljóðabók Jóns Dans. Sú var tíðin, að ungir menn hermdu hver eftir öðrum orð skáldsins Arohibald Mac-Leish: a poem should not mean buit be. Ef þau orð væru höfð að leiðarljósi við lestur Benfættra orða, væri líklega fjarstætt að halda því fram, að Jón Dan meinti nokkuð sérstakt með fyrrgreindu stefi. Samt er það nú svo, að orðin eru einkenn- andi fyrir hann sjáltfan, ef hatfð- ur er í huga rittferill hans. Jón Dan hetfur farfð sér hægt. Hann hetfur ekki verið áhlaupa- maður á vettvangi ritlistarinn- ar. Hann hetfur fetað sig áfram „af mikilli varúð“ og „atf mikilli gætni“, svo atftur séu tilfærðar línur úr sama ljóði. Tekið er fram á kápuauglýs- ingu, að Berfætt orð sé fyrsta ljóðabók Jóns Dans. En höfundurinn er miðaldra maður. Ljóð hans eru því ekki ungs rnanns ljóð. Þar atf leið- and i eru þau hvort tveggja: laus við þann hlakkandi lílfsleiða, ®em oft einkenna ljóð ungra skálda, svo og firrt þeim öfg- um, sem að sama skapi afvega- leiða unga og hrifnæma hötf- undta. Á því leikur enginn vafi, að ungur maður finnur meir til persónu sinnar en fullorðinn imaður og á jafnframt erfiðara imeð að setja sig í spor annarra. IBann er í senn sjálfselskari og tiitfinninganæmari. Sannleiks- krafan veldur því, að hann er sífellt í vandræðum með orða- valið, að minnsta feosti meðan hann er að sætta sig við þá staðreynd, að allur sannleikur- inn verður aldrei með orðum sagður. Hinn fullorðni hefur tamið sér að hugsa í orðum. Þvi síður reynir hann að segja nokkuð, sem ekki verður með orðum sagt. Líkingamál hans verður því alla jafna ljósara, skiljan- iegra. Jón Dan yrkir mikið í líking- um. Og líkingaimál hans er Ihvorki torskilið né fjarstætt. Einkar gott dæmi um mynd- sköpun hans er nafn bókar- innar: Berfætt orð. Nú er seinni liður þessa nafns, „or'ð“, heiti á hugtaki. Lýsingar- orðið „berfættur" er á hinn Ibóginn áþreifanlegra. Og að því atefnir Jón Dan einmitt með mörgum líkingum sínum að gera hið óáþreitfanlega áþreif- anlegt. „Marglit eru orðin". Þannig hefst eitt ljóðið. „Nú eru orðin komin á ról“. Þannig hetfst ann- að. Atf sömu rótum er runnin sú tilhneiging skáldsins að láta sem hið dauða sé lifandi. Á þess 'konar líkingamáli verður her- flugvél að „herfugli“ og her- skip að „brynvörðum stórhvel- um“. Líkingar atf þessu tagi hafa lengi tíðkazt í skáldskap. Mis- jatfnlega orka þær á lesendur. Að minni hyggju samræmast þær illa þeim fagunfræðilegu viðhorfum, sem nú eru helzt við tekin. Jón Dan skiptir bók sinni £ ifjóra hluta. í gömlu húsi heitir hinn fyrsti. Lengst í þeim katfla er Flugvallarljóð — gæti verið ort út af minningum um Breta- vinnuna á stríðsárunum. Ljóð þetta (í því er einmitt talað um „herfugla" og „brynvarin stórhveli“) hlýtur að teljast á mörkum skáldskapar og leir- burðar og mætti tilfærast sem dœmi um hið lakasta í bókinni. — Þannig er ekki illa til fundið að skipa því lakasta fremst. Vegferð um nótt heitir annar katfli bókarinnar. Þar er meðal annars ljóð, sem heitir — Ókveð ið ljóð. Gerum okkur í hugar- lund, svo sem til gamans, að ljóð sé ekki einungis til að skynja, eins og Archibald Mac-Leish gaf til kynna, heldur einnig til að skilja. Má þá ekki af því Ókveðna ljóði draga þá ályktun, að skáldið sé nú — komið á miðjan aldur — að harma, að æskuljóð þess skyldu aldrei verða til, að þau skyldu aldrei sjá dagsins ljós. Látum okkur sjá. Ókveðið ljóð er svona: ÉB & kvæSl mitt óort. Ég fór um það höndum i vor, hugsaði um það i heilt sumar, nótt og dag. Ég hvarf frá IJóði minu i vor og lét mór nægja að hugsa um það. Ég gaf mér ekki tíma til að unna þvi — ég hefði þó átt að lifa fyrir það eitt. Nú er ljóðið mitt ókveðna týnt, Astarljóð í sama kafla er ekki djúpfundinn skáldskapur, en ekki ósniðuglega ort. Það er á þessa leið: Ég get ekki að því gert, en stundum lít ég spegilinn í leit að þér. Eins og þig sé enn sem forðum að finna bæði í honum og fangi mér. En þú ert horfinn, ennþá geng ég stundum að speglinum og gái að þér. Þetta Ástarljóð væri ennþá betra, ef numið væri brott úr næstsíðustu ljóðlínunni atviks- orðið „stundum1*, því það seg- ir ekkert. Þá er komið að þriðja hluta bókarinnar, sem skáldið nefnir Orðaljóð, og er sá kaflinn að mínum dómi athyglisverðastur. öll skáld hugsa uim leyndar- dióm orðsins. Sumir höíundar skrifa um það efni ritgerðir og bækur. Aðrir greina ekki frá glímu sinni við orðin fyrr en í ævisögum á gamals aldri. En Jón Dan yrkir um orðin. Fyrsta kvæðið í kaflanum Orðá- ljóð nefnist Notuð orð. Það er lýsing á vinnubrögðum skálds, og er á þessa lund: Hægt safna ég saman notuðum orðum og skoða þau vandlega, gái hvort ekkert sé gallað, hvort ekki megi fá annað hæfara f staðiim. Annað sem hvorki er þvingað né háfleygt og ekki með vott af tilgerð, f guðanna bænum alis ekki skáldlegt, en einfalt, hversdagslegt, kyrrlátt. Loks hef ég tínt saman nokkra tugi af orðum og safnað í bingi, og bíð þess mér takizt með einum neista að koma þeim til að loga. Þá koma ljóðin Fatakaup, Gestakoma, Vistaskipti, Frosin orð, Orð eru ekki frímerki og Orð í skútffum, sem mig langar einnig að tilfæra hér, en það hljóðar á þessa leið: Hægt safna ég sarnan orðum og raða þeim vandlega 1 skúffur, syngjandi orð í þá efstu og gæf og mjúklynd 1 næstu, hittin f þriðju skúffu og ásakandi i fjórðu og ennþá neðar hin grimmn og allra neðst eitruð, banvæn. Jón Dan Ég opna gjarna efstu skúffurnar og lofa orðunum að syngja og dansa mér til gamans, 1 lelk. Ég vona að enginn fari með hernað á hendur mér, ég er stirður og tekinn að eldast. Ég á orðið bágt með að beygja mig. Ef tú vúl gætu þessi Orð í skútffum sýnzt eins og framhald Ókveðins ljóðs, sem áður var tilfært. „Ég hvarf frá ljóði mínu í vor“, segir í Ókveðnu ljóði. „Ég er stirður og tekinn að eldast", segir í þessu, Orð í skúffum. Þrjú ljóð eru enn í kaflanum Orðaljóð, og heita þau: Orð eru alltaf til reiðu, Orð geta verið misindismenn og Sofandi orð. Og svo endar bókin á fimm stuttum ljóðum, sem skáldið skipar saman í flokk og kallar Barnaleg ljóð. En þau eru nú ekki svo barnaleg sem skáldið vill vera láta. Síðasta Ijóðið heitir Englaspil og er svona: Vifí 9kulum líta upp til Gu5s og virða fyrir okkur dásemdir hans. Kurteislega skulum við berja að dyrum og halda á húfunni f hendinnl. Við skulum þurrka vel af okkur til þess að spora ekki hvítskúrað gólfið. Hljóðlega skulum við ganga inn til þess að vekja ekki Guð — hann gæti hafa lagt sig i rökkrinu. Við skulum læðast inn að kommóðu þar sem englaspilið ymur. og tveir gyiltir englar snúast hring eftir hring; 6, hvíiik dásemd. Og ef við snertum ekki á nokkrum hlut fáum við að koma aftur þegar við erum orðuir gamlir. Þannig yrkir Jón Dan: ekki stórbrotið, heldur þýtt: ekki barnalega, heldur barnslega; ekki skáldlega, heldur alþýðlega. Hann er gætinn og orðvar; skáld, sem samræmir hugsun og tú- finning. Jón Dan er hvergi snarpur höfundur. Ljóð hans eru ekki afgerandi. „Siáandi“ orðasam- bönd eru vandfundin í þessum ljóðum hans. Þar eð hann géng- ur berfættur, getur hann ekki slegið saman járnhælum. Ekki stendur neistaflug af orðum hans. En undir þeim stirnir í dálitla glóð. Rödd hans er hvergi ytfirgnæfandi. En hún er róleg og traustvekjandi. Berfætt orð hafa yfir sér svip- mót þess, sem er lengi að skap- ast. Vera má, að einhver ljóðio séu til orðin sem skyndilegar hugdettur. Veit að sjálfsögðu ekh ert um það. En þó svo væri, leynir sér ekki að Jón Dan er hötfundur, sem gerir sér ljóst, hvað hann ætlar að segja, og segir það eitt sem hann ætlar að segja. Erlendur Jónsson. Ný bðk frá Þorsteini Þorsteinn frá Hamri: JÓR- VÍK, 66 bls. Heinrskringla. Reykjavik, 1967. ÞORSTEINN frá Hamri hefur verið duglegt ljóðskáld með hlið- sjón af magni. Bókin Jórvík, sem hann hefur nú nýverið sent frá sér, mun vera hin fimmita þess efnis frá hans hendi á níu ára tímabili, frá því hann kvaddi sér hljóðs sem ljóða- smiður, kornungur maðiur. Margt ljóðskáldið hefur nú sent frá sér færri bækur á langri ævi og samt unnið sér til ævin- legrar viðurkenningar. Enda er það sannast mála, að fáum hefur gefizt að ganga að ljóðagerð eins og akkorðsvinnu. Má líka segja um ljóðasafn það, sem þegar liggur eftir Þor- stein frá Hamiri, að það er ekki að sama skapi margbreytilegt sem það er mikið af vöxtum. Þorsteinn á sér persónulegan tón, ,sem greinir hann frá öðrum skálduiru En sá tónn er hvorki sterkur né áhrifamikill. Svo margt jákvætt sem segja má um kveðskap hans, er hinu ekki að neita, að ýfir honoim vokir eitthvert drungalegt fjörleysi, einhver andlegur vítamíns- skortur, sem gerir kvæði hans leiðinleg og þreytandi; því fremur sem þau eru fleiri lesin. Því skal ekki neita, að kvæði Þorsteins hafa löngum hlotið dágóðar viðtökur. 0,g sumir hiafa beinlínis borið lof á þau. Það hefur líka virzt áhættulítið að veðja á Þorstein, þar eð hann er sem skáld gæddur ótvíræðri náttúrugreind. En lofið er tvíeggjað. Að mín- um dómi hafa ljóð Þorsteims stundum verið oflofuð. Örugg- lega hefur meðbyrinn orðið skáldinu til ills fremur en góðs. Ung skáld þurfa ekki á lofi að halda, jafnvel þó þau verð- skuldi það. En óverðskuldað lof þeim til handa — það er bjarn- argreiði. Mig grunar, að ,þeir, sem mest hafa hrósað kveðskap Þorsteins, hafi hrósað honum vegna þess, að þeir hafi þótzt finna í honum eitthvert gildi, sem liggur utan og ofan við skáldskap. Auðvitað felst þá í loftinu sú ósk skáldinu til handa, að það haldi sér við efnið, en breyti ekki til. En þetta eru nú einungis hug- leiðingar. Á þær verða engar sönnur færðar, né heldur verða þær afsannaðar. Hitt virðist mér augljóst, hvort sem höfð er í huga síðasta bók Þorsteins frá Hamri eða fyrri 'bækur hans, að hann er enn tiltölulega rótfastur í sjötta áxa- tugnum. Það er í rauninni enga nýbreytni að finna í þessari bók. Hún er aðeins framhald af því, sem áður var ort. Skáldið kveður ekki betur en áður. Að- eins liggja nú eftir það fleiri kvæði, meira magn., Það er allt og sumt. Kannski er ekkert við það að athuga, ,þó Þorsbeinn sé enn, að fást við efni, sem skáld voru að glíma við fyrir áratug eða meira. Hitt er öllu lakara, að Þorsteinn tekur þau svipuðum tökuim og þau voru tekin þá, en reynir ekki eða megnar ekki að blása í þau nýju lífL Ekki skal helduir efa, að skáldið standi heilt og óskipt að baki efni sínu. Engu síður skortir það ein'beitni í framisetning. Til dæmis er því tamt að nota atviksliði og forsetningarliði. Vera má, að Þorsteinn hyggist með því skapa st£l sinum traust og tiltrú. En sú finnst mcér hreint ekki verða raunin. Smáorð, sem ætlað er að gera stíl varfærnis- legan, en traustan, veikja hann oftast, en styrkja hann ekkL Hinu verður ekki neitað, að Þorsteirvn hefur brageyra, sem kallað er, næma tilfinning fyrir hrynjandi ljóðs. Ennfremur hef- ur hann I sér anda þjóðisögiunn- ar. Því tekst honum einna lip- urlegast, þegar hann yrkir reglubundið; með stuttum og léttum Ijóðlínum, rími, stuðlum og höfiuðstöfum. Sum beztu kvæði hans minna þannig á göm- ul þjóðkvæði, eða vísur, sem fyrrum voru felldar inn í þjóð- sögur. Ef skáldið væri einbeitt- ara í framsetning og skæri formi sínu þrengri stakk, giæti það ort ágæt fevæði í þeim dúr. Sem dæmi ,um, hvernig Þor- steini tekst að ljóða og ríma skal hér tiXfært kvæðL sem heitir Vaggan. Það er á þessa leið: Það svaf og ég heyrði sæng þess lyft og aagt: 6 hér ertu loksins fundið. Þorsteinn frá Hamri Ogr allt er hreytt: mér er bylt og hrundið. Ég er vagga einhvers sem um var skipt. At/hyglisvert er líka stutt kvaeði, sem skáldið nefrtur Rveðju. í>að er á þessa lund: Maður minnist og saknar — maður hrekst um hinn dapra sæ unz báran blóðuga vaknar og ber hann að nýrri strönd sem fræ; stund s*em var stutt er geingin; stormar rísi og byljina hvessi — hver þú ert veit einginnr annar en ég og vísa þesst Þannig hljóða þessi stuttu bvæði. Varla munu þau verða stórfengleg talin. En lagleg eru þau og lipur, smekklega form- uð, kunnáttulega saman setL Hafi Þorsteinn frá Hamri framtak í sér til að læra, það sem hann hlýtur að eiga ólært um lífið og ljóðið og tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn, svo hann geti endurnýjað form sitt og tekizt í hendur viður- hlutameiri verkefni, þá er alls ekki ósennilegt, að han.n verði einhvern tíma verður þess lofis, sem vafasamlega hefur verið á hann borið. Eðlisgreindina vantar hann eklki. Erlendur Jónsson. Guðmundsson form. Fél. ísl. rithöfunda AÐALFUNDUR Félags íslenzkra rithötfunda var haldinn þriðju- dagiinn 9. þessa mánaðar. Á fundinum var einróma sam þykkt að kjósa Bjarna M. Gísla son heiðursfélaga í viðurkenn- ingar- og þakklætiss'kyni fyrir starf hans að lausn handrita- málsins. Töluverðar umræður urðu um úbhlutun listamannalauna. Guð- mundur Gíslason Hagalín taldi að áiherzlu bæri að leggja á Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.