Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 32
Hefmingi utbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað orgimMaijUíft ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967 DREGIÐ í KVOLD Landshappdrœtti Sjálfstœðisflokksins Minkur í Breiða- fjarðareyjum FRÉTTARITARI Morgunblaðs- ins í Stykkishólmi, Árni Helga- Togarar veiða vel AFliI togara hefur verið mjög að glæðast nokkra siðustu mán- uði Togarar Júpíters og Marz hafa ekki farið varhluta af því. 1 gær Landaði Úranus fullfermi, sem hann hafði feng- Ið á Grænlandsmiðum og heima miðum. 11. mai áandaði Júpíter 336 tonnum og 17. maí landaði Nteptúnus 254 tonnum. Og tog- arinn Marz var á veiðum fyrir Énglandsmarkað. AUur fyrm. afli fer til vinnslu í frystihúsi Júpiters og Marz á Kirkjusandi. Kjnrrbruni við Álituvutn SLÖKKVILIÐ Selfoss var kvatt upp að Álftavatni um miðjan dag s.l. sunnudag. Hafði kvikn- að þar í sinu og kjarri í sumar- bústaðalandi og varð eldurinn allmikill á tímabili. Slökkvistarf- ið gekk greiðlega en þó eyði- lagðist gróður á nokkurri lands- spildu. Ekkert tjón varð á mann- virkjum. son, tjáði oklkur, að fyrir skömmu hefði minkum verið banað í Fagurey og Skjaldarey á Breiðafirði. Fyrir nokkru urðu menn varir sundurtættra fugla í Bíldsey og Fagurey, en það mun líklega frekar vera af völdum svartbaks en minks. „Hér hefur verið stöðugur norð austansveljandi í langan tíma“, sagði Árni, „frost á hverri nóttu og engin gróðurnál komin, hvorki í eyjunum né í landi. Varp hófst hálfum mánuði seinna niú en venjulega vegna kuldans. Allmikil hrognkelsaveiði hefur verið hér í Stykkishólmi í vor“, sagði Árni að lokum. Reykur úr bröggunum sást um allan bæ. Fyrsla áfaitga lokið við flugbraut á Siglufirði FYRSTA áfanganum við flug- braut á Siglufirði er nú lokið. Brautin er orðún 700 metrar að lengd, 40 á breidd og liggur frá bænum Hól í áttina að Ráeyri. Samkvæmt teikningu á bnautin aff ná lengra en að Ráeyri en ekki hægt að fara lengra í bili, þvi að gena þarf rennu undir brautin vegna ár, sem rennur norðanmegin við liana. Eins og stendur geta því að- eins minni tveggja hreyfla vélar lent þar. Brautin var gerð með því að dælt var efni upp úr sjónum, með dælu flugmála- stjórnarinnar. Yfir það var sett gróft burðarlag og svo fínt lag yfir það. Ekki hefur enn verið veitt leyfi til áætlunarflugs til Siglufjarðar, en verður sjálfsagt gert bráðlega. MikiS tjón varS — í bruna við Skúliagötu TVEIR braggar við Skúlagötu eyðilögðust í eldi í gærmorgun. í öðr.um þeirra, þar sem eld- •urinn kom upp, var ryðvarnar- stöð á vegum Fiat-umboðsins, en enginn bíll í þetta sinn. Slökkvilið Reykjavíkur var kvatt út kl. 9.40 að Skúlagötu 40, en br agginn var alelda þegar það kom á vettvang. Slökkviliðsmenn einbeittu sér þess vegna að því að verja geymsluskála málningarverk- smiðjunnar Hörpu og Hafnarbíó, en braggarnir voru á milli þeirra. Tókst að bjarga þeim, en eldurinn komst í annan íbragga við hliðina. Þar voru igeymdir timburflekar og urðu talsverðar skemmdir á þeim. Braggarnir sjálfir voru gersam- lega ónýtir. Upptök eldsins voru þau, að eldur hljóp í tvisthrúgu úr araá, þar sem brennt var ruslL Slökkvistarfi var lokið kl. 10,4ð. Nær 3000 gestir -151 málverk selt SJALDAN, ef nokkurntíma hefur önnur eins sýningaalda gengið yfir Reykjavík. Auk allskonar vörusýninga hefur ótrúlegur fjöldi listmálara haldið sýningar á verkum sínum og aðsóknin verið frá- bærlega góð. Morgunblaðið hafði samband við sex lista- menn og eina listakonu og voru þau öll ánægð með ár- angurinn. Samtals höfðu þau selt hundrað fimmtíu og eitt málverk og hátt á þriðja þús- und gestir heimstóttu sýning- ar þeirra. Benedikt Gunnarsson var sóttur heim af um 800 gestum, sem keyptu af honum fimmtíu málverk. Til ísleifs Konráðs- sonar komu hátt á annað hundrað manns og sextán af myndum hans seldust. Tæp- lega fimm hundruð komu til Eggerts Guðmundssonar og tólf mynda hans seldust. Guðni Hermansen frá Vest- mannaeyjum seldi ellefu af myndum sínum og gestir hans voru milli fimm og sex hundruð. Hringur Jóhannsson sem sýnir í Bogasal seldi 12 af sínum myndum og um 400 manns komu að skoða sýn- inguna. Fétur Friðrik Sigurðs- son opnaði sýningu um síð- ustu helgi og á skömmum tíma seldust þrjátíu myndir og gestir voru um þrjú hundr- uð og fimmtíu. Sólveig Egg- erz hefur sýningu á málverk- um á rekavið á Mokkakaffi og bafa þegar selzt tuttugu verk. Hinsvegar er ekki vel hægt að segja til um fjölda gesta henn- ar. Þess ber að geta að fleiri listamenn hafa verið með sýn- ingar síðustu daga, en Morgunblaðinu tókst ekki að ná í aðra en þessi sjö í gær. Nokkrum fyrrnefndra sýn- inga er nú lokið en aðrar standa enn yfir. Kaffikvöld kvenframbjóðenda Sjálfstæðis- flokksins aö Hótel Sögu í kvöld Kvenframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykja- vík bjóða stuðningskonum Sjálfstæðisflokksins á kjörsvæði Laugarnesskóla og Langholtsskóla til kaffikvölds í Súlnasal Hótel Sögu í kvöld og hefst það kl. 20:30. Flutt verða stutt ávörp en síðan munu þær Sigur- veig Hjaltested og Svala Nielsen syngja einsöng og tvísöng við undirleik Skúla Halldórssonar. Emilía Jónasdóttir flytur nýjan gamanþátt og Guðný Guð- mundsdóttir leikur á fiðlu við undirleik Vilhelmínu Ólafsdóttur. Þær konur, sem fylgja Sjálfstæðisflokknum að málum eru hvattar til þess að sækja kaffikvöldið. Skrímsli í P® •• ^ rjoru a Langanesi? UM SJÖ metra langt hræ af sjávardýri fannst rekið í Heið- arhöfn á Langanesi í febrúar- mánuði síðastliðnum. Það var Lúðvik Jóhannsson, bóndi þar, sem fann hræið og lét það kyrrt liggja, þar sem hann taldi það vera af beinhákarli. En fyrir skömmu kom þangað maður, sem taldi að um eitthvað annað væri að í ræða og eru menn ekki á eitt ' sáttir. Dr. Finnur Guðmundsson mun hafa verið beðinn um að fara austur til að skoða hræ- ' ið. Morgunblaðið reyndi að ná sambandi við dr. Finn í gær en hann var þá í Hrís- ey og ekkert símsamband þangað eftir klukkan 7. Sem fyrr segir er skrímsli þetta talið vera um sjö metrar að lengd. Hausinn vantaði á það en hinsvegar má greina ein- / hverskonar bægsli á skrokkn- 1 um. Telja sumir að það sé loð- ^ ið en aðrir telja það vera þakið sjávargróðri. Árið 1958 sá Stefán Jónsson, þá bóndi á Heiðarhöfn, eitthvert dýr í fjörunni, sem hann bar ekki kennsl á. Hann skaut á það af byssu sinni en það komst út í sjó og sást ekki eftir það Auður Guðrún Geirþrúður Alma Sigurveig Svala Emilía Guðný Vilhelmina

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.