Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967. BÍLALEIGAN FERÐ SÍ M l 34406 SENDU M IMAGNÚSAR skipholt»21 símar 21190 eftír lokun sími 40381 ' \62$s,Ml 1-44-44 \miiim Hverfisgötu 103. Simi eftir lokun 31160. LITLA bilu'.ciguu Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensin innifalið í leigugjaldi. Simi 14970 BÍLALEIGAIM V A K U R Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. 4 ,- [5&lL/yi3F RAUÐARARSTfG 31 SlVll 22022 FjaSrir. fJaðrablóO. hljóSkútai púströr o.fl varahluti* f margar gerðir bifreiSa. Bílavörubúðin FJÖÐRLN Langavegi 168. — Súni 24188. GOLF: KYLFUR BOLTAR O. FL. P.EYFELD LAUGAVEG 65 Fískibátar Seljum og leigjum fiskibáta af öllum stærðum. Talið við okkur um kaup og sölu fiski- báta. Skipasalan og skipaleigan, Vesturgötu 3, sími 13339. Skíðaskólinn í Kerlingafjöllum Sími 10470 mánud. — föstud. kl. 4—6, laugard. kl. 1—3. Um Norðurflug h.f. Alfred Jónsson, Básum í Grímsey, skrifar: „Tvívegis í síðasta mánuði hnaut ég um smáklausur í „Vel- vakanda“, þar sem vikið var að hinu nýstofnaða flugfélagi „Norðurflugi hf. á Akureyri. Hjá báðum þessum heiðurs- mönnum, höfundum klausanna, sem af einhverjum ástæðum kusu að halda nöfnum sínum leyndum — ef til vill var það bara hógværð? —, þótti mér anda dálítið köldu til Norður- flugs hf., og þó fannst mér eins og þeir væru í öðru orðinu að hæla Tryggva Helga- syni og starfsemi hans. Hvað var það þá, sem vakti fyrir þessum kempum? Það er trúlega nokkuð erfitt að finna rétta svarið, því að tæplega er þarna um eigin hagsmuni að ræða — ja, hver veit? Eða eru svona skrif tilkomin vegna áhuga á velferð annars eða ann- arra flugfélaga? Ef til vill kunna þessir skrif- finnar að geysast aftur fram á ritvöllinn, og vaeri þá vel, ef þeir páruðu nöfn sín undir, því að ég tel víst, að þá myndi þetta mál skýrast að nokkru. Það er ekki hægt að fara mörgum orðum um Norður- flug hf., enda er félagið ennþá ungt, rúmlega tveggja mánaða, en trú mín og von er sú, að það eigi eftir að vinna gott og heillaríkt starf í þágu Norð- lendínga og allra landsmanha, eins og fyrirrennari þess hefur gert á undanförnum árum. Og trú mín er sú, að þó að til séu menn með hugarfar, eins og þeir, sem um gietur í upphafi, þá muni þeir, sem bet- ur fer, vera fáir, og sem svar til þeirra eigum við Norðlending- ar og aðrir, sem áhuga höfum á bættum loftsamgöngum í strjálbýlinu að taka höndum saman og styrkja og efla vöxt og velgengni Norðurflugs hf., og mun það áreiðanlega bera ríkulegan ávöxt í bættum sam- göngum. Alfred Jónsson". 'jt Fýluferð í Fjörðinn „Kæri Velvakandi! Mig langar til þess að biðja þig fyrir nokkrar línur. Bæjarbíó hefur um langt skeið sýnt myndina „Darling". Ég gerði því ráð fyrir, að þarna væri góð mynd á ferð- inni og bauð syni mínum á bíó. Þegar í bíóið kom, sagði dyravörðurinn, að myndin væri bönnuð börnum. Þetta kom okkur alveg á óvart, þar sem þetta var 'ekki tekið fram í auglýsingu í Morgunblaðinu. Það er ekki þægilegt að fara frá Reykjavík tii Hafnarfjarð- ar og vera gerður afturreka eftir að hafa keypt miða. Tvöfalt afnotagjald Þá langar mig til þess að vekja máls á því mikla órétt- láeti, sem mér finnst í því að verða að greiða tvöfalt afnota- gjald af útvarpi, ef maður hef- ur einnig útvarpstæki í bíln- um. Ég vil geta hlustað á új,- varp, hvort sem ég er staddur heima eða að heiman. Mér finnist ekki hægt að segja mönnum: þú skalt vera heima og hlusta á útvarp, að öðrum kosti greiða tvöfalt afnotagjald. Það, sem mér finnst sann- gjarnast í þessu máli er, að sérhver borgari greiði útvarps- gjald, þegar hann hefur náð vissum aldri eins og t. d. s j úkrasamlagsgjald. Með beztu kveðjum. Nói“. Ekki er Velvakandi nú sam- mála seinustu klausu bréfsins, — öðru nær, en hann þakkar bréfið samt. Skúlagata — Öskjuhlíð Það er nú orðið árvisst, að ég skrifa þér bréf, Velvakandi góður, þegar vora tekur í loftL Án árangurs hef ég beðið þig um að beita áhrifum þínum á æðstu stöðum borgaryfirvald- anna, því alltaf er bezt að tala við þá sem mestu ráða, en ekki þá, sem sjá um hinar daglegu framkvæmdir. Erindið er nú sem fyrr hið sama: Gjöra svo vel að setja upp bekki á tveim stöðum við Skúlagötuna svo hægt sé að sitja þar og horfa út á Flóann inn yfir Sundin og njóta dásamlegrar Esjunnar í sumarskrúða sínum. Um leið tvær línur til við- bótar: Hafa borgaryfirvöldin kynnt sér, hvernig nú er um- horfs umhverfis hitaveitugeym- ana. Þessir sporlötu feitu og sí- söddu, sem þangað aka í bílum sínum, getta nú ekki lengur gengið spölinn fram fyrir þá, heldur er ekið inn í grasflötina og er þar nú komið svað. Reykvíkingur." Flagarar og hjóna- djöflar. „Kæri Velvakandi. Eftir að hafa lesið bréf til þín (birt 12. apríl) um áfengL þar sem bréfritari segir, að óþarfi sé fyrir einhverjar kerl- ingar að segja karlmönnum fyr- ir verkum, heldur eiga að leyfa þeim sjálfum að ákveða það, sem þeim sé fyrir beztu, hvort þeir vilji drekka áfengi eða ekkb og fólk sé orðið þreytt á þessum heilögu manrueskjum, þá datt mér í hug: Þessi maður hlýtur að umgangast fólk, sem kann að nota áfengi, en það eru nokkrir af þúsundL en hann þau heimili, þar sem heimilis- feðurnir ákveða, hvað þeim sé fyrir beztu: Það, að þeir pen- ingar, sem þeir vinna sér inn, fara í áfengi, en konan og börn- in, hvað skipta þau máli? Svona menn, það þarf ekki að skipa þeim fyrir verkum. Ég hef undanfarnar helgar sótt aðallega einn skemmtistað hér í bænum meira af forvitni en ánægju. Ég var búin að frétta, að þar væru aðallega giftir menn og heimilisfeður, sem færu á þennan stað, til þess að ná sér í kvenfólk. Mér er óhætt að segja, að það er ekki ofsögum sagt af því, og tala ég af minni eigin reynslu. Það er svo furðuiegt, hvað menn geta verið ósvífnir, þegar þeir eru að ljúga sig inn á þessar ungu stúlkur, sem þarna eru. Ýmist þóttust þeir vera fráskildir eða þá alls ekki gift- ir, en þeir athuga ekki, að það sést far á fingrinum eftir þann hlut, sem þeir geyma í vasan- um. Ég gerði það stundum að gamni mínu að segja við mcnn, sem ég dansaði við: „Þú ert giftur." Svarið var strax „nei“. „Ég sé far eftir giftingarhring á hendinni á þér“, sagði ég þá. Það var eins og ég hefði skvett á þá köldu vatni, og svo hef ég stundum mætt þessum mönnum á sunnudögum með konu og böm á göngu, og þá hef ég gert það af skömmum mínurri að beilsa þeim, og þá náttúrlega hvorki sjá þeir né heyra. Ég vil gjarnan koma því á framfæri, að það er áríðandi fyrir ungar stúlkur að vita, út í hvað þær eru að fara, og með því að skemmta sér með gift- um mönnum geta þær átt á hættu ekki aðeins að eyðileggja sitt líf og kynnast þeirri óhreinu ást, sem engan gerir hamingjusaman, heldur lifca geta heimili þessara manna far- ið í rúst. Allar ungar stúlkur þrá að kynnast manni, sem getur kom- ið fram án þess að þurfa að fela nokkuð og getur boðið þeim örugga framtíð við hlið sér. Væri ekki ágætt að stámpla i nafnskírteinin, hvort menn eru giftir eða ekki og hleypa þeim ekki inn á skemmtistaði, eina og þennan, nema með eigin- konu sinni. Annars hafa þeir ekkert að gera þanagð, þeirra staður er við konu sinnar. G. J HILTI þjónustan BJÖRN G. BJÖRNSSON Skólavörðustíg 3A — Símar 21765 og 17685. veit líklega ekki mikið um oll rf*] 00 i fp Z s 0 = ITTMK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.