Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 23.05.1967, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIB, ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 1967. Mikið þúf og þrjú ódýr mörk Skotar unnu Val 4:0 Aðdragandi fyrsta marks Skot anna. Einn af framherjum Sk ota skallar að marki, en knött- nrinn lcnti í stönginni og fór f yrir fætur Flemmings miðherja s em er lengst til hægri. Iþrótta- og leikja- námskeiö fyrir börn EKKI verður sagt að íslemzk knattspvrna taki miklum fram- förum frá diegi til dags, eða elkki var það að minnsta kosti að sjá þegar íslandsmeistararnir Valur léku við skozka liðið Hearts í gærkvöldi. Þó verður að játa, að þessi leikur var þó skömm- inmi skárri em á móti Keflvik- ingum fyrir síðustu helgi, elnda þótt þófið væri alls ráðandi sem ■endranær. Ekki bætti það úr Skák, að lítill glæsibragður var yfir mörkum Skotanna, og voru þ,au ódýrt fengin. Fyrsta markið kom þegar að- eins tvær mínútur voru af »f leik. Knötturinn var sendur (fyrir mark Valsmanr.a, og einn af framherjum Sokta skallaði að toiarki. Knötturinn lenti í stöng- inni og fór fyrir fætnr Flemm- 8ngs miðherj, sem átti auðvelt (með að skora. Fátt markvert (gerðist svo fyrr en á 20. mín- hítu, að Flemings fær knöttinn leinn og óhindraður við mark- •teig, en skaut framhiá. Er erfitt að gera sér grein fyrir því hvern •ig hann fór að því. Heimsmet í 400 m. Fjórtán mínútum síðar áttu Skotar skot að marki, en Gunn- •laugur hélt ekki knettinum og tfór hann enn fyrir fætur Flemm ingis, sem skoraði annað mark bitt auðveldlega. Lauk því fyrri ■hálfleik 2;0. Síðari hálfleikur var jafnvel •enn leiðinlegri en hinn fyrri, og •fátt um uppörvandi andartök. •Flemming skoraði einnig þriðja mark Skota, eftir mikil varnar- mistök Valsmanna, og nokkrum •mínútum fyrir leikslok skoraði 'svo Trayno, v. útherji fjórð? mark Hearts, eftir fallegan sam •leik hans og Flemmings í g'egn- ■um Valsvörnina. Þannig lauk •þessum leik, og voru flestir fegn ■ir þegar dómarinn Steinn Guð- mundsson, sem dæmdi vel, flaut aði leikinn af. Skotarnir höfðu sem fyrr seg ir, yfirburði í leiknum. Vals- mönnum tókst aldrei að ógna •að neinu ráði við mark þeirra, og átti vörnin fremur rólegan dag. Framherjarnir léku oft skemmtilega, en mikið skelfing eru þeir litlir skotmenn. Hjá Valsmönnum verður ekki sagt að neiinn einstakur leikmað ur hafi borið af. Gunnlaugur var ákaflega mistækur í mark- inu, og hið sama má yfirleitt segja um vörnina í heild. Fram- herjarnir sýndu litla snerpu, og höfðu lítið að segja í hina lág- vöxnu, en snöggu leikmenn Hearts. — Bv. EINS og undanfarin ár munu barnaheimila- og leikvallanefnd ÍBR, íþróttaráð Reykjavíkur og Æskulýðsráð halda námskeið í íþróttum og leikjum fyrir böm á aldrinum 7—12 ára. Þetta er 10. árið sem þessi námskeið eru haldin og hefur aðsókn stöðugt aukizt. SI. vor sóttu 14—15 hundruð börn nám skeiðin. Námskeiðin munu hefjast föstudaginn 26. maí og standa yfir í fjórar vikur. Kennt verð- ur á 8 stöðum í borginnd, annan hvern dag á hverjum stað. Börn á aldrinum 7—10 ára mæti fyrir hádegi og 11 og 12 ára eftir há- degi. BANDARÍKJAMAÐURINN Tommie Smith, bætti heimsmot- in í 400 m og 440 yarda hlaupi á móti í San Jose á laugardag. Tímar hans voru 44.5 í 400 m hlaupi og 44.8 í 440 yarda hlaupi. Gamla metið á 400 m er 44.9 sett af Otis Davis á OL 1960. Það var jafnað af Plumm- er Nýju-Mexico 1963 og Mike Larrabie 1964. Molar TÉKKÓSLÖVAKÍA vann landslið írlands 2—0 í Evrópukeppni Iandsliða. Leik urinn fór fram í Dublin. f hálfleik stóð 1—0. Hellirign- Ing var og áhorfendur aðeins 6000 og völlurinn mjög þung ur og erfiður. Skotar sækja að Valsmarkinu. Fjðrðungsglíma á Austurlandi Reyðarfirði, 22. maí. ÖNNUR fjórðungsglíma Austur Fjörugir drengjaleikir í Heykjanesnmdæmi KNATTSPYRNUMÓT drengja í Reykjanesumdæmi hófst á þrem ur stöðum samtímis sl. laguar- dag, þ.e. Hanfarfirði, Keflavík og Kópavogi og leiknir þrír leik ir á hverjum stað. Keppnin hófst kl. 14 með leikjum í 5. aldurs- flokki, sem leika í bikarformi á- samt 4. aldursflokki íútsláttar- keppni, heima og heiman). Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir; 5. flokkur: Hafnarf jörður: Haukar — Stjarnan 4—0 Keflavík: UMFK — Grótta 2—0 Kópavogur: Breiðablik — F.H. 1—2 K.F.K. sat yfir í 1. umferð. 4. flokkur: Hafnarfjörður: F.H. — Breiðablik 1—1 Keflavík: K.F.K. — Haukar 1—2 Kópavogur: Grótta — UMFK 5—2 Stjarnan sat yfir í 1. umferð. 3. flokkur: Hafnarfjörður: Haukar — UMFK ' 0—2 Keflavík: K.F.K. — Breiðablik 102 Kópavogur: Stjarnan — F.H. 0—1 í þriðja flokki er stigakeppni og hafa UMFK, F.H. og Breiða- blik 2 stig, en K.F.K., Stjarnan og Haukar ekkert. lands var háð í Félagslundi, Reyðarfirði, sunnudaginn 21. maí sl. Þátttakendur voru frá þremur félögum, íþróttafélaginu Huginn, Seyðisfirði, Val, Reyð- arfirði og Austra, Eskifirði. Ungmennafélagið Valur sá um mótið fyrir hönd U.Í.A. Þátt- takendur í karlaflokki voru 12. Tíu luku keppni. í sveinaflokki voru þátttakendur níu og var þetta jafnframt fyrsta fjórðungs mót í þeim flokki á Austur- landi. Formaður U.Í.A., Kristján Ingólfsson setti mótið. Glímu- stjóri var Kristinn Einarsson, Reyðarfirði, yfirdómari Aðal- steinn Eiríksson, Reyðarfirði og meðdómendur Mikael Jónsson, Seyðisfírði og Steindór Einars- son, Reyðarfirði. Úrslit í karla- flokki urðu sem hér segir: No. 1. Hafsteinn Steindórsson, UMF Huginn, Seyðisfirði, 2. Jón Sig- fússon (Huginn), 3. Magnús Friðbergsson (Val), 4. Þorvald- ur Aðalsteinsson, (Val). í sveina flokki urðu úrslit þessí 1. Hilm ar Sigurjónsson (Val), 2. Björg- ólfur Kristinsson (Austraý, 3. Kjartan Þór Arnþórsson (Val). Að keppni lokinni fór fram verð launaafhending. í karlaflokki var keppt um bikar, sem gefinn var af Ólafi Ólafssyni, útgerðarmanni á Seyð isfirði. Þannan fagra bikar vann Hafsteinn í annað sinn. í sveina flokki var keppt um bikar er gefinn var af starfsmönnum og þátttakendum fyrstu fjórðungs- glímu Austurlands sem háð var í fyrra. Og þann bikar vann Hilmar. Mót þetta sótti fjöldi manns víða að og fór það í alla staði mjög vel fram. Að lokum sleit Marinó Sigur- björnsson, fulltrúi á Reyðar- firði, mótinu með stuttri ræðu. Tilkynnti hann þar að hrepps- nefnd Reyðarfjarðarhrepps byði öllum keppendum og stjórnend- um mótsins til kaffidrykkju. í því hófi voru haldnar nokkrar ræður, þar sem sér í lagi var þakkað mikið og gott brautryðj- endastarf í þessari fornu íþrótt, Aðalsteini Eiríkssyni, Reyðar- firði og Hafsteini Steindórssyni, SeyðsfirðL — A.Þ. Kennslustaðir eru þessir: fþróttasvæði KR við Kapla- skjólsveg, íþróttasvæði Víkings við Hæðargarð, íþróttasvæði Þróttar við Skipasund, Álfta- mýri (austan Álftamýrarskóla), mánudaga, miðvikudaga, föstu- daga, kl. 9.30—11.30 og 2—4. Gamli golfvöllurinn, Leik- svæðið við Rofabæ, ÁlfheimaT (innst í' Laugardal), íþrótta- svæði Ármanns við Sigtún, þriðjudaga, fimmtudaga og laug ardaga, kl. 9.30—11.30 og 2—4. Innritun fer fram á kennslu- stöðunum um leið og námskeið- in hefjast á hverjum stað. Námskeiðsgjald kr. 25.00 gireiðist við innritun. EOP-mótið 25- maí FIMMTUDAGINN 25. þ,m. fer fram hið árlega E.Ó.P.-mót K.R. á Melavellinum í Reykjavík og hefst kl. 20.00. Keppt verður í eftirtöldum greinum: Karlar: 100 m hl., 400 m hl., 800 m hL, 5000 m hL, 110 m gr.hl. og 4x100 m boðhl., kúluvarp, spjótkast, sleggjukast, stangarstökk og stökk. Drengir 17—18 ára: 100 m hl., 400 m hl., 4x100 m boðhl., spjótkast. Sveinar 14—16 ára: 100 m hl., 300 m hl.„ 4x100 m boðhl. og spjóbkast. Stúlkur: 100 m hl., 80 m gr.hl. og 4x100 m boðhl. Þátttökutilkynningar þurfa að berast í síðasta lagi fyrix þriðju- dagskvöld 23. þ. m. á Melavöll- inn. Stjórn Frjálsíþróttadeildar K.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.