Morgunblaðið - 02.06.1967, Side 1

Morgunblaðið - 02.06.1967, Side 1
Blab II 2. júní 1967 Hættuástandið í Austurlöndum nær F R Á E F R A T til Nílar, frá Aden til Alexandríu, við Rauða hafið jafnt og við Dauða hafið ríkir nú stríðs- óttinn í aligieymingi. Ríkisstjórnir margra landa hafa gefið út aðvaranir tiil þegna sinna á þessu svæði að fara þaðan burt sem skjótast. Norðurlönd komu meira að segja á loftbrú í síðustu viku til Róimar fyrir sína þegna. Alls staðar olnboguðu ferðamenn sig áfram að miðasöl- um flugfélaganna í von um farmiða til þess að komast burt. Grein sú, sem hér fer á eftir, er að mestu þýdd og endursögð úr enska blaðinu „The Observer*4 og er þar gerð grein fyrir ýmsum þeim ástæðum, sem hættu- ástandið fyrir botni Miðjarðarhafsins á rót sína að rekja til, en ástandið hefur orðið hættulegra með hverjum degi og er orðið svo alvarlegt að leita verður aftur til Súez-deilunnar 1956 til þess að finna samanburð. Miðpunktur hinnar háska- legu deilu £ Austurlöndum nær er nú Tiransundið — hið mjóa sund, sem liggur inn úr Akabaflóa, en um hann ligg- ur hin 100 mílna sjóleið með fram Sinaiskaga til hafnar- borgar fsraelsmanna, Eilat og einu hafnarborgar Jórdaníu, Akaba. Sl. mánudag hætti Nasser Egyptalandsforseti áliti sínu sem forystumaður byltingar Arabaríkjanna, með hótun sinni um að loka sundinu fyr ir allri umferð. Sú ráðstöfun gæti haft hinar hræðilegustu afleiðingar fyrir ísraelsmenn, vegna þess að Eilat er for- senda fyrir því, að þeir geti flutt olíu inn frá íran og einn ig fyrir útflutning þeirra til Asíu og Afríku á sjó, því að þá þurfa þeir ekki að vera háðir Egyptum með flutning- um um Súezskurðinn. t>ar til Nasser fitjaði upp á deilunni um Tiransundið sl. mánudag, hafði það alls ekki borið á góma í 'hinni kraum- andi deilu, sem hefur verið til staðar í Austurlöndum nær frá því í Súezdeihmni 1956. Það var herferð fsraels- manna til Sinai, sem gerði kleift að knýja fram opnun sundsins og þannig að koma upp hafnarborginni Eilat Næstu níu ár gerðu Egyptar ekkert til að vefengja stöðu ísraels að þessu leyti. Marxistar i Sýrlanði. Nú eru fyrir hendi þrír möguleikar: 1. Að fsraelsmenn bíði fyrsta raunverulega ósigur- inn, sem þeir verða fyrir frá stofnun ríkis þeirra 1948. 2. Að Nasser forseti bíði mesta hnekk, sem hann yrði fyrir frá því að í Súezdeil- unni. 3. Að nýtt samkomulag varðandi ísrael verði gert. Eins og sakir standa virðist síðasti möguleikinn ólíkieg- astur. Tilkoma Ísraelsríkis og Súezdeilan eru grundvallar- ástæðurnar fyrir því hættu- ástandi sem nú er komið upp en þróun mála að undanförnu á þar einnig sinn þétt og er flóknari. Til þess að öðlast skilning á þessu verður að Ein af aðferðunum, sem Sýr- land hefur beitt í þessu skyni, er að ýta Egyptum til hliðar með því að taka upp her- skárri stefnu gangvart ísra- el. Enda þótt Nasser sé reiðu- búinn til þess að þeyta lúður fjandskaparins gegn ísraels- mönnum eins hátt og hver annar, þá er stefna hans reist á betur athuguðu mati á getu Araba til þess að heyja sigur- sælt stríð gegn ísrael, sem er: öflugri herir Arabaríkjanna, aukin eindrægni þeirra á meðal og heppilegt andrúms- loft á alþjóðavettvangi í þessu skynL Jafnan síðan Sýrlendingar sögðu skilið við Arabíska sambandslýðveldið 1961, hef- ur Nasser forseti óttazt, að 'hin herskáa stefna þeirra gagnvart ísrael myndi draga Araba út í styrjöld, sem þeir væru ekki búnir undir. Sam- búð þessara tveggja fyrrum sambandsrí'kja versnaði stór- lega 1964, en þá kom upp deila vegna þess að Sýrlend- <og vel þjálfaðir eru þessir 'skæruliðar Araba frá Palest- ínu notaðir af Sýrendingum ytrl þess að halda við spennu é landamærum ísraels. í síð- asta mánuði viðurkenndi hóp ur skæruliða frá Al Fattah, isem teknir höfðu verið til fanga, fyrir eftirlitsmönnum Sameinuðu þjóðanna, að þeir istörfuðu sem hluti af sýr- 'lenzka hernum. í deilu þeirri, sem nú er komin upp, eru hermenn A1 Fattahs og Frelsishers Palest- ínu vígbúnir meðfram landa- mærum Israels. Nasser for- iseti hef-ur gætt þess að fá Iformlegt samþykki Shukha- irys til þess að Frelsisherinn Verði settur undir stjórn egypzkra herforingja. Engu að síður fela þeir í sér mikla éhættu. Andstætt Nasser og iflestum öðrum leiðtogum Ar- aba vilja þeir styrjöld við ísrael. En ef Sýrland er vandræða barn í fjölskyldu hinna ara- bisku níikja og hefir verið það frá fornu fari, þá hesfur það HERAFLINN tmmim 310.000 Yw\- me/irt - I loo sJcnií' án*Jcaa/ , 550 (OjJjoéíOi. 100 UuAiKUfH 'ismi 275.000 hu menn , JÓ50 ítniii - dAJtkOA, 35ofOu»wÍ£dl SÝRWD 60.000 ke/i- ntenit , Heosotð- ett-tkAA, , 150 fUOfÚÍCJl jordania Ao.ooo KOi* mewt. i 2oo s<ou3> ctieJctm,, 5fe Lld^NON lo.ooo Koc* mtnMi , loo s KnZ- d'ltkOJty, SSfÍMAOÍÍM 1RW 100.600 km* i7i tnn. Moo sioíii* dit^o ZooHuq- oóJLeui/ sauDi /ÍRABIA 20.000 kíL- merwt too stodo- dietovb 4o ftufl- oéJUuv TYRK- LAND hH Egypzk þyrla (frá Sovétríkjunum). gera sér grein fyrir ástandinu í Sýrlandi nú. Hið byltingarkennda ástand sem nú er í Sýrlandi er ævintýrakenndara og óstöð- ugra, en í nokkru öðru Ara- baríki. f næstum áratug hafa hinir byltingarsinnuðu ráða menn þar keppzt um að steypa hverir öðrum úr stóli, með reglulegu milli- bili. Ríkisstjórnin nú er marxistík og hefur nánari tengsl við Sovétríkin en nokk urt annað Arabaríki. Rússar eiga því raunverulegra hags- muna að gæta við að þessi stjórn haldi velli. Sýrland er Sovétrikjunum ennfremur mikilvægt í því skyni að koma á valdajafnvægi fyrir botni Miðjarðarhafsins, sem yrði til óhags Vesturveldun- um en þeim sjálfum mUn hagstæðara. En Sýrland er Rússum óþægilegur bandamaður, ekki einungis fyrir þá sök, að það er óstöðugt og aflvana fjárhagslega, heldur einnig vegna þess að það hefur skip- að sér á bekk sem keppi- nautur Egypta um forystuna í hinni arabísku byltingu. íngéu: vildu veita burtu frá ísrael vatni, sem þangað rann frá Jórdaníu. Nasser fékk Bandalag Arabaríkj- anna til þess að halda aftur af Sýrlendingum, en hinir síðarnefndu hafa ásakað hann síðan um tvöfeldni í afstöðunni til ísraels. Sýrlendingar hafa keppt við Egypta um forystuna fyr- ir flóttamönnum frá Palest- ínu — fórnarlömbum stríðs- ins, sem olli skiptingu lands- ins. Þeir hafa ásakað Egypta um að koma í veg fyrir, að hinn svonefndi Frelsisher Palestínu lenti í raunveruleg- um átökum við ísraelsher. Það er nær sanni, að egypska stjórnin hefur haft eins mik- ið taumhald og hún frekast getur á hinum gamla foringja Frelsishersins, Said Shuk- hairy. Erfiður mágranni Það varð hins vegar erfið- ara að halda áfram þessari vartoáru stefnu, eftir að Sýr- lendingar höfðu tekið við stjórn byltingararms flótta- mannastofnunar Araba, A1 Fattahs. Vel búnir vopnum verið einkum ísrael erfiður náigranni. Þessi tvö ríki hafa deilt um vopnlausu beltin á landamærum þeirra og Sýr- lendingar hafa verið reiðu- búnir til þess að leggja út í strið, ef með þurfti til þess að veita burtu vatninu úr fljót um Jordaniu, þeir studdu meira að segja hægri arm A1 Fattahs opinberlega til þess að leggja út í bein hernaðar- át'ök gegn fsrael .Hjá Samein uðu þjóðunum gátu þeir reitt sig á neitunarvald Rússa til þess að tooma í veg fyrir að Israelsmenn hlytu nokkra raunverulega leiðréttingu mála. Þannig varð ástandið á landamærunum við Sýrland stöðugt eldfimara enda þótt það væri hins vegar þolanlegt á landamærunum við Egypta l'and, Jordaniu og Líbanon, þó að það væri óstöðugt. ísraelsmenn hafa hikað við að ráðast á Sýrlendinga, að nokkru vegna þess að hinir síðarnefndu hafa á að skipa nothæfum her en einnig vegna þess að þeir vildu ekki ögra Rússum meira en nauðsynlegt væri. Þetta er ástæðan fyrir þvi, að þeir framkvæmdu harða hefndarárás inn í Jord aniu ínóvember sl. Þeir vildu veita Sýrlendingum aðvörun vegna árása A1 Fattahs. Enda þótt Rússar séu bún- ir að koma sér vel fyrir í Sýr landi, þá hafa þeir um skeið unnið kappsamlega að þvi að koma á vinsamlegu sam- bandi á milli Sýrlands og Egyptalands. Nasser fcwseti var fús til þess, en hann hef- ur lært sitt af atburðunum 1961 og krafðist þess að fá að hafa tvær herdeildir í Sýr landi til þess að geta ráðið þar rás atburðanna, en þessu höfnuðu Sýrlendingar. Rás atburða á sl. ári varð hins vegar með þeim hætti, að hún var hagstæð þeim áform um Rússa að koma á nánari tengslum Egypta og Sýrlend- inga. Bæði þessi byltingarsinn uðu ríki höfðu sameiginlega hagsmuni ai því að ganga í bandalag gegn hinu svonefnda Bandalagi Múhameðstrúar- manna, sem Faisal konungur Saudi-Arabiu, Hussein konung ur Jordaniu og Iranskeisari komu á fót. Hin fyrmefndu ríki hafa sterkan grun um, að þetta bandalag sé stutt af Bandaríkjamönnum og Bret um og að um sé að ræða geysi legt samsæri til þess að steypa ríkisstjórnum þeirra til hags hinum íhaldsamari leiðtogum Araba. Fyrst af öllu óttuðust þeir, að ísrael væri að undir búa árás á Sýrland og að það væri þáttur íumfangsmeira samsæri . Sex þotur skotnar niður. Deilan byrjaði að færast í aukana_ í april. Hinn 7. apríl skutu fsraelsmenn niður sex sýrlenzkar þotur af gerðinni MIG-21, án þess að verða fyr ir nokkru tjóni sjálfir. Til þess að herða kjarkinn í sín um mönnum juku Sýrlending ar á árekstrana á landamær- unum. Sjötti floti Bandaríkj- anna kom til austurhluta Mið jarðarhafsins. Hussein kon- ungur fór til Teheran til við ræðna við keisarann þar. Faisal konungur fór til Lond- on. Leiðtogar ísraelsmanna gáfu út margar yfirlýsingar, sem gefa til kynna, þegar lit ið er á þær í heild, að sá möguleiki væri fyrir hendi að gera árás, sem yrði til þess að steypa „öfgastjórn" Sýr- lands. Nasser forseti fullyrðir, að hann hafi sönnur fyrir því, að ísraelsmenn hafi ráðgert að ráðast inn í Sýrland 17. maí (Hinn 15. maí fréttist um mikla herflutninga Egypta, en ekkert er vitað um, að ísraelsmenn hafi þá safnað her sínum við landamæri Sýr Framh á Þ]s. 2 ísraelskir fallbyssudrekar (frá Bandaríkjunum)4.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.