Morgunblaðið - 02.06.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967.
lands. Að því er virtist kom
engoim einu sinni í hug að
láta kalla saman Öryggisráð-
ið)
Ógerlegt er að gera sér
! grein fyrir, hvern þátt Rússar
áttu í ákvörðun Nassers um
að koma 80.000 rrvanna her
fyrir á Sinai á sama tíma og
um 50.000 manna hersveitir
hans voru bundnar í Yemen
! og deilan í Suður-Arabiu var
að komast á hástig. Það er
auðvelt að láta sér detta í hug
að hann myndi hafa haft þann
varnagla á að fá vissa trygg
ingu fyrir aðstoð — fjárhags-
legri fremur en hernaðarlegri
— áður en hann tók þetta nýja
skref.
Enn á ný kemur í Ijós, að
Rússar hafa greinilega mikinn
áhuga á aðgerðum Nassers til
! þéss að koma í veg fyrir hugs
' anlegar árásir fsraelsmanna 4
eftirlætisstjórn þeirra í Sýr-
landi. Eins auðvelt er að sjá,
hvaða ástæður liggja til grund
vallar ósk hans um að ná aftur
foryztunni á meðal Araba
gegn Bandalagi Múhameðs-
trúarmanna með því að veita
stuðning Sýrlandi, sem er
„ógnað“.
Það sem er efiðara að skilja
er ákvörðun hans um að loka
Tiransundinu og skapa þann-
ig alþjóðlegt hættuástand.
Hann náði stjórnmálalegum
sigri með því að senda her
sin inn í Gaza og Sínai, Hann
skipaði eftirlitssveitum Sam-
eirauðu þjóðanna að hafa sig á
brott og skapaði sjálfum sér
sterka aðstöðu til þess að
hræða ísraelsmenn frá því að
grípa til nokkurra aðgerða
gegn Sýrlandi. Það var í raun
og veru ekkert, sem ísraels-
menn gátu gripið til gegn
þessum stjórnmálalegu að-
gerðum hans.
Var þetta í rauninni allt,
sem Nasser forseti hafði tekið
ákvörðun um, þegar haran
framkvæmdi fyrstu aðgerðir
sínar. í öllum yfirlýsingum
hans og herforingja hans milli
17. og 21. mai var einungis
lögð áherzla á þá þörf eina
að koma í veg fyrir „árás
fsraelsmanna" á Sýrland.
Bkkert var minnz>t á Tiran-
sundið fyrr en 22. maí, er
hann óvænt sneri venjulegri
deilu í Austurlöndum nær í
miklu alþjóðlega deilu, sem
fól í sér hrikalega hættu.
Hvað gera ísraelsmenn?
Nú, þegar speranan hefur
farið vaxandi á aðra viku, er
orðið ljóst, að þvi aðeins, að
Vesturveldin gefi raunveru-
lega tryggingu fyrir því, að
siglingar um Akabaflóa verði
frjálsar, verður komið í veg
fyrir þann háskalega mögu-
leika, að fsraelsmenn freistist
til þess „að greiða fyrsta högg
ið“ gegn hinum arabísku
fjandmönnum sínum.
Hættan á þessu felst fyrst
og fremst í þvi, að á meðan
Egyptar og Sýrlendiragar geta
haldið hótunaraðstöðu um
árás nærri því eradalaust, þá
geta ísraelsmenn ekki leyft,
að Tiransundinu verði lokað,
þar sem þeir fá olíu sína
flutta um sundið né heldur
hafa þeir efni á því að halda
varaliði sínu lengi undir vopn
um, en það er þrír fjórðu
hlutar af her þeirra.
Undir þessum kringumstæð
um er afar mikil hætta á þvi,
að fsraelsmenn vilji grípa
tækifærið og verða fyrri til
þess að gera árás á andstæð-
inga sína, áður en kreppir að
þeim sjálfum. Slik árás myndi
þá sennilegast fyrst verða
gerð úr lotfti á flugvelli Eg-
ypta og Sýrlendinga og hefði
tvö markmið: i fyrsta lagi að
afstýra hættunni á loftárás
Araba á hin þétbbýlu svæði
fsraels og þá fyrst og fremst
borgirnar Tel Aviv og Haifa
og í öðru lagi að tryggja yfir-
burði í lofti fyrir hernaðarað-
gerðir niðri á jörðu, sem fram
kvæmdar yrðu til þess að
hrekja heri Araba frá landa-
mærum fsraels.
Ef gerð er tilraun til þess
að segja fyrir um, hvernig
hernaðaraðgerðum á jörðu
yrði hagað, er mikilvægt að
gera sér grein fyrir, hve
mjög kringumstæður hafa
breytzt frá því, er fsraels-
menn ráku heri Egypta á
flótta á Sinai-skaganum fyrir
10 árum.
ísraelsmenn rautu þá stuðn-
ings Frakka og Breta í að
gera egypzka flugherinn ó-
hæfan og herlið siðarnefndu
þjóðanna héidu miklum hluta
egypzka hersins bundnum við
að verja Súez-skurðinn. Slík
aðstoð er núraa útilokuð og
þar að auki hefur landher Eg-
ypta fengið mikið magn her-
gagna auk þjálfunar frá Rúss-
um.
fsraelsmenn geta í hæsta
lagi vonast til þess að geta
greitt högg, sem nægja myndi
til þess að reka heri Egypta
frá Sínai, áður en Sameinuðu
þjóðirnar, Bandaríkin og Sov-
étríkin eða einhverjir aðrir
gæbu raáð að grípa fram í rás
atburðanna. Hins vegar gæti
svo illa tekizt til, að tilraun
þeirra til þess að hnekkja
valdi Arabaríkjanna yrði til
þess, að stórveldin flæktust
inn í átökin og allur heimur-
inn færi í bál og brand.
Aðalfundur
Verkstjóra-
félags
Reykjavíkur
Aðalfundur Verkstjórafélags
Reykjavíkur var haldinn þriðju-
daginn 16. maí að Hótel Sögu.
Félagið er etofnað 3. marz
1919 og er því 48 ára á þessu
ári.
í félaginu eru nú 325 félags-
menn, félagið á tvær hæðir í
húsinu Skipholti 3, en þar er
framtíðar félagsheimili félags-
ins ætlað.
Hagur félagsins stendur með
blóma og hefur orðið nokkur
aukning sjóða á árinu.
Verkstjórafélagið er aðili að
Verkstjóraisambandi íslands en
það er samningsaðili við vinnu-
veitendur fyrir verkstjóra lands-
ins.
Lífeyriissjóður verkstjóra hef-
ur nú starfað í þrjú ár og hafa
lán verið veitt til félagsmanna
úr honum.
í stjórn félagsiras fyrir næsta
ár voru kjörnir.
Formaður; Atli Ágústsson, rit-
ari: Einar K. Gísliason, gjaldkeri
Gunnar Sigurjónsson, varaform.
Haukur Hanneisson, varagjald-
keri: Guðm. R. Magnússon.
( Frá VerkstjóraféL
Reykjavíkur)
Torfæruakstur-
keppnijeppa á
sunnudag
NÆSTKOMANDI sunnudag, 4.
júní, mun Bifreiðaklúbbur
Reykjavíkur standa fyrir tor-
færuaksturskeppni jeppa.
Keppt verður um veglegan
bikar, innan klúbbsins, en utan-
félagsmönnum er heimil þátt-
taka.
Keppnissvæði verður auglýst i
blöðum og útvarpi sunnudaginn
4. júraí og mun keppni hefjast
kl. 14.00 stundvíslega. (Frá Bif-
reiðaklúbb Reykjavikur).
Ær d húsi
við Djúp
Þúfum, 29. maf.
HÉR er alltaf sama kuldaveðr-
ábtan. Sauðburður er um það bil
hálfnaður og eru ær á húsi. Gef-
ið er hey og fóðurbætir daglega.
Hey eru ekki þrotin enraþá, en
miklir erfiðleikar eru við fóðrun
ánna. Sauðburður hefur gengið
sæmilega enraþá, en erfiðleikar
vaxa fari veðráttan ekki batn-
andi úr þessu. — P. P.
Bátavélum
stolið á
Þingvöllum
UM HELGINA var stolið utan
borðsvél úr bát við sumarbústað
á Þingvöllum og annari úr báta-
skýli.
önnur vélin var 40 hestöfl at
gerðinni Johnson, en hin 5 hest
öfl af gerðinni Gale.
Geti einhverjir gefið upplýs-
ingar um þjófnaðinn eru þeii
beðnir að gera lögreglunni á Sel
fossi viðvart eða rannsóknarlög-
reglunni í Reykjavík.
Fífa auglýsir
Kaupið allt á börnin í sveitina á sama stað.
Úlpur á böm frá kr. 424.—
Úlpur á unglinga frá kr. 475.—
Gallabuxur frá kr. 129,—
Molskinnsbuxur frá kr. 224.—
Skyrtur fr ákr. 93.—
Stretchbuxur í stærðunum 1—12 ára frá kr. 142.—
til 310.— kr. — Peysur í öllum stærðum.
Ódýr nærföt, náttföt og sokkar.
Einnig regnfatnaður á allan aldur.
Verzlið yður í hag. — Verzlið í Fífu.
Verzlunin Fifa
Laugavegi 99 (inng. frá Snorrabraut).
'N
Verkstjóra vantar
Kaupfélagið Þór, Hellu vantar verkstæðisformann
til þess að stjórna bifreiða- og búvélaverkstæði fé-
lagsins. íbúðarhús fyrir hendi. Allar uppl. gefur
kaupfélagsstjórinn, sími um Hvolsvöll.
KAUPFÉLAGIÐ ÞÓR.
SJALFBOflAllflAR
ÉS Skráning sjálfboðaliða fer fram á kosningaskrif-
|K
stofunni, Hverfisgötu 44, á virkum dögum kl. 2—7
M éé
sími 14094. ^