Morgunblaðið - 02.06.1967, Page 14
14
MORGUNB'LAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967.
ÚTGERÐINNI VERDA
BÚIN GÓÐ SKILYRDI
Akureyri á hinn mikla vöxt sinn ekki hvað sízt hinum blómlegu byggðum Eyja-
fjarðar að þakka. Myndin er úr hinni nýju Og fullkomnu kjötiðnaðarstöð KJEA.
Ljósm.: Gunnlaugur P. Kristinsson.
Þorsteinn Valdimarsson
erum við mjög kvíðnir því, að hann gef-
ist upp við reksturinn, nema skjótt
breyti til hins betra um síldveiðarniar
hér fyrir Norðurlandi, en söltunin var
hér áður mikil lyftistöng fyrir þorpið.
— Árið 1934 hættum við að nota
gömlu brunnana, sem voru hér við ann-
að og þriðja hvert hús. í>á byggðum
við 100 tonna vatnsgeymi hér ofan við
þorpið og voru norsk trérör, vírofin, lögð
f>em aðalæðar. Ráðunautur obkar við
þessar framkvæmdir var Svednbjörn
Jónsson byggingameistari, sem allir
landsmenn þekkja. Okkur var sagt, að
rörin mundu endast 20—25 ár, og á
seinni árum voru þau náttúrlega annað
silagið að bila, svo að við sáum, að
við svo búið mátti ekki standa.
— Við héldium nú í okkar fáfræðli,
að bora þyTfti eftir vatni í Hrísey eins
og víðast anniars staðar, en Jón Jónsson
jiarðfræðingur ráðlagði okkur að grafa
bara brunna og taka yfirborðsvatnið,
sem sigi í gegnum jarðveginn. Reynd-
uist þær ráðleggingar réttar og teljum
við, að nú séum við búnir að tryggja
okkur vatn um langa framtið. Binnig
höfum við lagt nýtt vatnskerfi um allt
þorpið úr plaströrum frá Reykjalundi.
Framkvæmdimar bafa kostað 1,5 millj.
kr. og er það mikið átak fyrir jafn
fámennt sveitarfélag, þótt ríkið muni
endurgreiða 40%.
— Mjög aðballandi er að dæla sandi úr
Ihöfninni og hef ég góðar vonir um, að
úr þeim vanda verði bætt innan tíðar.
segir Þorsteinn Valdimarsson, oddviti í Hrísey
Hrísey er önnur fjölmennasta eyja við Islands strendur. Utsýni er þar
mjög fagurt, þar sem tignarlegur fjallahringur Eyjafjarðar blasir við. Eyj-
an byggðist mjög snemma og hefur haldizt, svo að þar búa nú um B00
manns, sem hafa afkomu sína af sjávarútvegi, og er ekki annað að )>já
en eyjaskeggjar uni vel sínu hlutskipti og trúi á framtíð staðarins.
Oddvitanum í Hrísey, Þorsteini Valdimarssyni, fórust m. a. svo orð:
— Þrátt fyrir misjafnan afla og gæfta-
leysi undanfarinna ára hefur afikoma
manna verið sæmileg, svo að lítið hefur
verið um það, að menn hafi orðið að
leirta sér atvinnu annars staðar yfiir vet-
urinn.
— Frá iHrísey eru nú gerðir út 12
debkbátar og nohkrir opnir bátar, frá 5
og upp í 20 tonn, og eru þeir undir-
staða ails atvinnulífs eyjarinnar. Hér er
ágætt frystihús KEA, sem útgerðin
raunverulega byggist á, og hefur það
skapað mikla atvinnu, því að bæði
Grenvíkingar, Arskógsstrendingar og
Haugnesingar hafa lagt hér upp fyrir
utan eyjabúa.
— Auk frystihússins hefur Guðmund-
ur Jörundsson starfrækt síldarsöltunar-
stöð í Hrísey. Af skiiljanlegum ástæðum
Enn fremur er í ráði að byrjað verði í
vor á norðurgarði við höfnina, sem er
mjög aðkallandi vegna útgerðarinnar.
Þetta hvort tveggjia kostar 4—5 millj.
kr. og hef ég ástæður tii að ætlia, að
fjármálahliðin sé leyst.
— Loks lögðum við s.L ár fram fé
til borunar eftir heitu vatni og gaf
það góða raun. En þar sem við erum
ekki fjölmennari, slógum við hitaveitu-
málunum á firest. Hafnarmálin eru nr.
eitt hjá okkur og þau eru næsta stóra
verkefníð, sem við munium taka fyrir.
— f>ví var slegið fram við mig, að
fisíkurinn væri að ganga til þurrðar,
eftir reynslu undanfarinna ára. Nú eig-
ium við þarna 10 sekúndulítra af 65°
heitu vatni og eru líkur á, að það megi
enn auka með firekari borunum. Ef
fiiskþurrðin heldur áfram, yrði næsta
framleiðsla í Hrísey tómaitar, rósir og
jafnvel suðræn aldin. Á þessu geta menn
séð, að möguleákamir eru fyrir hendi,
ef rnenn eru nógu hugmyndaríkir og
djarfir, segir Þorsteinn og brosir við.
— Að lokum vil ég aðeins segja það,
að alltafi bafa verið sveifilur í sjávarút-
veginum. Við erum því bjartsýniir á, að
nú bregði til hins betra og að næstu ár
verði gjöfulli en þau síðustu. Með þeim
hafniarframkvæmdum, sem nú eru
ákveðnar, höfum við búið útgerðinni góð
skilyrði. Við Hríseyingair horfum því
björtum augum til framtíðarinnar.
SÍÐUR EN SVO VERRA
AÐ BÚA NÚ EN ÁÐUR
segir Sigurður bóndi Ólafsson í Syðra-Holti
í SYÐRA-HOLTI í Svarfaðardal búa hjónin Astdís Oskarsdóttir og Sig-
urður Ólafsson, en hann tók þar við búi af föður sínum. Sigurður er kunn-
ur fyrir dugnað og sérstaka snyrtimennsku í öllum búskaparháttum. Hann
er nú formaður mjólkurflutninganefndar, og af því tilefni inntum við
hann frétta.
— Mjólkurflutningarnir eru erfiðiir
hérna, sérstaklega yfir veturinn, og langt
að filytjia bana til Akureyrar. Svarfaðar-
dalur er með snjóþyngri sveitum hér
Norðanlainds, enda höfðum við í vetur
alltaf nóg að gera að bjarga þessum
mjólkurmálum daglega og nánast tilvilj-
un, hvort við komum henni inneftir eða
ekki. í vetur voru samfelldir erfið-
leikar , a. m. k. ®ex vikur og enn leng-
ur hinn veturinn.
— Mjólburflutningairnir eru orðnir
allmikið fyrirtæki. Reksturinn losaði 2,3
millj. kr. s.l. ár, og við eigum sex bíla,
þrjá notum við að vetrinium og þrjá að
sumrinu. Auk þess verðum við oft að
flytja mjólkina á ýtusleðum úr sveit-
inni og síðan á bát til Akureyrar. En
það eru dýrir flutningar. Um áraimótin
kostaði t. d. milli 20 og 30 þúsund kr.
að koma fimm mála mjólk inn eftir,
og við borgum núma 85 aura eða milli
9% og 10% af mjólkurverðinu í flutn-
Sigurdur Ölafsson ingana.
— Ég hefði því talið það geysilegair
fnamfarir, ef við þyrftum ekki að berj-
aist með mjólkina alla þessa óralaið.
Til þesis að lækka flutningskostnaðinn
er mjög aðkallandi, að komið verði
upp aðstöðu til mjólkurvinnslu í Dal-
vík, a. m. k. yfir veturinn. Það mundi
verða jafnt svei'tinni sem kauptúninu til
ómetanliegs gagns.
— Ég vil gjarna komia því hér að, að
ég hef oft talað um það, hversu ósann-
gjarnt það er, að ekki megi nefna störf
kvenna til sveita á skattskýrslu. Nú
er hámarfcsfrádragið 7> þúsund kr., þótt
búsbapurinn byggist eins mikið á kon-
unni og raun ber vitni. Ég tel það sann-
girnismál miðað við þá, sem í kaup-
stöðunum búa, að hér verði ráðin bót
á.
—iÉg hef allt ágætt um búsikapinn að
segja. Þó að ég telji einyrkjabúskapinn
of erfiðan, — einyrkinn getur ekki um
frjálst höfuð strokið, hann verður að
ganga eins og klukka allan árisins hrimg,
— þá er hann að mínu viti nettótekju-
bezti búskaipurinn, þó að það farí nokk-
uð eftir aðstæðum. Og það er síður en
svo verra að búa núna en verið hefur.
Nýju vegalögin sköpuðu nýtt
viðhorf í santgöng umálum
ENGUM dylst, að með setningu hinna nýju vegalaga
haustið 1963 urðu þáttaskil í samgöngumálunum eins og
gleggst sést á mörgum stórvirkjum í vegagerð.
Hér í þessu kjördæmi mætti nefna veginn fyrir Olafs-
fjarðarmúla, sem kostar um 20 miilj. kr. Einnig mætti
geta Tjörnesvegar og Þingeyjarsýslubrautar; unnið er að
því að koma á akvegasambandi um Hálsa milli Raufar-
hafnar og Þistilfjarðar; nýr vegur milli Húsavíkur og
Mývatnssveitar, sem mun kosta um 50 millj. kr. verður
lagður á næstu tveim árum o. s. frv.
I sumar verður hafin smíði tveggja akreina brúar yfir
Fnjóská, sem ekki mun kosta undir 15 millj. kr., og
verður henni lokið á næsta ári. Þá verður Laxá brúuð á
Hólmavaði á næsta ári.
Hér er ekki ástæða til að rekja frekar einstakar fram-
kvæmdir. Sjálfstæðisflokknum er ljóst, að nauðsynlegt
er að hraða sem mest endurbyggingu verulegs hluta
vegakerfisins í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum, þar sem
þar er víða um gamla vegi að fæða, sem ekki þola hina
gífurlegu þungaflutninga. Er það er einmitt einn lið-
urinn í Norðurlandsáætluniir f að finna viðhlítandi lausn
þessara mála.