Morgunblaðið - 02.06.1967, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967.
Skipasmíðastöðin
— Hvenser var þetta fyrir-
tæki stofnað?
— J>etta fyrirtæki er orðið
til úr tveimur. Dráttar'braut
Akraness, er var stofnað
1938 og Vélsmiðja Þorgeirs og
Ellerts er var stofnað 1928.
Við höfum smíðað nokkur tré
skip hérna og erum núna að
smíða fyrsta stálskipið.
— Hvað getið þið smáðað
Skipalyftarinn, sem lyftir skipunum úr sjó.
Stdrbætt aöstaða skipasmíðinnar
- segir Þorgeir Jósefsson á Akranesi, en hjá honum
- fer að hefjast smíði á 400 tonna stáfs kipi
EF þjóðin metur það sem
gert hefur verið þarf ekki
að vera að vellta vöngum yfir
úrslitum í komandi kosning-
um, sagði Þorgeir Jósefsson
forstjóri og eigandi Skipa-
smíðastöðvarinnar á Akranesi
þegar við ræddum við hann.
Framfarir og uppbygging við
reisnarstjórnarinnar blasir
hvarvetna við og ég hef þá
trú að slíkt verði metið. Hitt
er svo annað mál, að mörgum
hættir til að gleyma því
ástandi er var hér áður en
þessi stjórn tók við völdum.
Langar mig þvi að segja frá
reynslu minni með örfáum
dæmum:
Árið áður en „blessuð"
vinstri stjórnin fauk var ég
að byggja hús héma fyrir vél-
smiðjuna. Eftir að hafa sótt
um Ieyfi til rikisyfirvalda í
tvö ár, fékk ég leyfi til að
byggja helminginn. Nú hefur
það löngum verið talið óhent-
ugt að byggja helming húss,
svo að ég tók það til bragðs
að steypa upp allan grunninn.
Þegar ég kom svo árið eftir og
ætlaði að fá leyfi fyrir áfram
haldandi framkvæmdum var
mér tjáð, að ákaflega vafa-
samt væri að ég gæti fengið
það, þar sem ég hefði vogað
mér að gera meira en ég hafði
leyfi fyrir. Og annað dæmi af
persónulegri reynslu. Á þess-
um árum brotnaði garður
hérna í Dráttarbrautinni og
þurfti 10-12 poka af sementi
til að hægt væri að gera við
hann. Það kostaði ferð til
Reykjavíkur og bið eftir að ná
viðtali við viðkomandi menn
að ná út þessu sementi. Allir
hljóta að sjá að slíkt fyrir-
komulag sem þetta er fárán-
legt og það kýs enginn að fá
aftur nema þá helzt forystu-
menn Framsóknarflokksins,
sem boðað hafa að þeir muni
„halda áfram að stjórna eins
og þeir hafi alltaf gert“.
stór skip hérna?
— Stærð skipanna verður
að fara eftir stærð hússins og
möguleikum á niðursetndngu
þeirra, til sjávar, en 'eins og
er er húsið 47 metra langt og
14 metra breitt og hæðin undir
loft er um 14 metrar. Við get-
um lengt húsið verulega og
því tekið í framtíðinni stærri
skip í smíði. Möguleikar til
framsetningar til sjávar eru
náttúrlega fyrst og fremst
komnir undir dýpinu, en hjá
okkur er aðstaðan með öðrum
hætti heldur en annarsstaðar
tíðkast. Við erum hér með
lyftu sem lyftir skipinu
beint upp úr sjónum og er
það því ekki dregið neitt.
Lyftan er nú bundin við
stærð hússins, en jafnir mögu
leikar eru á að stækka hana
líka.
— Hvað er það stórt skip sem
þið eruð með núna?
— Það er ekki nema 110 smá
lesir og er vinnu við það að
mestu að ljúka. Stálvinnan
er búin og eftir er aðeins að
setja niður vélar og innrétt-
ingu í það. Þegar við erum
búnir með þetta skip, liggur
fyrir annað verkefni: Smíði
á 400 smálesta skipi.
— Og er sæmileg aðstaða til
stálskipasmíði?
— Það gaf okkur mikinn
kjark til að fara út í þetta,
Þorgeir Jósefssou
Akranesi
þegar þáverandi iðnaðarmála
ráðherra dr. Bjarni Benedikts
son hélt hér ræðu og lýsti því
yfir að hann væri reiðuibúinn
að gera átak til þess að stál-
skipasmíði gæti hafizt á ís-
landi, en ég hef ekki reynt
þann mann að því að segja
meira heldur en 'hann er reiðu
búinn að standa við. Síðan
hefur dr. Bjarni haft aðstöðu
til þess að styrkja þessa iðn
grein og hefur hann líka gert
það drengilega. Við vitum að
það er alltaf erfitt þegar fjár
festingarféð hefur runnið í
sama farveg ár eftir ár að
beina því inn á aðrar brautir.
Framhald á bls. 22.
Frá hinni glæsilegu skipasmíðastöð á Akranesi.
Víti til varnaöar
- segir Sigurður Magnússon hreppstjóri
itjórn hreppsmála í Stykkishólmi
um
SIGURÐUR Magnússon er
búinn að vera hreppstjóri i
Stykkishólmi í nærfellt 20 ár
og gjörþekkir því þarfir stað-
arins og þær framfarir er orð
ið hafa þar á liðnum árum.
Við spyrjum hann um fram-
farir sem orðið hafa í hrepp-
stjóratíð hans.
— Það hafa auðvitað orðið
miklar breytingar til hins
betra hér, sagði Sigurður. —
Sérstaklega nú á síðustu ár-
um og þá_ einkum í byggingar
málum. Á sl. ári er ég gaf
skýrslu til skattstofunnar
voru hér 40 hús í bygigingu,
þar af flest íbúðarhús. Það er
nokkuð mikið á ekki stærri
stað en þessum, og sýnir stór
hug manna hér og velmegun.
Þá var búið að búa eina
götu hér undir malbik eða
steinsteypu en ekkert hefur
orðið úr þeirri framkvæmd
enn.
Við síðustu hreppsnefndar-
kosningar komust Framsókn-
armenn og kommúnistar til
valda hér í hreppnum og þar i
með stöðvuðust nær allar j
framkvæmdir. Þetta urðu
hreppsbúum mikil vonbrigði j
og verður þeim örugglega I
víti til varnaðar í komandi
kosningum til Alþingis.
— Ég heiti á alla að vinna
ötullega að sigri stjórnarinn-
ar í komandi kosningum. Sá
sigur ætti að verða allra
vilji ef dæmt verður eftir
verkum hennar. Við höfum
heyrt fögur loforð frá stjórn-
arandstæðingum, en við
Stykkishólmsbúar, höfum að
undanförnu kynnzt því glögg
lega hversu haldgóð þau eru.
Sigurður Magnússon
Mikil gróska í félags- og
menntamálum
Rœtt við Vilhjálm Einarsson, skóla-
stjóra Héraðsskólans í Reykholti
og formann Ungmennasambands
Borgarfjarðar
VIÐ hittum að máli Vilhjálm
Einarsson, skólastjóra Héraðs-
skólans í Reykholti og fonmann
Ungmennasambands Borgarfjarð
ar, og spurðumst fyrir um það
Ihelzta, sem væri að gerast í fé-
lags- og menntamálum héraðs-
ins.
Jú, það er ýmislegt að gerast í
þessum málum hér, sagði Vil-
hjálmur. Svo við snúum okkur
þá að félagsmálunum ber þar
ihæst nýtilkomið samstanf milli
Æskulýðsnefndar Mýra- og Borg
arfjarðarsýslu og Ungtmenna-
sambands Borgarfjarðar. Fyrir
nokkmrn árum beitti Ásgeir
Pétursson, sýsluimaður, sér fyrir
því, að komið yrði á fót hér
æskulýðsnefnd, sem svo seinna
hlaut nafnið Æskulýðsnefnd
Mýra- og Borgarfjarðarsýslu.
Þessi æskulýðsnefnd hefur starf-
að nokkuð sjálfstætt undanfarin
ár og beitt sér fyrir ýmsum
menningarmálum, svo sem bættu
samkomuhaldi og sumarsam-
komum fyrir unglinga. Nú í vor
varð það svo að samkomulagi
að þessi æskulýðsnefnd og
Ungmennasamband Borgarfjarð-
ar tækju upp setm mest sam-
starf sin í milli. Hefur verið
ráðinn sameiginlegur fram-
kvæmdastjóri, sem mun starfa
fyrir báða aðila. Höfum við
mikinn áhuga á að efla sem
bezt allt félags- og íþróttastarf
í héraðinu, auka hagnýtingu og
tfjölbreytni í notkun félagsheim-
dla og bæta alla aðstöðu til
rnargs konar tómstundastanf-
'semi.
Einnig er ætlunin að halda
um verzlunarmannahelgina mik-
ið fjórðungsmót í Húsafellsskógi.
Á það að vera bindindismót með
sem fjölbreyttastri dagskrá: í-
þróttum og skemmtiefni, og höf-
um við hugsað okkur að spara
ekkert til að þetta mót verði
sem menningarlegast á allan
hátt. Þá stefnum við og að því,
að geta tekið sem myndarleg-
astan þátt í Landsmóti ung-
mennafélaga, sem fram fer
næsta sumar austur á Eiðum.
Slíkt samstarf, sem þetta, má
telja til nýmœla á þessu sviði
•og áliít ég, að það ætti að geta
órðið gott fordæmi og sýnt um
leið, að slíkt samstarf er mjög
■æskilegt og gagnlegt fyrir báða
aðila.
Vilhjálmur Einarsson,
skólastjórí
Nú, í menntamálum er margt
að gerast líka. Stefna yfirvald-
anna er sú, að skólar ein» og
Héraðsskólinn í Reykholti eigi
áð breytast í það, að verða líkari
Framhald á bls. 22.