Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 02.06.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 2. JÚNÍ 1967. É G E R þjónn fagnaðai erindisins, og ég dáist aff yffur vegna ljósrar afstöðu yffar gagnvart sannleika Biblíunn- ar. Ég vildi óska, aff ég gæti fylgt daemi yffar. En kirkja okkar tíma er næstum eins og kjördæmi, þar sem hver og einn verffur aff þóknast stuffningsmönnum sínum. Ef ég færi upp í stólinn og predikaffi eftir trú minni, er ég alveg viss um, aff sóknarnefndin mundi heimsækja mig mjög fljótlega eftir messu. Hvað ætti ég aff gera? ÞJÓNN fagnaðarerindisins á að vera leiðtogi, ekki fylgismaður. Hann á að vera rödd ekki bergmál. Hann verður að hafa myndugleika þess, er segir: „Svo segir Drottinn!“ Ég vil gefa yður það ráð, að þér boðið fagnaðarerindið óttalaust og dragið skýrar línur. Þér haldið, að söfnuður yðar mundi gera upp- reisn, en ég er viss um, að margir þar hafa verið að velta því fyrir sér, hvers vegna þér flytjið þeim kveifarlegt, falsað fagnaðarerindi. Ég skora á yður að stíga í stólinn á 9unnudaginn kemur, smeygja upp ermunum og predika eins og Drottinn blæs yður í brjóst. Nokkrir hneykslast sjálfsagt, en árangurinn verður annars í þessa áttina: Þér munuð í fyrsta lagi svara til þeirra vona, sem til yðar voru bornar. í öðru lagi munuð þér ekki lengur ganga með þann brodd í samvizku yðar, að þér hafið slegið af sannfæringu yðar. í þriðja lagi skynjar söfnuður yðar í fyrsta skipti, að hann hafi guðsmann í predikunarstólnum. í fjórða lagi mun Guð við þetta kannast með því, að þér fáið að sjá einhvern ávöxt. í fimmta lagi verður djöfullinn óró- legur, og ef til vill risa nokkrir gegn yður. En allt er betra en dauf, ávaxtasnauð afsláttarþjónusta .... sem er Guði vanþóknanlég. Hagur Taflfélags Reykjavíkur með blóma American Scandinavian Review A AÐALFUNDI Taflfélags Reykjavíkur 30. maí sl. kom fram, að nettóeign félagsins hafði meira en þrefaldast á liðnu starfsári og nálgast nú að vera Vz milljón krónur. Félagið náði og þeim athygl- isverða áfanga á árinu, að festa kaup á húsnæði að Grensásvegi 46, sem mun í framtíðinni verða miðstöð skáklífs hér í höfuð- STARFIGHTER-SLYS Bonn, 30. maí (NTB) Vestur-þýzk orustuþota af Starfighter gerff, sem notuff var til æfinga, steyptist til jarffar skammt fyrir vestan Osnabrúck í gærkvöldi. Flug- mennirnir tveir björguðust I falihlifum. Þetta er 71. Star- fighter-þotan, sem Vestur- Þjóffverjar missa, og sú fjórffa á þessu ári. Alls hafa 37 flugmenn farizt í Star- fighterslysum í Vestur-Þýzka landi. borginni. Við verðlaunaafhendingu fyr- ir unnin afrek í kappteflum á vegum félagsins á liðnu starfs- ári kom m.a. i ljós, að Haukur Angantýsson veitti móttöku fernskonar verðlaunum. Hann vann bikarkeppni T.R. og er nú handhafi veglegsfarandbikars, hann varð annar í röðinni í meistaraflokki á skákþingi Reykjavíkur og hlaut þar með 2. verðlaun mótsins. Haukur hreppti titilinn „hraðskákmeist- ari Reykjavíkur 1967“, og vann þar með verðiaunabikar til eignar, og að síðustu móttók hann svokallaðan Heklubikar, sem hann hlaut sem fyrirliði sveitar í hraðskákkeppni. Stjórnarkjör fór þannig, að Hólmsteinn Steimgrímsson var einróma endurkjörinn sem for- maður, Gunnar Gunnarsson var kjörinn ritari, Hermann Ragn- arsson, gjaldkeri, Tryggvi Ara- son og Gylfi Magnússon umsjóna menn eigna, Jóhann Sigurjóns- son mótskrárritari og Bragi Kristjánsson, meðstjórnándi. (Frá T.R.) EFTIRFARANDI grein er tek in úr vestur-íslenzka biaðinu Lögberg-Heimskringla. Er í henni yfirlit um það íslenzka efni, sem birzt hefir í síðustu heftum hins gagnmerka tíma- rits American Scandinavian Review. Eitt hið vandaðasta og glæsi- legasta tímarit, sem berst á skrifstofuna þriðja hvern mán- uð er American-Scandinavian Review, enda stendur það á gömlum merg, hefir komið út í 54 ár samfleytt, og að baki þess er hið öfluga þjóðræknisfélag, American-Scandinavian Founda- tion, sem norrænu þjóðirnar firnrn standa að — Danmörk, Finnland, ísland, Noregur og Svíþjóð. Fyrir einum tveimur árum i skipti ritið um búning, þannig að á kápunum eru fagrar lands- lags- eða listamyndir í litum og einnig með lesmáli ritsins. Ég hefi við hendina sjö síðustu heft- in og á þremur kápunum eru litmyndir frá íslandi. Annars er það nokikuð merkilegt, hve stór- an hlut minnsta norræna þjóðin á í þessurn ritum. í sumarheftinu 1965 er forsíðu mynd af styttu Einars Jónssonar af Þorfinni karlsefni. Meginrit- gerðin er eftir Guðmund í. Gnð- mundsson, fyrrverandi utanríkis náðherra íslands, er fjallar um stefniu fslands í utanríkismál- um. Auk þess er birt kvæði eftir Ingólf Kristjánsson í þýð- ingu Lawrence F. Beste — On the Hillside. f haustheftinu 1965 er saga eftir Guðmund Daníelsson, þýdd af Peter Kidson — A Lost Battle — sikreytt myndum eftir Ragnar Lárusson. Vetrarheftið 1965—1966 er sér- staMega fagurt og mætti segja að það sé helgað að nokkru leyti hinum mikla listamanni, Jó- hannesi Kjarval. Mynd hans, Drengurinn Páll, er í litum á kápunni, og forsíðumyndin er af honum sjálfum; síðan er all- löng ritgerð um listamanninn eftir Hallberg Hallmundsson, skreytt fimm myndum af mál- verkum meistarans, tvær af þeim eru heilsíðumyndir, önn- ur af blómum og hin frá Þing- völlum. Þá eru í heftinu þrjár ritgerðir um Vínlandskortið, sem nefnast einu nafni, Vinland the Good Emerges from the Mists. Hugleiðingar um Vínlandskort DAGANA 11.—23. maí 1967 var haldið skákmót í Færeyjum með þátttöku 12 skádcmanna, 5 frá Færeyjum og 7 sem boðið var frá ýmsum löndum. Röðin varð annars þessi: 1. B. H. Wood, Engl. 9V2 2. W. Litmanowicz, Póll., 8V2 3. Jóh. Sigurjónss., ísl. 8 4. P. Muller, Sviss 7% 5.—8. M. Romi,. Ítalíu 5V2 5.—8. J. Sanz, Spáni 5!á 5.—8. H. Olsen, Færeyjum 5% 5.—8. J. Nolsöe, Færeyjum 5V2 9.—10. H. Bærentsen, Fær., 4 9.—10. J. Seitz, Argentína 4 11. J. Midjord, Færeyj., 1% 12. F. Goldney, Færeyj., I Enski skákmeistarinn B. H. Wood vann þarna öruggan sig- ur, tapaði aðeins einni skák, fyr ir Jóhanni Sigurjónssyni og gerði eitt jafntefli. Færeyingar hyggjast taka þátt í næsta Olym píuskákmóti og var mót þetta m.a. haldið sem æfingarmót fyr- ir það. Framkvæmd mótsins og aðbúnaður keppenda var með miklum ágætum og sönnuðu Færeyingar enn einu sinni að þeir eru höfðingjar heim að sækja. ið ritar Þórhallur Vilmundar- son prófessor við Háskóla ís- lands í vorheftið 1966 og fylgdi því hefti stór samanbrotin mynd af kortinu. Ennfremur skrifar höfunduriinn Frederick J. Pohl grein er nefnist Leif Erikson’s Campsite in Vinland. Meginritgerðin í sumarheftinu 1966 er Surtsey: Iceland’s New Island, rituð af dr. Sigurði Þór- arinssyni, sem fylgzt hefir með sköpun eyjarinnar frá byrjun og manna bezt skilur og getur gert grein fyrir þessu náttúruundri. Kápumynd ritsins er af Surtsey um sólarlag og marigar aðrar myndir fylgja ritgerðinni. Þá er enn grein um Vínlandskortið — Claudius Clarus and the Vinland Map — ef.tir Ib Rönne Kejlbo, bókavörð Konungs bókhlöðunn- ar í Kaupmannahöfn. Vitaskuld hefir íslendingum ávallt verið kunnugt um siglingar forn ís- lendinga til þessarar áltfu í lok tíundu aldar og árin eftir alda- mótin, en þessi sífelldu skrif um VínLandskortið munu vekja at- hygli á fornsögum íslendinga, og er það vel. Hefti haustsins 1966 hefst með kvæði eftir Hannes Pétursson; þýðandi Lawrence F. Beste — You Ask About Autumn. Heftið hefir að geyma athyglisverða ritgerð eftir Gylfa Þ. G4slason, menntamálaráðherra fslands: Problems of Icelandic Culture. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að þróun tækninnar og stökk- breytingin í þjóðfélaigsht'átum, muni, góðu heilli, hvorki fá spill* hinni fornu menningu þjóðar- innar né tungu hennar. Litmynd af málverki eftir annan frægan listmálara íslands, Gunnlaug Bl'öndal, prýðir kápu síðasta heftisins — vetrarins 1966—1967. Myndin heitir Síld- arstúlkan, litsterk en aðlaðandi. Kristján Karlsson, er fyrrum var bókavörður við Fiske safnið íslenzka við Cornell háskólann, skrifar greinina, rek.ur að nokkru þróun málaralistarinnar á fslandi og svo sögu Gunn- laugs Blöndals og verka hans. Hann lézt árið 1962. Sjö mynd- ir hans eru í ritinu, tvær af þeim heilsíðumyndir í litum. Hér hefir aðeins verið vikið að þeim ritgerðum, er snerta fslendinga sérstaklega, en öll rit- in hafa vitaskuld að geyma fjölda merkilegra og fróðlegra greina um hinar norrænu þjóð- Að mó'tinu loknu tefldu B. H. Wood og Jóhann Sigurjónsson fjöltefli. Wood tefldi á 15 borð- um, vann 9, tapaði 3 og gerði 3 jafntefli. Jóhann tefldi á 24 borð 'um, vann 17, tapaði 4 og gerði 3 jafntefli. (Frá T.R.) „Dulminjasafn44 BLAÐINU hefur borizrt fréttatil- kynning frá Dulspekiskólanum í Reykjavík þar sem segir að stjórn skólans hafi „ákveðið að senda Guðfræðideild Háskóla íslands, öllum aðalkirkjum höfuðborgarinnar og kirkjum á mestu sögustöðum landsins Ut- prentuð dulminjasöfn éisamt bókum, ritum og blöðum, er þeim fylga.“ Þá segir að þessi söfn muni einnig send til höfuð- borga Norðurlanda „og ef til vill alla leið til Vatikansins í Páfa- garði“. Einnig verði Ríkisútvarp- inu sent eitt slíkt safn, er það hefur komizt í sín framtíðar húsa kynni. í því verða m. a. tal- plötur og segulband'sspólur. Sigfús Elíasson hefur skipu- lagt þetrta aUt og segir í tilkynn- ingunni að það hafi tekið hann rúm 30 ár. Ávallit eru í ritinu saman- þjappaðar fréttir: Scandinavians in America og svo frétti* frá ættþjóðunum. Eiður Guðnason skrifar fréttirnar frá fslandi. Umsagnir um nýjar bœfcur eru með ágætum og þar er getið margra bóka, sem þýddar hafa verið um ísland og íslenzk mál- efni. Dr. Richard Beck hefir skrifað marga ritdóma fyrir þessa dálka. Ritstjóri þessa ágæta rits er Eric J. Friis, en Dr. Henry Godd ard Leaeh, sem var ritstjóri þess í fjölda mörg ár, er Consulting Editor. Árgjald ritsins er $6.00 og fæst hjá The American-Scandinavian Poundation, 127 East 73rd St„ New York, N.Y. 10021. - 20 MILLJÓNA Framhald af bls. 17. lega var aðeins gert ráð fyrir því, að þetta yrði heimavist- arskóli, en í haust var tekin upp sú aðferð að bæta við börnum, sem þurftu að ljúka skyldunámi. Varð því að breyta fyrirkomulaginu tölu- vert að aka hluta barnanna i skólann. — Kennsla hófst haustið 1965. Kennarar eru fimm fastir í vetur auk stunda- kennara. Þetta er mjög mikið átak og áætlaður kostnaður er um 20 milljónir króna. Þá er verið að útbúa íþrótta hús í sambandi við skólann. Leirársveitin var að reisa félagsheimili og var gerður samningur við þá, að skólinn fengi þar stóran sal, sem nú er fullbúinn. Verður þar nokkuð fuHkomin aðstaða til leikfimiiðkana. Rétt við skól- ann er mjög góður íþrótta- völlur frá náttúrunnar hendi. Skólastjóri við skólann er Sigurður Guðmundsson frá Hvanneyri — ágætur maður. Við skólann er skólastjóra- íbúð og þá þarf að reisa kenn araíbúðir. Þrátt fyrir þetta er mikið átak famundan, því að fjölgun skólaskyldra nem- enda heldur áfram. — Búskaparhorfur hafa verið góðar að undanförnu og jafnvel betri en oft áður. Við feðgar búum hér saman og erum með 50 kýr og um 100 fjár. Öll mjólk er seld til Reykjavíkur, því að mjólkur- stöðin á Akranesi var lögð niður í fyrra. Ég sé enga ástæðu til svart sýni í landbúnaðarmálum. Því verður ekki á móti mælt að hér hefur ríkt góðæri til lands og sjávar og hagur fólks hefur batnað til mikilla muna. Fjárráðin eru meiri en nokkru sinni áður. - AÐSTAÐAN Framhald af bls. 12. 'Sæti um 220 manns, samkvæmt feikningu, og í kjallara hennar er safnaðarheimili, sem rúma ■mrun jafnmarga. Þar verður að- istaða fyrir eldhús og svo að sjálfsögðu verða þar snyrti- herbergi. — Jú það hefur verið unnið stórátak í samgöngumálum. — Þorpin hér á norðanverðu Snæ- fellsnesi hafa verið tengd saman með uppbyggðum vegum. Er það mikið atriði, þegar flytja þaxf fiskafurðirnar á milli. Hvað atvinnumálin snertir hef ur stefnt í rétta átt. Hér er mik- dð aðkomufólk á vertíð og það imeira að segja í vetur, þrátt fyrir lélegar gæftir og aflaleysi. Nú síðustu daga hefur hins veg- ar fiskazt vel, þótt margir bátar íhafi hætt um hvítasunnuna. — Um kosningamar vil ég aegja það, að það ríkir sérstak- ilega góður og mikUl hugur allra manna hér. Stefnan, sem ríkt hefur hjá viðreisnarstjórninni Ihefur miðað í rétta átt, sagði Böðvar að lokum. Ungur lögfræðingur óskar eftir atvinnu. Tilboð sendist Mbl. fyrir 7. júní „716“. Arnarnes - sjávarlóð Rúmlega 1500 fermetra sjávarlóð á Arnarnesi til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 15. júní merkt: „8613“. Jóhann Sigurjónsson þriðji á shúhmóti í Færeyjum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.