Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAR^GUR 3. JilNl 1967.
Ur stefnuskrá
r ■' r
AUKINN verði stuðningur við listir og bókmenntir í landinu með kynn-
ingu þeirra innan lands og utan og aðstoð við að koma þeim sem
víðast á framfæri. Rækt verði lögð við aukna listsköpun og listtúlkun,
m. a. með náms- og ferðastyrkjum og fjárhagsstuðningi við sjálfstæð fé-
lagssamtök og stofnanir á sviði bókmennta, lista og vísinda.
Karlakór Akureyrar á
söngferð um Norðurlönd
Akureyri, 2. júní.
KARLAKÓR Akureyrar hélt
héðan í morgun, í söngför um
Norðurlönd með flugvélinni
Sólfaxa, á vegum Ferðaskrif-
stofu Akureyrar. Söngmenn og
frúr þeirra voru alls 86. Ætlun-
in var að halda beint til Ála-
sunds og halda þar söngskemmt-
un.
Siðan verður ekið til Oslóar
og haldið þaðan til Svíþjóðar og
Finnlands og loks til Danmerk-
ur. Nokkrar söngskemmtanir
eru ákveðnar í förinni og auk
þess mun kórinn syngja í út-
varp. Söngstjóri er Guðmundur
Jóhannsson, undirleikari Krist-
inn Gestsson og einsöngvarar
Eiríkur Stefánsson og Hreiðar
Sjólfstæðisskemmtun ú Húsavík
ú luugardagskvöld
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Suður-
Þingeyjaaýsdu -etfnir til skemmti-
kvölds í samkomuhúsinu á
Húsavík í kvöld, 3. júní, kl.
22.00. — Ávarp: Gísli Jóns-
son, menntaskólakennari. —
Eftirhermur o. fl.: Karl Einars-
son. Gaman og alvara: Halldór
Blöndal, erindreki. Hljómsveitin
„Vibrar" leikur fyrir dansi. —
Aðgöngumiðar fást í bókaverzl-
un Þórarins Stefánsaonar og
verzluninni „Öskju“.
Framboðsfundur
í Vestmannaeyjum
FRAMBOÐSFUNDUR verður haldinn i Vestmannaeyjum
nk. þriðjudagskvöld, 6. þessa mánaðar, og hefst klukkan
9 eftir hádegi.
Kjósendofundir ú Austfjörðum
um helginu
Sjálfstæðisflokkurinn efnir til
nlmennra kjósendafunda á Aust-
urlandi sem hér segir. Á Eski-
Ifirði í dag kl. 16.00, Neskaups-
«tað í kvöld kl. 21.00 og Seyðis-
tfirði á morgun sunnudag kl.
16.00.
Ræðumenn verða Jóhann Haf-
stein, dómsmálaráðherra, Jónas
Pétursson alþm. og Sverrir Her-
.mannsson, viðskiptafr. Austfirð-
fngar eru hvattir til þess að
tíjölimenna.
Pálmason. Fararstjóri er Jónas
Jónsson, kennari. Kórinn er
væntanlegur heim aftur að
morgni 17. júní.
Þá fór héðan einnig í morg-
un hópur Slysavarnafélags-
kvenna í skemmtiferð um
Norðurlönd og flaug með leigu-
vél frá Loftleiðum, á vegum
Ferðaskrifstofunnar Sögu. Farar
stjórar eru þeir Jón Sigurgeirs-
son, skólastjóri og Kári Jóhanns-
sen, deildarstjóri.
Mikil þröng var og margt um
manninn í flugstöðvarhúsinu á
Akureyrarflugvelli í morgun
þegar hóparnir voru að leggja af
stað, en þeir fóru með stuttu
millibili. Þess má get.a að nú eru
um 100 fimmtubekkingar í
menntaskólanum á skólaferða-
lagi um írland og 110 manna
hópur gagnfræðinga og farar-
stjórar þeirra frá Gagnfræða-
skólanum á Akureyri er nýkom-
inn heim úr 6 daga ferð um Skot
land.
Einnig eru meðlimir Tré-
smiðafélags Akureyrar nýkomn
ir heim úr skemmtiför um Norð-
urlönd — Sv. P.
J _____
VIBREISN
í VERKI
Ddmsmál
ÁRIÐ 1962 var sett ný lög-
gjöf um Hæstarétt íslands.
Af nýmælum hennar má
nefna, að Hæstarétti er
heimilað að halda dómiþing
utan Reykjavíkur, ef sér-
staklega stendur á, og hef-
ur sú heimild þegar verið
notuð nokkrum sinnum.
Ennfremur miða áfcvæði
nýju hæstaréttariaganna
að því að hraða gangi
dómsmála.
Spilakvöld
Vormót ú Snæfellsnesi
VORMÓT halda Sjálfstæðisfé-
lögin á Snæfellsnesi í félagsheim
ilinu Röst á Hellissandi í kvöld,
3. júní, og hefst það kL 9 síð-
degis.
Ræður flytjt Bjarni Benedikts
eon, forsætisráðnerra, og stutt
ávörp flytja þrir efstu menn D-
listans í Vesturlandskjördæmi,
þeir Jón Árnason, Friðjón Þórð-
arson og Ásgeir Pétursson.
Auk þess verða fjölbreytt
skemmtiatriði. — Dansað undir
leik hljómsveitar Stefáns Þor-
leifssonar.
SJÁLFSTÆÐISFÉLÖG Garða-
og Bessastaðahrepps halda síð-
asta spilakvöld félaganna ménu-
daginn 4. júní að Garðaholti og
hefst stundvíslega kl. 8.30.
Afhent verða heildarverðlaun
fyrir þriggja kvölda keppnina.
Góð kvöldverðlaun. Félagar fjöl
mennið og takið með ykkur
gesti.
\ * * *
Höfundarnafn
féll niður
í GÆR birtist grein um tón-
leika Sinfóníuhljómsveitarinnar
undir fyrirsögninni „Mosaik-
músík“. Féll höfundarnafnið
niður en höfundur er tónlistar-
gagnrýnandi Mbl., Þorkell Sig-
urbjörnsson.
^ ^ ^ M
Er atvinnukúgun
„gamanleikur"?
Mbl. beindi þremur fyrir-
spurnum til Erlendar Einars-
sonar forstjóra SIS í gaer
varðandi Fáskrúðsfjarðar-
hneyksiið að gefnu tilefni
Hér fer á eftir svar forstjóra
SiS:
„Morgunblaðið í dag, þann
2. þ. m. beinir til mín þrem-
ur fyrirspurnum. Tekið er
fram, að blaðið muni ljá mér
rúm til þess að svara þessum
spurningum. Ber að þakka
slika velvild. Svör mín við
fyrirspumunum fara hér á
eftir:
1. Ég trúi því ekki, að
æskufólk í þjónustu kaupfé-
lagsins á Fáskrúðsfirði, hafi
verið kúgað með hótunum
um atvinnumissi vegna
stjómmálaskoðana. Eftir
þeim upplýsingum, sem ég
hefi aflað mér að austan, er
hér verið að setja á svið
„kómedíu". Það er mjög ó-
drengilegt að nota slíka
„kómediu" til þess að sverta
Samvinnuhreyfinguna og
setja á hana stimpil atvinnu-
kúgunar. Samvinnufélögin
hafa í þjónustu sinni fólk úr
öllum stjómmálaflokkum.
Starfshæfni er mælikvarðinn,
þegar fólk er ráðið til starfa.
2. Ég hefi ekki ástæður, til
þess að leggja dóm á hvort
blaðamaður Morgunblaðsins
hafi haft rétt eftir ummæli
kaupfélagsstjórans á Fáskrúðs
firði. Ég álít hins vegar, að
viðtalið hafi verið einskonar
„gamanþáttur“.
3. Ég álít, að kaupfélags-
stjórinn hafi farið með hlut-
verk grínleikarans í gaman-
þættinum.
Ég hugsaði mér ekki að
taka þátt í blaðaskrifum í
þcirri kosningabaráttu, sem
nú er háð. Ég komst þó ekki
hjá því að leiðrétta þær grófu
fullyrðingar, að samvinnu-
samtökin stundi atvinnukúg-
un vegna stjórnmálaskoðana
starfsfólksins. Slíkar fuilyrð-
ingar fá ekki staðist.
Annars vil ég ítreka það,
sem ég sagði í Tímanum þann
1. þ. m. Kjaminn í stjóm-
málunum í dag er að finna
leiðir tii þess að endurreisa
undirstöðuatvinnuvegi þjóð-
arinnar og skapa þeim traust-
an og öruggan rekstrargrund-
völl. Ég er viss um að Morg-
unblaðið er mér sammála um
þetta atriði og þess vegna
beri fremur að sameina öll
jákvæð öfl í þjóðfélaginu til
úrlausnar á vandamálunum,
í stað þess að skapa sundrung
og þar með auka vandann.
Erlendur Einarsson."
Mbl. vill taka undir það
með Erlendi Einarssyni, að
það er ódrengilegt að setja
stimpil atvinnukúgunar á sam
vinnuhreyfinguna, en vill í
fullri vinsemd vekja athygli
hans á þeirri staðreynd, að
það er Framsóknarflokkurinn
sem hefur gerzt sekur um
slíkt með þeirri misnotkun á
samvinnuhreyfingunni, sem
hann hefur beitt í skjóli
áhrifa sinna þar. Það væri
vissulega verðugt verkefni
fyrir forstjóra SfS að hreinsa
samtök sín af áhrifum slíkra
manna.
Erlendur Einarsson telur
atburðina á Fáskrúðsfirði
„gamanþátt" og kaupfélags-
stjórann „fara með hlutverk
grínleikara“ í þeim „gaman-
þætti“. Hann upplýsir ekki
hvert hlutverk Eysteins Jóns-
sonar er í þessum „gaman-
þætti“ en hann er maðurinn,
sem kippir í spottann í brúðu
leikhúsi Framsóknarflokks-
ins. Annars er Mbl. ekki
sammála Erlendi Einarssyni
um það að Fáskrúðsfjarðar-
hneykslið sé „gamanþáttur",
það er harmleikur — harm-
leikur samvinnuhreyfingar-
innar á íslandi.
Kaffikvöld í Vesfmonnaeyjum
SJÁLFSTÆÐISMENN í Vest-
mannaeyjum bjóða til kaffi-
kvölds í Samkomúhúsinu í
kvöld klúkkan 21.00. — Flutt
verða stutt ávörp. Samkór Vest-
mannaeyja syngur undir stjórn
Martin Hungs. Siðan verður
dansað.
Almennir kjósendnfnndir í
Norðurlnndi eystru
FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis
iflokksins í Norðurlandskjördæmi
eystra boða til almennra kjós-
lendafunda um framfaramál kjör
idæmisins og þjóðmál í Lundi í
Öxnarfirði mánudaginn 5. júní
kl. 20.30. Ræðumenn: Magnús
Jónsson, ráðherra, Bjartmar Guð
mundsson, Lárus Jónsson og Sig-
urður Jónsson. Að Reynihlíð í
Mývatnssveit þriðjudaginn 6.
júní. Ræðumenn Magnús Jóns-
son og Bjartmar Guðmundsson.
Útsendurur Frumsóknor
ú Fúskrúðsfirði
UTSENDARAR Framsóknar-
flokksins hafa verið á Fá-
skrúðsfirði að undanförnu
að afla „yfirlýsinga", sem
eiga að breiða yfir Fáskrúðs-
fjarðarhneyksli Framsóknar-
flokksins og verða þær vænt-
anlega birtar í Framsóknar-
blaðinu. Það verður harla
fróðlegt að lesa þessar „yfir-
lýsingar“. Tilvist þeirra sýn-
ir betur en flest annað hvern-
ig Framsóknarmenn notfæra
sér yfirráð sin í atvinnuwál-
um á Fáskrúðsfirði. Birting
þeirra mun færa enn frekari
sönnur á atvinnukúgun Fram
sóknamanna á Fáskrúðsfirði,
og er þó ekki frekari sann-
ana þörf.
Það er mikill misskilningur
hjá Framsóknarmönnum, ef
þeir halda, að einhverjar
„yfirlýsingar" gagni þeim
í þessu máli. Þeir voru staðn-
ir að verki.