Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1967. BÍLALEIGAN - FERÐ- Doggjald kr. 350,- og pr. km kr. 3,20. SÍMI 34406 SENDU M ÍMAGIMÚSAR skiphoiti 21 símar21190 eftirlokun slmi 40381 " 1-0 Sl“ 1-44-44 \mmiR Hverfisgötn 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjald. Bensín innifalið í leigugjaldi. Sími 14970 BÍLALEIGAINI — VAKUR - Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36211. x- „■ iB/UUrfGAM LHÆ/LMÆP’ RAUOARARSTÍG 31 SfMI 22022 Fjaðrir. fjaðrablóð. hljóðkútar púströr o.H. var&hlutl? f margar gerðir bifreiða Bílavörubúðin FJÖÐRIN Langavegi 168. — Siml 24180. Kroydon» GOLFKYLFUB heimsþekktar í meir en 50 ár af reynslu og gæðum. Skíðaskólmn í Kerlingafjöllum Simi 10410 mánud. — föstud. kl. 4—6, laugard. kL 1—3. Bjarni Beinteinssom LÖGFRtBINGUR AUSTURSTRÆTI 17 Isilli «k VALD* SlMI 13536 -ykr G og I listarnir Húsmóðir skrifar Vel- vakanda á þessa leið: ,/Það er erfitt að skilja til fullnustu sambandið á milli G og I listanna hér í Reykja- vík. Er það rétt, að menn séu í raun að styðja lista Magnús- ar Kjartanssonar, þó að þeir greiði Hannibal atkvæði?" Velvakandi verður að játa, að hann á nokkuð erfitt með að átta sig á því flókna ástandi, sem myndazt hefur vegna ágreinings kjörstjórna um þessa tvo lista. Upphaf málsins var víst það, að listi Magnúsar Kjartanssonar Þjóð- viljaritstjóra, sem nú er búið að merkja G-lista, var sam- þykktur með talsverðum meirihluta á fundi samtaka Alþýðubandalagsmanna í Reykjavík. Þéir, sem úrðu und- ir á fundinum, vildu ékki una þessu og töldu sig hafa verið hlunnfarna við undirbúning framboðsins. Svo fór, að Hanni bal tók að sér að verða efstur á framboðslista, sem þessir óánægðu menn standa að. Hannibal er formaður Alþýðu- bandalagsins og listinn var borinn fram í nafni þess. Yfir- kjörstjórn Reykjavíkur vildi ekki fallast á, að listinn væri Alþýðubandalagslisti, taldi hann utan flokka og mérkti hann I-listann. Hannibal og hans menn voru ekki ánægðir með þetta og báðu um úrskurð landskjörstjórnar. Komst hún að þeirri niðurstöðu, að hér væri raunverulega um Alþýðu- bandaiagslista að ræða, þ.e. Alþýðu'bandalagslista no. 2. Taldi hún því rétt með hlið- sjón af kosningalögum að merkja Hannibalslistann GG- listann. Yfirkjörstjórn Reykja- víkur neitaði að hlýða lands- kjörstjórn og hefur hún aug- lýst, að Hannibalslistinn heiti I-listi, og þannig mun hann standa á kjörseðlinum 11. júní. Með þessu er sagan þó ekki öll sögð, því að það er landskjör- stjórn, sem úthlutar uppbótar- sætum, og á því getur mikið oltið. Úrskurður landskjör- stjórnar, þýðir, að landskjör- stjórn mun væntanlega telja að öll atkvæði, sem I-listinn fær í Reykjavík, séu greidd Alþýðubandalaginu og úthluta því uppbótarsætum í samræmi við það. Þess vegna kemur hvert atkvæði, sem Hannibal fær, lista Magnúsar Kjartans- sonar til góða. Hér sem oftar geta undarlegar lagaflækjur haft mikil og óvænt áhrif. En við þurfum að skilja. /5 Hanni bál vill sjálfur telja sig Al- þýðubandalagsmann, enda er honum vorkunn, þar sem hann er formaður flokksins. Ein af- leiðing þessa er sú, að hann átti þess ekki kost að koma fram í sjónvarpi nema sem einn af frambjóðendum Al- þýðubandalagsins — og þeir, sem njóta góðs af atkvæðum, sem listi hans fær, þ.e. Magn- ús Kjartansson og hans lið, leyfðu honum ekki að gera það. ■jAr Af hver ju fæst ekki bandarískt vitamín? „Karl“ skrifar: „Það var á hinum gömlu og „góðu“ tímum, þegar Eramsókn arflokkurinn var við völd, að innflutningur vaT bannaður á nýjum ávöxtum. Virtist það vera án mótmæla lækna, enda hefðu -slík mótmæli sennilega haft litla þýðingu. Þó var leyfð- ur smávegis innflutningur á appelsínum, sem ætlaðar voru sjúkum og fengust aðeins gegn afhendingu seðils frá læikni. Með gleraugu hann gekk á skíðum . . . Svo var það einu sinni, að einn af ráðherrum Fram- sóknar fór á skíði sér til hress- ingar í nágrenni Reykjavíkur og hafði nesti með sér. I mál- tíðarlok dró hann upp appel- sínu, sem hann snæddi. Skíða- menn, sem á horfðu, urðu undr andi, þar sem þeir höfðu ekki heyrt getið um neinn krank- leika í ráðherranum, en sjálfir voru þeir ekki neinum þeim sjúkdómi slegnir, sem veitti rétt til appelsínuseðils (C-víta- míns). Fyrir alllöngu var skipuð opinber nefnd til að rannsaka fæði íslendinga og hvort þvi væri áfátt af skorti á vítamín- efnum. Að lokinni þeirri rann- sókn, gaf nefndin út skýrslu um málið, þar sem komizt var að þeiiri niðurstöðu, að skortur væri á C-vítamíni í fæöu (skyr bjúgur). Annað fann nefndin ekki, en ekki var greint frá rannsóknaraðferðum hennar. Fyrir nokkrum árum hafði Niels heitinn Dungal orð á því á prenti, að það sætti furðu, hvað mikið væri af kvenfólki á Reykjavikurgötum með skakka fætur, sem stafar af skorti á D- vítamíni í æsku. Fiskalýsi inni- heldur að vísu D-vítamín gegn beinkröm, .en hver vill hafa daglega lýsisflösku á borðum í velferðarríki eins og íslandi? Svo má neyzlan ekki fara yfir vissan skammt. Annað er óhollt. . Hér er nú leyfður innflutn- ingur á nýjum ávöxtum, og grænmeti er framleitt í land- inu, en þetta er allt dýrt og því minha notað en Í suðlæg- ari löndum, 6érstaklega til sveita. Þess vegna vekur það nokkra furðu, að vönduð víta- mínhylki, sem framleidd eru í Ameríku (U.S.A.) og hafa verið notuð hér á landi í 10 til 20 ár, skuli nú allt í einu hafa verið strikuð út af lyfja- skrá og innflutningur á þeim stöðvaður. I staðinn eru svo fluttar inn ódýxar, danskar vítamínpillur, sem innihalda jafnvel færri efni en amerísku hylkin. Þeir, sem þetta gera, taka á sig ábyrgð á versnandi heilsufari þess marga fólks, sem þarf að nota vítamín að stað- aldri. Því að það getur enginn búizt við því, að vara, sem framleidd er í tveimur löndum og hefur sama nafn, sé eins góð í því landi, sem selur hana fyrir aðeins part af verði hins landsins. Karl“. ★ P. S.: Ég leyfi mér að senda þér þessa grein til birtingar í dálk- um þínum í Morgunblaðinu, ef þú heldur, að hún henti þér. Annars fer hún í bréfakörf- una. Ég vil geta þess, að ráð- herrann, sem um er rætt, var Eysteinn Jónsson. Einnig skal þess getið, að stúika, sem stundar skrifstofuvinnu dag- langt, en er heilsuveil og þarf að nota vítamín, segir mér, að hún sé heilsuvérri, síðan hún missti amerísku hylkin. Ég hef tekið eftir, að þú kærir þig ekkert sérstaklega um þéringar, og nota ég mér það, hver sem þú ert. Með vinsemd, Karl“. Velvakandi leyfir sér að birta eftirmála bréfsins til skýr ingar, þótt bréfritari hafi ekki ætlazt til þess. Fróðlegt væri að fá svör viðkomandi yfir- valda á því, hvers vegna banda- rískt vítamín flytzt ekki til landsins nú á þessu mestu frjálsræðistímum, sem þessi þjóð hefur þekkt frá upphafL Hér fæst allt eða hægt að út- vega sér allt, og er einkenni- legt að undanskilja sterk fjör- gjafahylki. — Eða hvað heita vitamín eiginlega á römmustu íslenzku? Varð aldrei samkomú lag um íslenzkt heiti þeirra? Fjörefni, fjörgjafi, lífefni, vitaðsgjafi, vitazgjafi, — allt hefur þetta sézt notað, en kom- ust lærðir menn aldrei að end- anlegri niðurstöðu? ^ Ekki ber að forðast zetuna „Heill og sæll, Velvak- andi góður. Ég hygg, að þú hafir ein- hvern tíma heyrt söguna um lögregluþjóninn, sem fann drukkna manninn liggjandi I Fischersundi og dró hann yfir í Mjóstræti. Hann þurfti nefni- lega að gefa skýrslu, en vissi ekki hvernig átti að skrifa Fischersund. Sjálfsagt er sagan uppspunL En hún er snjöll, eigi að síður. Eitthvað þessu líkt er alltaf að koma fyrir okkur, þegar frá eru taldir menntamenn og spekingar. Um daginn, þegar umræðurnar um zetuna voru 1 blaðinu hjá ykkur, kom sagan upp í huga mér, og gerir það raunar oftar. Mér er þannig farið, að ég sneiði gjarnan hjá orðum, sem ég veit ekki, hvort zeta á að vera í eða ekki. Stund um treysti ég á sjóminnið, eða get mér til um þessa hluti. En hvorugt er gott. Ekki man ég, hvort nokkur áherzla var lögð á zetuna í gamla daga, þegar ég var 1 framhaldsskóla hér í Reykja- vík. Hafi svo verið, er það nú löngu gleymt. Mér hefur dott- ið í hug, hvort ekki mætti nota eitthvað af dálkunum í blað- inu ykkar til að rifja upp zetureglumar. Maðurinn I „Rabbinu1* ætti til dæmis að geta haft forgöngu um þetta, enda hóf hann fyrstur máls á þessum vanda. Ég er sannfærð um, að þessu yrði vel tekið af almenningi. Og margur myndi fást til að setj- ast á skólabekk upp á nýtt. Ég hef veitt því athygli, að fólk er stundum hrætt við að stinga niður penna, sakir vankunn- áttu á þessu sviði. Tilgangs- laust er að fletta upp í SigfúsL Hann notar hvergi zetu. Og að lokum þetta: Fimmtu- daginn 18. maí s.l. er þessi fyrirsögn á forsíðu Morgun- blaðsins: „Konstantín forðaði blóðbaði". Það virðist eins og blaðamönnum gangi illa að ráða við sögnina að forða, og eru þeir ekki einir um það. Ef mig misminnir ekki, þá var verið að forða slysi í okkar ágæta Sjónvarpi núna um dag- inn. „Hann forðaði Skúla und- an fári þungu“, segir Grímur Thomsen í kvæði sínu Skúla- skeið. Svona er þetta einfalt. Það er gott að hafa í huga þessa setningu Gríms, næst þegar við lendum í vandræð- um með sögnina að „forða“. Með kærri kveðju til ykkar blaðamanna, Námfús húsfreygja í Reykjavík". ★ Karþagó Og má Velvakandi svo enn einu sinni leggja til, að þeir, sem senda honum línu, skrifi í aðra hverja línu? — Með fyrirfram þökk, VelvakandL Sumarbústaður óskast Óska að kaupa sumarbústað á fallegum stað eða land undir sumarbústað. Tilboð sendist Mbl. fyrir 6. þ.m. merkt: „509“. Til leigu er aðstaða til reksturs matstofu í húsnæði Sjó- mannastofunnar Vík, Keflavík. Allar upplýsingar gefa Hörður Pálsson, sími 2107 og Jóhannes G. Jóhannesson, sími 1579, Keflavík. SJÓMANNADAGSRÁÐ KEFLAVÍKUB OG NJARÐVÍKUR. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.