Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.06.1967, Blaðsíða 16
16 MEÐUNGU FÓLKI Laugardagnr 3. júnS 1967 Ólafur B. Thors: Unga Island HINN 11. júní nk. gengur íslenzka þjóðin til kosninga, sem í mörgu tilMti eru mikilvægari en kosningar hafa verið nú um langa hríð. Kosið er um það, hvort áfram skulá haldið á framfaraleið eftir þeirri braut, sem mönkiuð var við upphaf viðreisnarinnar á árinu 1960, eða horfið til baka til þess ástands, sem fyrir þann tíma ríikti og hámarki náði við andlát vinstri stjórn- arinnar á árinu 1958. Það ástand var í fáum orðum þannig, að við borð lá, að landið kæm- ist í greiðskiþrot vegna gjaldeyrisskorts, lánstraust þjóðarinnar erlendis var aigjörlega þrotið, og framleiðslan var í stórhættu, vegna þess að fé skorti til kaupa á tækjum, rekstrarvörum og byggingaefni, Slíkar voru afleiðingar þeirrar stjórnarstefnu, sem þá hafði ríkt og mótazt hafði af höftum og rikáisaflskiptum. Viðreisnin, undir forystu Sjálfstæðisflökksins, hófst úr þessum rúst- um ogfe á stuttum tíma, hefur hún skapað þjóðinni beztu lífskjör, sem hún hefur nobkru sinni búið við. í dag eigum við gjaldeyrissjóð í stað skulda, lánstraust þjóðarinnar hefur verið endurvakið, og aukið viðskiptafrelsi hefur gert obkur kleyft að kaupa það, sem við þörfnumst. Þjóðarauðurinn hefur vaxíð um 40—50% og auknar þjóðartekjur hafa leitt til stórbatnandi afkomu almenningis. Nýjar atvinnugreinar hafa aukið fjöl'breytni í framleiðsluháttum og með stóriðju hefur verið tekizt á við heiillandi viðfangsefni, sem færa mun þjóðinni auknar tekjur og hlúa að þeim iðnaði, sem fyrir er í landinu. Viðreisnarstefnan sagði skilið við höft og ríkisafskipti en beitti sér þess í stað fyrir frelsi einstaklinganna í viðskiptum og framkvæmdum. Þetta einstaklingsfrelsi, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð barizt fyrir, er það afl, sem drýgst hefur skilað þjóðinni til vaxandi velmegunar. Enginn á meir í húfi en æs'ka þessa lands, að þetta frelsi verði ek'ki skert. Æskan þarfnast frelsis til þess að áræði hennar og athafnaþrá fái notið sín, og hún kann að meta þau tækifæri, sem rétt stjórnarstefna hefur fært henni og þjóðinni allri. Því mun æskan vera vel á verði, þegar að hagsmunum hennar er sótt. Það er um þetta frelsi, sem kosið er 11. júní nk. og þess vegna stendur hið uniga Ísland á vegamótum í dag. Annars vegna eru leiðir þeirra, sem þetta frelsi vilija feigt. Þær leiðir hafa verið reyndar og þjóðin veit hvert þær liggja. Leiðin fram á við, er leið Sjálfstæðisflokksins, leið langstærsta flobks landsins. Sú leið ein tryggir áframhaldandi frelsi, áframhialdandi framfarir og áframhaldandi viðreisn. Það er leið hins unga íslands. Kristján Ragnarsson, fulltrúi Hagnýting landhelginnar Á UNDANFÖRNUM árum hefur orðið ör þróun í fiskveiðum okkar íslend- inga. Fiskiskipastóllinn hefur aukizt um 104 skip sl. 5 ár, og eru þau 26.500 rúm- lestir að staerð. Auk þess eru mörg skip í smíðum. Aldrei fyrr hefur orðið jafnmikil aukning á fiskiskipastólnum á svo skömmum tíma, en næsta stór- átak þar á undan var endurnýjun tog- araflotans á tímabilinu frá 1947 til 195(2, alls 43 skip. Aukning í fram- leiðslutækjum, lík þeirri, sem áður er á minnst, getur ekki orðið nema í land inu sé ríkjandi stjórnarstefna, sem gef- ur einstaklingunum tækifæri til frjálsra athafna og stjórnarstefna, sem styður einstaklingana til öflunar framleiðslu- tækja, líkt og gert hefur verið af hálfu hins opinbera við kaup á fiskiskipum. Útvegsmenn gera sér glögga grein fyrir þeim mun á stjórnarsfefnu, sem tíkt hefur undanfarin ár og þeirri, sem ríkti á valdatíma vinstri stjórnar- innar, þegar ekki mátti kaupa fiskiskip til ákveðinna landshluta, sem þá lágu bezt við fiskimiðum. Úthlutað var leyf- um eftir stjórnmálaskoðunum, kom þá fyrir að menn fengu leyfi fyrir fiski- báti, sem litla eða enga þekkingu höfðu á útgerð. Þekkt er dæmi um, að slík leyfi hafi verið seld útgerðarfyrirtækj- um, sem ekki hlutu náð fyrir augum skömmtunarstjóranna, þrátt fyrir ára- tuga reynslu í útgerð. Engin ein ráðstöfun hefur orðið þjóð- inni hagkvæmari á síðari árum en frjáls innflutningur fiskiskipa, sem hefur átt mestan þátt í að skapa þann þjóðar- auð, sem orðið hefur til þess að bæta lífskjör alls almennings í landinu. Við svo öra þróun, sem orðið hefur, hafa skapazt ný vandamál, sem eru m.a. fólgin í því, að úrelzt hafa fiskiskip, sem fyrir aðeins 5 árum voru talin mjög heppileg til síldveiða. Rekstrar- aðstaða þessara skipa er nú mjög erf- ið vegna verkefnaskorts utan vetrar- vertíðar. Vegna þessara breyttu aðstæðna hafa fiskiskip undir 120 rúmlestum að stærð ekki verið endurnýjuð, en það er ein- Jóhannes L. L. Helgason Leiðbeiningastarf fyrir stúdenta segir Jóhannes L. L. Helgason háskólar. i Jóhannes L. L. Helgason, há- skólaritari, var önnum kafinn, þegar tíðindamaðurinn leit inn hjá honum. Hann gaf sér þó tíma örlitla stund til þess að svara örfáum spurningum varð- andi Háskólann og háskólastúd- enta. — Hve margir stúdentar eru innritaðir í Háskólann? — Þeir munu vera um 1200 talsins, þar af innrituðust 342 stúdentar s.l. haust. Nú í vor útstorifast 87 kandidataT frá skólanum, og eru það ívið fleiri kandidatar en undanfarin miss- eri. Af þekn ljúka 20 stúdentar B.A.-prófi, 1 úbskrifast úr guð- fræðideild, 14 úr læknisfræði, 8 úr tannlækningum, 12 úr lagadeild, 10 úr viðskiptadeild, 2 ljúka prófi í íslenzkum fræð- um og u. þ. b. 20 fyrrihluta- prófi í verkfræði. — Hefur námstilhögun verið breytt mikið í Háskólanum? — Á undanförnum árum hafa verið gerðar breytingar á öll- um deildum skólans nema þá helzt lagadeild. Innan sfcamms má svo búaist við róttækri breyt- ingu á námstilhögun í lækna- deild, enda knýjandi þörf að stytta hið almenna læknanám. — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir, sem nú eru á döfinni hjá yfirvöldum Háskólans? — Langstærsta framkvæmdin er bygging Árnagarðs, sem Há- skólinn og Handritastofnunin standa sameiginlega að. Rauniar bj'argar tilkoma Arnagarðs kenmslurými Hásikólans um sinn, því að í þeim málurn stefndi í algjört óefni. Þá má einnig geta þess, að fyrirhugað er að byggja Læknadeildarhús, sem væntanlega verður í tengslum við Landspítalann. — Mikið hefur verið rætt um það, hve fáir innritaðir stúdent- ar við Háskólann ljúka kandi- datsprófi. Hefur Háskólaráð gert einhverjar ráðstafanir til þess að leysa þetta vandamál? — Samkvæmt athugun Bfna- hagsistofnunarinnar á námsferli stúdenta við Háskóla fslands árin 1950—1965, kemur í Ijós, að einungis 35,7% innritaðra stúdenta ljúka kandidatsprófi. Eitt af því, sem Háskólaráð hetf- ur samþykkt að gera varðandi þetta vandamál, er að koma á fót öflugri leiðbeiningarstartf- semi fyrir stúdenta og verðandi stúdenta, og hefur ráðið þegar óskað eftir fjárveitingum á næsta ári til þess að standa und- ir kostnaði. Við bindum tate- verðar vonir við þessa starfisemi og búumst við, að hún geti átt þátt í því að auka nokkuð hundraðs'tölu háskólastúdenta, sem ljúka námi. Hér er raunar ekfci um einkamál háskólastúd- enta að ræða, heldur hag alþjóð- ar. mitt sú stærð báta, sem aðallega hefur séð frystihúsunum fyrir efnivöru auk afla togarana. Brýnasta verkið er nú að taka ákvörð- un um á hvern hátt þessi stærðarflokk- ur fiskiskipa verði endurnýjaður með það fyrir augum að þessi skip sjái frystihúsunum fyrir efnivöru. Eins og kunnugt er, er það eitt aðalvandamál frystihúsanna, hve illa þau eru nýtt. Mikilvægt er fyrir þjóðarheildina að frystihúsin haldi áíram að skipa þann sess í útflutningsframleiðslunni, að þau séu, ásamt þeim skipum, sem efni- vörunnar afla, stærsti gjaldeyrisafland- inn. Áður en hægt er að taka ákvörð- un um endurnýjun þessara skipa, verð- ur að taka ákvörðun um á hvern hátt eigi að nýta fiskimiðin, innan 12 sjó- milna fisfcveiðilögsögunnar. Ég tel, að ekki verði með nokkru móti hægt að reka ný fiskiskip, eða þau sem nú eru til, með árangri, nema heim- ilaðar verði veiðar með botnvörpu innan núverandi fiskveiðilögsögu, i ríkara mæli en nú er gert. í þessu sam- bandi má ekki taka tillit til fordóma um eyðingarmátt þessa veiðarfæris, en þeir stangast á við álit okkar ágætu vísindamanna, sem segja að fiskurinn sé jafndauður í hvaða veiðarfæri, sem hann er veiddur, og þetta veiðarfæri sé ekki skaðlegra en önnur, sé rétt á mál- um haldið, eins og varðandi möska- stærð og klæðningu á botnvörpupoka o. fl. Það er almennt álit sjómanna, sem ég hef rætt við, að togveiðar gangi ekki eins nærri fiskistofninum og net. Rökstyðja þeir þetta álit sitt með því, að ekki sé hægt að veiða með botnvörpu nema á takmörkuðum svæðum, þar sem botn- lag er gott, en með netum er hægt að veiða hvar sem er, og gangi þau þvl mun nær fiskistofnunum. Vitað er, að botnvarpa gefur jafn- betri og fjölbreyttari vinnslufisk en flest önnur veiðarfæri, og útgerðar- kostnaður er minni en með nokkru öðru veiðarfæri. T.d. er veiðarfæra- kostnaður um 5 til 7% af aflaverðmæti á móti 20—-30% á þorskveiðum með net- um. Einnig er rétt að benda á, að nú eru aðeins höfð 5-7 manna áhöfn á bát- um, sem stunda togveiðar, á móti 10-11 manna áhöfn á línu- og netabátum. Verði tekin ákvörðun um betri nýt- ingu fiskveiðilögsögunnar, er nauðsyn- legt að skipta veiðisvæðum milli þeirra báta, sem togveiðar stunda og hinna, veiða með föstum veiðarfærum, eins og línu og netum, vegna hættunnar á á- rekstrurn. Segja má, að því fylgi ókost- ur að takmarka þannig veiðarnar, en hjá því verður naumast komizt, eigi báðir þessir aðilar að vera jafnréttháir á miðunum. Aðstaða til togveiði er ekki sambæri- leg alls staðar við landið, og frá sumum landshlutum er ekki hægt að stunda þær með árangri. Þess vegna er nauð- synlegt að efla Hnuútgerð, svo hægt sé að stunda hana þar sem hún hentar bezt. Alþingi, sem saman kemur að af- loknum kosningum, sem í hönd fara, kemst ekki hjá og verður að taka af- stöðu til, hvort auka skuli til muna I næstu framtíð togveiðiheimildir frá þvi sem nú er.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.