Morgunblaðið - 03.06.1967, Page 22

Morgunblaðið - 03.06.1967, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. JÚNÍ 1967. Eyjólfur Pálsson frá Hjálmsstöðum Minning EYJÓLFUR Pálsson faeddis't að Hjálmsstöðum í Laugardal 5. janúar 1930. Hann var sonur hjónanna Páls Guðmundssonar bónda þar og síðari konu hans, Rósu Eyjólfsdóttur frá Snorra- stoðum í sömu sveit — Andblær sá og hugjsunarháttur, sem rík- ir á heimili ungviðisins, hlýtur að móta svo mjög skapgerð ein- staklingsins, að í framtíðinni dylst naumast mannþekkjara hver uppeldisáhrif hann hefur hlotið. — EyjólfUr var yngstur fimmtán barna Páls bónda. Vor- legur blær, sem um Eyjólf lék í æsku, var honum farsæll, þar eð hann var mjög næmgsðja að eðlisfari og foreldrarnir nógu glöggskyggnir til þess að leyfa honum að eiga sínar hugmynd- ir og draumsýnir í friði. Páll bóndi á Hjálmsstöðum las eigi aðeins blöð og tímarit öðrum betur, hann var einnig mjög víðlesinn í íslenzkum bók- menntum, og það svo, að fræði- menn leituðu oftlega að Mímis- brunni hans sér til svölunar. — En Páli var einnig sú list lag- inn að efla fróðleik sinn í sam- ræðum við lífsgreinda menn. í ljóðagerð var Páll svo slyng- ur, að hann lék sér að þyngstu ljóðahátfum, — orti kyngi- mögnuð ljóð til Kjarvals meist- ara og fleiri stórmenna, og hann bunni einnig gripin á léttari gígju. En meðan Páll skemmti gest- um með ijóðum og fjörlegum orðræðum, stóð húsfreyjan, Rósa Eyjólfsdóttir, á þönum við heimilisstörf óþrotleg með óhaggandi geðró, hvort sem með eða móti blés. Með fágætri viljafestu og hjartáhiýju lánaðist húsmóður- inni, við næsta erfiðar aðstæð- ur, að búa þannig í haginn, að gleði og friðsæld ríkti á heim- ilinu. — Til Hjálmsstaða leituðu gestir fleiri en tölu verði á kom- ið. Þar var fagnað, jafnt háum sem lágum. Bjarmi góðvildar skein úr augum húsráðenda. Það lætur að líkum, að eigi var komið að auðum bæ á Hjálmsstöðum á timaskeiði því, er Eyjólfur var að alast upp, þar sem Péll átti fimmtán börn með konum sínum tveim. — En enginn finnur til þrengsla, þar sem hjartarúmið er nóg. — Og eitt megineinkenni fjölskyld- unnar á Hjálmsstöðum hefur verið og er það að standa þétt saman, sambuga í blíðu og stríðu. Þar ber hver annars byrði og er þá reiðubúnasfcur að taka hana á sig, er syrtir í álinn. — En einnig á gleðistundum er Hjálmsstaðafjölskyldan sam- stillt í einlægum fögnuði. Meðal þeirra Árnesinga, sem fögnuðu því heils hugar, er Héraðsskólinn að Laugarvatni komst á fót, var Páll á Hjálms- stöðum. — Hrifning hans varð- andi framfaraskref þetta í þró- unarmálum alþýðumenntunar er skjalfest bæði í lausu máli og snjiöllu ljóði til skólans. Og Páil kunni eigi að mæla þvert um hug sinn. Börnin hans og Rósu komu í skólann eitt af öðru. Hið yngsta þeirra, Eyjólfur, dvaldist þar þrjú skólaár og lauk þaðan gagnfrœðaprófL — Naut hann sem systkin hans, sem skólann séttu, vinsælda kennara skólans og nemenda. — Síðan lá leið Eyjólfs Páissonar í Samvinnu- skólann. Þaðan lauk hann prófi eftir fcvö skólaár. Upp frá því hvarf hann eigi heim til lang- Fósturfaðir minn og faðir Frímann Tjörvason Reynimel 48, andaðist á heimili sínu að kvöldi þess 1. júní. Ása Frimanns, Karl Frímannsson. Eiginkona okkar, t mín og móðir Kristín Árnadóttir, verður jarðsungin frá Ólafs- víkurkirkju þriðjudaginn 6. júní. Sölvi Þórðarson og börn. t Hjartkær eiginmaður minn t Útför móður okkar, tengda- móður og öimmu, Þórunnar Halldórsdóttur, Axel Björnsson, fer fram frá Fossvogskirkju Tjarnargötu 24, Keflavík, mánudaginn 5. júni kl. 10.30 f. h. Sigríður Bjarnadóttir, andaðist á Landakotsspitala 1. júní. Jón Guðmundsson, Jónína Jónsdóttir Helga G. Bjömsson, og dætur. Sveinn Björnsson og bamabörn. Guömundur Pálsson frá Höfða, Grunnavík, lézt að sjúkrahúsi ísafjarðar 2. júní. Elisa Einarsdóttir, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Hafsteinn Axelsson, Steinunn Guðmundsdóttir, Kristbjörn Eydal, Gunnur Guðmundsdóttir, Ingi Jóhannesson, Haukur Guðmundsson, Anna Jónsdóttir, Páll Guðmundsson, Gróa Guðnadóttir, Baldur G. Matthíasson, Margrét Bergsdóttir, bamabörn og barnabarna- börn. Konan mín, móðir og tengda- móðir, Guðrún Gunnlaugsdóttir Carlsson andaðist að heimili sínu, Kaupmannahöfn, 25. maí sl. Jarðarförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu. Johan Carlsson, Carola og Ole Carlsson, Emma og Ingv! Edenhardsson. staka hæfileika til að samræma sundurleit sjónarmið af þeirri lipurð að öllum likaði vel. Það kiom því sem reiðarslag yfir okkur hér í húsinu, er við heyrðum að vinur okkar Eyjólf- ur Pálsson hefði látizt snögg- lega þann 27. maí. Við, sem ekki vissum um þann sbelfilega sjúkdóm, er hann I hafði tekið fyrir nokkrum árum og borið af þeirri karlmennsku að fœistir höfðu vitað um, -eigum erfitt með að átta okkur á og sætta ökkur við að sjá hann ekki lengur meðal okkar, hressi- legan og giaðan og sífellt reiðu- búinn að leggja ökkur lið. Við sambýlisfólk hans viljum þakka honum með þessum fáu orðum fyrir þá miklu og árang- ursríku vinnu, sem hann lagði á sig af svo mikilli framsýni og ósérhlífni og um leið votta ekkju hans og börnum hina dýpstu samúð. Jón Adolfsson. dvalar. — Hann vann við Sikrif- stofustörf hjá ýmsum fyrirtækj- um, svo sem Bæjarútgerð Reykjavíkur og síðustu tvö árin hjá Loftleiðum. Eyjólfur hlaut í heimanfylgju ýmsa farsæla eiginleika ættar sinnar og æskuheimilis. — Hann var dagfarsgóður mjög og bjart- sýnn og hafði þá giftusamlegu hæfileifca að geta laðað fram það bezta í fari þeirra, sem hann hafði mest saman við að sælda. Árið 1957 kvæntist Eyjólfur Aðalfríði Pálsdóttur húsmæðra- kemnara frá SauðárkrókL hátt- vísri konu og fágaðri í allri fram komu. — Þau stofnuðu heimili í eigin húsnæði á Laugarnesvegi 92. — Á heimili þeirra hjóna ríkti eindrægni og ljúfmannlegt viðmót, sem gerði mönnum glatt í geðL Þau hjónin eignuðust þrjó syni, er sá elzti aðeins nlu ára, en sá yngsti fjögurra ára. Eyjólfur Pálsson lézt að heim- ili sínu Laugarnesvegi 92 þann 27. þ. m. — Þeir, sem bezt þekktu til, gengu þess eigi duld- ir, að Eyjólfur gekk eigi heill tií skólar hin síðustu ár. — En hann var gæddur þeirri karl- mennsku og því æðruleysL að fæsta samstarfsmenn hans mun hafa grunað, að hreysti hans var um nokkurt skeið mjög áflátt. Við skyndilegt fráfall hins umhyggjusama og drenigilega eiginmanns og föður hefur skuggi færzt yfir heknilið. — En tíminn er miskunnsamur og græðir sár. Og sólin gægist fram eftir að élin hafa gengið um garð. — Kjarkmikil og göfug móðir sér opin sund. Drengirnir ungu vaxa og glæða ljósin á heimilinu. Eiginkomu, börnum, aldraðri móður svo og öðrum ástvinum hins látna vinar míns færi ég mínar einlægustu sam- úðarkveðjur. Þórður Kristleifsson. SUMARIÐ 1955 hófum við nokkrir félagar að byggja yfir okkur og okkar fól'k að Laug- arnesveg 92—94. fið höfðum fábt af veraldarauði annað en bjart- sýni og framhjá ýmsum vanda- málum varð ekki komist. Einn í okkar hópi var Eyjólf- ur Bálsson. Er nánari kynni tók- ust innan félagsskaparins fund- um við fljótt að tillögur og ráð Eyjólfs reyndust vel, og fór svo áður en lauik að fæstum málum þótti ráðið fyrr en élit Eyjólfs hafði komið tiL, hann hafði sér- Þökkum auðsýnda samúð við fráfall dg jarðarför mannsins míns, föður, tengdaföður og afa, Bjarna Jóhannessonar afgrm. Fríða Ólafsdóttir, Jenný Bjarnadóttir, Ingvar Magnússon, Katrín Bjarnadóttir, Kristján Þór Kristjánsson og barnabörn. Jón Þórir Ingimundar son — Minningarorð ÞEIM fækkar óðum brautryðj- endum verkalýðssamtakanna á Stokkseyri. I dag er til moldar borinn einn af stofnendum verkalýðs- og sjó mannafélagsins Bjarna á Stokks- eyri, Jón Þórir Ingimundarson, Sólbakka, Stokkseyri. Jón á að baki mikið og heilla- drjúgt starf í má'efnum fólksins á Stokkseyri. Ungur að árum gerðist hann virkur félagsmaður í félagsmálum æskunnar í þorp- inu. Var starfsmaður í leik- félagi, söngkór og öðrum þeim samtökum, sem báru uppi skemmtanalíf þorpsbúa í þá daga. Mestur og merkastur er þó þáttur Jóns í verkalýðsmálum í þorpinu og þeirrar uppbygging- arstarfsemi, sem hann vann að í atvinnulífi þorpsbúa, m.a. með stofnun Samvinnufélags Stokks- eyrar, sem keypti 3 nýja báta 1934 þegar útgerð var að leggj- ast niður hér og atvinnuleysi blasti við dyrum verkafólks. Með Jóni Þóri er fallinn frá sterkur stofn frá þeim árum. er' Stokbseyri átfi mannval mest, traustur og öruggur liðsmaður, sem aldrei brást í neinu, sem honum var trúað fyrir. Jón kvæntist 13. maí 1910 Viktoríu Halldórsdóttur sérstakri sóma- og heiðurskonu. Þau áttu 9 Alúðarþafckir og fcveðjur til allra, sem minntust mín á afmælisdaginn minn 9. maí sl. Guð blessi ykkur öIL mannvænleg börn, sem erft hafa í ríkum mæli dugnað og mann- kosti foreldrana. Jón var vandur að virðingu sinni og mátti í engu vamm sitt vita. Þegar valið var í virðingar- stöður verkalýðshreyfingarinnar, var Jón jafnan sjálfkjörinn, þar var aldxei ágreiningur um. Að loknu farsælu ævistarfi Jóns Þóris Ingimundarsonar, faeri ég honum þakkir verkalýða hreyfingarinnar á Stokkseyri og votta eiginfconu og aðstand- endum hugheila samúð mína. 3. júni 1967 Björgvin Sigurðsson. Vilborg Jónsdóttir, Álfheim.um 10. Innilegar þakkir færi ég ykkur öllum sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og kveðjum á áttræðisafmæli mínu 14. maí sl. Margrét Pálsdóttir Ekru, Rang. Víxlar Viljum kaupa tryggða víxla tii stutts tíma. Tilboð merkt: „21 — 507“ sendist Morgunblaðinu fyrir 6. júní. Húseigendur Tökum að okkur að annast frágang lóða, svo sem gangstéttalögn, hellur eða steypu. Kantsteinslögn, og steypu. Jarðvegsskipti, frárennslislagnir, og malbikun, með útleggjara, og Vibro valtara. Vönduð vinna á vægu verði. Leitið tæknilegra upp- lýsinga og tilboð, síma 36454, milli kl. 13 og 18.30. Heimasímar 37824, 37757 og 41290. Hlaðprýði hf.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.