Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1%7. HLERflD SAMTAL ARABA 1 BLAÐAMABURINN og rit- höfundurinn Art (Arthur) Buchwald er þekktur víða um heim fyrir greinar þær, sem hann hefur undanfarin ár skrifað fyrir blaðið „The New York Herald Tribune" og birzt hafa í um 300 dag- blöðum í Bandaríkjunum. Hann skrifaði í mörg ár frá París, en hefur nú aðsetur í Washington. Grein sú, sem hér fer á eítir í lauslegri þýð ingu, birtist fyrir síðustu helgi, og fjallar hún um við- ræður þeirra Nassers forseta Egyptalands og Husseins Jórdaníukonungs, eins og Buchwald hugsar sér þær: Það var haft eftir áreið- anlegum heimildum í síðustu viku að ísraelsmenn hafi hlerað símtal m'illi Nassers forseta og Husseins konungs meðan á stríðinu stóð. Að sjálfsögðu er þetta brot á lög- um um bann við símaMerun- um í Austurlöndum nær, og við getum átt von á því að Sovétrikin taki málið alvarleg um tökum hjá Saomemuðu þjóðunuim. ísraelsmenn birtu frásögn af viðtalinu, sem þeir hler- uðu, en fleiri viðraeður áttu sér stað þessa fjóra örlaga- ríku daga. Ég hlustaði á eitt þessara samtala af segulbandi um daginn, og þótt ég þori ekki að sverja að það hafi ver ið ófalsað heyrðist mér sann- arlega að þar væru raddir Nassers og Husseins. Samtalið var á þessa leið: Hussein: Gamal, bróðir minn og sanni vemdari, hvern fjáran hefur þú gert mér? Þú hefur látið mig tapa Jerú- salem, Betlehem og landinu vestan Jórdanárinnar. Nasser: Nú, enginn er full- kominn. Hussein: Ég er ekki að gagnrýna þig, ó hetja Araba- þjóðanna og sigurvegari Akabaflóa, en þessi bréfmiði, sem við báðir undirrituðum i fyrri viku, olli því einnig að ég missti Arabahersveitirnar mínar. Nasser: Litli konungur, ör- væntu ekki. Við eigum enn margra kosta völ. Hussein: Eins og hvers, ó mikli spámaður Sinaiskaga Nasser: Þú getur brennt bandaríska sendiráðið til grunna svona til að byrja með. Mér finnst alltaf þegar ég tapa styrjöldum að ekkert fái þjóðina frekar til að gleyma en góður sendiráðs- bruni. Hussein: Góð hugmynd, ó guð Gasasvæðisins. Ég kveiki í bandaríska sendiráðinu. Nokkuð annað? Nasser: 9vo verður þú að segja af þér. Hussein: En, bjargvættur Súez, hvernig geit ég afsalað mér völdum? Nasser: Það er ekki um annað að ræða, leiðtogaskil- ríkið mitt. Ef þú segir ekki af þér krefst þjóðin þess að þú víkir úr embætti. En ef þú gerir það, krefsit hún þess að þú sitjir áfram við völd. Hussein: Hvernig veizt þú þetta, ó vitringur? Nasser: Þetta er ekki fyrsta styrjöldin, sem ég tapa. Hussein: Satt er það. Nafn þitt er á allra vörum, sem segja að aldrei hafi nokkur verið jafn oft sigraður og þú. Nasser: Nú ertu að slá mér gullhamra. Hussein: Sanni leiðtogi Sjónvarp fellt nlður vegna sumarleyfa SUMARFRÍ standa fyrir dyrum hjá sjónvarpinu. Verður að fella niður sjónvarpsútsendingar á meðan vegna þess hve fáliðað er hjá stofnuninni. Líklega verður síðasta útsend- ing að sinni n.k. miðvikudags- kvöld. Bkki er endanlega afráð- ið, hvenær útsendingar hefjast Vietcong-fólk í heimsókn MORGUNBLAÐINU hefur bor- izt fréttatilkynning frá „hinni íslenzku Víetnamnefnd" þar sem skýrt er frá því, að hingað komi á morgun fólk frá „þjóðfrelsis- hreyfingunni" í Vietnam (Víet cong), tveir karlmenn og ein kona. Fólk þetta hefur verið á ferð um Norðurlönd á vegum Al- þjóðasambands lýðræðissinn- aðrar æsku, sem eru æskulýðs- samtök kommúnista, og fékk eitt aðildarfélags þess, Æskulýðs- fylkingin, boð um komu þeirra hingað. „Hin islenzka Víetnamnefnd“ hefur samþykkt að „veita sendi- nefndinni viðtöku" eins og segir í fréttatilkynningunni og greiða kostnað af komu þeirra. Fólk þetta mun bjóða frétta- mönnum á sinn fund og efna til opinbers fundar, en nefndin leggur áherzlu á, að sjónarmið þess „lýsi ekki sameiginlegu áliti og mati þeirra félaga og einstaklinga, sem að „ „hinni is- lenzku Víetnamnefnd standa.“ “ atfur, en það verður að líkind- um í byrjun ágúst. Arabaþjóðanna, sagðu mér, hvernig á ég að útskýra tap Jerúsalem fyrir þjóð minni? Nasser: Segðu henni að bandarískir og brezkir land- gönguliðar hafi hrifsað borg- ina úr höndum bugrakkra hermanna þinna meðan ísra- elshundarnir kúrðu óttaslegn ir í skotgröfur sínum þar til vopnathléið tók gildi. Hussein: Auðvitað. Af hverju datit mér þetta ekki í hug? Nasser: Það er auðséð að þú hefur ekki misst Jerúsal- em fyrr. Sjáðu til, veik- byggði konungur, það skiptir ekki máli hvernig þú heyir styrjöld, en það hefur mikla þýðingu hvað þú segir á eft- ir. Líttu á mig. í&raelsmemn tóku Gasasvæðið, Sinaiskaga, Akabaflóa, og þeir eru komn ir að Súezskurði. Samt sýn- ir nýjasta skoðanakönnun að ég hef aldrei verið vinsællL Husseln: Hefðirðu aðeins tapað Kaíró, yrðir þú eilífur. Nasser: Já, meðal annarra orða, arabíski bróðir, ég er að semja drög að nýjum varnar- sáttmála við Jórdaníu. Hvern ig væri að skreppa hingað í vikunni og skrifa undir hann? Hussein: Ó dýrlegi frelsari, að hugsa sér að þú skulir enn vilja vernda mig eftir allt, sem þú hefur þegar gert. Nasser: Svona, svona, Hvaða gagn er að voldugum her Araba, ef hann getur ekki veitt litlum vi-ni aðstoð? Hussein: Hvernig get ég nokkurn tíma launað þér þetta? Nasser: Gætir þú lánað mér flugvél til fimmtudags? London, 22. júní — AP BREZKA atvinnumiálaráðu- neytið tilkynnti í dag, að 12. júní sl. hefði tala atvinnu- lausra í Bretlandi verið 499.932, eða 2.1% vinnuíærra manna í landinu. Hafði tala atvinnulausra þá lækkað um 41.483 síðan í maí. Á sama tíma voru 186.770 lausar stöð ur í Bretlandi. Þeysireið ú elli- móðum jeppu Akureyri 22. júní UM KL. 23.30 á þriðjudagskvöld urðu lögreglumenn á eftiriits- ferð varir við tniann, sem ók hratt norður Glerárgötu á göml um Willis-jeppa. Þeir höfðu haft afskipti af manni þessum fyrr um kvöldið og grunaði þegar. að hann mundi vera ölvaður und ir stýri. Sneru þeir því bíl sínum við og óku á eftir manni þessum með hljóðmerkjum og rauðu Ijósi. Ekki stöðvaði ökumaður bíl sinn við það heldur geistist allt hvað af tók norður úr Gler- árhverfi og sem leið liggur út Kræklingghlíð með 90 til 100 km hraða til jafnaðar. Hann gætti þess vandlega að aka í miðjum veginum, svo að ekki yrði komizt fram með bíl hans. Þeysireið þessi hélt áfram vest ur yfir Molidhausnaháls og yfir Þelamörk án þess að ökufantur- inn yrði bugaður á flóttanum. Lögreglumennirnir gerðu nú ráðstafanir til þess gegn um tal- stöð, að trukk yrði lagt yfir þveran veginn hjá Bægisá svo takast mætti að hafa hendur í Willy Brandt kemur til íslands í dag WILLY Brandt, utanríkisráð- herra og varakanzlari Vestur- Þýzkalands, kemur í dag til ís- íands í tveggja daga opinbera heimsókn. Hefur hann verið á ferðalagi um Norðurlöndin und- anfarna daga. Brandit kemur hingað frá Stokkhólmi og er ráðgert að flugvél hans lendi á Keflavíkur- flugvelli kl. 17.10. Mun hann snæða kvöldverð í Ráðherrabú- staðnum um kvöldið. Á laugardagsmorgun kl. 9.30 mun Brandt ganga á fund Bjarna Benediktssonar, forsæt- isráðherra, og ræða við hann, svo og Emil Jónsson, utanríkis- ráðherra. Kl. 11 árdegis ræðir hann við Eystein Jónsson, for- mann Framsóknarflokksins, og við Gylfa Þ. Gíslason, mennta- málaráðherra, kl. 11.30. Hádegisverð snæðir gestur- inn svo að Bessastöðum í boði forseta íslands. Willy Brandt mun eiga fund með fréttamönnum kl. 17.30 í þýzka sendiráðinu, en kl. 20 hef- ur hann boð inni þar. Ráðgert er, að WiUy Brandt fari frá fslandi á sunnudagsmorg un kl. 8.30. Tveir nýir prófessor- ar við Háskólann SAMKVÆMT fréttatilkynning- um frá menntamálaráðueytinu hafa verið skipaðir tveir nýir prófessorar við Háskóla íslands frá L júli næstkomandi. Þeir hári flóttamannsins, en til þess kom ekki, því að nálægt Vögl- um gafst hann upp og stöðvaði hinn ellimóða jeppa sinn. Var hann nú færður til blóðrannsókn ar og reyndist grunur lögregl- manna um ölvun réttur. Sv. P. ur deildarstjóri þar 1956. Hann hefur kennt við ýmsa skóla, m. aó við viðskiptadeild háskólans í forföllum Gylfa Þ. Gíslasonar. Guðlaugur var skipaður ráðu- neytisstjóri í fjármálaráðuneyt- inu í fyrra í stað Sigtryggs Klem enssonar. t Guðlaugur Þorvaldsson er kvæntur Kristínu Kristinsdótt- ur. Ólafur Hansson fæddist 18. september 1909 í Reykjavík, son ur H. O. Deviks, símaverkfræð- ings, og Pálínu Pétursdóttur. Hann stundaði nám við Gagn- Guðlaugur Þorvaldsson. eru Guðlaugur Þorvaldsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu- nyetin, sem verður prófessor í viðskiptadeild, og ólafur Hans- son, yfirkennari í Menntaskól- anum í Reykjavík, sem verður prófessor í heimspekideild. Guðlaugur Þorvaldsson fædd- ist 13. október 1924 að Járngerð arstöðum í Grindavík, sonur Þorvaldar Klemenssonar, útvegs bónda, og Stefaníu Tómasdótt- ur. Hann stundaði nám við Flens- borgarskóla í Hafnarfirði, varð stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri 1944, lauk viðskipta- fræðiprófi við H. f. 1950. Gúðlaugur starfaði í Hagstofu fslands frá 1950 og var skipað- Náði aldrei bílprófi - fékk viðurkenninp fyrir 5 ára oruggan akstur Egilsstöðum, 22. júní. akstur í 5 ár, var roskinn SAMVINNUTRYGGINGAR maður, sem aldrei hefur tek- afhentu hér í gærkvöldi heið ið bílpróf. Gerði hann íitrek- urspeninga og viðurkenning- arskjöl fyrir 5 og 10 ára ör- uggan akstur. Hlutu allmargir þessa viðurkenningu hér úr þorpinu, Héraði og fjörðun- um. Einn þeirra, sem hlaut við- urkenningu fyrir öruggan aðar tilraunir til að læra að aka Chevrolet-bíl af árgerð 1929, en það tókst ekki, þar sem sá gamli ók út af veg- inum fimm sinnum í sömu beygjunnL — Fréttaritari. Ólafur Hansson. fræðaskólann á Akuryri lauk stúdentsprófi fr MR 1928, lagði stund á sagnfræði, landafræði og þýzku við háskólana í Osló og Berlín 1928—1933. Ólafur varð skólastjóri Gagn- fræðaskólans í Neskaupsstað 1934-1936, en gerðist þá kennari við Menntaskólann í Reykjavík og varð yfirkennari þar 1952. Hann hefur kennt almenna sögu við Háskóla íslands frá 1951. ólafur Hansson hefur átt sætl í landsprófsnefnd frá 1947 og eftir hann liggja margar bæk- ur. Árið 1934 kvæntist ólafur Val dísi Helgadóttur, hjúkrunar- konu, og eiga þau einn son, Gunnar. Togaramól íslendinga í GREIN Tryggva Ófeigssonar misritaðist dagsetning, þar stóð: . . . „í seinna skiptið 14/4 1955 til 1967“. Þarna átti að vera 18/3. >á féll niður línan í máls- grein sem hljóða skal á þessa leið. . . . „ Það hefur kostað miklar fórnir fátækra bæjarfél- aga og marga annara. Það hef- ur komið í veg fyrir énidtirnýj- un togaraflotans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.