Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967. Jakob V. Hafstein, lögfræðingur: Annað opið bréf til veiðimálastiéra — Frá Klaustri Framhald af blls. 10 Fossála og fram með hraun- röndinni. En nú hafa álarnir löngu verið brúaðir og vegur lagðúr beint austur yfir hraun- ið. Skammt frá veginum er Or- Ustuhóll, 90 metra hár móbergs- klettur, sem stendur eins og sker upp úr úfnu hraunhafinu. Af honum sést vel frarrt yfir Bruna- sand og til austasta bæjarins á Síffu, sem nú er í byggð. Það er Þverá. Hann stóð áður undir fjallinu en hefur nú verið flutt- ur austur yfir ána, sem þar dreg- ur nafn af bænum og heitir Þverárvatn. Langt fyrir innan Þverá er eyðibýlið Brattland. Þar bjó Mála-Davíð (dó þar 5. jan. 1839), hinn fróði málfylgju- maður, sem varð að láta sitt mikla handrita- og bókasafn upp I sektir og málskostnað. Þótti honum dauf vistin í elli sinni, bókarlaus í forsælunni á Bratt- landi. Þá segjum við skilið við Síð- una og höldum í Fljótshverfið — austustu sveitina í Vestur- Skaftafellssýslu. í stóru viki upp 1 Eldhraunið stendur efsti bær- inn á Brunasandi, Teyginga- lækur. Austan við hann kemur ^Eldvatnið fram á sandinn og af því dregur austur-álman á hrauninu nafn og kölluð Eld- vatnstangi. Þar er hraunið slétt- ara en annarsstaðar. Hraunþök- in eru breið og bungumynduð en milli þeirra eru djúpar gjár og gjótur. Hraunið er allvel gróið og í því hin bezta sauðfjárbeit, hættur miklar og þar hefur mörg kindin borið beinin. Fremst í Eeldvatnstanga stóð fyrir eina tíð lítil og lágreist varða, sem nú er löngu horfin. Um það frumstæða mannaverk segir sr. Jón Steingrímsson í Eldriti sínu: „Það er ósannindi, að nokkur hafi hér grafinn verið í bæjum eða víðavangi eins og hingað hefir borizt annarsstaðar hafi sagt verið, fyrir utan einn mann, sem hét Vigfús Valdason. Hann var illur í skapi, blótaði nálega öllu, þá réð svo við að horfa. (Guð lætur ei að sér hæða). Hann varð úti á sandi fyrir austan Eldvatnið. Er hann dysjaður uppi í hrauninu að " vestanverðu og hlaðin varða yfir“. Af hraunbungunni í Eldvatns- tanga er hið bezta útsýni austur yfir Fljótshverfið — landnám Gnúpa-Bárðar. Frá honum seg- ir í Landnámu, að hann nam Bárðardal og bjó að Lundar- brekku um hríð. Þá markaði hann af veðrum að landviðri voru betri en hafviðri og ætlaði af því betri lönd fyrir sunnan heiði. Því næst sendi hann syni sína suður á góunni og fundu þeir góubeitla og annan gróður. Annað vor eftir gerði Bárður kjálka (sleða) hverju kvikindi því er gengt var, og „lét hvat draga sitt fóður og fjárhlut“. Hann fór Vonarskarð, þar' sem síðan heitir Bárðargata. Hann "ham síðan Fljótshverfi og bjó að Gnúpum. Þá var hann kallaður Gnúpa-Bárður. Svona er náttúran sterk í Skaftafellssýslu. Fyrir norðan dró dalurinn nafn af þeim, sem nam hann, en þegar suður kem- ur verður hann að beygja sig fyrir landslaginu og er kenndur við það. Núpafjall er mjög sérkenni- legt, þverhnípt og brúnahvasst og mundi mjög setja svip á Hverfið ef......... Ja, hvaða fjall fær notið sín í nálægð Lómagnúps? Eða þeg- ar maður hefur Öræfajökul fyrir augum. Óvíða njóta þessir tveir risar sín betur heldur en héðan af Eldvatnstanganum ef gott sýni gefst til austurs. Blásvart þverhttípi núpsins og breiðar, hvítar bungur jökulsins. — Það er erfitt að slíta sig frá slíkri sjón. Það verður varla nokkur samur maður er hann hefur not- ið hennar. Hann verður auðugri eftir en áður vegna þess að landið — landið hans — er fegurra og stærra og tignarlegra heldur en hann vissi að það væri. Fljótshverfið er — landfræði- lega skoðað — framhald af Síð- unni — enda til forna talið hluti af henni — (þá hét Síðan Skóga- hverfi). Hér er hálendisbrúnin nær jöklinum og heiðarnar því ekki eins vel grónar. Undirlend- ið er líka minna og hrjóstrugra — hraun og aurar — grjót og sandar. En hér er mörg matar- holan og víða gras og gróður þegar nánar er að gáð, enda hefur ávallt verið vel búið í Fljótshverfi. Bæirnir standa meðfram fjallinu, allir nema Maríubakki og Hvoll, sem eru í hinum svonefnda Bakkavelli sunnarlega í miðri sveit. — Uppi undir fjallinu eru útbæirnir vestast, Dalshöfði og Seljaland, þar sem skorpa Eldhraunsins verpist s.a.s. upp • að túngarð- inum og Hverfisfljót byltir sér yfir úfið hraunið. Þaðan er löng bæjarleið að bæ Gnúpa-Bárðar, og er hans áður getið. Allmiklu austar er kirkjustaðurinn Kálfa- fell, tvíbýli og hinar gömlu hjá- leigur hans, Kálfafellskot, nú í eyði og Blómsturvellir fyrir ofan heiðarbrúnina. Austast eru svo bæirnir Rauðaberg og Núpsstað- ur. — Þá eru upptalin heimilin í Fljótshverfi. Þau eru nú sam- tals 10 og heimilisfastir rúml. 40 manns. Nú skal lokið þessum hugleið- ingum á Eldvatnstanga og haldið í Hverfið — austur bugðóttan veginn yfir hina fornu brú á Hverfisfljóti. Margir ganga yfir brúna, bæði vegna þess hve hún er veik og þó ekki síður vegna hins' að njóta þess að horfa á fljótið fossa í flugst'reng eftir hraunklöppunum niður í lygn- una framan við brúna. Það er stórfengleg sjón þegar fljótið er í vexti eins og venjulega í sum- arhitum. Skammt austan Hverfisfljóts er Brunná, en því næst er ekið rakleitt eftir nýjum vegi um Núpahraun, Bakkavöll og yfir Brúará og Laxá. Freistandi væri að koma við á Kálfafelli, en lík- lega verðum við að sleppa því í þetta sinn og láta frásögn af þessu gamla prestssetri bíða betri tíma. Skammt fyrir austan Kálfa- fell er Djúpá, hinn versti farar- tálmi áður en hún var brúuð. Þar suður á áurunum var fyrir eina tíð heil kirkjusókn, sem nú sér hvergi stingandi strá. Svo hreinlega hefur Djúpá geng- ið hér að verki. Um örlög Lundarkirkju — og sóknar er þessi vísa: Lundarkirkja og bezta bú berst í vatnaróti. Hvar er.sóknin hennar nú? Hulin aur og grjóti. Já, mikið hafa vötnin og jök- ulhlaupin að gert í Skaftárþingi á liðnum öldum og fram á þenn- an dag. Rauðaberg stendur í fögrum hvammi austan Rauðabergsmúla — og áður en komið er að Núp- stað er farið yfir eina óbrúuðu ána á þessari miklu vatnaleið — Krossá — litla og sakleysis- lega bergvatnsá, sem oftast er alveg niðri í aur og því auð- veld yfirferðar. Nú sést heim að Núpstað — austasta bænum í Vestur-Skaftafellssýslu, þar sem Hannes, hinn aldni og hægláti ferðagarpur hefur gert garðinn frægan, Hann er heima að venju, situr máske á fiskasteinimim frammi á hlaðvarpanum og við heilsum upp á hann um leið og við biðjum leyfis að mega líta inn í bænhúsið, sem stendur í sínu þjóðlega látleysi í grafreitn- um austan við bæinn. Það á sér sína sögu, langa sögu, sem ekki. er tími til að rekja hér. Geta skal aðeins þess að það var tekið úr tölu opinberra guðshúsa fyrir meira en 200 árum. Stjórnar- völdin ætluðu að láta jafna veggi þess við jörðu og koma viðunum í peninga. Prófasturinn á Kálfa- felli, sr. Jón Bergsson, segir hafa „í áformi nær klakann upp leys- ir að láta rífa kirkjuna (á Núp- stað) og selja svo viðinn eftir sinni virðingu". En líklega hef- ur klaki farið seint úr jörð í Fljótshverfi þetta vor. Svo mikið er víst að ekkert varð úr þessu áformi. Bjargaði það þessu nið- urlagða húsi Guðs og síðan hefur hann haldið yfir því sinni vernd- arhendi. — Nú er það í umsjá þjóðminjavarðar. Þegar búið er að skoða sig um heima á Núpstað er sjálfsagt að aka áfram austur fyrir Núpinn. Honum lýsa engin orð. Hér segja Núpsvötnin: Hingað og ekki lengra. — Þá er að ganga upp í hlíðina. Þaðan má, í góðu skyggni, virða fyrir sér auðn Skeiðarársands og svalan heím jöklanna, en austur yfir kom- umst við ekki fyrr en vötnin milli Fljótshverfis og Öræfa hafa verið brúuð og þarmeð kominn hringvegur um landið. Gísli Brynjólfsson. ------♦♦♦-------- - UNGIR Framhald af bls. 5. orðuim mínum er auðsætt, að mér finnst þessi tilraun um sýn inigu á verkum ungra listamanna hafa tekizt ágætlega, og ekki má gleyma því, að auðvitað á sýn- ingarnefndin sinn þátt í því, hve árangur heÆur náðst. Þótt ým islegt sé dálítið framandi á þess ari sýningu, verður ekiki annað sagt en að það séu þó nokfkur tengsl milli þessara verka og fyrri hefðar í myndlist það er að segja, þetta fólk vinnur auðsjáanlega að miklu leyti nýstárlega úr fyrri reynslu á sviði myndlistar, og er það auðvitað því til hróss. Þannig verður öll nýstárleg list til, og aðeins þannig getur list endurnýjazt. Þekking er undir- staða, sem eikki verður sniðgeng in, ef hlutirnir eiga að vera ein hvers virði. Þetta atriði er því vissulega gleðilegt að finna hjá Hæstvirtur veiðimálastjóri. Mér þótti vænt um það að Morgunblaðið skyldi gefa þér tækifæri til að sjá og lesa fyrsta opna bréfið mitt til þín og bjóða þér að gera við það athugasemd- ir og leiðréttingar, ef þú vildir og teldir nauðsynliegt, um leið og það var birt í blaðinu. En mér þótti leiðinlegt — þín vegna — hve heimskulega þú brást við hinu góða boði blaðsins og ég fullvissa þig um, að enginn trúir því að þú hvorki lesir né viljir sjá það, sem ég skrifa og hefi skrifað um fiskræktunarmálin. Þú ert nú, þrátt fyrir ailt, ekki það stór í sniðum að þú getir hundsað slík skrif, jafnvel þó að þau komi úr mínum penna. Auk þess ertu opinber embættismað- ur, sem gagmvart þínum yfirboð- urum, getur ekki látið til lengd- ar urnmæli mín og margra ann- arra, þegjandi fram hjá þér fara. Um það hlýtur að lokum land- búnaðarráðuneytið að sjá. Það. er augljóst að þú ætlar ungum myndlistarmönnum á fs landi í dag. Ef við ldtxim svolítið á verk einstakra listamanna, sjáum við, að EINAR HÁKONARSON á þarna fimm verk, sem skera sig nokikuð úr, og eru ef til vill það bezfa, er þarna er á ferð. Einar hefur mikla kunnáttu, og hann kann að beita henni á persónu- legan hátt. Verk Einars eru það áhrifamikil og sannfærandi, að enginn efi er á að þar er óvenju lega efnilegur listamaður á ferð. HAUKUR ÞÓR STURLUSON er ekki eins sjálfstæðúr og hefur heldxir ékki sama vald yfir lit og formi og sá fyrnefndi, og við nán ari kynningu standa þessi verk Haulks ekki eirns vel og við fyrstu sýn. HREINN FRIÐ- FINNSSON notar alls konar hluti í málverk sín og leitar fyr ir sér meira í efnismeðtferð en sjálfri myndbyggingunni, en hann virðiist í mótun sem lista- maður, og það er ekki gott að gera sér grein fyrir, hvað tekur við hjá Hreini. EYSTEINN JÓNS SON á þarna fimm verk, sem eru dálítið misjöfn að gæðum, en hann hefur vandaða tækni og nostrar við verk sín, ef til vill oif mikið. Það er eins og hann færist stundum of mikið í fang í hverri mynd og eigi í erfiðleitoixm með að hemja hug sinn við kjarna málsins, en það er skemmtilegt að sjá, hve alvarlega hann tekur á viðfangsefninu, og það eitt gef ur þessum verkum Eysteins gildi. GUÐMUNDUR ÁRMAN á bæði málverk og höggmyndir á þessari sýningu. Málverk hans eru sér- lega aðlaðandi og sýna næma til- finningu fyrir lit og teikningu, en þau eru ekki sérlega sterk í eðli sínu. Sama er að segja um högg myndir Guðmundar, þær eru fín- legar en ekki mjög sláandi. JENS KRISTLEIFSSON sýnir dúk- skurðarmyndir, sem eru mjög þokkaleg verk, og hæfileikar hans leyna sér ekki. Sama er að segja um málverk GUNNSTEINS GISLASONAR, en þar er það litameðferðin, sem vekur eftir- tefct, en formið er ekki eins merkilegt. RÓSKA (Ragnhildur Óskarsdóttir) sýnir sjö myndir, sem allar eru athyglisverðar. Hún teiknar á einkennilega skemmtilegan hátt, og það er einhver lífs þjáning í öllum hennar verkum. Ragnhildur kemur skemmtilega á óvart með tilfinningasemi sinni, og list hennar er dálítið sérstæð á þess ari sýningu. SIGURJÓN JÓ- HANNSSON hefur ekki áður sýnt eins góð verk og þær vatns- litamyndir, er hann á þarna. Nú virðist hann hafa fundið sér heim, sem hann getur tjáð á viðkvæmann og sannfærandi hátt í verkum sínum. Þessi verk þér að láta fara um þessi bréf mín, eins og svo fjöldamörg er- indi önnur, sem þér hafa borizt frá veiðiréttarei.gsndum og leig.u tökum veiðiréttinda á undan- förnum árum, ýmist að draga það óhæfilega iengi að svara þeim eða jafnvel alls ekki . að svara þeim. Um þetta geta marg ir borið og eru fúsir til þess, ef þörf krefur. Þú vonar það, að þögnin vinni fyrir þig og sé þitt bezta vopn. Má vel vera að svo sé. Þú hefur valið þann kostkm og þá aðferð að senda frá þér ýmsar fréttatilkynningar, alla- •vega litaðar og ekki mema hálf- ur sannleikur sagður í þeirn, þér í hag, sem eiga að þjóna þér sem nokkursikonar óbein svör til mín og amnarra. Þetta getur verið gott og jafnvel friðað samvizku þína um stunda'rsakir. En það verður ekki til lengdar, hæst- virtur veiðimálastjórL Nú get ég hinsivegar sagt þér það í hreinskilni, að mér og Framhald á bls. 18. Sigurjóns eru miklu fremri því, er hann átti á sýningu ungra lista manna í Louisiana safninu í Danmörk á síðasta vetri. Hann hefur nú skipað sér í fremstu röð ungra listamanna með þess- um verkum. FINNBOGI MAGNÚSSON á þarna aðeins þrjú verk, sem eru mjög þokka- leg, en ekki átakamikiL MARGRÉT JÓELSDÓTTIR sýn- ir eina höggmynd, sem er sér- lega lagleg, og málverk hennar eru einkennilega upprxmaleg og sönn. Margrét er mjög eftirtekt aiverð í list sinni, og verk hemn ar virðast búa yfir meiru en séð verður'í fljótu bragði. Þarna eru að mínu áliti eimkennilega magn aðir hæfileikar á ferð. ÞÓRÐ- UR BEN SVEINSSON og KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, eiga þarna eitt sérstakasta verk sýningarinnar í sameiningu, sem þeir nefna Royal system (mál- verk í þrem víddum). Ég er hræddur um, að ég skilji ekki þetta verk fullkomlega, en engu að síður hef ég mjög gaman að því. En hugdetta og áræði þess- ara ungu manna fimnst mér skemmtilegt og sérstætt þetta er auðvitað POP-list og ætti að vekja verulega athygli. Kristján á þarna tvö verk önnur sem eru hreinrætotuð POP-fyrirbæri, en ég hef minna gaman að þeim en hinu fyrirferðarmikla Royal system. Óg að lokum kemur svo sjalfur ALFRED FLÓKI, sá ver aldarvani surrealisti, með nokkr ar skemmtilegar teikningar, sem eru ágætlega valdar á þessa sýn- ingu. Flóki er eiginlega „The grand old man“ á þessari sýn- ingu og fer hlutverkið prýðilega úr hendi. Það er margt gott við þessa sýningu, og það er líka ýmsu á- bótavant, en heillarútkoman er þessu unga fólki mjög til sóma, og það er því sjálfsagt að hvetja það til meiri átaka. Það væri ekki sanngjarnt vegna þessa unga fólks að aðeins hæla því og gefa undir fótinn. Að lokum vil ég óska þessu unga fólki til hamimgju með þessa fjörugu og skemmtiiegu sýningu og vona, að það eigi eft- ir að standa sig eins vel og það nú gerir, þegar dagar líða. Það er enginn svikinn á því að kynn ast þeirri list, sem hér er á ferð. Valtýr Pétursson. RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA SÍMI 10-1D0 MURBROT L SPRENGINGAR 1 GROFTUR VANIRMENN NÝ TÆKI 7RAKTORSGRÖFUR TRAKTORSPRESSUR LOFTPRESSUR ÁMOKSTUR JÖFNUN LÓÐA VÉLALEIGA simon simonar SÍMI 33544

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.