Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 26
• 26
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967.
I
Spánn batt endi á Olympíudrauminn
Spánverjar unnu íslendinga
■ IHadrid 5-3 — 13 mínútur
stóð 3-2 fyrir íslendinga
OLYMPÍUDRAUMUR íslenzkra knattspyrnumanna er
búinn. í síðari leiknum við Spánverja í gærkvöld, sem
fram fór á Borrachero leikvanginum í Madrid sigruðu Spán-
verjar með 5 mörkum gegn 3. Kom sú markatala mjög á
óvart eftir fyrri leik liðanna í Reykjavík þar sem hvort lið-
ið skoraði eitt mark á síðustu mínútum leiksins, sem
frægt varð.
Eyleifur fékk mest lof fyrir leik sinn í gær, svo og Guð-
mundur Pétursson markvörður, sem bjargaði oft glæsilega.
Hann varð að yfirgefa völlinn í síðari hálfleik vegna
meiðsla og kom Kjartan Sigtryggsson í hans stað.
* 2—1 í hálfleik
Spánverjarnir skoruðu fyrsta
mark leiksins á 31. mínútu í
fyrri hálfleik. Það skoraði Maxi,
vinstri útherji Spánverja.
Fjórum mínútum síðar jafnaði
Magnús Torfason framvörður
fyrir ísl. liðið og nú tók að fær-
ast líf í tuskurnar, hraði var
mikill í leiknum og skemmtileg-
ir leikkaflar, en ísl. liðið lék þó
varnarleik í heild, en byggði á
einstaklingsframtaki í sókn.
Minútu fyrir leiikhlé náðu
Spánverjar aftur forystu í leikn
um og hafði vinstri útherjinn
Maxi aftur komist í færi og not
að sér það vel. Þannig stóð í
hálfleik 2—1 fyrir Spán.
íslenzka liðið kom baráttu-
glatt til síðari hálfleiks og eftir
fjórar mínútur tókst liðinu að
jafna leikinn. Jöfnunarmarkið
skoraði Eyleifur Hafsteinsson.
if Island nær forystu
Baráttan var mikil í leikn-
um og sókn á báða bóga. Er
' 19 mín voru liðnar af síðari
hálfleik náðu íslendingarnir
forystu í leiknum. Kári Árna
son, h. innherji, skoraði mark
Ið sem faerði íslendingum for
ystuna.
En Adam var ekki lengi i
Paradís. Forystan stóð aðeins
i 3 mín, en þá jafnaði h. inn-
herjinn Aparicio fyrir Spán-
verja.
Leit nú út fyrir að leikurinn
ætlaði að enda i jafntefli, sem
hinn fyrri í Reykjavík. Tæpar
8 mínútur voru eftir af leiktím-
anum, en þá var tekið að liggja
allmjög á ísl. liðinu — þreyta
farin að segja til sín í hitanum.
Guðmundur varkvörður varð
að yfirgefa völlinn og kom
Kjartan í markið. Hvenær það
var í hálfleiknum er ekki vitað.
Á 38. mín hálfleiksins skor-
aði Aparicio aftur og náði þann-
ig forystu fyrir Spánverja og
tveimur mínútum fyrir leikslok
urðu fslendingar aftur að sjá á
eftir knettinum í mark sitt og
þar með innsigluðu Spánverjar
sigur sinn. Það var Aparicio, h.
innherji, sem skoraði þriðja
mark sitt — hið eftirsótta „hat
trick“ var í höfn.
Dómari í leikðum var Moham
ed S. Boukili frá Marokkó að því
er segir í frétt frá AP-fréttastof
unni, sem þessi frétt er byggð
á. —
,, Um gang leiksins var ekki
meira vitað í gærkvöldi, því
þrátt fvrir ítrekaðar tilraun-
ir náðist ekki í fararstjóm
liðsins. Lét þó Talsambandið
hér og í London ekki sitt eft-
ir liggja í þeim tilraunm.
En séð frá markatölunni
einni samao þurfa f«Iending-
I ar ekki að bera höfuðið svo
Magnús og Eyleifur skoruðu
fyrstu tvö mörk íslands. Mynd
af Kára var ekki tiltæk um mið-
nættið.
mjög lágt. Munurinn á liðun-
um virðist ekki ýkja mikij!
og þegar litið er á þá stað-
reynd að spánskir áhugamenn
hafa nýlega unnið 3. sæti
1 áhugamanmakeppni Evrópu
eru úrslitim ekki svo slæm.
Spánverjar mæta næst ítöl
um og er ráðgert að leikir
þeirra fari fram í október þó
leikdagar séu ekki ákveðnir.
Það liðið sem þá sigrar mæt-
ið V-Þjóðverjum eða Eng-
lendingum í baráttu um sæti
í lokatökunum í Mexico.
— A. St.
Frá keppninni á móinu fyrsta daginn.
Islandsmótið loksins í 50
m sundlaug í Reykjavík
í FYRSTA sinn getur Reykja-
vikurborg og sundmenn í
Reykjavik boðið til íslandsmóts
í sundi í glæsilegri 50 m sund-
laug. Islandsmótið er þegar haf-
ið, hófst sl. mánudag og var þá
keppt i þremur greinum og sett
met í tveim þeirra í hinmi glæsi
legu laug í Laugardal.
Aðalhluti mótsins verður á
laugardag og sunnudag og hefsd
Norskt landslið
valið í fslandsför
NÆSTI stórviðburðurinn á sviði
knattspyrnunnar hér heima
verður heimsókn landsliða
Noregs og Danmerkur — þ.e.
liða skipuðum leikmönum 23
ára og yngri — en hér verður
þriggja landa keppni í þessum
aldursflokki 3., 4. og 5. júlí í til-
efni af 20 ára afmæli KSf.
Norðmenn hafa nú valið lið
sitt. Á það að leika við Búlga-
ríu, (jafnaldra), í Þrándheimi
28. júní og halda litlu síðar til
fslands og leikur á móiti íslenzka
liðinu 3. júlí.
Lið Norðmanna er þannig
skipað:
Reidar Tessem, Lyn, Knut Jen
sen, Rosenborg, Frank Olafsen,
Skeid, Tor Alsaker, Nöstdahl,
Strömgodset, Tore Börrehaug,
Frigg, Per Pettersen, Frigg,
Svein Kvia, Viking, Asbjörn
Saltvedt, Djerv 1919, Knuitsen,
Viking.
Liðið heldur til fslands 30.
júní og kemur heirn aftur 7.
júlf.
Norðurlunda-
mót unglingo
hér næstu úr
Á RÁÐSTEFNU norrænna
knattspyrnuleiðtoga sem hald-
in var í Finlandi í sambandi
við 60 ára afmæli finnska knatt
spyrnusambandsins var ákveðið
að unglingakeppni Norðurlanda
— lið 18 ára og yngri — fari
fram á íslandi næsta ár.
Jafnframt var ákveðið að
lækka aldurhámark leikmanna í
þessari keppni um % ár svo það
yrðí eins á Norðurlöndum og \
öðrum löndum.
Næsta keppni unglingana fer
fram í Finnlandi í júlíbyrjun og
er röðin komin að íslandi að
halda mótið eftir það og verður
það hér 1968.
keppnin báða dagana kl. 3 síð-
degis.
Á laugardaginn verður keppt
í 100 m skriðsundi karla þar
sem keppendur eru 21 í 3 riðl-
um, 100 m bringusund karla, þar
sem keppendur eru 15 í 2 riðl-
um, 200 m bringusundi, 11 kepp
endur, 400 m skriðsundi bvenna
— 4 keppendur, 100 m skrið-
sund telpna 4 keppendur, 100
m skriðsund sveina 14 keppend-
ur, 200 m baksundi karla 6
keppendur, 100 m baksundi
bvenna keppendur 12, 200 m fjór
sundi karla 11 keppendur, 4x100
m skriðsundi kvenna 6 sveitir
og 4x100 m fjórsundi karla 5
sveitir.
Á sunudaginn er keppt i síð-
ustu 12 greinunum.
50 m laugin veitir áhorfend-
um miklu skemmtilegri keppni.
Þar keppa allt að átta kepp-
endur samtímis og gerir það
keppnina að sjálfsögðu miklu
skemmtilegri fyrir áhorfendur
auk þess sem hver áhorfandi sit
ur og nýtur keppninnar með
góðri yfirsýn yfir alla laugina.
Hver sem ann hinni fögru sund-
íþrótt ætti þvi ekkj að lóta
þetta fiyrsta íslandsmót i Laugar
dalnum fxam hjá sér fara.
í skó!a
Sigurðar
Greipssonar
GAMLIR nemendur í fþrótta-
skóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal hafa beðið Mbl. fyr-
ir orðsendingu til eldri og yngri
nemenda skólans, að þeir séu
boðaðir til fundar að Hótel Sögu
fimmtudaginn 29. júní n.k. kl.
8 síðdegis. Rætt verður um 40
ára afmæli íþróttaskólans og af-
mæli skólastjóra Sigurðar
GreÍDSsonar.
M0LAR
NORSKI sundmaðurinn Ulv
Gustavssen bætti á sunnudag-
inn — í annað sinn á nokkr-
um dögum — norskt met sitt
í 200 m fjórsundi. Synti hann
á 2:28.4 mín. Á sama móti
sigraði hann í 100 m skrið-
sundi á 58.0.
PORTÚGÖLSKU meistararn
Benefica, voru á mánudaginn
„slegnir út“ í portúgölsku
bikarkeppninni. Töpuðu þeir
fyrir Academica. Það lið varð
nr. 2 í meistarakeppninni á
eftir Benefica.
ROSENBORG, norska liðið
sem keppti við KR í keppn-
inni um Evrópubikar bikar-
meistara 1965, er nú efst í 1.
deildinni norsku og hefur 4
stiga forskot fram yfir næsta
lið. Rosenborg var 1965 ný-
komið í 2. deild eftir veru í
3. deild, en hefur siglt hrað-
byri beint á toppinn í norskri
knattspyrnu. Liðinu er spáð
sigri í 1. deildinni nú — og
mætir þá í Evrópukeppni
meistaraliða næsta ár.
SVEIT hlaupara frá South
California College hefur enn
bætt heimsmetið í 4x110
yarda boðhlaupi. Hljóp sveit-
in á 38.6 sek á háskólameist-
aramótinu bandaríska. Á
sama móti vann heimsmethaf
inn Tommie Smith 220 yarda
hlaup á 20.2 sek.
L