Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.06.1967, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 23. JÚNÍ 1967. 27 Sjúkraþjálfuii I TILEIFNI aí tímaritsgrein, sem birtist nýlega um „Heilsulind- ina“ vill „Félag íslenzkra sjúkra þjálíara" taka fram eftirfarandi: 1. Skrv. 1. grein laga um sjúkraþjálfun, samþykkt á Al- þingi 12. a'príl 1962i, er ölkim ó- heimilt að starfa við sjúkraþjálf un nema þeim, sem hatfa lokið prófi frá skóla, sem viðurkennd ur er sem fullloominn sjúkraþjálf unarskóli af heilbrigðisstjóm þess lands, sem náimið er stund- að í. Einnig þurfa sjúkraþjálf- arar að fá löggildingu heilbrigð- ismálaráðherra. 2. Inntókuskilyrði f sjúkra- þjálfunarskóla er stúdeintspróf og minnst 3ja mánaða sjúkrahús vinna. Námið tekur þrjú ár. Kennsl- wna annast læknar og löggiltir sjúkraþjálfarar. Fyrsti hlutinn (sem er \Vz ár) er naer ein- göngu bókleg kennsla, en ann- ar og þriðji hluti er jafnhliða bóklegt og verklegt nám, sem fer fram að miklu leyti á sjúkra húsum. Þegar skóli verður stofnaður hér á landi verða sömu kröf- ur gerðar til þeirra, sem skól- ann sækja, bæði hvað iniöku- skilyrði og sj álf a menntunina snertir. 3. Samkvæmt 3. grein áður- nefndra laga má sjúkraþjálfari ekki taka sjúklinga til meðferð- ar án tilvísunar og fyrirsagnar læknis. f.h. Félags isl. sjúkraþjálfara Vivan Svarsson formaður Jónína Guðmundsdóttir Svanhildur Elentínusdóttir HEILSULINDIN í Reykjavík biður yður vinsamlega að birta eftirfarandi í blaði yrðar: Vegna tímaritsgreinar, sem ný lega birtist um starfsemi Heilsu lindarinnar óskar stofnunin að taka fram, að aldrei hefur kom- ið til tals, að hún tæki að sér kennslu í sjúkraþjálfun. Því til staðfestingar óskar stofnunin að vísa til bréfs frá frú Petu Han cock, þar sem hún segir m.a.:, að hún hafi hafið kennslu fyrir Heilsulindina í startfsgrein þeirri, er á ensku nefnist „Beauty Therapy". Hún tekur íram, að námstími sé tvö ár og að hún muni sjálf fylgjast meó árangri nemenda og úrskurða að loknum námstíma, hvort þeir teljist færir til að starfa sem „Beauty therapists". (Frá Heilsulindinni) 9 ára drengur fyrir bíl NÍU ra drengur, Hatfsteinn Þór Hilmarsson, Safamýri 50 varð fyrir bíl fyrir utan húsið heima hjá sér er hann hjólaði út á götuna. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna, en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Frakkar gagnrýna ummæli De Gaulle París, 22. júní NTB-AP. FRÖNSK blöð gagnrýndu ðe Gaulle forseta i dag þar sem hann kallaði ísrael árásaraðila í yfirlýsingu sinni um ástandið í nálægari Austurlöndum í gær. En kommúnistar fagna þvi, að hann setti ástandið í þessum heimshluta í samband við styr- jöldina í Vietnam. Stjórnmála- fréttaritarar telja, að möguleikar Frakka til að miðla málum i deilunni hafi minnkað eftir að de Gaulle gaf yfirlýsingu sína, enda virðist lítill munur vera á afstöðu Frakka og Rússa. Áður en de Gaulle gaf yfir- lýsingu sína hatfði franska stjórn in gætt hlutleysis í dieiluim Araba og ísraelsmainna. Frakkar hörm- uðu ástandið en vöruðust að fordæma annan hvorn aðilann. Þar sem Frakkar áttu góð sam- skipti bæði við Aratoarikin og ísrael var tálið að þeir gætu gegnt mikilvægu hlutverki í sam/bandi við friðarujmleitanir. Blaðið „Paris Jour“, sem fylgir gaullistum að málum, segir í dag að ekki sé hægt að taka ásökun de Gaulles f garð ísraelsmanna alvarlega. Stjórnmálaskýrandi blaðsins, Bernard Lefort, segir, að de Gaulle hatfi gefið yfirlýs- ingu sína þar sem hann óttist þriðju heimsstyrjöldina. En það hatfi ekki verið sá aðilinn, sem fyrstur hleypti af skoti, sem hafi ártt upptökin að stríðinu. Yfir- lýsingin muni torvelda viðræður milli Bandarikjamanna og Rússa. Hinir síðarnefndu verði að vera að minnsta kosti eins krötfuharð ir og de Gaiulle. Hið óháða vimstriblað C„om- bat“ segir, að afstaða de Gaulles komi á óvart og sé umdeilanleg. Hið hægrisinnaða blað „L’Aur- ore“ tók fyrir þau ummæli de Gaulles að íhlutun Bandaríkja- manna í Vietnam hafi leitt til styrjaldarinnar í Austurlöndum nær og sagði: Hann gleymir því, að deilurnar fyrir botni Miðjarð arhatfs hótfust fyrir 20 árum eða j atfmvel löngu áður. Arabar haía alltatf neitað að fallaist á tdlveru- rétt ísraels og þeir lýstu því yfir að þeir mundu útrýma fsraelsríki jatfnvel áður en það fæddisf. Moskivulblöðin birtu í dag á- sakanir de Gaulles iwn meinta áráis fsraelsmanna og íhlutun Bandaríkjamanna í Vietnam en minntist ekki á yfirlýsingu hans um tilverurétt fsraels og gagn- rýni hans á hafnbannið á Akaba flóa. -----♦♦♦-------- Hjólporbeiðni ÓSKAÐ er eftir aðstoð við 14 ára gamlan pilt, sem verður að leita sér læknisaðstoðar í Banda ríkjunum vegna hjartasjúkdóms. Umræddur piltur hefur þeg- ar verið sendur 7 sinnum utan til læknisaðgerðar, en ekki hlot- ið varanlegan bata. Samkvæmt vottorði læknis er sjúkdómur hans lífshætulegur og hefur nú verið ákveðið að senda hann á Mayo-Clinic í Bandaríkjunum, þar sem vonir standa til að hægt verði að ráða bót á meini hans. Kostnaður við sjúkrahúslegur piltsins er þegar orðinn mjög mikill. Morgunblaðið mun veita móttöku frarolögum þeirra, sem vildu létta undir með foreldr- um hans. Ráðizt á mann og 8-9 þús. kr. stolið NOKKRU eftlr miðnættl i fyrrl nótt hringdi kona til lögregl- unnar og kvaðst hafa orðið vitni að því, að tveir menn hefðu komið út úr bifreið á móts við Ránargötu 10 og ráð- izt þar á mann, sem var á gangi. Hefði hann veríð sleginn nið- ur og lægi á götunni. Þegar lög- reglan kom á vettvang var mað urinn, sem ráðizt var á, á bak og burt. Litlu síðar hringdi svo fyrr- greind,ur maður til lögreglunn- ar, ag var hann þá komiinn heim til sín. Bar sögu hans sam an við frásögn konunnar, — tveir menn höfðu stigið út úr bifreið og silegið hann mikið hafuðhögg, svo að hann missti meðvitund. Teliur hann sig hafa legið á götunni í 10—15 mín útur, en þegar hann rankaði við sér tókst honium að ná í leigubitfreið, sem ók honum heim. Þegar þangað kom fór ha.nn að athuga í vasa sína, og komst þá að raun um að pen- in-gaiveskiið var horfið, en í því voru 8—9 þús. krónur, auk per sónusikilríkja. Rannisókn málsins stendur yfir,^ X í GffiR var hægviðri og skúrir eða jafnvel rigning sunan Lan.ds. Bjart og þurrt veður var í Borgarfirði, við Breiðafjörð og á Vestfjörðum en norðan lands og austan var norðan gola eða kaldi, sólar- laust og kalt, eða niður í 2— 4 stig á annesjum. Samkvæmt myndum frá gervitungli var ísjaðarinn í stórum dráttum í gærmorg- un eins og sýnt er á kortinu með punktalínu. Jaðarinn var um 60 sjómílur út aí Vestfjörðum, mikil geil var inn í aðalisinn á 30 gráðum vestur, og suðaustur af Ang- magsalik teygir sig ístunga til austurs suður af 65 gráð- um norður breiddar. UÐUN GARÐA VEGNA endurtekinna yfirlýs- inga garðyrkjustjóra Reykjavík urborgar um afskiptaleysi sitt af úðun garða í borginni, skal eftir- farandi tekið fram. Aðilar þeir sem standa að skipulagðri hverf isúðun í borginni hatfa aldrei skotið sér á bak við garðyrkju- stjórann enda er hans að engu getið í þeirri einu greinargerð sem byrt hefur verið í blöðum á þessu vori. ALlir garðar sem úðaðir eru, eru merktir ræki- lega nöfnum viðkomandi úðun- ar-manns og símanúmeri, og því framkvæmt án allra afskipta garðyrkjustjóra. Annað mál er svo, að æskilegt hefði verið að garðyrkjustjóri hetfði í byrjun veitt garðeigend- um borgarinnar þá sjálfsögðu lið veizlu að vinna að uppbyggingu skipulagðra varna gegn óþrifum í görðum borgarbúa og þó hon- um nú hafi ekki hugkrvæmst þessi lausn eða önnur betri, hefði ekki verið óeðlilegt að hann kærni til samstarfs við hinn fámenna hóp sjálfsitætt starfandi skrúðgarðyrkjumanna hér í borg um hagkvæma lausn þessara mála, en sleppa þess 1 stað að birta daglegar yfirlýs- ingar um eigið aðgerðarleysi í velferðarmálum garðeigenda hér í borg. F.h. Garðyrkjuverktakafélags fslands Björn Kristófersson. VIETNAM: Búmlega 2000 féllu í síðustu viku Saigon, 22. júní — AP-NTB BANDARÍSKA herstjórnin í Saigon skýrði frá því í dag að 143 Bandaríkjamenn hefðu fall- ið í Víetnam í síðustu viku og hefur manntjón þeirra ekki ver- ið minna í fjóra mánuði. 953 Bandaríkjamenn særðust en 16 er saknað. Áætlað er að 1852 skæruliðar og N-Vietnamar hafi fallið. 213 S-Vietnamar féllu og 551 særðist. Bandarískar flugvélar fóru í 133 árásarferðir yfir N-Vietnam í gær og vörpuðu m.a. sprengj- um á járnbrautarleiðina milli Kína og Hanoi. Þá vörpuðu flug vélarnar sprengjum á stærsta stáliðjuver N-Vietnam við Thai- nguyen. Ein bandarisk könnun- artflugvél var skotin niður, en flugmanninum var bjargað. Fremur lítil átök voru á landi í S-Vietnam í dag og var aðeins vitað um átök milli skæruliða og Bandaríkjamanna á tveimur Horður órekstur HARÐUR rekstur varð í Sæ- túni, skammt frá viðgerðarverk- stæðum SVR, í gærdag. Varð hann með þeim hætti, að rúss- neskri fólksbifreið var ekið frá Borgartúni niður Lækjarteig, en á móti kom vörubifreið akandi eftir Sætúni. Biðskylda er á Lækjarteig við gatnamótin, en ökumaður fólksbifreiðarinnar mun ekki hafa veitt því athygli, og ók úf í Sætúnið á hægri ferð. Skipti það engum togum að vörubifreið, sem ók hratt, lenti á hlið fólkstoitfreiðarinnar. Farþegi í síðarneifndu bifreið- inni meiddist lítið eitt á hendi við áreksturinn,__gn bifreiðin stórskemmdist. " stöðum. Þar misstu Bandaríkja- menn 6 menn fallna og 22 særða, en skæruliðar misstu 51 mann fallinn. Bandarísk orustuþota rakst á bandaríska herflutningaflugvél skammt frá Saigon i dag og hröp uðu báðar vélarnar til jarðar. Flugmenn orustuþotunnar björg uð.ust í fallhlífum, en ekki var vitað um afdrif 7 manna af áhöín flutningavélarinnar. -------♦+*------- - RÆÐAST VIÐ? Framhald af bls. 1. dag sagði utanríkLsráðlherra Frakka, Cou*ve de Munville, að stjórn hans mun.di hvorki sam- þykkja álykftunartillögu Rússa né Bandaríkjamanna um lausn deiiumálanna í Austurlöndum nær. Hann sagði, að það vœri öryggisráðið en ekiki Allsherjar þinigið, sem ætti að semja álykt- un,artillögu í máli þessiu. Hann lagði áherzlu á, að gaign legt gæti verið að ræða málið á Al'lsherjarþiniginu, en bætti því við að Öryggisráðinu mundi síðar gefast tækifæri til að sam þykkja álýktunartillögu i mál- inu. Hann taldi slæmar horfur á friði í Austurlöndum nær með an Víetn.aimstyrj'öldin héldi áifram. Hann sa'gði að etf ákveðið stórveldi — og þar átti hann greinilega við Bandaríikin — sýndi það hugrelkki að binda enda á Víetnamstyrjöldina mundu þegar skapast skilyrði fyrir lausn deilumálanina í Áust urlöndium nær. Hvorki sovézki forsætisráð- herrann, Kosygin, né Gromyko utanríkisráðherra hlýddu á ræðu franska utanríkisráðherr- ans. Couve de Murville sagði að þrátt fyrir sigurinn f strið- inu hefði ísraelsmenn engan rétt til að halda svæðum þeim, sem þeir hafa hertekið. Hann kvaðst efast um hvort Arabar mundu tfást til að hefja bein- ar samningaviðræður við ísra- elsmenn. Enga lausn væri hægt að finna á deilumálunum án samlþykkis stórveldanna og blessunar þeirra. Málamiðlunartillaga? Meðan Couve de Murville hélt ræðu sína reyndu fulltrúar Asíu- Afríku, og Suður Aime- ríkuríkja að finna lausn er tryggi að enginn dieiluaðili bíði álitshnekki. Tilraunir þeirra beinast einkum að því að fá sam þykkta ályktunartillögu þar sem árs verði fordæmd almennt án þess að fsraelsmenn eða Arato- ar verði nefndir á nafn. í til- lögunni yrði hvatft til brottflutn ings hersveita en orðalagið yrði óljóst þannig að síðar yrði sam- ið um brotttflutning ísraelsku hersveitanna. í tillögunni mun verða lýst ytfir stuðningi við tiTverurétt ísraels og réttindi fsraelsmanna til að nota alþjóðlegar sigldnga- leiðir og um leið yrði haldið fram sjáltfstæði og fullveldi Ar- abarikjanna. Fulltrúar þessara ríkja munu lýsa yfir stuðningi við friðargæzluhlutvérk S!Þ fyr ir botni Miðjarðarhafs. Það eru fyrst og fremst full- trúar Indlands og annarra Asíu ríkja sem beitt hafa sér fyrir þessari hugmynd og hafa full- trúar margra Afríkuríkja og nokkurra Suður- Ameríkuríkja komið til liðs við þá. Tilgang- urinn er að finna leið út úr þeirri sjálfheldu sem Bandarík- in og Sovétríkin hafa komizt í og koma því til leiðar að styrj- öldin dragi ekki dilk á eftir sér. ísraelsmenn sakfelldir Fyrr í dag sakaði utanríki'sráð herra Jórdaníu, Ahmed Tukan, fsraelsmenn um að jafna þorp við jörðu á svæðum sem þeir hafa hertekið, flæma íbúana á brott og láta þá svelta. Utanríkisráðherra Máritaníu sagði að hermenn fsraelsmanna hegðuðu sér eins og villimenn á hernumdu svæðunum og væru engu betri en óaldarflokkar Hitl ers. Utanríkisráðherra Beligíu, Pierre Harmel, sagði að Belgar hefðu látið í té flutningaflug- vélar og þyrlur til að auðvelda hjálp SÞ við flóttamenn fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann lagði fram friðaráætlun, þar sem seg- ir meðal annars að ísraelsmenn verði að láta af landvinninga- draumum og Arabar verði að viðurkenna sjálfstæði ísraels. Utanríkisráðherra Pakistans, Syed Sharifuddin Pirzada, skor aði á þingið að krefjast þess að ísraelsmenn flytji þegar í stað heriið sitt frá þeim svæðum, sem þeir hafa hernumið. Hann harmaði að aðgerðir Öryggis- ráðsins hefðu ekki borið árang- ur og sagði, að enginn vafi léki á því að ísrael væri árásarað- ilinn. •"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.