Morgunblaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1907.
*
✓
Bí LALEIGAN
- FERÐ-
Dagrgjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍMI 34406
SENDUM
MAGMÚSAR
SKIPHOLTI21 SÍMAR21190
eftirlokun slmi 40381
\^»siM'1-44-44
mUFWIR
Hverflsgöto 103.
Sími eftir tokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstræti 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensin innifalið í leigngjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAN
- VAKUR -
Snndlaugaveg 12. Sími 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
If/KAM
RAUOARARSTfG 31 SHVII 22022
Golf
KYLFUB
BOLTAR
og fleira.
P. Eyíeld
Langavegi 65.
Foreldrar gætið að — látið
ekki börnin gjalda þess ævi-
anlgt að þau fengu ekki rétta
skó í upphafi.
Kaupið NEUNER barnaskó,
þeir eru beztir.
Heildverzlun
Andrésar Guðnasonar
Aðalverzlanir:
Skósalan Laugaveg 1.
M. H. Lyngdal, AkureyrL
ir Stafsetningar-
kunnátta
„Opinber starfsmaður"
skrifar:
„Kæri Velvakandi!
Ég hef lesið með áhuga
greinar í dálkum þínum um
íslenzka stafsetningu, og nú
langar mig til að leggja orð
í belg.
Ég starfa hjá opinberri stofn-
un og hef yfir nokkrum ungum
manneskjum að segja. ÖU hafa
þau lokið þeirri skólagöngu,
sem íslenzka menntakerfið tel-
ur fullnægjandi til almennra
skrifstofustarfa; flest hafa gagn
fræðapróf. Samt er það svo, að
tæpur helmingur þessa hóps er
skammlaus í stafsetningu.
Einnig hef ég orðið var við
það í starfi mínu, að fákunn-
átta í stafsetningu er mjög al-
menn. Til dæmis virðast marg-
ir iðnaðarmenn hafa að mestu
farið á mis við stafsetningar-
lærdóm í skóla. Nú fara margir
ungir iðnaðarmenn til tækni-
náms erlendis og koma vel
menntaðir í sinni grein til baka.
En þá er hætt við, að vankunn-
átta þeirra í íslenzkri réttrit-
un verði þeim mikill fjötur um
fót og verði m. a. til þess, að
stúdentsmenntaðir samstarfs-
menn þeirra líti niður á þá og
störf þeirra.
Ekkert menningarþjóðfélag
getur í dag haft ritmál, sem
aðeins lítill hluti þegnanna hef-
ur á valdi sínu. Þess vegna er
víst, að framtíð núverandi staf-
setningar fer ekki eftir því,
hvort þér finnst fallegra að rita
y eða i, z eða s, heldur hvort
skólarnir geta troðið þessum
reglum inn í hausana á öllum
þorra nemenda sinna.
Ef þeir geta það ekki, þá
verðum við að láta í minni pok-
ann, Velvakandi minn.
Opinber starfsmaður".
it Velvakandi fer enn
að rífast við
bréfritara
Nei, því skyldum við láta
í minni pokann? Það er ekki
meiri vandi að læra að skrifa
ypsilon og zetu en að læra marg
földunartöfluna, sem meiri
hluti þjóðarinnar þykist þó
kunna. Það er einmitt þessi
uppgjafartónn, sem Velvakandi
kann ekki við; að miða allt
við þá heimsku og aumustu. Ef
sú regla væri algild í þjóðfé-
laginu liði ekki á löngu, unz
allt mannlegt samneyti legðist
sjálfkrafa niður. Til þess höf-
um við skóla, að í þeim sé lært.
Til þess höfum við kennara, að
þeir kenni.
„Ekkert menningarþjóðfélag
getur í dag haft ritmál, sem
aðeins lítill hluti þegnanna
hefur á valdi sínu“, segir „Opin
ber starfsmaður“. Englending-
ar hafa löngum verið taldir
búa í mennmgarþjóðfélagi, en
þó er það vitað mál, að mikill
hluti þeirra á erfitt með að rita
móðurmál sitt skammlaust án
aðstoðar orðabókar (enda er
það lélegt heimili á Englandi,
þar sem ekki er til einhver
orðabók).
Bernard gamli Slhaw barð-
ist mjög gegn núgildandi rétt-
ritunarreglum enekrar tungu.
Eins og kunnugt er, lét hann
eignir sínar (skv. erfðaskrá,
sem nú mun að vísu hafa verið
hnekkt fyrir dómstólum) renna
til stofnunar sjóðs, er beita
skyldi sér fyrir upptekt sér-
vizkulegrar stafsetningar á
ensku með upp undir hundrað
bókastöfum. Hélt gamli mað-
urinn víst, að slík stafsetning
mundi létt fyrir ritglópum, sem
hann hafði þó manna sízt
ástæðu til þess að hafa
samúð með, nema þá af því
að þeir veittu bonum stund-
um atvinnu við að rífast
við þá í blöðum og tíma-
ritum (eð ekki sé talað um for-
mála leikrita). í áróðri sínum
gegn enskri stafsetningu minnt
ist Shaw stundum á það, að
orðið „fish“ (fiskur) mætti
rétt eins stafsetja „ghot“. Hann
rökstuddi það þannig, að hljóð-
íð f væri stafsett sem gh í
orðum eins og „eough (hósti),
hljóðið i væri- stáfsett sem o
í orðum eins og „wornen" (kon-
ur), og hljóðið sh væri skrifað
sem t í orðum eins og „nation“
(þjóð).
Þrátt fyrir mörg dæmi þess,
að enska sé skrifuð á órökvís-
an hátt, mun afar fáum Eng-
lendingum detta í hug í alvöru,
að stafsetningunni verði breytt
til muna úr þessu, jafnvel þótt
þeir breyti mælieiningum sín-
um í metrakerfið, vinstri akstri
í hægri akstur, tylftarkerfi
sterlingspundsins í tugaeining-
ar og Fahrenheit í Celsius. Þótt
Bandaríkjamenn séu farnir að
skrifa o í stað ou í mörgum
orðum, kemur Englendingum
ekki til hugar að fylgja for-
dæmi þeirra, og sama er að
segja um aðra einföldun Banda
ríkjamanna á rithætti enskra
orða.
Allur agi er leiðinlegur, en
þó er hann nauðsynlegur í staf
setningu. Velvakandi sá einu
sinni plagg frá velmetnum
manni, sem þurft að skrifa
„sveskjukössum“, en skrifaði
það „sviskjukussum". Kæra
menn sig um slíkt frjálsræði 1
starfsetningu?
it Vísur, gerðar fyrir
kosningar
Peli, gamall og góður
vinur Velvakanda norður á
Akureyri sendir þessar þrjár
vísur:
Gamall félagi í heimsókn.
Þakka ég ætti, að inn til
mín leiztu,
svo kankvís og glaður,
en nú er orðinn, eins og
þú veizt,
úreltur Framsóknarmaður.
★
Ég þekkti þig áðuir sem
ágætan vin,
hjá Eysteini mættum á fundum.
En leiðirnar ykkar, önnur
og hin
eru mér ráðgáta stundum.
Ferðast hef ég um feðrajörð
fyrir austan og víðar,
en alltaf sézt yfir
Fáskrúðsfjör,
ég fer þangað e.t.v. síðar.
Peli.
RITSTJORIM • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA-SKRIFSTOFA
SÍIVII 1Q*1QO
Hemlaviðgerðir
Opna hemlaviðgerðarverkstæði að Súðavog 14.
Rennum bremsuskáiar, límum bremsuborð á,
slípum bremsudælur.
HEMLASTILLING H.F., Súðavogi 14.
Enskar posfulínsveggflísar
Úrvalið aldrei meira en nú, yfir 30 litir.
Verð hvergi hagstæðara.
LITAVER
Grensásvegi 22 og 24. Símar 30280 og 32262.
„Carter“ veggflísar
VANDAÐAR ENSKAR POSTULÍNSFLÍSAR
í STÆRÐUNUM: 10x10 cm, 7.5x15. cm. og 10x20 cm.
EINNIG SÁPU- OG SVAMPSKÁLAR TIL INN-
MÚRUNAR. MIKIÐ LITAÚRVAL.
FLÍSALÍM OG FUGUSEMENT.
J. Þorláksson
& lUorðmann hf.
Bankastræti 11 — Skúlagötu 30.
Verktakar — einstaklingar
Massey Ferguson
- gröfur
-jarðýtur
Höfum ávallt hinar fjölhæfu Massey Ferguson
gröfur og litlar ýtur til leigu, í minni eða stærri
verk. Tíma- eða ákvæðisvinnu. Vanir menn vinna
verkin.
Upplýsingar í síma 31433. Heimasími 32160.