Morgunblaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1967 ' " Þegar veður er óhagstætt geta börnin verið inni við og fengizt við ýmiss konar föndur og aðra tómstundaiðju. Fáni dreginn að húni með viðeigandi söng. ^ ^ ^ ^ «^* Athyglisverð sumarnámskeið fyrir börn á Seltjarnarnesi Á VEGUM Barnaverndar- nefndarinnar á Seltjarnar- nesi stendur nú yfir sumar- námskeið fyrir þau börn í hreppnum, sem áttu þess ekki kost að fara í sveit í sumar. Er séð fyrir því, að þau hafi nóg fyrir stafni — bæði við leiki og föndur. Hefur Her- mann Ragnar verið fenginn til að stjórna þessum nám- skeiðum, sem eru styrkt af Seltjarnarneshreppi, en börn- in verða aðeins að borga tvö sundruð krónur fyrir nám- skeiðið, sem er daglega frá kl. 10—4 í háifan mánuð. Við lögðum leið okkar fyrir skömmu í Mýrarhúsaskóla þar sem námskeið þessi fara fram til að forvitnast frekar um þau. Þetta var skömmu fyrir hádegi og þegar í skólann kom voru öll börnin inni við. Drengirnir tefldu af miklum móði eða gerðu anna ðsér til dundurs, en stúlkurnar voru að líma skeljar, kuðunga og þörunga á blað, svo að úr varð ýmiss konar munstur. „Við gengum allur hópurinn hér suður á nesið í gær,“ tjáði Hermann okkur, „þar sem við týndum kuðunga, skeljar og þörunga og eru börnin nú að vinna úr þessu efni.“ Og Hermann hélt áfram: „Þetta er annað námskeiðið, sem haldið er hér. Á því eru 52 börn á aldrinum 10—12 ára, en á fyrra námskeiðinu, sem nýlokið er, voru 66 börn á aldrinum 7—9 ára. Nám- skeiðin eru fyrst og fremst ætluð til að hafa ofan af fyrir þeim börnum, sem ekki kom- ust í sveit í sumar, en við forðumst auðvitað að hafa þetta í skólaformi. Þess í stað er blandað sam- an hæfilegri inniveru og úti- veru — börnin teikna og föndra hér í skólastofunum hluta dagsins, en svo er farið í gönguferðir, keppt í ýmis konar íþróttum og farið í sýn- isferðir. Heimsaékjum við þá alls kyns fyrirtæki, sem börn in hafa áhuga fyrir, og þegar hingað kemur aftur teikna börnin það merkilegasta, sem fyrir augu bar. Nú, eins heimsækjum við söfnin í bænum, sem þykir ákaflega skemmtilegt og fróð- legt. Við höfum farið í Þjóð- minjasafnið og Náttúrugripa- safnið, Listasafn ríkisins, og svo munum við heimsækja Árbæjarsafnið. Ég hef komizt að raun um, að 80% barn- anna, sem taka þátt í þessum námskeiðum, hafa aldrei á safnið komið áður og þess vegna er þetta algjör nýjung fyrir þau. Forstöðumenn safn anna í Reykjavík verða líka jafnan undrandi og glaðir, þegar við komum, því að mér virðist, sem það hafi lagzt mikið niður hjá skólum borg- arinnar, að fara slíkar kynn- isferðir á söfnin, eins og jafn- an var gert hér áður fyrr. Þess má líka geta, að þegar við förum í gönguferðir not- um við jafnan tækifærið og hreinsum til hér á opnu svæð- unum á nesinu og reynuim að gera þau snyrtileg. Daginn byrjum við jafnan með því að draga fána að hún hér á skólalóðinni með viðeigandi fánasöng. Börnin fara ekki heim í hádeginu, heldur hafa með sér brauðbita að heiman og fá mjólk hér í skólanum. Eftir matartím- ann er stuttur hvíldartími, og er þá lesin framhaldssaga. Börnin, sem hafa verið á þess um námskeiðum, enn sem m ■ — Drengirnir keppa í íþrottum. komið er, eru ákaflega mót- tækileg fyrir öllu því, sem gert er fyrir þau, og virðist mér ailir fara heim ánægðir að kvöldi. Við spurðum Hermann, hvort hann hefði stjórnað slík um námskeiðum áður. Hann sagði, að þetta væri í fyrsta skipti, sem hann stjórnaði slíku námskeiði sem þessu, en fyrir 5 árum hefði hann farið til Bandaríkjanna í boði stjórnarinnar þar til að kynna sér, hvernig sumarnámskeið Framlhald á bls. 24. ©AUGlÝSINaASTOFAN Til hamingju með daginn Félag íslenzkra ferðaskrifstofa fagnar hinum merka áfanga í flugmálum Islands, er hin nýja Boeing 727 þota kemur til landsins í dag. -Aj-. Ferðir til og frá landinu taka nú styttri tíma og verða til að auka enn á *■ ánægju þeirra, sem fljúga í fríið eða eru í viðskiptalegiim og persónulegum erindum. FÍF vill við þetta tækifæri benda á hinar þægilegu rí ferðir, sem farnar eru með áætlunarferðum flugfélaganna á lækkuðum fargjöldum — einstaklingsferðii', skipulagðar sem hópferðir. Ferðast er eftir fyrirfram gerðri áætlun, og kostnaður ferðarinnar greiðist allur fyrir hrottför. I verðinu eru innifaldar flugferðir, gisting, skemmtiferðir og önnrn- þjónusta. Ferðizt með hinni nýju Boeing 727 og látið okkur skipuleggja ferðina! FÉIAG ÍSLENZKRA FERÐASKRIFSTOFA: LÖND & LEIÐIR • SAGA • SUNNA • ÚTSÝN • ZOEGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.