Morgunblaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.06.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JÚNÍ 1967. stríðsárunum HÓPUR BANDARlKJAMANNA, sem voru hér á vegum hersins, komu í heimsókn til Islands fyr- ir nokkrum dögum til að skoða sig um, hitta gamla vini og rifja upp endurminningar. Þeir til- heyra 1400 manna klúbb sem kallar sig „The Forgotten Boys of Iceland" eða Gleymdu dreng- irnir frá íslandi. Fréttamaður Morgunblaðsins hitti nokkra þeirra að máli á Hótel Loftleiðir, þar sem þeir búa meðan á dvöl- inni stendur. Fyrst tókum við taÚ Albert Henderson, fyrrv- hershöfðingja. „Ég kom hingað frá Englandi 1944, rétt fyrir „Battle of the August Borleis: Hélt minningar- í athöfn um Roosevelt á ísiandi. Bulge“, sem var síðasta tilraun Þjóðverja til að snúa stríðinu til sigurs fyrir sig. Þegar ég frétti um orrustuna bjóst ég hálft í h\oru við að verða kallaður út aftur, en af því varð ekki. Meg- •tnverkefni mitt var að skila Is- lendingum ýmsu sem við höfðum tekið hernámi, og losa okkur við ýmislegt óþarfa dót. Við seld- um til dæmis Islendingum mik- ið aÆ allskonar tækjum, jarð- ýtum, jeppa, flutningabifreiðir og fleira þessháttar. Þetta var ekki selt cjýrt og mér er sagt að það hafi komið mörgum mann- inum að góðum notum. Það gladdi mig mjög. Mér þótti vænt um íslenzka fólkið. Við vorum I erfiðri aðstöðu, þar sem við höfðum hernumið landið, en samvinna og samskipti gengu öll mjög vel fyrir sig. Og margir íslendingar sýndu okkur vin- áttuvott sem við aldrei gleym- um. Ég býst ekki við að dreng- imir okkar hafi verið mikið hrifnari af að vera sendir hing- að, en sumir íslendingar voru að fá okkur. Það var lítið um þægindi fyrst í stað og þeir voru anzi langt að heiman. Margir þeirra vissu ekki einu sinni hvar ísland var á kortinu og höfðu aldrei heyrt þess get- ið áður en hingað kom. En þeir tóku brátt gleði sína aftur og ég held ekki að neinn þeirra hafi séð eftir þeim tíma sem hann dvaldi hér. Þeir voru bandarískir hermenn og sendir hingað til að vinna ákveðið verk. Það var þeirra stolt að leysa það vel af hendi“. — Hvaða atburður finnst yð- ur eftirminnilegastur frá dvöl ySar\ hér á stríðsárunum?" „Það er ekki gott að segja. Það er orðið anzi langt síðan og ég man sjálfsagt ekki allt. Þó vil ég nefna öll viðskipti mín við íslendinga, sem voru mér til mikillar ánægju. Ég man líka eftir því þegar olíuskipinu brezka var sökkt í Seyðisfirði. Ég fór þangsið austur rétt um það leyti og rabbaði við menn- ina þar. Þeir höfðu þarna nokkr- ar loftvaxnabyssur en því miður voru skotfærin af skornum skammti. Þeir „dúndruðu“ því sem tiltækt var á þýzku flugvél- ina en hittu held ég engu skpti. Ég vil einnig geta þess að það var mér mikið ánægjuefni að vera sæmdur Fálkaorðunni is- lenzku. Það skeði eftir að ég lét af störfum á íslandi. Ég mat mikils þann heiður sem mér var sýndur og var hreykinn af að bera hana ... nú, þetta gengur allt betur þegar ég er byrjað- ur að rifja upp. Ég man nú eftir því að það var skipi sökkt hér rétt fyrir utan höfnina. Kaf- báturinn lá þar í leyni. Þetta var flutningaskip og það rak heil ósköp af bjórkössum og kústum á land. Já, ég hefi farið nokkuð um núna, að skoða gamla staði. Fór m.a. inn að Elliðaám og veiddi þar þrjá laxa. Ég var alveg himinlifandi, ég hefði gert mig ánægðan með einn. Ég vil svo biðja að heilsa öllum mín- um gömlu vinum og þakka inni- lega fyrir hlýjar móttökur. William Ermiles, var korpor- áll í 10. skriðdrekasveitinni. Þeir voru við stöð sem kölluð var White Horse. „Ég kom hingað upp 1942 og David Zinkoff: Byggði íþrótta- húsin við Hálogaland. var í 22 mánuði. Það var ánægjulegur tími þótt okkur leiddist nú stundum, og mun léttara en það sem við tók þeg- ar ég fór héðan. Ég eignaðist nokkra ágæta kunningja og átti með þeim góðar stundir. Við í skriðdrekasveitunum höfðum samt miklu minni frítíma en aðr- ir vegna þess að það voru engar varaáhafnir á drekana, og við urðum að vera tilbúnir til orr- ustu 24 tíma á sólarhring. Að vísu lauk dvöl minni hér án þess að við lentum nokkru sinni í orrustu en það var fyrir öllu að vera reiðubúinn og í góðri æfingu. Ég minnist þess að fyrst þegar ég kom hingað var ég settur á vakt. Strax fyrstu nótt- ina. Það var auðvitað kolniða- myrkur og hávaðarok og við börðumst fram og aftur kringum stöðina. Satt að segja held ég að allur þýzki herinn hefði get- að laumazt framhjá okkur þarna Við sáum ekki nema nokkur fet frá okkur. Nú, daginn eftir þeg- ar birti fórum við að sjá betur hvar við höfðum gengið. Ég tók eftir að félagi minn stóð stjarfur þar skammt frá og horfði niður- fyrir sig. Ég gekk til hans og sá að við vorum fram á hengi- flugi. Þar höfðum við verið rölt- andi um álla nóttina.“ „Svo að þetta hefur ekki ver- ið neinn dans á rósum.“ „Nei, ekki alltaf. En það var þó rólegra en það sem við tók, eins og ég minntist á. Ég fór héðan til Englands og þaðan með innrásarsveitunum í gegnum Þessa mynd tók Zinkoff á Hótel Borg 17. nóvember 1944. Á henni eru ýmsir merkir bandarísk- ir blaðamenn í hópi íslenzkra kollega sinna og annarra gesta. M. a. má þarna þekkja herra As- geir Ásgeirsson, forseta, Valtý Stefánsson, þá ritstjóra Morgunblaðsins, Sigurð Bjarnason ritstj„ Herstein Pálsson o. ÍI. Frakkland, Þýzkaland og Belgíu. Það voru ógurlegar orrustur oft á tíðum, sérstaklega í Þýzka- landi En ég komst heill á húfi burt frá því. Nú á ég lítið veit- ingahús í 84 Pensylvania og út- hiuta bjór í stað fallbyssuskota.“ Katharine Schlegel var ein fjölmargra hjúkrunarkvenna sem hér voru á stríðsárunum og eftir sögu hennar að dæma áttu þær ekki of góða ævi: „Ég kom 2. marz 1942 og var hér í fimmtán mánuði. Flestar vinstúlkur mínar voru hér í 22 mánuði og það átti ég líka að vera í upphafi, en þoldi ekki loftslagið og kuldann og var send út aftur. Ég held að ég hafi ekki kynnzt nema einum eða tveimur fslendingum þennan Katharine Schlegel: Þvotturinn var viku að þorna. tíma sem ég var hér þá. Við vorum svo bundnar að við gát- um ek’kert farið frá. Ég held að ég hafi séð meira á fyrsta deginum núna en ég sá alla fimmtán mánuðina 1942 og ’43. Við vorum ákaflega mikið ein- angraðar og útaf fyrir okkur, enda spítalinn á Helgafelli í Mosfellssveit og engar strætis- vagnaferðir eða slíkt, í bæinn. Heizta tiibreytingin var þegar sjóherinn bauð okkur upp í Hvalfjörð. Þar fengum við gott að borða og gátum látið okkur líða vel. En sú sæla varaði ekki lengi því að við þurftum alltaf að vera mættar kl. 12 á miðnætti og það tók tíma í þá daga að skrölta upp í Hvalfjörð á her- trukk. Aðbúnaðurinn fyrst í stað var mjög slæmur. Herinn stækk- aði svo ört þá að þeir gátu ekki framleitt nógu mikið af hlifðar- fötum og öðru slíku. Við höfðum því engin almennileg vetrarföt og það m. a. var ástæðan fyrir því að ég veiktist. Og húsakynn- in voru ekkert til að hrópa húrra fyrir. í þeim voru fyrst í stað engir ofnar eða hitunartæki og lá við að væri eins kalt úti og inni. Og svo var rakinn hræði- legur. Við urðum alltaf að klæða okkur uppi í rúmi og undir tepp- inu. Og ef við þurftum að þvo þvott, þornaði hann ekki fyrr en eftir viku. „Ég get ímyndað mér að þú hafir þá verið fegin að sleppa eftir fimmtán mánuði?“ „Nei, þó furðulegt kunni að virðast var ég það ekki. Ég hafði meira að segja reynt að komast hjá því að vera send heim, eins lengi og ég gat. Það var að vísu margt hægt að finna að lífinu en þegar þú ert með góðum vinum og ert að vinna að einhverju sem þú hefur áhuga á, þá skiptir harðræðið ekki svo miklu máli. Ég fór upp í Mos- fellssveit um daginn til að skoða rústirnar — og ég fékk tár í augun. David Zinkoff er formaður „Gleymdu drengjanna“. Hann var sendur hingað í apríl 1943 og var hér til 1945. „Mér var sagt úti að drengim- ir hérna á íslandi hefðu það ekki alltof gott. Þá skorti að- stöðu til þess að stunda ein- William Ermiles, gekk fram og aftur á hengiflugi fyrstu nóttina. hverja tómstundaiðju. Ég fékk það verkefni að bæta úr þessu. Það er ekki svo lítið starf fyrir. einn mann, og mikið undir því komið hvernig yfirmenn haes bregðast við. Ég var svo hepp- inn að minn yfirmaður var ekki einungis góður hermaður heldur einnig góður maður. Hann skildi vel þau vandamál sem við blöstu og hafði áhyggjur af því, hvað lítið var gert fyrir drengina. Hann sagði því við mig: „Zink, þú átt að gera allt sem hægt er til að bæta úr þessu. Og þegar ég segi allt, meina ég allt.“ Nú, þegar hershöfðingi gefur slíka yfirlýsingu hefur maður anzi góðan bakhjarl. Og ég gat fengið ýmislegt í gegn sem ann- ars hefði verið ómögulegt. Þeg- ar ég kom til að biðja um eitt- hvað svaraði hershöfðinginn já, áður en ég bar upp erindið. Hann var frábær maður. Með hans hjálp byggðum við það sem við kölluðum Andrews Field House, það sem þið kallið Há- logaland. Þar gátu mennirnir boxað, spilað körfubolta og leik- ið sér að vild. Benedikt G. Waage var góður kunningi minn og var mér innan handar um allt sem hann gat. Hann var góður maður, Benedikt og það fékk mjög á mig að heyra lát hans. Annar vinur minn var Guðmundur Arason, íþróttamað- ur. Hann hjálpaði mér mikið með allsk. skemmtiefni. Og hann er búinn að heimsækja mig núna. Fór með mig heim til fjölskyldunnar og við höfðum það gott þar eitt kvöld. Það var dásamlegt. Þegar hann hitti mig var eins og við hefðum verið að kveðjast daginn áður. Vinarhug- urinn hafði ekkert minnkað öll þessi ár, og hefur hann þó haft um nóg að hugsa. íslendingar eru mjög tryggir vinir. Annar góður drengur er Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri. Hann var lögreglustjóri þegar ég var hérna fyrst og við urðum góðir vinir. Og núna kom hann til mín og spurði hvort ég hefði séð Surtsey. Þegar ég sagði nei, fór hann með mig í tveggja tíma flugferð. Og svo bauð hann mér heim til fjölskyldu sinnar. Framihald á bls. 8. Albert Henderson, var yfirmað- ur hersins á Islandi. ísland Gamlir hermenn Voru hér á heimsækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.