Morgunblaðið - 04.07.1967, Page 21

Morgunblaðið - 04.07.1967, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967. 21 Hcrmann Sigurðsson bóndi í sigurvegari í góðhestakeppni og var myndin tekin þar. I.angholtskoti á Blæ. Blær varð á landsmótinu að Hólum í fyrra, SÆNSKI hárgrellðslumeistarinn Gerald Weiss, sem hélt nám- skeið fyrir hárgreiðsiukonur á vegum Hargreiðslumeistarafé- lags ísiands, sýndi listir sínar á Hótel Sögu nýlega. Var þar margt um manninn, en án efa voru flestar áhorfenda hár- greiðslukonur. Hlárgi'eiðsl'Uimeistarinn, sem refcur eina stœrstu hár.greiðs'liu- stofu í Stolklkihólmi, tjáði blaða- rnann.i .að hiöfuðatriði góðrar greiðisilu, væri að klippingin. væri rétt. Bkki þyrifti kilipping- in eingöngu að vera í samræmi við gr.eiðBliu.na, hefJdur þarf hún einnig að miða.st við hlárið ag anidlitsiMlið. Um þessar m.umd- ir er him sivolkaliaðia Twiggy greiðsla vinsæluist ' á meðal stúlikna á meginlianidi Bvrópu og reynétar víða í Bandariíkjunum. Twiggy-gi-.eiðl3.1,an er kennd við 17 ára gamla brezíka sýn.inga- stiri'ku, sem va.rð heiimsifræg fyr- ir ári siíðian og var hún m.a. stuttkilipipt eins og strákur. S4ð- an að Twiggy kom fram á sjón- arsviðið hafa margar fræiga r kioniur verið kóippt.ar eins og hún þ. á m. Miia Farnow, hin unga og fsJitega eigintoona Frank Sim.atra. Að sögn nolkikiurra aif hár- I ur maður og án eía á meðal greiðtsiluikonunum, sem námskeiS I þeirra frami.i.u i Eivrópu á sínu ið sóttu er Weiiss mjög fjöllhaeif- I sviði. Berald Weiss leggur hárið á einni stúlku. sem beffið hafði nm Twiggy-greiffsluna heimsf rægu. (Meff þessa greiðslu lík- ist stúlkan óneitanlega Twiggy). Hestamenn fjölmenna að Hellu.. UM næstu helgi safnast hesta- menn víða að af landinu saman á Hellu á Bangárvöllum, þar sem haldið verffur Fjórðungsmót hestamannafélaga á Suðurlandi. Mót þetta verffur sett klukkan eitt síffdegis á laugardag og því lýkpr með danssleik í Helluhíói á sunnudagskvöld. Alls koma 264 hestar fram í kappreiðum, góðhestakeppni og sýningu kyn- bótahrossa, auk þeirra, sem taka þátt í hópreiff félaganna á sunnu- dag. Glæsileg verfflaun verffa veitt sigurvegurum í keppnunum, pen ingaverðlaun, silfurbikarar og veggskiidir, og koma þarna fram sumir af þekktustu gæðingum og hlaupagörpum landsins. Reiknað jMMMMMHMMMMMHHHHMMMHjMMMMHMM| Skeiðkeppni viff EUiffaár 1962. Fremstur er Sigurður Ólafsson á Hrolli. Hestamenn fjúlmenna að Hellu Glæsilegt f[órðungsmót haldið þar um næstu helgi er meff því aff þetta verffi fjöl- sóttasta f jórffungsmót hesta- mannaféiaga, sem lialdiff hefur veriff. Þátttakendur í fjórðungsmót- inu eru 14 hestamannafélög allt frá Hvalfjarðarbotni austur að Núpsvötnum, og er mótið haldið á vegum þessara félaga, Lands- sambands hestamannafélaga og Búnaðarfélags íslands. Þetta er þriðja fjórðungsmótið, sem hald- ið er á skeiðvelli bestamannafé- lagsins Geysis á'Rangárbökkum, rétt sunnan við Hellu, þau fyrri voru haldin þar árin 1955 og 1961. Framkvæmdastjóri mótsins er Steinþór Runólfsson búfræð- ingur frá Hellu. f tilefni móts- ins ræddu þeir Einar G. E. Sæ- mundsen, formaður Landssam- bands hestamannafélaga, Bergur Magnússon, framkvæmdastjóri Hestamannafélagsins Fáks í Reykjavík, og Steinþór Runólfs- son frá Hellu við fréttamenn í gær og skýrðu frá tilhögun og undirbúningi mótsins. TVÍÞÆTT MÓT Mót þessi eru tvíþagtt, sagði Einar Sæmundsen, annarsvegar sýning kynbótahrossa og árang- urs hrossaræktunar, og hinsveg- ar hestaíþróttir, kappreiðar og góðhestasýning. Fyrra atriðið er mjög veigamikið á þessu móti, því óvenjumargir gripir verða sýndir á vegum hrossaræktarsam band’S Suðurlands og einstakl- inga. Kemur þarna m. a. fram stóðhestur með afkvæmum frá Kirkjubæjarbúinu. Auk þessara atriða er svo hópreið fulltrúa allra þeirra hestamannafélaga, sem að mótinu standa, og hefur sá liður mótanna jafnan vakið mikla athygli. Steinþór Runólfsson skýrði frá fyrirkomulagi mótsins. Sjálft mótið stendur yfir laugardag og sunnudag, en næstu tvo daga þar á undan eru keppnishross skoðuð og hestar dæmdir. Verða dómnefndir starfandi allan föstu- daginn við að „þukla og þreifa, mæla og reyna“ sýningarhross, eins og komizt var að orði. Fimm manna dómnefnd dæmir kynbótahross, en tvær þriggja manna nefndir góðhesta. Hvert aðildarfélag' senidir fimm gæð- inga til keppninnar, tvo klárhesta og þrjá alhliða gæðinga, nema Fákur, sem sendir einum meira í hvorn flokk. Áttu þvi gæðingarn ir að verða 72 alls. Kynbótahross in verða alls 102, þar af 12 með atkvæmum. Meðal kieppnishrossa í góð- hestakeppninni má nefna Blæ fná Langholtskoti í Árnessýlu, sem varð 'fyrstur í gæðinga- keppninni á Landsmótinu að Hólum í fyrra, og Viðar Hjalta- son frá Reykjavík, sem varð númer tvö. KAPPREIÐAR Kappreiðarnar skiptast í þrjár greinar, skeiðkeppni, 300 og 800 metra stökk. í skeiði keppa 16 hestar í fjór- um riðlum, þeirra á meðal Hroll- ur Sigurðar Ólafssonar, Logi Jóns Jónssonar í Varmadal og Neisti Einars Magnússonar, allir landskunnir skeiðhestar. Mest verður þátttakan í 300 metra stökki, eða 23 hestar. Þeirra á meðal eru margir ungir og lítt reyndir hestar, og getur keppnin orðið spennandi. 19 hestar taka nú þátt í 800 metra stökkinu, og má það telj- ast mjög gott. Að undanförnu hefur Þytur Sveins K. Sveins- sonar frá Reykjavík verið ein- ráður í þessari keppni, og tekur hann þátt í keppninni nú. En margir hesteigendur hafa hug á að binda enda á þessa sigur- göngu Þyts, hvernig svo sem það tekst. Meðal þátttakenda í greininni að þessu sinni má nefna, auk Þyts, Glanna Böðv- ars Jónssonar, og Geysi Magnús- ar Guðmundssonar. Hafa þeir og fleiri góðir hlaupagarpar verið í þjálfun að undanförnu, og von- ast eigendurnir til þess að þeir verði að minnsta kosti færir um að veita Þyt harða keppni. MERKIÐ HESTANA Eins og fyrr segir er búizt við miklum mannfjölda á mótið, sér- staklega er talið að hestamenn verði margir. Það er því nauð- synlegt fyrir hestamenn að hafa hnoss sín vel merkt, og er það gert með því að klippa bókstaf á vinstri síðu eða leind. Vestur Skaftfellingar hafa bókstafinn Z, hestar úr Rangárvallasýslu verða merktir L, úr Árnessýslu X, frá Fáki F, og aðrir hesitar vestan heiðar Y. Er mjög áríðandi að hestamenn fylgi þessum reglum, svo auðveldara sé að koma hest? um til skila, ef þeir tapast. Reynt verður að veita móts- gestum góða þjónustu, sagði Steinþór. Komið verður upp veit- ingatjaldi, sem tekur um 250 manns, og verða þar seldar allar nauðsynlegustu veitingar, matur, kaffi, gosdrykkix, öl o. fl. Norður af skeiðvellinum, við Rangár- bakka, verður stórt tjaldstæði, og er gestum ráðlagt að koma tím- anlega ef þeir vilja koma sér sem bezt fyrir þar. VERÐLAUN Margskonar verðlaun verða veitt, og skýrði Bergur Magnús- son fréttamönnum frá því helzta í þeim efnum. Verðlaunar Bún- aðarfélag íslands kynbótahest- ana, en hestamannafélögin veita verðlaun fyrir góðhestkeppni og kappreiðar. Keppni kynbóta- hrossa er í fjórum liðum: Stóð- hestar með afkvæmum (10 hest- ar), stóðhestar án afkvæma (30 hestar), hryssur með afkvæmum (tvær) og hryssur án afkvæma (60). Sigurvegari í hverjum flokki fær fallegan silfurbikar til eignar, og eru bikararnir gjöf frá fjórum kaupfélögum á svæðinu. Þá hefur útibú Búnaðarbanka ís- lands á Hellu ög útilhú Lands- banka Íslands á Selfossi gefið Fram á bls. 5 Þytur Sveins K. Sveinssonar. Myndin var tekin á Hólum í fyrra þar sem Þytur sigraffi í 800 metra stökki. Knapi var Affalsteinn Aðalsteinsson frá K irpúlfsstöðum. Strákaklipping vinsælust - kennd v/ð brezku sýningarstúlkuna Twiggy

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.