Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 04.07.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967. - GEIMFARAR Framhald af bls. 12. Var auðséð á öUu að „gamli maðurinn“ hafði unnið hugi og hjörtu geimfaranna. Eftir matinn dreifðust menn til ýmissa starfa. Sumir geimfaranna fóru í könnunar leiðangra um nágrennið og Ijósmyndarar í humátt á eft- ir þeim. Þeir sem höfðu eng- in sérstök verkefni lögðust og sleiktu sólskínið, spiluðu eða röbbuðu saman. Ég hitti að máli WilUam Reid Pouge, majór í flughernum. Pouge hefur 3400 flugtíma að baki sér, þ.á.m. 2800 í þot- ui,.. Hann barðist sem orrustu flugmaður í Kóreustríðinu og var um nokkurt skeið með- limur í bandarísku listflug- sveitinni „The Tunderbirds“. Fyrir utan það að fljúga heí- ur hann mesta ánægju af því að fást við stærðfræðiformú1- ur og „stúdera" rithendur. Hann hefur líklega flogið fleiri tegundum flugvéla en flestir aðrir flugmenn sem m.a. er vegna þess, að hann hefur ekki aþeins verið reynsluflugmaður fyrir banda ríska aðila, heldur var hann einig lánaður til Bretlands um tveggja ára skeið. „Ég hefi haft mikla ánægju af þessari heimsókn til ís- lands. Þjálfun okkar hefur haft í för með sér ferðir til margra fallegra ianda og þó að við þurfum jafnan að vinna og erfiða mikið er alltaí mjög gaman. Eins og þú veizt höfum við einnig verið á Hawaii til að læra jarðfræði, sérstaklega í sambandi við hraun og eldfjöll. Við vorum einnig í Burma og fórum þar í miklar og erfiðar fjallgöng- ur. Eins og þú skilur vitum við ekki gerla hvernig um- horfs er á tunglinu. Við höf- um ekkert nema ljósmyndir til að átta okkur á. En eftir þeim að dæma þá er lands- lagið hérna í óbyggðunum það líkasta sem ég hefi enn séð“. „Hvað skeður nú eftir alla þessa þjálfun og fyrirhöfn við að læra að þekkja mis- munandi bergtegundir ef hraunið á tunglinu er eins og á jörðinni?" „Þá verða jarðfræðingar ákaflega æstir og spenntir." „En ef það er eitthvað al- veg nýtt?“ „Þá verða jarðfræðingar ákaflega æstir og spenntir." Þetta er sjálfsagt rétt hjá Pouge. Það er nokkurn veg- inn sama hvað fyrstu geim- íararnir finna þarna uppi, jarðfræðingar — og reyndar allir aðrir — verða ákaflega æstir og spenntir. Við sögðum geimförunum frá fréttinni í útvarpinu, þar sem sagt var að einhverjir úr þeirra hópi yrðu líklega með þeim fyrstu til að stiga fæxi á tunglið. Þeir vildu lítið um það segja og töldu satt að segja ólíklegt að slík yfirlýs- ing hefði verið gefin. Það væru ennþá þrjú ár þar til tunglskotið færi fram og á- reiðanlega ekki byrjað að velja áhöfn á fyrsta farið. Þegar líða tók að miðnætti fóru geimfararnir að koma sér í bólið. Flestir þeirra sváfu í tjöldum en þó voru nokkrir m.a. Anders og Arm- strong, sem lögðust í svefn- poka sína úti undir berum himnL Og meðan þreyttir blaðamenn sátu í tjöldum sín um og hömruðu á ritvélarnar með kuldabólgnum fingrum hreiðruðu þeir um sig og sofn uðu vært. Eldsnemma í morgun var svo lagt af stað inn að Öskju- vatni. Snjóskaflar voru á veg inum og gekk stærri bifreið- unurn ekki vel að komast yfir þá. í einum þeirra festist fremsti bíllinn og vildi hvorki aftur á bak né áfram. Geimfararnir drifu sig út, settu í hann kaðla og drógu hann uppúr. Þá var ákveðið að fara ekki lengra akandi og menn öxluðu bakpoka sína og röltu af stað gangandi, Þegar komið var inn í dal- inn settust menn niður stund arkorn og Guðmundur og Sig urður útdeildu loftmyndum af svæðinu. Geimfararnir áttu svo að skipta sér í hópa, fara á vissa staði, segja frá því sem þar bar fyrir augu og út- skýra það eftir því sem þeir gátu. Höfðu þeir með sér seg- ulbandstæki í því skyni. Fyrst var gengið inn að Víti og þar settust menn niður og horfðu stórum augum á undr in. Það kraumaði og sauð í vatninu og einn geimfaranna sagði að líklega væri þetta veraldarinnar stærsti súpu- pottur. Við fréttamennirnir urðum að halda niður að tjaldstæðinu töluvert á und- an hinum, þar sem við áttum von á flugvél frá Birni Páls- syni til að flytja efni suður. en nú er „rellan" að koma og því ekki tími til að skrifa meira að sinnL Ég vil þó geta þess að lok- um að geimfararnir munu fá tigna gesti í heimsókn í Þorsteinsskála í kvöld, þar sem eru þeir Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, og Karl Rolvaag, sendiherra Bandaríkjanna. Þeir snæða með geimförunum í kvöld í skála í Herðubreiðarlindum. Á morgun fara geimfararnir til Akureyrar og fljúga það- an til Hellu. Verður rannsókn aræfingunum haldið áfram við Fiskivötn. - HESTAMENN Framh. af bls. 21 hvort sinn bikarinn til góðhesta- keppninnar, og vinnast þeir einnig til eignar. Auk bikaranna fá fimm beztu hestarnir í hvorum gæðinga- flokki veggskildi með steyptu hestshöfði og áletrun, og sams- konar skildi hljóta sigurvegarn- ir þrír í kappreiðúnum. Þrenn peningaverðlaun eru veitt í hverri grein kappreið- anna. í skeiði og 800 metra stökki eru fyrstu verðlaun tíu þúsund krónur, önnur verðlaun kr. 5.000,— og þriðju verðlaun kr. 2.500,—. í 300 metra stökki eru verðlaunin kr. 6.000,—, 3.000,— og 1.500,—. Á sunnudag klukkan tvö síð- degis er hópreið hestamannafé- laga inn á sýningarsvæðið. Fremstur ríður fánaberi með is- lenzka fánann, en á eftir honum koma 22 knapar frá hverju hestamannafélaganna 14 með fé- lagsfána sína. Hafa félögin hvert fyrir sig æft þetta atriði að und- anförnu, og verður fríðustu sveit mni veitt sérstök viðurkenning. Áður en hópreiðin kemur inn á sýningarsvæðið leikur Lúðra- sveit Selfoss nokkur lög. GESTIR VÍÐA AÐ Bergur sagði að mikill áhugi rikti meðal Fáksfélaga á þessu fjórðungsmóti. Leggja um 100 Fáksfélagar, með um 400 hesta, atf stað austur í fyrramálið. Komið verður að Geithálsi á há- degi, og aftur safnazt saman á Kolviðarhóli klukkan 5 síðdegis. Fyrsta næturgisting verður að Villingavatni í Grafningi, og sú næsta í Skálholti. Keflvíkingar eru komnir til Hellu með um 30 hesta, ög frétzt hefur að Skagfirðingar væru á leið suður með um 50 hesta. Þá er vitað að hingað til lands eru komnir 16 þýzkir bændur og eig- endur íslenzkra hesta til að heimsækja fjórðungsmótið. Hellumótið verður sennilega fjölmennasta fjórðungsmót, sem haldið hefur verið. Munu hesta- menn streyma til Hellu úr öllum áttum. Sýnir þetta vaxandi vin- sældir hestamennskunnar, og einnig hitt að hestamannafélög- um fjölgar mjög. Forsvarsmenn Hellumótsins, þeir Einar Sæmundsen, Steinþór Runólfsson og Bergur Magnús- son sögðu að lokum að áherzla yrði lögð á að mótið færi fram með röð og reglu. Lagt verður kapp á að koma í veg fyrir alla óreglu, sem oft vill bera á á fjölmennum mótum, þó hesta- menn eigi þar lítinn hlut að máli. Þremenningarnir sögðu að sögur færu af drykkjuskap hesta- manna, en þær sögur hefðu ekki við rök að styðjast. Allur fjöldi hestamanna iðkar íþrótt sina íþróttarinnar vegna og hefur and styggð á þeim, sem flækjast á mótin í þeim tilgangi að velta þar um útúrdrukknir, öllum til ama. — Hallgrímskirkja Framhald af bls. 5. um leið verður minnzt 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. Fer vel á þvi, að okkar dómi, að bygging Hallgríms- kirkju verði tengd þessu þjóð arafmæli, en til þess að svo megi verða finnst okkur, að Alþingi og Reykjavíkurborg megi styðja betur við bakið á okkur en hingað til. Framhald þessarar miklu kirkjubyggingar veltur svo auðvitað hvað mest á vinum hennar, hivar sem þeir eru, og við vitum að þeir eru margir og víða, og rétt þykir að benda á í þessu tilefnL að enn má fá keypt Gjafahluta- bréf Hallgrímskirkju, og fást þau hjá prestum lands- ins, í Reykjavík hjá bóka- verzlun Sigfúsar Eymundsson ar, bókabúð Braga Brynjólfs- sonar, Samvinnubankanum, húsvörðum K.F.U.M. og K. og hjá kirkjuverði og kirkjusmið um Hallgrímskirkju á Skóla- vörðuhæð. Við höfum enn 8 ár til að fullgera kirkjuna, og þótt segja megi, að mikið hafi á- unnizt, þá er fjölmargt enn ógert, en ástæðulaust með öllu að krvíða framhaldinu". sagði Hermann Þorsteinsson að lokum. vandervell) ^^Vé/a/e gur^y Dodge Chevrolet, flestar tegundir Bedford, disel Ford, enskur Ford Taunus GMC Bedford, disel Thames Trader BMC — Austin Gipsy De Soto Chrysler Buick Mercedes Benz, flestar teg. Gaz ’59 Pobeda Volkswagen Skoda 1100—1200 Renault Dauphine !> Jónsson & Co. Brautarholti 6. Simi 15362 og 19215 Hverfisgötu 42. KVIKSJÁ —k— -*- -*- —K— — ~K — --K- FRÓÐLEIKSMOLAR Sá siður tiðkaðist mjög lengi að kyssa á hönd, þess sem var tilbeðinn. Að kyssa hönd einhvers táknar vináttu og ást og lotningu. Fyrr á öldum heilsuðust miklir menn þannig að annar þeirra kyssti hönd hins. Þegar fórn- ir voru færðar guðunum, kysstu menn hönd sjáifra sín. Hinn vitri Salomon sagði: Hræsnarar þreytast aldrei á að kyssa hönd velunnara sinna. Þegar Catos hætti störfum í þjónustu hersins, kyssti hver einasti hermaður hönd hans. Rómversku keis- ararnir lögðu mikið upp úr því, að stærstu menn ríkis- ins kysstu hönd þeirra. Þeir sem voru af lægri stéttum rík isins, urðu að láta sér nægja að kyssa hempufald keisar- anna. Þegar kristin trú komst á fylgdi lotning handkossin- um. Nú voru það biskupar og aðrir andans menn, sem voru þeirrar ánægju að njót- andi að geta rétt fram hönd sina til að hún yrði kysst af samborgurunum. — Saltfiskur Framhald af bls. 5. ir í stjórn fyrir næsta ár: Hal- stemn Bergþórsson, Margeir Jónsson, Pétur Benediktsson, Tómas Þorvaldsson, Lotftur Bjarnason, Bjarni V. Magnússon, Sighvatur Bjarnason. Stjórnin skipti með sér verk- um, sem hér segir: Tómas Þor- valdsson, formaður, Pétur Bene- diktsson, varaformaður, Haf- steinn Bergþórsson, ritari. FÉLAGSLÍF Farið verður til« vikudvalar n.k. sunnudag, 9. júlí. Örfá sæti laus. Næstu ferðir 15,—21. júlí og 21,—27. júlí. Skiðaskálinn í Kerlingarf jöllum Sími 10470. kæliskápor Höfum fyrirliggjandi 5 stærð ir af hinum heimsþekktu PHILLIPS kæliskópum. 137 L 4,9 cft. 170 L 6,1 oft. 200 L 7,2 cft. 275 L 9,8 cft. 305 L 10,9 cft. Afborgunarskilmálar. Gjörið svo vel að líta inn. VIÐÖOINSTORG ■imi ^/5kólahóteliri d veg11rn Ferðasktifstofu ,ríkisim bjóða yðtir velkomin i sunun 'd i’ftirtölduw stöðum: 1 MENXTASKÖLANUM LAUCARVATNI 2 SKÓGASKÓLA 3 VARMALANDI í BOÉGA RFIRtíl 4 MENN TA SK Ó LA N Uð l AKUREYRI 5 ElfíÁSKÓLA OG 6 SJÓNIANNASKÓL ANUM í REYKJA VÍK Alls staðar e.r framrciddur hinn vinsrrli l ú x us m o rgu nverð u r (kalt horð).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.