Morgunblaðið - 04.07.1967, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 4. JÚLÍ 1967.
+Stjörnu-
áhipiÉ
EFTIR
KRISTMANN
GUÐMUNDSSON
yfirleitt gáfnasljór. Þó koma þar
alloft fram bráðgreindir menn,
einkum meðal konungafólks og
höfðingja. Reynum við jafnan
að mennta þá, eftir því sem hægt
er, en sjaldan hafa þeir reynzt
okkur hollir. Hnötturinn er und-
ir stöðugu eftirliti, og yfirleitt
hefur því verið vel tekið, en
stundum hafa okkar menn orðið
þar fyrir ýmsum skrokksjóðum.
Þarna eru allir jafn óskaplega
sólgnir í málma, sem er eini sam-
eiginlegi gjaldmiðill þjóða jarð-
stjörnunnar, og reyna þeir því
ávallt að ræna eða stela þeim
frá sendimönnum okkar. Það er
þó einstakt fyrirbæri að þeir
nái heilu skip á sitt vald, enda
tel ég ólíklegt að þem hafi tekizt
það. Hitt er svo alveg óskiljan-
legt, hvernig á því stendur að
ekkert skuli heyrast frá eftirlits-
skipinu, sem þangað fór fyrir
skömmu. Við vitum það síðast,
að það var að lenda á Stóra
grána, og allt var þá í lagi. Okk-
ur er algjör ráðgáta hvað kom-
ið hefur fyrir. Senditæki skipa
eru þannig úr garði gerð að þau
geta ekki bilað. Og að Hnatt-
búar hafi ráðizt á skipið og
sigrað áhöfn þess er alveg úti-
lokað. Þeir hafa mjög léleg vopn,
aðeins hnífa, axir og sverð, sem
reyndar eru í fárra manna hönd-
um; flestir verða að notast við
áhöld gerð úr steini. En okkar
menn eru allir vopnaðir löm-
unarbyssum, og geta því haít í
fullu tré við mikinn manngrúa.
Og eftirlitsmenn okkar eru ekki
fæddir í gær, heldur þrautþjálf-
aðir í viðureign við erfið mann-
kyn. Það er ekki nokkur leið að
átta sig á þessu“.
„Við munum ráða gátuna",
mælti Danó brosandi. „Nú er
Lenai að taka okkur út úr geim-
þyt“. —
í firðsjánni blasti við bláhvít
sól, skær og fögur. Og þarna kom
Stóri gráni veltandi utan úr
myrkrinu, ljómaður ljósi henn-
ar. Þetta var gríðarmikill hnött-
ur, mörgum sinnum stærri en
Jörðin, en grænn og blár úr
fjarska, eins og hún, og mjög álit
legur.
Þeir flugu inn í loftlagið og
niður í tuttugu þúsund feta hæð.
Fóru þeir síðan allmarga hringi
kringum jarðstjörnuna og virtu
fyrir sér yfirborð hennar. Þar
voru mörg og mikil innhöf, en
löndin náðu allstaðar saman og
voru fögur á að líta, skógivaxin
og gróðursæl. Litlar snæhettur
voru á pólunum og tíndar hvítir
á hæstu fjöllum. Lítið bar á
byggðinni, því að hvergi voru
stórar borgir, aðeins frumstæð
þorp og þéttbýli, sem oft var erf-
itt að greina frá gróðrinum og
landslaginu. Vegir voru engir,
aðeins troðnar götur og sást a
þeim nokkur mannaferð. Víða
meðfram ströndum hafanna voru
litlir bátar, og flekar úr saman-
bundnum trjám.
Ómar Holt spurði hvort ekki
væri erfitt að finna eftirlitsskip-
ið á svona stórum hnetti, það
hlyti að vera líkt og að leita
nálar í heystakk.
„Ekki ætti það að vera“, svar-
aði Danó „Við höfum örugg leit-
artæki. En það getur tekið tíma
að kanna allt þetta flæmi".
Furðuskepnan Spú, sem einn-
ig var með í förinni, stóð við
firrðsjána og tautaði eitthvað
öðru hverju á sínu eigin máli.
En allt í einu mælti hún á
tindra: „Ular verur og óhrein-
ar — búa niðri á jörðinni —
það er fýla af þeim!“
„Það er satt hjá Spú, að sumt
af fólkinu þarna er ekki þrif-
legt“, sagði Danó. „En sjúkdóm-
ar eru samt nálega ókunnir þar,
við höfum séð fyrir því, og eng-
ir gerlar sem okkur eru hættu-
legir. En varla verðum við að
fara, því að þessir skollar hika
ekki við að ræna mann, ef þeir
sjá færi á því. Ég var sendur
hingað einu sinni fyrir alllöngu,
og komst þá í krappan dans“.
Krass Dúmímaður, sem einnig
var kunnugur á hnettinum, tók
nú til máls: „Hér eru allar þjóð-
ir viðsjárverðar, en þó verstar
á suðurhvelinu og sumar þeirra
naumast hægt að kalla menn.
Ég kunni þó dável við Kárana,
en þeir eru dreifðir um meira
en hálfan norðurhelminginn og
eiga að heita siðaðir. Við erum
nú að nálgast höfuðstað þeirra,
þar sem konungurinn býr. Hann
heitir Ahár, og hefur hlotið
menntun á Laí; sonur hans og
dætur tvær hafa einnig dvalið
þar um nokkurt skeið“.
„Eru það snotrar stelpur?“
spurði Danó galgopalega. ,
„Rétt laglegar, held ég“, ans-
aði Krass áhugalaus. „Fallegar
stúlkur hef ég reyndar hvergi
séð nema heima á Dúmí. Þar er
kvenfólk sem óhætt er að koma
við“.
Leitartækin höfðu þegar verið
sett í gang, og Danó sat álútur
yfir mælunum. „Þgir visa á
málrna í allt að fimmtán hundr-
uð kílómetra fjarlægð“, sagði
hann í skýringarskyni við Óm-
ar. „Og geimþytsvélar verka á
þá, þótt þær Séu helmlngi lengra
í burtu“.
En eftirlitsskipsins varð
hvergi vart. Þeir svifu í gorm-
laga hringum umhverfis allan
hnöttinn, í tuttugu þúsund feta
hæð, en allt kom fyrir ekki. Þá
lækkuðu þeir sig niður í tíu
þúsund fet og héldu uppi sama
hætti, unz útséð þótti að skipið
fyndist á þennan hátt. Geimfar-
arnir voru allir orðnir áhyggju-
fullir, jafnvel Danó stökk ekiii
lengur bros. „Ég held bara að
þeir séu ekki hérna“, tautaði
hann og leit spyrjandi á félaga
sína. „Eða. þá að eitthvað óskilj-
anlegt hefur gerzt?1
— Ætlið þér, þjónn minn, að halda því fram nú, að sniglarnir
séu nógu vel soðnir?
„Ég finn í maga mínum að
þeir eru hér“, sagði Spú og bætti
við nokkrum ljótum blótsyrðum
á sínu eigin méili. „En það eru
aðrir líka — vond og hrekkjótt
kvikindi, sem búa í fúlum reyk!“
Danó reis á fætur og var
íhugull um stund. Svo rétti hann
úr sér og hló lítið eitt. „Við skul
um reyna þegnskap Ahárs kon-
ungs!“ mælti hann. „Hann kann
að vita eitthvað; en ekki alveg
víst að hann segi okkur það góð-
fúslega. Við sjáum hvað setur“.
IV.
Geimfararnir héldu nú norður
á bóginn, til hins víðlenda ríkis
Káranna. Fóru þeir sem leið lá
til höfuðstaðarins, sem reyndar
var þorp á stærð við Akureyri,
en lágkúruiegt að allri gerð. Þó
voru þar nokkur hús allstór að
ummáli, en ekki nema ein hæð.
Veggir voru hlaðnir úr hellu-
grjóti, lítil ferköntuð op í stað
glugga, og þökin úr torfi. En auk
þess var mikill fjöldi frumstæðra
kofa og hreysa, með gangstígum
á milli, en ekkert skipulag sást í
„borginni“. Miklir skógar voru
allt um kring, og virtust flest
trén bera ávexti, en þeir voru
aðalfæða ibúa hnattarins.
„Þeir þurfa lítið fyrir lífinu að
hafa“, sagði Krass Dúmímaður.
Enda eru þeir mestu letin.gjar,
og vilja ekkert á sig ieggja, nema
þá helzt að gera grönnum sínum
bölvun“.
„En einhver lög liljóta þó að
gilda í landinu, ef það er kon-
ungsríki?” mælti Ómar Holt.
„O, þetta er allt laust í reip-
um“, ansaði Krass í fyrirlitning-
arrómi. „Það er undirkonungur
eða fursti í hverju þorpi, og þó‘t
þeir lúti Ahár að nafninu til,
fara þeir öliu sínu fram og
greiða honum ekki rkatta, nema
þegar þeir þurfa á hjálp hans að
halda í þrætumálum sín á milli.
Og lögin eru víst aðallega í því
fólgin að dæma þegnana í út-
legð, ef þeir sýna höfðingjunum
mótþróa. Raunar er það hegning,
sem allir vilja varast, því að ná-
grannaþjóðirnar eru ekki gjarn-
ar á að sýna gestrisni þeim Kár-
um er verða að leita á þeirra
náðir“.
Þeir lentu skammt frá stærs'u
byggingunni, í stóru skógar-
rjóðri. Helmingur árásasveitar-
innar skyldi gæta disksins, en
hinn helmingurinn fylgja fyrir-
liðunum til konungsins.
Alan Williams:
PLATSKEGGUR
Barþjónninn lét eins og hann það er allt í lagi, þetta er borg-
sæi hann ekki, en sagði við
Anne-Marie: — Viljið þér
kæra þá?
Hinumegin í salnum sá hún,
að lögreglumaðurinn var að bú-
ast til að skerast í leikinn. —
Nei, það gerir ekkert til, sagðí
hún, — ég vil ekki valda neinum
vandræðum.
Barþjónninn sneri sér að
drukknu mönnunum. — ' Hafið
ykkur burt, sagði hann.
Sá litli fór eitthvað að snökta
í mótmælaskyni, en þá tók hinn
í handlegginn á honum og dró
hann burt, rétt í því að lögreglu-
maðutrinn kom að. Barþjónninn
sagði eittthvað við hann. Mað-
urinn sneri sér við, og vél-
skammbyssan snerist með hon-
um. Hann sagði við Anne-Marie:
— Við óskum ekki eftir neinum
vandræðum hér, ungfrú. — Það
er allt í lagi, þeir voru bara full-
ir, sagði hún. Svo lyfti hún hendi
til þess að laga á sér hárið, sem
hafði ýfzt og dottið undan skýlu-
klútnum. Lögreglumaðurinn
kinkaði kolli og sneri frá. Fylli-
bytturnar tvær voru komnar út
í hinn enda salarins. Barþjónn-
inn sagði: — Viljið þér enn fá
þetta vískí?
Hún leit upp og tók þá eftir
að hún skaif frá hvirfli til ilja.
Hún greip í brúnina á skenki-
borðinu. — Já, þakka yður fyrir,
tautaði hún og þjónninn ýtti
glasinu til hennar. Nú var klukk
an 11.41. Hún skellti í sig úr
glasimu, og seildist inn á sig eftir
peningum, en snerti hinsvegar
ekki við töskunaii.
Barþjónninn veifaði hendi. —
að.
Hún reyndi að brosa og þakk-
aði fyrir, en sneri sér síðan við
og gekk hratt gegn um matsal-
inn, framhjá konunni með bláa
hárið og áleiðis til lyftunnar.
Viskíið hafði róað taugar henn-
ar, en hún var enn með ákafan
hjartslá t og hana hitaði í and-
litið. Engar af lyftunum voru
staddar á hæðinni. Hún gekk
upp marmarastigann. Herbergi
274 var til vinstri. Enginn mað-
ur var í augsýn. Hún gekk örugg
um skrefum eftir teppalögðum
ganginum.
Hún kom að horninu og sneri
sér við. Að baki henni heyrðist
hurð látin aftur, og ritvél var í
gangi í eirnu herberginu. Hún
taldi númerin á dökkum, gljá-
fægðum viðnum. "68-70-72-74.
Hún stanzaði og stillti sig, lyfti
síðan handtöskunni. Engar hurð
irnar voru með handfangi, held-
ur var þeim aðeins læst innan
frá. Hún reif upp töskuna, greip
lykil úr henni, stakk honum í
skráargatið, sneri homum til
vinstri, ýtti upp hurðinni og
gekk inn.
Það var dimmt inni. Gangur
lá framhjá baðherberginu og
snyrti herberginu að svefn-
berginu, sem stóð á hálfa gátt.
Hún lét ytri dyrnar standa ofur-
lítið opnar. Ekkert hljóð heyrð-
ist úr svefnherberginu. Hún
flýtti sér og opnaði dyrnar al-
veg. Hlerararnir voru fyrir
frönsku gluggunum, og þarna
var þessi málmkerindi þefur af
loftræstingunni. Gegn um myrkr
ið gat hún rétt greint manninn,
sem lá undir ábreiðunni á tvö-
falda rúminu. Vindurinn hvein
úti fyrir, svo að hún heyrði ekki
andardrátt hans. Hönd hennar
lét þjófalykilinn detta aftur nið-
ur í töskuna, og í hendimni hélt
hún á skammbyssu, sem dula var
vafin um. Hún hélt henni í brjóst
hæð og hleypti af. Dulan dró
mikið úr hvellinum, svo að hann
heyrðisf ekki nema sem smá-
dynkur, en svo brakaði í ein-
hverju. Handleggur kom undan
rúmfötunum. Hún gekk skref
áfram og skaut aftur. Fyrri kúl-
an hafði brotið flís úr rúmgafl-
inum, en sú seinni lenti í kodd-
anum. Höfuðið á manninum kom
upp og tók að æpa. Röddin var
há en rám, og hún reyndi að
hlusta ekki á hama meðan hún
miðaði enn og hleypti af. Nú var
3
maðurinn kominn hálfur út úr
rúminu dró með sér ábreiðuna.
Hún kreisti skammbyssuna báð-
um höndum og horfði á hann
koma út úr rúminu og í áttina
til hennar og draga enn ábreið-
una á eftir sér. Hún hleypti enn
af og sódavatnsflaska á borðinu
brotnaði. Hann seildist eftir
henni og flæktist þá í ábreið-
unni. Næsta skoti miðaði hún
lægra og heyrði þá, að hann tók
andköf. Hún skaut enn tvisvar
og þá hrasaði hann og helming-
urinn af andlitinu á honum
hvarf.
Hann lá nú á hnjánum á gólf-
inu og herbergið var orðið fullt
af ópum hans og svo af púður-
reyk. Hún horfði á hann meðan
efri hluti líkamans seig til jarð-
ar og maðurinn var dáinn.
Hún hörfaði til baka og rakst
þá á fataskápinn, en tróð sér
fram hjá honum og á dyr. Hún
var hríðskjálfandi er hún renndi
sér út í ganginn. Hún leit í báðar
áttirnar og tók svo til fótanna.
Að baki hennar heyrðist hurð
skellt. Hún hljóp fyrir hornið
og hafði næstum rekizt á digran
mann í sloppi, sem stóð gapandi
og starði eftir ganginum. Hann
kallaði til hennar um leið og
hún fór fram hjá honum: —
Hvað er að? Hefur einhver
meiðzt?
Hún hljóp áfram, án þess að
svara honum. Einhvern veginn
fór hún að athuga númerin:
307-305-303 .... Hún komst að
stiganum og þaut niður, og tók
þrjú þrep í einu. Lyftan fór
framhjá henni á uppleið. Að of-
an heyrði hún einhver óp. Hún
komsit niður á næsta stigagat og
varð litið á skiltið, sem á stóð:
„Þriðja hæð. Nr. 200-300“. Þarna
var þá herbergið nr. 274. Hún
stanzaði ekki, en átti í vandræð-
um með töskuna, þegar hún hljóp
niður sitigann. Henni var að
verða það ljóst, að hún hafði
verið á fjórðu hæð. Hún hafði
drepið skakkan mann. Þegar
hún hljóp gegn um forsalinn, gat
hún alveg séð hann fyrir sér, á
hnjánum á gólfinu og helming-
urinn af andlitinu horfinn.
Hún var gjörsamlega máttlaus
í öllum liðum, er hún kom út og
sá svarta bílinn, sem beið henn-
ar handan við götuna. Þá var
hún farin að gráta.
FYRSTI HLUTI.
Á FJALLINU HELGA.
1. kafli.
Hollendingurinn Pieter van
Loon stanazi við klausturvegg-
inn og tók að kveikja í pípunni
sinni, og beið þess, að Neil
Ingleby næði i hann. Englend-
ingurinn var einum fimmtíu
skrefum á eftir honum, og stit-
aðist upp brekkuna með bak-
poka og ferðaritvél.
Þeir félagar höfðu verið á
göngu í meira en fjórtán klukku
stundir, síðan þeir fóru frá síð-
asta klaustrinu um sólarupprás
og höfðu gengið eftir öllum
fjallhryggnum á skaganum.
Þeir höfðu ekki stanzað nema
rétt til þess að fá sér bita hjá
munkum í einhverjum víngarði,
en annars ekki nema rétt öðru
hverju til þess að fá sér hress-
ingu úr pottflösku af ouzo, sem
van Loon hafði með sér.
Neil Ingleby kom til félaga
síns, kúguppgefinn. Hollending-
urinn glotti og blés srvörtum
reyk út i loftið. — Þú ert ekkert
sérlega státinn, félagi Neil!
Englendingurinn tók af sér
bakpokann og ritvélina, og
hneig niður á grýtta jörðina, við
hliðina á van Loon, sem laut
höfði fram á hnén. Hollending-
urinn tók upp flöskuna, sem var
enn hálffull af vatnsblönduðu
ouzo. Þeir supu báðir djúgt á,
og fundu vökvann hita sér inn-
vortis, sterkan og rr.eð ofurliitlu
anisbragði, og þeir litu niður að
sjónum og á eiðið, sem var langt
fyrir neðan þá, þar sem Xer-
xessskurðurinn skildi einu sinni
eyna frá meginlandi Grikklands.
Fyrir handan gátu þeir aðeins
greint litlu borgina Ierrisou, með
öll hviitu húsinu og steinbryggj-
una, þar sem stúlkurnar gengu
á kvöldin, tvær og tvær, arma 1
arm.
— Það mundi vera góður stað-
ur að eiga heima á, sagði van
Loon. Þar gæti maður náð sér 1
fallega stúlku og 'ifað í ró og
næði, og svo sloppið yfir skurð-
inn þegar maður væri orðinn leið
ur á öllu saman. Hann hló og
hristi höfuðið, og nauit þessarax
tilhugsunar með einum sopa til
af ouzo.