Morgunblaðið - 15.07.1967, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 15.07.1967, Qupperneq 24
24 MORGL’NBi.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. JÚLÍ ÍÍXW ^Jjtjornu óLipiÉ EFTIR KRISTMANN GUÐMUNDSSON styrk. Við höfum enn ekki náð fullum þroska sem menn, en er- um þó laus við þá skugga sem valda kvöl og harmi. Þið nefnið þá ýmsum nöfnum, en eitt þeirra nægir: sjálfselska. Lög- mál tilverunnar er þannig vax- ið, að því meira sem þú girnist, því minna færðu, en er þú ósk- ar þér einskis framar, þá veitist þér allt.“ Ómar Holt gat ekki varizt brosi. „Ekki er nú von að vel fari fyrir okkur Jarðarmönnum, úr því að svona er i pottinn bú- ið,“ sagði hann. „Hvað bíður síns tíma. Þið eig ið eftir að fullorðnast — við höfum líka verið ung og heimsk og ófarsæl." Þau litu hvort á ann að, og enn vakti ljóminn af feg- urð þeirra og hamin-gju angur- værð í brjósti hans. „Eruð þið eina þjóðin á hnett- inum?“ spurði hann eftir stutta þögn. „Já. En fuglarnir okkar, sem frjóvga blómin, eru líka skyni gæddir. Það er söngur þeirra sem skapar þessa tónlist, er þú heyrir allt um kring.“ Hún gaf frá sér lágt blísturshljóð, og nær samstundis komu nokkrir fugl- ar fljúgandi. Þeir voru á stærð við kólibría, og glitruðu í sól- skininu eins og ópalar. Dálitla stund voru þeir kyrrir í loftinu, og frá þeim bárust glaðir, sam- ræmdir tónar, er minntu íslend- inginn á leik kátra barna. „Þeir tilheyra annarri þróun en við,“ sagði húsbóndinn, „en eru góðir vinir okkar og starfa með okkur að viðhaldi gróðurs- ins.“ „Vinnið þið með höndum ykk- ar?“ spurði Ómar. „Nei, aðeins með huganum. Með honum einum gætum við fært þessi fjöll úr stað, ef við vildum. Þannig sköpum við líka húsin okkar og þá hluti sem við þörfnumst, til dæmis flugförin. Það eru engar vélar í þeim; við hefjum þau á loft og hreifum þau með hugaraflinu einu sam- an. Reyndar notum við þau næsta lítið til ferðalaga, nú orð- ið, við svífum bara sjálf. En það er gott að grípa til þeirra, þegar gestir koma til okkar.“ Ómar laut höfði. „Eigið þið engin börn?“ spurði hann feimn islega. Bros þeirra voru fegri en orð fá lýst, og nú brostu þau bæði. „Börnin okkar fæðast fullvaxta. Þau eru huggetin og hugborin. Og þau koma ávallt tvö í senn, því að á þessari jarðstjörnu eru eingöngu tvíburasálir, en það eru menn og konur sem hafa verið sköpuð hvort fyrir annað á morgni lífsins og skilja aldrei framar, eftir að þau hafa mætzt hér. Þess vegna ríkir fullkom- in hamingja og friður okkar á meðal, og því þráum við heitast af öllu að gefa öðrum hlutdeild í sælu okkar.“ „Gott eigið þið,“ sagði íslend- ingurinn lágróma. Húsmóðirin fagra brosti við honum og mælti: „Lát huggast, bróðir, þetta bíður einnig þín úti í framtíðinni. Og þú getur flýtt fyrir því, á þann hátt að vinna nytsöm sörf í þágu ann- ara.“ Litlu síðar stóðu þau á fætur og spurðu, hvort hann vild: gera þeim þá gleði að fara með þeim til guðsþjónustu, er halda skyldi uppi á fjallinu. „Félagar þínir munu einnig koma þangað, þeir er þess ós-ka, ásamt fólk- inu hérna í grenndinni.“ Þau stigu inn í flugfarið og settust þar á hægindi. Andart3k: síðar lyftist það upp af þakinu og leið hægt yfir borgina, í átt til fjallsins. Ómar sá að mörg önnur flugför héldu sömu leið, en einnig fjöldi af nöktum mann eskjum, er svifu um loftið tvær og tvær saman. Undir hvítum klettastöllum hæsta tindsins var allstór, grasi vaxin flöt, umgirt lágum blóma- runnum. Þangað stefndu allir. Farartækin voru skilin eftir á lyngvöxnum rinda, skammt það- an, en síðan var gengið hægt inn á flötina, og voru Hnattbúar nú hátíðlegir á svip og þögulir. Á þeim hluta flatarinnar er frá klettunum sneri, voru hlaðn ir setbálkar, og tóku allir sér sæti þar. Ómar sá að félagar hans úr diskinum voru þarna saman komnir. Ímenna Kha sat rétt hjá honum og leit til hans sem snöggvast. Hann skynjaði hreinleikann í fagurbláum aug- um hennar, og nú fannst honum, í fyrsta sinn eftir að þau kynnt- ust, að bilið milli þeirra væri ekki óbrúanlegt, því að gagnvart íbúum þessarar jarðstjörnu voru þau bæði lík börnum. Og það var sem hún hefði skilið hugs- anir hans, því að hún hneigði höfði, eins og til samþykkis, og blítt bros lék um varir hennar. Hann brosti á móti, og gleymdi því áð hann var kominn af van- þróuðu, blóði storknu mannkyni úti við rönd sólnahverfisins. Djúp þögn ríkti í rjóðrinu und ir klettunum hvítu. Og þegar hljómlistin hófst, var hún svo þíð og mild að hún rauf ekki kyrrðina, en samræmdist henni og hóf hana á æðra stig. Ómar Holt gleymdi öllu öðru, meðan hann hlustaði á þessa dular- Ijúfu tóna, er virtust til þess hæfir að græða öll mein og svala hverri þrá. Áhrif þeirra voru djúptæk og einkennileg; þeir fylltu huga hans ómótstæði legri birtu, smugu in í leynd- ustu afkima sálarinnar og eyddu skúminu, hröktu skuggana á flótta, svo að honum vitraðist hvað það er að vera hreinn mað- ur. Og hann fann, án nokkurs efa, að hann var eitt af börnum Hins algóða Höfundar tilverunn ar, að allar lifandi verur voru systkini hans og s-ameinaðar honum í órjúfandi einingu. Svo varð þögn, hvít og blá og ómandi þogn, er snerti hjarta hans með geislafingrum og fyllti hugann fögnuði. Ein'hver kom við arm hans og hann leit upp. Undir klettarið- inu stóð ljósbjört vera og lyfti höndum sínum í blessun. Hann starði á hana í algjöru sjálf gleymi, en gerði sér enga grein fyrir útliti hennar. Kristur —- hugsaði hann — þetta er Krist- ur! Og hjarta hans fylltist af g.leði sem naumast varð afbor- in; hann lokaði augunum og byrgði andlit sitt. vm. Farþegar stjörnuskipsins dvöldust nokkra daga á jörð nakta fólksins, og nutu fegurð- arinnar, sem alls staðar umvafði þá. Á daginn var sólskinið hvítt, en Ijósrautt kvölds og morgna. Birta hinna nálægu stjarna kom í stað tunglskins um nætur, en enginn máni fylgdi hnetti þess- um. Ómari og félögum hans var fengið rúmgott skrauthýsi til fbúðar, og voru þeir allir mjög hrifnir af móttökunum á þessum dlýrðarhnetti. Heimamenn færðu þeim ávexti, og voru ávalt þjónustureiðubúnir að þóknast Alan Williams: PLATSKEGGUR Neil brosti. — Væri það ókurt eisi að spyrja yður, hvað þér eruð þá að gera hérna í Aþenu? Sveitt andlitið á manninum setti snögglega upp einhvern lymskusvip. — Hr. Ingileby, fyrir mann með leyndarmál eru ekki til ókurteisar spurningar — að- eins ókurteis svör. Hann skríkti og drakk niður í mitt glasið. — Jæja, þá er það morgunverður- inn! Þeir hafa ágætis grískan mat hérna — eða þið getið líka fengið flesk og egg, ef þið vili- ið það heldur. Hann kilappaði Neil á öxlina. „Góðan enskan morgunverð og Johnny Walker með!“ sagði hann og skríkti eins og stelpa. — Ég vil helzt gríska matinn, sagði Neil. Van Loon var á sama máli, og sendi Neiil augnagotu yfir glasið, en Pol stikaði yfir að borðinu og talaði í einn hvíta símann. Neil velti því fyrir sér, hver mundi kosta þessa íbúð — var það njósnaskrifstofan eða frönsku húsmæðurnar, sem skiptu við kjörbúð Pols? — Hve lengi verið þér í Grikk landi, 'hr .Ingleby? sagði Pol, er hann kom frá borðinu og hafði fyllt glasið sitt aftur. — Kannski svo sem mánuð. En þér? — Ja, það er nú mest undir honum vini okkar, honum Broussard, komið......... öðru nafni hr. Martel. Hann leit glettnislega til Neils yfir glas- ið: — Að minnsta kosti vona ég, að við sjáumst eithvað aftur. Þá var barið að dyrum. Þjónn ók á undan sér morgunverði: það var kanna af svörtu kaffi, skál- ar með súrmjólk, með brauð- mylsnu ofan á, og digrar fíkjur, vafnar inn í vínviðarblöð. Þeir átu svo allir þrír með all- an hugapp við matinn — þetta var fyrsta siðaðra manna fæð- an, sem þeir félagar höfðu bragð að í meira en hálfan mánuð. Pol mokaði matnum upp í sig með ægilegum hraða, svo að súrmjólk in sat eftir í skegginu á honum, og skolaði niður matnum með nýju glasi af Jöhnny Walker, en svo sneri hann aftur að símun- um. — Ef þið viljið fá bað, eða 13 rakvatn, er það hérna við hlið- ina. Svo valdi hann númer og hóf samtal á bullandi frönsku. Eftir því sem Neil gat greint af því, úr baðherberginu, var hann að gefa einhverjar áríðandi fyr- irskipanir. Röddin var valds- mannleg og minnti ekkert á kát an kaupsýslumann, sem var að éta yfir sig, upp á ferðakostnað- arreikninginn. Neil teygði út sér í baðinu, lauk úr öðru glasinu sínu, burst aði sig allan upp úr ilmandi sápu, þangað til vatnið var orð- ið grátt, og 'hugsaði með sér, að verr en þetta væri hægt að verja fyrsta morgninum í fram- andi borg. Hann rakaði sig með rakvél Pols og makaði sig í smyrslum hans, og tók þá eftir því um leið, að hillurnar þarna voru fullar af allskonar fegrun- armeðölum og vítamínpilluim. Honum var skemmt að hugsa til þess, að Pol væri hégóma- gjarn. Inni í setustofunni var Pol að tala í símann af miklum móði, með nýtt viskíglas í hendinni. Hann benti Neil á stól, en van Loon gekk tifl baðherbergisins. „Já, já...... vitanlega! Það er allt og sumt, sem ég get gert í bili, annað en bíða. Hann lagði símann, kom aftur bullsveittur og hneig niður í hæ'gindastólinn við gluggann. Andartak sátu báð ir þögulir, sötruðu úr glösun- um og nutu hlýju golunnar, sem kom inn um gluggan utan af Egeushafinu. Po.1 varð fyrri til að rjúfa þögnina. — Munduð þér hafa fræðilegan áhuga á þessu máli, hr. Ingleby? — Vitanilega. Ég ætla að skrifa grein um Broussard á Athos, ef þér eigið við það. — Já, það gæti verið ágætis greinarefni, þar er eg á sam„ máli. En mér var nú að detta dá- lítið annað í 'hug, sem gæti ver- ið enn meira spennandi. Hann þagnaði. Neil fann, að loftið milli þeirra var orðið rafma.gn- að. Hann spurði varlega: — Og hvað væri það? Pol gerði einihverja tvíræða hreyfingu með ljósrauðu hönd- unum. — Ég er hræddur um, að ég ge.i ekki sagt það alveg ná- kvæm sga á þessu stigi máls- ins. En ef mér ekki skjátlast, fer bráðum eitthvað að gerast í Norður-Afríku. Hann hringlaði ísmolunum í glasinu sínu. Aftur varð þögn , svo að ekkert heyrð ist nema ýms óviðkomandi hljóð — bílflauta frá Pireus, og frá Van Loon sem var enn í bað- inu. Pol þurrkaði á sér ennið og gætti þess vandlega að ýfa ekki 'hárið. — Þegar ég sá nafnið á vegabréfinu yðar, hr. Ingleby, kannaðist ég strax við það. Ég hef lesið ýmsar greinar eftir yð- ur — þær voru teknar upp í „Lé Canard Enohaine“. Neil kinkaði kolli hreykinn. — Það var ein, sem ég kunni sérstaklega vel við — um óró- ann í verndarríkinu í fyrra. Neil mundi eftir þessari grein. Það hafði verið glettin frásögn skrifuð meðan Guérin hershöfð- ingi var að hóta að senda fall- hlífarmenn til Parísar. Neil hafði lagt það til, að þjóðhollir flugmenn flygju með falllhlífar- hermennina áfram og léti þá detta yfir Wigan og Blackpool og láta þá svo sjálfa um að rata heim á eftÍT. Pol skrikti og saup vel á: — Ég hefði gjarna viljað finna þetta upp sjálfur. Á hættutím- um eru óforralegustu aðferðirn- ar oft þær beztu. — Þetta var nú ekki meint í alvöru, sagði Neil. —- Nei, nei! Kannski ekki í al- vöru. En sem úrræði kynni það að hafa getað dugað. Neil leit á hann með brosi kunnáttumannsins. — Það hefði nú samt ekki hindrað fallhlífar- mennina í að drepa nokkur hundruð manns, jafnvel í Wigan. — O, þessir fallhlífarhermenn, sagði Pol og hristi höfuðið dap- urlega. — Ég er hræddur um, að Frakkland sé altekið af þessum glæsidraugum. Við erum orðnir næstum eins sjúklegir og Þjóð- verjar. Hann saup aftur drjúgt á. — Þér skiljið, að ég 'hef alltaf verið róttækur í skoðunum. Ég held, að undir réttum kringum stæðum, gæti ég jafnvel orðið uppreisnarmaður. En það er 'bara sá hængur á, að ég er líka kapd- talisti. En þér megið ekki mis- skilja mig. Þegar fasisminn lyft- ir hausnum — þegar menn eins og Giiérin og Broussard reyna að ríða á öldufaldi sögunnar — þá bregð ég sverði mínu, hr. Ingleby! Þá verð ég stríðsmaður! Hann hallaði sér aftur á bak og þerraði andlitið. — Ég held eftir þessum greinum yðar að dæma, þá séuð þér róttœkur — vinstrimaður? Neil var svo vel uppalinn, að hann vildi ógjarna fara að ræða stjórnmálaskoðanir sínar við ókunnuga. Hann fór undan í flæm ingi og svaraði: — Jæja, meira eða minna. — Og hatið fasismann? — Vitanlega. — Einmitt! sagði Pol og brosti. Ég held, hr. Ingleby, að við gætum vel unnið saman. — Unnið saman? Neil hleypti brúnum. — Ég fylgdist ekki al- mennilega með yður. Eruð þér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.