Morgunblaðið - 20.07.1967, Síða 2

Morgunblaðið - 20.07.1967, Síða 2
MORGWBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1967 Pólýfónkórinn tekur í stærsta söngmóti hei IMirenfisf 10 ára starfsafmælis síns á þessu ári ST/ERSTA söngmót heims — Europa Cantat eða „Evrópa syngur“ — verður halðið í belg ísku borginni Namur dagana 29. júlí til 6. ágúst. Meðal þátttöku- kóra í þessu móti verður Plý- fónkórinn, en mót þetta sækja flestir beztu blandaðir kórar álfunnar og víðar að úr heim- iUlharður órekst- ur á Miklabraut ALLHARÐUR árekstur varð á gatnamótum Miklubrautar og Háaleitisbrautar klukkan rúm- lega 21 í gær. Slasaðist kona, sem var farþegi í annarri bif- reiðinni og er Mbl. fór í prentun var hún til rannsóknar í Slysa- varðstofunni. Tildrög slyssins voru þau, að srtórri bandarískri bifreið var ek- ið austur Miklubraut á hægri ak rein, en lítilli evrópskri bifreið norður Háaleitisbraut. Skipti engum togum að litlu bifreiðinni Framhald á bls. 23 inum. Þetta er tíunda starfsár Pólýfónkórsins og er stjómandi hans frá upphafi Ingólfur Guð- brandsson. „Evrópa syngur“ er mesti viðburður á sviði kórsöngs í heiminum nú. Mót þetta er hald ið að tilstuðlan Sambands Kóra Ungs fólks í Evrópu og er mót ið í ár hið þriðja í röðinni. Fyrsta mótið var haldið í Pass- au í Þýzkalandi árið 1961 og árið 1964 var mótið haldið öðru sinni í Nevers í Frakklandd. Ev- rópa syngur" er ekki keppnis- mót, heldur vinna þátttökukór- arnir saman að lausn listrænna viðfangsefna undir merki tón- listarinnar. Þetta verður önnur söngför Pólýfónkórsins til útlanda en árið 1961 fór kórinn í tónleika- för til Bretlands. Vakti kórinn þá mikla athygli og söng hann bæði í sjónvarpi og útvarpi, auk þess sem hann tók þátt f al- þjóðlegu söngmóti í Wales. Með al dómenda þar voru nokkrir af forstöðumönnum „Evrópa syng ur“ og buðu þeir Pólýfónkórn- um að taka þátt í næsta söng- móti, sem nú stendur fyrir dyr- um. Ekki munu nærri allir þátt- tökúkórarnir í „Evrópa syng- ur“ halda sjálfstæða tónleika á mótinu, en þó mun Pólýfónkór- inn koma tvisvar sinnum sjálf- stætt fram að þessu sinni. Fyrst verður það við opnun mótsins 29. júlí og seinna á sjálfstæðum tónleikum hinn 4. ágúst. Stjórn andi verður Ingólfur Guðbrands son. Auk þess mun kórinn flytja ásamt öðrum þátttökukórum motettu fyrir sex radda kór eft- ir Orlando di Lasso undir stjóm Gottfried Wolters og á lokatón- leikunum tekur kórinn þátt í flutningi verksins Conserva me, Domine eftir Blanchard, en það verk er samið fyrir 3 sex radda kóra og hljómsveit. Stjórnandi þess verks verður César Geoff- rey frá Lyon. Söngfólk í þessari söngför Pólýfónkórsins er alls 45 manns. Núverandi formaður kórsinsL er Rúnar iEnarsson. Pólýfónkórinn heldur hina ár- legu tónleika fyrir styrktarfé- laga sína í Austurbæjarbíói n.k. miðvikudag, og flytur þá sömu efnisskrá og á hljómleikum sín- um í Belgíu. Hefjast tónleik- arnir klukkan 9.15. Karlar — hugsi við Tjómina í Reykjavík. (Ljósm.: ÓI. K. M.) Um fimmleytið á mánudaginn vildi það slys til, að Landrover- jeppi og vélhjól rákust saman á gatnamótum Sundlaugavegar og Laugarásvegar. Jeppinn kom upp Sundlaugaveg og ætlaði ökumaður að beygja til hægri, inn á Laugarásveg. Vélhjólið kom niður Brúnaveg, sem er beint frambhald af Sundlauga- vegi, og lenti á vinstri hlið jeppans. Ökumaður vélhjólsins virtist lítt eða ekki meiddur, og má það eflaust þakka þvi, að hann hafði hjálm á höfði. Jeppinn skemmdist nokkuð. Á með- an lögregluþjónarnir unnu að mælingum á slysstað, kom lítil Opelbifreið upp Sundlaugaveg og stefndi upp Brúnaveg, en lenti aftan á kyrrstæðri, mannlausri bifreið, sem stóð við gang- stéttina. Freistandi er að álíta, að ökumaður bifreiðarinnar hafi haft hugann meira við það, sem var að gerast á gatna- mótunum en aksturinn. Báðar bifreiðirnar skemmdust lítillega, Opelbifreiðin þó meira. (Ljósxn.: Þorgrímur Gestsson) RitskoBun aflétt í S-Viefnam Saigon og Washington 19. júlí AP-NTB. ST.TÓRNIN í Saigon skýrði frá því í dag, að ákveðið hefði verið að aflétta ritskoðun fréttaskeyta frá landinu frá og með fimmtu- deginum 20. júli (í dag). Það var Ky forsetisráðherra S-Vietnam sem skýrði frá þessu. Ky sagði, að þó myndu á þessu gerðar undantekningar, ef um væri að ræða fréttir sem snertu öryggi landsins. Bandarísfcar sprengijutfluigvélar gerðu í dag harðar árásir á olíu- birgðarstöðivar og eldtflautgapal'la sikaimimt frá Haiphong og steig reykurinn 2 km í lotft upp, að sögn sjónarvotta. Ol'íugeymtar -T Fundið Atlantis á eyju norðan Krítar? Boston, Massachusetts, 18. júlí, AP. f DAG var í Boston skýrt frá niðurstöðum rann- sókna, sem þykja benda til þess að bráðlega kunni að siannast frásagnir Platons af eylandinu týnda, Atl- antis. Tæpum 100 kílómetr- um norðan Krítar, á eynni Thera í Eyjahafi, hafa fundizt rústir mínóískrar borgar, sem haft hefur um 30.000 íbúa og eru níu til fimmtán metrar eldfjalla- ösku og gjalls ofan á rúst- unum. Frá fundi þessum skýrði Dr. James W. Mayor, jr., frá Woods Hole haffræðistofmm- inni, og frú Emily Vermeule, sem fengið hefur styrk til rannsókna frá Boston Muse- um of Fine Arts. Tóku þau bæði þátt í leiðangri, sem gerður var út af Bandaríkja- mönnum og Grikkjum sam- eiginlega með það fyrir aug- um, að kanna hvort satt væri að áhrifa minóískrar menningar gætti í ríkara mæli en áður hefði verið tal- ið á eynni Thera, sem er eins og áður sagði 100 kílómetrum norðan við Krít, miðstöð minó ískrar menningar forðum daga. Sögðu þau, Dr. Mayor og frú Vermeulen, að leiðangur- inn hefði fundið á eynni rústir borgar þeirrar sem áð- ur sagði frá. Grafin hafa ver- ið upp nokkur hús á svæði þvi er kannað var og eru þau að sögn betur varðveitt en hús þau er grafin hafa ver ið úr jörðu í Knossos á Krít. Þá borg fann Sir Artlhur Ev- ans, hinn kunni brezki forn- leifafræðingur, og stóð fyrir uppgreftri hennar á árunum 1901 til 1936. Frú Vermeulen gat þess ennfremur, að meðal muna þeirra er fund- izt hefðu við uppgröftinn á Thera nú, væru veggmyndir, leirker og olíukrukkur. Dr. Mayor setti fram þá til- gátu árið 1965, að eylandið týnda, Atlantis, sem gríski heimspekingurinn Platon seg- ir frá, hafi verið þjóðsagna- ken,nd frásögn af einhverjum útverði minóískrar mennirpg- ar, sem bar hæst um 1500 f. Kr., einmitt um sama leyti og mikil eldgos urðu á Thera og annarsstaðar í Eyjahafi. Sýnishorn tekin atf leiðang- ursmönnum er komu til eyj- arinnar með haffræðirann- sóknaskipi Woods Hole stofn- unarinnar bera vitni miklum eldgosum á eynni. Engar leif- ar voru þar þó manna og ekk ert gull og þykir benda til þess að íbúarnir hafi haft ráð rúm til að taka saman föggur sínar og flest verðmæta og flýja eyna áður en hamfar- irnar hófust. Kvikfé sitt urðu þeir þó að skilja eftiir. Alls grófu leiðangursmenn, Bandaríkjamenn og Grikkir, undir leiðsögn gríska prófess- orsms Spyridons Marinatos frá háskólanum í Aþenu, níu skurði um rannsóknasvæðið þvert og endilangt og komu þar upp farnminjar sem voru fullkomnar klyfjar á 35 asna. Flestir eru gripirriir geymdir í safninu í Thera. þessir voru aSeins um 16 km frá miðborginni í Haipong. Flugvélarnar fóru alls 133 árás- arferðir. Að því er fregnir herma var lítið um átök á landi í dag. Ein bandarísk flugvél var skotin niður að sögn Bandaríkja manna, en útvaxpið í Hianoi sagði að 4 flugvélar hefðu verið skotnar niður. Stjórnarhermenn í Saigon lok uðu í dag Tan son nhut flug- vellinum við Saigon í dag fyrir allri umferð. Herstjórn Banda- ríkjamanna í Saigon, sagði að henni hefði ekki verið tilkynnt um lokun flugvallarins né ástæS urnar fyrir henni, en mörg þús- und Bandaríkjamenn búa á flugvallarsvæðinu. Flugvellinum hefur áður verið lokað og þá yfirleitt vegna ósamkomulags innan herforingjastjórnarinnar í Saigon. Ekki er vitað hvort ástæðan er hin sama nú, en það var almennt álit manna, að eng ar deilur væru nú innan stjórn- arinnar eftir að Ky forsætisráð- herra féllst á að bjóða sig fram sem varaforseta með Van Thieu, sem býður sig fram í embætti íorseta. Norrænt póstþing í Reykjavík ’68 í SAMBANDI við frétt þá, sem birtist í blaðinu 19 júlí sl., varð- andi verðlaunaafhendingu fyrir þáttöfcu í frimierkjasýninigiunni NORDEN 67, vill póst- og síma- miálastjórnin taka fram, aS það er á misskilriingi byggt, að hald- ið verði „norrænt póstþing** í Reyfcjarvík 1970. Slítot þing eða ráðstetfna verður atftur á móti haldið á íslandi á næsta ári, 1968, og væntanlega atftur fimm árum síðar, 1973.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.