Morgunblaðið - 20.07.1967, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 20.07.1967, Qupperneq 3
MGRGUINTBLAÐIÐ, ffíHMTUDAGUR 20. JÚLÍ 1967 3 r FJÁRSJÓÐSLEITIR færasl nú í aukana. Skemmst er að minnast fundar spænska gull- skipsins undan Flórídaströnd fyrir nokkrum árum. Nú hafa nokkrir framtakssamin frosk- menn úr brezka flotanum, að öllum líkindum fundið skip eitt undan Scillyeyjum við S- vestur strönd Engiand-* sem talið er að hafi haft innait- borðs gull að verðmæti 2 milljónir sterlingspunda. I>að voru 17 þrautþjálfaðir froskmenn, sem ákváðij að nota .sumarleyfi sitt til fjár- sjóðsleitar. Þeir hófu leitina með því að rannsaka gömul skjöl brezka flotamálaráðu- neytisins um skipsskaða fyrr á öldum. Fyrir valinu urðu þrjú herskip, sem heimildir sögðu hafa Tárizt árið 1707. Skip þessi voru ásamt 19 öðr um í brezkri flotadeild á heim leið eftir að hafa gjöreyði- lagt mestan hluta franska flotans í höfninni í Toulon. Flotadeildin, sem var undir stjórn Sir Clowdisley Shovell aðmíráls, hafði hreppt þoku og óveður í tvo dagá sam- fleytt. Gerði það að verkum, að ókleift var að taka rétta stefnu. { Samtímamálverk af strandi HMS Assocation. Eru tvær mill jónir sterlingspunda í gulli í lestum þess í hafsbotni.? Þegar komið var undir vest anverðar Schillyeyjar rak f jögur skipanna, þar á með • al foryst'uskipið HMS Associ- ation undir stjórn Sir Clowd- isley, upp á grynningar. Björg un var óhugsandi í hafrótinu inn um rif og grynningar. Fórust þar áhafnirnar af hin- um fjórum alls um 2000 mans. Lik Sir Clowdisley og eiginkonu hans rak á fjöru í grenndinni. Gamlar sagnir á eyjunum segja hins vegar, að kona nokkur öldruð; hafi á bana- beði játað að hafa myrt Sir Clowdisley, þegar hann rak á land. Ástæðan til morðsins hafi verið að komast yfir dýr an smaragðshring sem hann bar á hendi. Eins og áður greinir var flotadeildin að koma frá or- ustu við franska flotann. Á heimleið var komið við í Lissabon og Association fermt gulli, bæði stöngum og plötum. Áætlað verðmæti er 2 milljónir sterlmgspunda. Aldir líða og skipsflökin liggja á hafsbotni. Sumir fræðimenn segja að Schilly- eyingar, sem þekktir eru fyr- ir dugnað sinn við að bjarga strandgóssi, hafi fyrir löngu náð gullinu úr skipinu. Aðrir benda á að fátt hafi það gerzt á Schillyeyjum markverh sem ekki hafi verið fært í bundið mál. Engin ljóð á eyj- unum gefa slíkan fund til kynna. Erfiðlega gekk leitarmönn- um að staðsetja flökin. Það var aðeins vitað með vissu, að skipin lægju á rifjum við vestan verðar eyjarnar. En þolinmóð leit og rannsóknir bera oft góðan árangur. Gam alt kort kom í leitirnar þar sem klettur einn á þessum slóðum var nefndur Shoveil klettur. Erfiði þeirra hafði borið ávöxt, nafn hins drukkn aða aðmíráls hafði vísað þeim leiðina. Nú var að kanna staðinn, og það var þrautin þyngri. Botninn á þessu svæði er mjög klettóttur, og þakinn torfærum sjávargróðri. Sterk ir og breytilegir hafstarum- ar leika um og allra veðra er þar von. Selir sem mik- ið er um á þessu svæði hafa oft gert sig heimakomna við leitarmenn. Ekki höfðu þá froskmenn- irnir kafað lengi í nágrenni Shovell kletts þar til þeir fundu flök af þremur segl- skipum á 20 faðma dýpi. En þetta var þó engin sönnun þess að hér væri um rétt skip að ræða. Svæðið er sannkall aður skipakirkjugarður, og erfitt að greiha einn skips- skrokkinn frá öðrum. Fullnaðarsönnun fékkst ekki fyrr en froskmönnun- um hafði tekizt að koma tölu á fallbyssur eins skips- ins. Þær voru 90, og þar með var vitað, að þetta var eina skip brezka flotans, sem um þetta leyti var búið svo mörgum fallbyssum. Köfun var nú haldið áfram, að fullum — ii —i i krafti og kom ýmislegt merkilegt í leitirnar þótt ekki fyndist fjársjóðurinn í fyrstu atrennum. En nú kom bobbi í bátinn sumar- frí froskmannanna rann út, og þeir urðu að hverfa aft- ur til skyldustarfa sinna. Það sem hingað til hafði fundizt úr góðmálmum: Nokkrir litlir porúgalskir gullpeningar með ártalinu 1704, voru afhentir umboðs manni drottningar. En hún er löglegur eigandi hinna sokknu skipa. Leiðtogi froskmannanna Jack Gayton sjóliðsforingi var spurður við heimkomu til Englands, hvort honum fyndist ekki súrt í broti að hætta leitinni við svo búið. Hann svaraði: „Við erum ekki hið minnsta óánægðir með að þurfa að hætta við leiðangurinn nú. Við upp- götvuðum meira en við höfðum nokkru sinn getað vonast til.“ Heimsmót stúdenta í skák: Bandaríkin unnu ísland 2'A - VA íslendingar í B-riðli í úrslitakeppninni ÞRIÐJA og síðasta umferð í for keppni á heimsmóti stúdenta í skák í Harrachov í Tékkósló- vakíu, var tefld í fyrradag. ís- lendingar tefldu þá við Banda- ríkjanjenn og hluta VA v. gegn iy2. Trausti Bjórnsson gerði jafntefli við Zuckerman, Guð- mundur Sigurjónsson tapaði fyr ir Gilden, Bragi Kristjánsson vann Kaufman og Jón Hálfdán- arson tapaði fyrir Soltis. í annarri umferð tefldu fslend ingarnir við Rúmena og fengu hálfan vinning. Trausti, Guð- mundur og Jón Þór töpuðu sínum skákum, en Bragi gerði jafntefli. Úrslitin i þriðju umferð urðu þessi: í A-riðli fengu Sovétríkin 1 vinning gegn Hollandi, en 3 skák ir fóru í bið. Austur-Þýzkaland fékk 214 v. gegn 14 v. írlands, en einni skák varð ekki lokið. í B-riðli fengu Tékkóslóvakía og Finnland sinn vinninginn hvort, en 2 skákir fóru í bið. Búlgaría vann Belgíu 4—0. í C-riðli fengu Svíþjóð og Ung verjaland sinn vinninginn hvort, en tveimur skákum lauk' ekki. Júgóslavía sat hjá. í D-riðli hlaut Danmörk 1% v. gegn 14 v. Skotlands, en tvær skákir fóru í bið. Austurríki og England skildu jöfn, 2—2. f E-riðli vann Rúmenía Kúbu með 2% v. gegn 1% og Banda- ríkin unnu ísland með sama hlut falli. Úrslitin í annarri umferð urðu þessi: f A-riðli unnu Sovétríkin A- Þýzkaland 3—1 og Hollar.d vann írland 3—1. í B-riðli vann Tékkóslóvakía Belgíu 4—0 og Bjúlgaría vann Finnland 3%—14. í C-riðli sigraði Júgóslavia Svíþjóð 2%—iy2, en Ungverja- England jöfn, 2—2, en Austur- land sat hjá. í D-riðli skildu Danmörk og ríki vann Skotland 3—1. í E-riðli vann Rúmenía ís- land 3%—Vi og Bandaríkin unnu Kúbu 3Vz—14. Staðan í riðlunum, þegar að- eins er eftir að ljúka biðskák- um síðustu umferðar, er þá þessi (í svigum er fjöldi bið- skáka): A-riðill: SovétríkLn 8 v. (3). A-Þýzkaland 6V2 v. (1). Holland 4 v. (3). írland 1% v. (1). B-riðill: Búlgaría 9 v. Tékkóslóvakía 7% v. (2). Finnland 3 v. (2). Belgía 2Vi v. C-riðill: Júgóslavía 6 v. Svíþjóð 2% V. (2). Ungverjaland 114 v. (2). D-riðil*: Danmörk 6V2 v. (2). England 614 v. Austurriki 6 v. Skotland 3 v. (2). Framhald á bls. 22 STAKSTEIIVAR Rétt Alþýðublaðið ritar í gær for- ystugrein um eirlent fjármagn og þar segir m.a.: „Svo til aillar þjóðir, einnig austan járntjaids, leita nú eftir erlendu fjármagni, sérþekkingu og tæknihjálp á einhverjum sviðum eða í eiinhverju formi. Það væri fásinma af fslending- um að notfæra sér ekki þessa leiið til fraimfara. í þeim efnum eigum við að koma fram sem frjálsir og framsýnir menn, em liafna minnimáttarkennd og einangrunarstefnu.“ Undir þessi orð Alþýðublaðs- ins tekur Morgunblaðið. Það er nrniðsynlegt á 20. öldinni að fylgjast vel með tækninýjung- um, og engin þjóð getur sótt fram til batnandi lífskjara neima hún fylgist með frámvindu mála annars staðar og hafi samvSnmiu á sviði tæknikunnáttu og verk- menningar við aðra. Erlent einkafjór- magn eða ldnsfé Kommúnistar og Framsóknar- menn segjast vera andvígir því, a® erlent einkafjármagn megi byggja atvinnurekstur hér á laindii og börðust hatrammlega gegn byggingu álbræðslunnar. Þeir segja, að við eigum, íslend- ingar, að taka stórlán eirlendis og framkvæma sjálfir þá iðn- væðingu, sem þeir þó þykjast vera meðmæltir. Auðvitað er það rótt, að við eigum að hag- nýta það f jármagn, sem við höf- um undir höndum og þá tækni- kunnáttu, sem við getum kom- izt yfir af eigin rammleik, og vissulega er réttmætt að taka nokkur erlend lán til stórfram- kvæmda. Hinu er þó ekki að leyna, að þegar lán eru tekin til að reisa iðjuveir, þá tökum við alla áhættuna af stairfræksl- uroni, en þegar erlendum aðil- um er heimilað að reisa verk- smið.iur eins og álbræðsluna, þá er öll áhættan á þeirra hendi, en við njótum samningsbundins hagnaðar, hvernig sem rekstur- inn gengur. Bil beggja Hin heilbrigða og skynsam- lega stefna í þessum málum er sú, að leita eftir erlandu einka- fjármagni til að leysa ákveðin verkefni og heimila erlenda fjárfestingú, þar sem við njót- um ótvíræðra hagsmuna af því og vel og rækilega er um hnút- ana búið. Slíkt er rétt að ait- huga í hverju einstöku tilfelli, eins og gert var við álsamning- ana. Jafnframt er svo sjálfsagt að Við reynum að komast yfir eins mikla tæknikunnáttu sjálf- ir og við getum og tökum er- lend lán til þess að byggja fyrix- tæki í eigu fslendinga eiinna. — Samvinn.a á borð við þá, sem er Við kísilgúrverksmiðjuna við Mývatn er líka sjálfsögð í viss- um tilfellum, þar sem íslend- ingar og erlendir aðilar eiga fyrirtækin saman. Stundum kann líka að haga þannig til að unnt sé að semja við erlenda aðila um það að þeir eigi hlut í fyrirtækjum um ákveðið skeið, en þau verði síðan alíslenzk. Þannig mundum við öðlast tæknikunnáttu og geta tryggt okkur markaði í samvinnu við erlenda aðila, en jafnframt geng ið þannig frá málum að innan tiltölulega skamms tíma yrðu viðkomandi fyrirtæki í eigu fs- lendinga einna. Slíkt er auðvit- að hin allra æskilegasta leið. Meginatriði málsins er, að engir fordómar eða einstrengingshátt- ur getur gilt í þessum málum. Þau verður að skoða hverju sinni og velja og hafna eftir því sem aðstæður bjóða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.