Morgunblaðið - 09.08.1967, Side 4

Morgunblaðið - 09.08.1967, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1967 * BÍLALEIGAN ■ FERD- Daggjald kr 350,- og pr km lir- 3,20. SÍ MI 3 4406 SE N DU M MAGfMÚSAR ÍKIPHOITI 21 slMAS 21190 ' - eftir loKun sími "" s‘«'H4-44 mum Hverfisgötu 103. Sími eftlr toknn 31160- LITLA BÍLALEIGAN Ingólfsstræti II. Hagstætt leigugjald. Bensín innifaliö • leigugjaldl Sími 14970 BÍLALEIGAIM - VAKUR - Sundlaugaveg 12. Súnl 35135. Eftir lokun 34936 «g 36217 RAUOARARSTIG 31 SlMI 22022 Flest til raílagna: Rafmagnsvörui Heimilstæki tltvarps- og sjónvarpstæki fiafmagnsvorubiíðin sf Suðuriandsbrauf 12. Sími 81670 ;næg bílastæði) KVLiFUR BOLTAR og fleira. P. Eyíeld Laugavegi 65. •jt Óréttmæt ásökun „Kjósaudi" skrifar: t nýútkomnu blaði stufðn- ingsmanna Hannibals í kosning- unum í júní er alvarleg ásökun á utanríkisþjónustuna í sam- bandi við framkvæmd utan- kjörstaðakosninga. Ásökun þessi er svo endurtekin í viku- blaði einu, sem hendir á lofti fuliyrðingu Hannibalsblaðsins um að ,,fuli ástæða væri fyrir ógíldingu“ kosninganna. Samkv. frásögn blaða þess- ara eiga stórfelld mistök að hafa átt sér stað í Edinborg og víðar ru. a. varðandi auglýs- ingar um listabókstafi, og síðan segir svo: „I Kaupmannahöfn var sömu sögu að segja“. (Let- breyting mín>. Vfð þessu get ég ekki þagað. Mér er svo gjðrkunnugt, að í Kaupmannahöfn voru fyrir hendi nákvæmar upplýsingar um allt sem kosningarnar snerti og leyfilegt er að veita á kjörstað. Upplýsingar þessar voru til staðar við upphaf kosn- inganna, en urðu nokkuð fyllri er á þær leið. Er mér nær að halda, að þær hafi jafnvel verið ýtaxlegri en á kjarstað hjá borgarfógetaembættinu I Reykjavík, a. m. k., ef miðeið er við fyrsta dag utankjörstaða- kosninganna þar. Þætti mér gaman að vrta, hvort nokkur hreppstjóri á íslandi hefur haft jafn-nákvæmar upplýsingar um kosningarnar og sendiráðíð í Kaupmannahöfn. Þá má bæta því við, að ég sá í dönsku dagblöðunum til- kynningar frá sendiráðínu um kosningarnar, og auk þess mun sendiráðið hafa veitt margvis- lega aðra fyrirgreiðslu, svo sem að hafa opið utan venjulegs vinnutima og á frídögum. Um aðra staði en Kaup- mannáhöfn veit ég ekki, en hlýt að taka frásagnir áður nefndra bláða um það með all- miklum fyrirvara. Kjósandi". 'A Framsóknarmenn hafa tekjur af HaB- ormsstaðaskógi Vegfarandi" skrifar: „Seyðisfirði, 30. júlí 1967. Heiðraðí Velvakandi! Ég vil taka undir ummæli ferðamanns 29. júlí í dáikum- Velvakanda, að skemmtana- svæði þau verði girt, sem not- uð eru til skemmtanahalds úti um byggðir landsins, en þjóð- vegum ekki lokað, eins og kom- ið hefur fyrir vfðar á landinu. Það væri unnt að hugsa sér, að skógræktarmenn gætu gert girðingar, sem féllu í landslag- iðv úr viðum þeim, sem böggva þarf við grisjun. Síðastliðið sumar, á árinu 1966, voru rukkarar við hlið Hallormsstaðaskógar að austan- ver'ðu, þegar héraðsmót Fram- sóknarmanna var haldið í júli byrjun, og þar naest um verzl- unarmannahelgina 30. júlí—1. ágúst, og var þá skemmtun í Atlavík á vegum Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands. Ég tek það fram, að ég hef ekkert á móti héraðsmótum stjámmálaflokka eða ung- mennafélaga, og sæki þau, er sækja vilja, en að þjóðvegum sé lokað í marga daga og mönn- um haldist það uppi tel ég mjög ámælisvert og slæmt fordæmi. í sumar héit Framsóknar- ftokkurinn mót í júli að venju, og eftir því, sem ég bef heyrt af vegfarendum, voru rukkarar við hiið skógarins og innheimtu fé, svo að ekki hefur verið látið af þessari iöju. Þessu til frekari skýringar ætla ég að geta þess, að ég ætlaði að skoða Hallormsstað og Hallormsstaðaskóg um verzlunarmannahelgina á síð- astliðnu ári og aka þjóðveginn upp Fljótsdal og niður með Jökulsá að norðanverðu, en varð að láta af því eftir að hafa komizt f kynni við ftokk rukk- ara og brennivínsleitarmanna við hlið Hallormsstaðaskógar að austanverðu laugardaginn 30. júli 1966. Rukkarar kröfðust 150 kr. á mann, eila yrðí ekki lengra haldið, og sögðu þeir, áð lög- regiumenn, sem voru í eftirliti og brennivínsleit, styddu þá í þessum aðgerðum. Þar sem ég hugðí þetta ólögmæta inn- heimtu á þ jóðvegi, hafði ég tal af þáverandi sýslumanni Sunn- mýlinga, Axeli Tuliniusi, og taldi hann þetta mjög hæpnar aðgerðir sinna manna, er stóðu að baki rukkurum, að styðja þá við innheimtu, en vegna legu Atlavíkur væri vart unnt að koma ö’ðrum aðferðum við. Vegfarandi“. Ferðamenn eru helzt á ferð um helgar að sumri til og vilja þá gjarnan skoða fagra og merka staði, eins og t d. Hall- ormsstaðaskóg, Atlavik og Vaglaskóg. Þá er vrtalega al- veg ótækt, að einhver og ein- hver félagasamtök geti einokað staðina og krafizt gjalds af ferðafólki, þótt það ætli alls ekki að taka þátt í hátíðahöld- um félaganna. Verst er þó, þeg- ar löglegri alfaraleið, þjó’ðveg- um, er Iokað af innheimtu- mönnum viðkomandi félaga, eins og fyrir hefur komið a. m. k. fyrir norðan og austan. Vel- vakanda hafa borizt bréf frá fólki, sem hefur orðið frá að hverfa og býst ekki við að eiga afturkvæmt. Sýslumenn verða að gæta þess vel, þegar Ieyfi eru veitt til skemmtana- halds, að einungis sé innheimt gjald af fólki, sem fer inn á ákveðið og fyrirfram afmark- a'ð skemmtisvæði, en ekki þeim, sem. nota þurfa þjóðvegi eða ætla sér að dveljast í nágrenni skemmtistaðarins. Eitt versta dæmið var um fólkið, sem dvalizt hafði nokkra daga í Vaglaskógi, skrapp til Akur- eyrar í matarkaupaferð og varð að borga himinhátt gjald fyrir að komast aftur að tjöldum sín- um! Hitt er líka hneyksli og al- ger lögleysa að banna mönnum um þjóðvegL Hér þarf að vera vel á veiði gegn ágirnd og yfir- gangi, — hvort sem skógrækt- armenn, bindindismenn, iþrótta menn eða Framsóknarmenn eiga í hlut. 'A í kiingum Hall- veigarstaði „Vesturbæingur" skrifar: Þá eru nú Hallveigarstað- ir komnir í gagnið, og vona ég, að blessuðu kvenfólkmu nýtist vel af bessari myndarlegu bygg ingu sinni á homi Túngötu og Garðastrætis. En, ágætu konur, eitt er eft- ir: Er ekki nokkur Ieið að laga til í kringum húsið, og það frekar fyrr en seinna? Þetta eru ekki nema fáeinir fermetr- ar, og getur hvoxki verið dýrt né mikið verk að snyrta þar tiL Húsið stendur við svo f jölfarn- ar götur og í svo fallegu bæjar- hverfi, áð frágangurinn um- hverfis húsið verkar á mig eins og Ijótt sár í hjarta Vesturbæj- arins. Með beztu kveðjum til kven- fólksins, ykkar Vesturbæingur". Ráðskona Ráðskona óskast að stórum heimavistarskóla n.k. skóiaár. Góð kjör fyrir hæfa manneskju. Uppl. í síma 12513 naestu daga. H. BENEDIKTSSON, H F. Suðurlandsbraut 4 H. BENEDIKTSSON, H F. Suðurlandsbraut 4 Sími 38300 F r amtíðarat vinna Ungur maður er lokið hefur prófi í Englandi ósk- ar eftir góðu framtíðarstarfi. Tilboð merkt: „5585“ sendist MbL fyrir 18. ágúst. Atvinna - íbúð hjón, vélvirki og gagnfræðaskólakennari, óska eftir atvinnu, þar sem góð íbúð er fyrir hendi. Upp- lýsingar í síma 343, Neskaupsstað. Skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði á 2. hæð í byggingu Sparisjóðs Hafnarfjarðar eru til leigu frá 1. október næstkomandi, nokkur skrif- stofuherbergi Upplýsingar hjá sparisjóðsstjóra. Sparisjóður Hafnarfjarðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.