Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.08.1967, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1967 »^*^,»^»^,»^«^»^» *'/*■•*■•* Útgefandi: Framkvæmdastjóri: iRitstjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-100. Aðalstræti 6. Sími 2:2-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. ERFIÐLEIKARNIR ll/fjög er nú að vonum rætt um erfiðleika þá, sem að okkur íslendingum steðja vegna aflabrests og verðfalls á útflutningsafurðum, og vissulega er nauðsynlegt að menn geri sér sem réttasta og gleggsta grein fyrir þess- um erfiðleikum. Verðmæti fiskaflans á vetr- arvertíð varð um 500 millj. króna minna en áður, og fram að þessu hafa síldveiðar gengið mjög erfiðlega og miklu minna aflast en í fyrra, þótt mun meiru hafi verið til kostað vegna fjarlægðar síldarinnar og langrar sigl- ingar. Síldarflutningar hafa þó bjargað talsverðu og sann- að, að síldarflutningaskipin hafa mikla þýðingu, því að þau flytja ekki einungis afla síldveiðiskipanna í land, heldur byrgja þau veiðiskip- in líka að vistum og sjá þeim fyrir olíu. Vissulega vona menn að úr rætist með síldveiðarnar, og oft hefur veiðin verið bezt á haustmánuðunum, svo að enn getur orðið sæmileg síldar- vertíð; og á mestu ríður að sjálfsögðu að geta aflað síld- ar til söltunar upp í gerða samninga. Hins vegar eru litlar vonir til þess að verðlag á lýsi og mjöli hækki verulega á næstu mánuðum, en það er nú mjög lágt eins og menn vita. Fer því varla hjá því, að tekjur íslendinga af útflutningi verði nú í ár miklum mun minni en undanfarin ár, og segir sig sjálft, að sú tekju- rýrnun hlýtur einhversstaðar að koma niður, því að til langframa lifir þjóðin ekki á öðru en því, sem hún aflar. En við erum svo heppnir að eiga nú verulega gjaldeyris- varasjóði, sem einmitt er ætl- að að tryggja verzlunarfrelsi á erfiðleikaárum eins og því, sem íslenzka þjóðin á nú við að búa. Þar að auki eru nú hafnar stórframkvæmdir við Búrfell og byggingu ál- bræðslu í Straumsvík, sem mjög auðveldar okkur að mæta aðsteðjandi vanda, enda verða miklar gjaldeyr- istekjur af álbræðslunni, sem kunnugt er. Ljóst er samt sem áður, að sjávarútvegurinn á við mikla erfiðleika að etja og nauðsyn- legt verður í haust að gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja íslenzkt athafnalíf. Að rannsókn þessara mála er nú kappsamlega unnið af stjórnmálamönnum og efna- hagssérfræðingum, en ekki er tímabært að taka ákvarðan- ir fyrr en séð verður, hvernig síldveiðin muni ganga nú á næstu vikum. AÐ SKAPA ERFIÐLEIKA ILfenn brosa að vonum að -^”þeim fullyrðingum stjórn- arandstæðinga, að erfiðleikar okkar íslendinga í ár séu rík- isstjórninni að kenna. Hins vegar er ekki hægt að brosa að því uppátæki Tímans að taka undir róg Ólafs Gunn- arssonar um ísland á erlend- um vettvangi og verja fram- ferði hans. Þessi maður fékk í Politiken birta grein, þar sem segir, að kreppuástand sé á íslandi, laun manna hafi lækkað stórlega og allt að því um helming, íbúðarbygging- ar séu að stöðvast og svo framvegis. Þessi grein gat verið til þess eins fallin að rýra traust viðsemjenda okkar í ná- grannalöndunum á íslenzku efnahagslífi og gjaldmiðli okkar; það skilja allir menn, ekki síður þeir sem rita í Tímann en aðrir. Ef ósannindavaðli Ólafs Gunnarssonar væri trúað er- lendis mundi það vissulega geta skapað okkur íslending- um mikla erfiðleika og gert þann vanda, sem nú er við að glíma miklu torleystari en ella, og því miður verður ekki hjá því komist að álykta sem svo, að það sé einmitt þetta, sem gleðji þá, sem halda uppi vörnum í Tímanum fyrir þennan mann. Stjórnarandstaða í lýðræð- isríki hefur ekki síður mikil- vægu hlutverki að gegna en þeir, sem með stjórn fara hverju sinni. Stjórnarandstað an á að halda uppi heilbrigðri gagnrýni og benda á leiðir til úrbóta, en hún á ekki síður en þeir, sem í stjórn sitja, að hafa hagsmuni þjóðarheild- arinnar efst í huga. Samt sem áður leyfir blað annars stærsta stjórnmála- flokks íslands sér að verja níðskrif um ísland á erlend- um vettvangi og taka undir með þeim, sem um þau gerist sekur. Svo vanþroska er ís- lenzka stjórnarandstaðan, að hún ver vísvitandi aðgerðir, sem til þess eru lagðar að skaða land og þjóð. Eftir því hefur verið tekið og því mun ekki gleymt, að Framsóknar- foringjarnir gerðu þessa til- raun til þess að skaða ís- lenzka hagsmuni. Formaður brezku kolanámanna: Tekur á sig alla ábyrgð á Aberfan-slysinu sl. haust — og býðst til að segja af sér London, 8. ágúst AP—NTB ROBENS lávarður, stjórnarfor- maður brezku kolanámanna, hef ur lýst því yfir, að hann sé reiðu búinn að taka á sig áhyrgð á Aberfan-slysinu sl. haust og Robens lávarður. segja af sér stöðu sinni. Ráð- herra sá, Richard March, sem fjallar um orkumál, hefur ósk- að eftir að hann gegni störfum áfram, a.m.k. meðan unnið sé að því að kanna, hvernig unnt sé að koma í veg fyrir að slík slys geti orðið á öðrum stöðum í landinu. Röbens skrifaði March \ bréf, þar sem hann ræddi nið.urstöður Saigon, 8. ágúst (AP-NTB). Nguyen Van Thieu, forseti Suður-Vietnam, lýsti því yfir í dag að verði hann kjörinn forseti landsins í kosningunum 3. næsta mánaðar, muni það verða hans fyrsta verk að setja sig í sam- band við yfirvöldin í Norður- Vietnam og kanna hvort unnt væri að koma á viðræðum um frið. Jafnframt tók Thieu það skýrt fram að hann hyggðist ekki ræða við fulltrúa Viet Cong. rannsóknarnefndarinnar, sem I sl. viku úrskurðaði í skýrslu sinni, að uinnt hefði verið með betri stjórn að koma í veg fyr- ir slyisið í Aberfan, sem varð 21. októiber sl. — en þá fórust 144 manns, þar af 128 börn. f bréfi sínu segir lávarðurinn, að hann hafi aldrei síðan getað losið sig við hugsunina um þetta hörmu- lega slys og hann sé reiðubúinn að taka á sig persónulega á- byrgð. í svari Mareh segir m.a., að hann hafi lagt fyrir stjórn kolanámanna að kanna ítarlegia, hvernig unnt sé að koma í veg fyrir, að slík slys komi fyrir aft- ur og því verkk muni að sínu áliti seinka verulega fari Ro- bens frá störfum. I>ví fer Mardh þess á leit við Robens að stjórna þessari könnun — því að hún skipti höfuðmáli. Ef honum lízt þannig á sem það gæti tryggt árangur af frið- arviðræðum kvaðst Thieu vera fús til að fara þess á leit við Bandaríkjamenn að þeir hættu um skeið loftárásum á Norður- Viatnam. Ummæli þessi komu fram á fundi, sem þeir Thieu og Nguyen Cao Ky forsætisrá'ðherra áttu með fréttamönnum í dag. Lýstu þeir því þar einnig yfir að Banda ríkin þyrftu að senda fjölmenn- Framíhald á bls. 18 Thieu forseti S-Vietnam: Boðar friðarvið- ræður við Hanoi Áð að Reykholti. Anægjuleg skemmtiferð norrænu gestnnnn ÞÁTTTAKENDUR í Norræna æskulýðsmótinu fóru í skemmti- ferð um landið síðastliðinn Forsætisráðherra Rúmeníu til V-Þýzkalands Búkarest, 5. ágúist, AP — Ion Gheorghe Maurer, forsætisráð- herra Rúmeníu. hiefur þekkst boð kanzlara V-Þýzkalands, Kurts Kiesingers, um að heim- sækja V-Þýzkaland á næistunni- Það var WiHy Brandt, utanríkis- ráðherra V-Þýzkalancte, sem koim boðinu á framfæri er hann hitti Maurer að máli í Búlkarest í gærdag. Sátu þeir á tali saman fjórar klukkustundir og ræddu fram og aftur um heknismálin, eihkum þó um Viletnam og um ástandið í Austurlöndum nær. sunnudag. Lagt var upp að morgni, í sjö langferðabifreiðum og ekið af Reykholti, þar sem prófessor Þórir Kr. Þórðarson, flutti erindi um ísland og Norð- urlönd fyrr og nú. Þá var haldið áfram upp í Borgarfjörð og komið við á mót- inu í Húsafellsskógi. Þar sýndi danskur fimlelkaflokkur listir sínar, en þessi flokkur var með í förinni. Var sýningu þe'irra frá bærlega vel tekið. Frá Húsafells skógi var svo haldið til Reykja- víkur um Kaldadal, og komið þangað um kvöldið. Veður var gott í all-ri ferðinni, nema hvað Kaldidalur bar nafn með rentu þann daginn. Ferðafólkið var um 300 talsins og hafði með sér nest ispakka til ferðarinnar. Það skemmti sér allt konunglega og var ámægt með ferðina. Prófessor Þórir Kr. Þórðarson, flytur erindi að Reykholti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.