Morgunblaðið - 09.08.1967, Síða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÖST 1987
Steinar Björnsson
apótekari Neskaup
stað — Minning
Láttu hug þinn aldrei eldast
eða hjartað.
Vinur aitansólar sértu.
Sonur morgunroðans vertu.
Þetta fagra erindi Klettafjalla
skáldsins, Stephans G. Stephans
S'Onar, kom mér í hug, er ég
frétti lát góðs vinar og skóla-
bróður, Steinars Björnssonar,
apótekara í Neskaupstað, en
hann lézt á heimili sínu í Nes-
kaupstað þann 6. júlí sl.
Steinar var fæddur 17. septem
ber 1926 í Neskaupstað og var
því aðeins 40 ára gamall er
hann lézt. Hann var yngstur
barna, hjóinanna Málfríðar
Katrínar Arngrímsdóttur, er ætt
uð var af Fljótsdalshéraði og lát
in er fyrir nokkrum árum og
Björns Björnssonar, kaupmanns
og ljósmyndara í Neskaupstað,
er ættaður er úr Dölum vestur.
Kynni okkar Steinars hófust
í Menntaskólanum á Akureyri,
en síðar áttu leiðir eftir að
liggja saman, er hann varð apó-
tekari hér í Neskaupstað árið
t
Faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
Guðlaugur Guðmundsson,
fyrrverandi bryti,
Öldugötu 7,
lézt þann 5. þessa mánaðar.
Jónas Guðlaugsson,
Óskar Guðlaugsson,
Dýrleif Tryggvadóttir,
og barnabörn.
t
Eiginmaður minn,
Einar Ástráðsson,
læknir,
lézt í Landsispítalanum 6.
ágúst sL
Guðrún Guðmundsdóttir.
t
Móðursystir mín,
Sigurlaug Ólafsdóttir,
andaðist í Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund 6. þ. m.
Jarðanförin fer fraim frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn
10. þ. m. kl. 3.
Fyrir hönd vandamanna,
Ólafur Þ. Guðmundsson.
t
Jarðarför mannsins míns,
föður ofckar, tengdaföður og
afa,
Egils Sveinbjörnssonar,
fer fram frá FossvogBkirkju
miðvikudaginn 9. ágúsit kl.
13.30 eftir hádegi Blóm vin-
samlegast afbeðin. Þeim sem
vildiu minnast hins látna er
bent á líknarstofnanir.
Svava Sölvadóttir,
börn, tengdabörn
og bamabörn.
1963, en æskustöðvar hans héi
eystra munu miklu hafa valdið,
að leið hans skyldi liggja hingað
til starfa.
Steinar varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík ár
ið 1948, en ári síðar hóf hann
nám í lyfjafræði við Háskóla ís-
lands og lauk þaðan fyrri hluta
prófi 1952.
Síðan sigldi hann til fram-
haldsnáms og nam við Kaup-
mannahafnar háskóla og lauk
þaðan kandidatsprófi haustið
1954. Sama ár fíuttist hann heim
og vann um eins árs skeið við
lyfjafræðistörf hjá Ingólfsapó-
teki. Síðan réðst hsnn sem lyf-
sölustjóri til Stefáns Thoraren-
sen h.f. í Reykjavik og vann þar
í níu ár. Hefi ég fyrir satt, að
hapn hafi þegar í því starfi öðl-
ast vináttu allra, er kynntust
honum og viðs'kipti höfðu við
hann og óskorað traust húsbónda
síns, fyrir dugnað og árvekni í
starfi.
Árið 1950 gekk Steinar að eiga
Vigdísi Sigurðardóttur frá Litlu-
Giljá í Húnaþingi, hina ágæt-
ustu konu og eignuðust þau 5
börn.
Eins og áður er sagt réðist
Steinar apótekari hingað á æsku
slóðir í Neskaupstað og var vel-
virkur og vinsæll i starfi sínu,
þótti jafnan samvizkusamur og
t
Þökkium innilega samúð og
vinarhug við fráfall og jarð-
arför
Jóns B. Signrðssonar,
Broddadalsá.
Læknum og hjúkrunarliði
þökkum við kærleiksrika um-
önnun. Guð blessi ykikur ÖU.
Aðstandendur.
t
Kveðjuatíhöfn um fóstru
mína og frænsiku,
Þórdísi Jónasdóttur
frá Straumfirði,
fer fram frá Fossvogiskirkju
föstudaginn 11. ágúsit kl. 3 síð-
degis. Jarðað verður frá Bong-
arneskirkju lauigardaginn 12.
ágúst kl. 2 síðdiegis.
Fyrir hönd vandamanna,
Herdís Lyngdal.
t
Stjúpfaðir okkar,
Sigurður Einarsson,
verður jarð'sunginn frá Dóm-
kirkjunni fimmtudaginn 10.
ágúst M. 10:30 f. h.
Júliana Mathiesen,
Sólon Lárusson.
t
Faðir minn,
Sigurður Maríasson,
verður jarðsuniginn frá Foss-
vogskirkju fimmtudaginn 10.
ágúst kl. 1,30 eftir Ihádegi.
Geir Sigurðsson.
nákvæmur hvað öll störf hans
snerti.
Steinar var mikið náttúrubarn
og varði flestum frístundum sín
um til útiveru. Hann var vel
kunnugur landinu og dýralífi
þess, enda átti hann ekki langt
að sækja þann áhuga, var löng-
um á ferðalögum í æsku með
föður sínum hinum kunna ljós-
myndara og náttúruskoðara,
Birni Bjömssyni, kaupmanni.
Einnig hafði hann mikið yndi
af því að vera í návist barna og
unglinga og skýrði þá margt fyr
ir þeim, er fyrir augu bar í ríki
náttúrunnar af þekkingu áhuga-
mannsins.
Steinar heitinn unni mjög
æðri tónlist og var músíkalskur
sjálfur.
Hann var jafnan dulur maður
og fáskiptinn, en þeir, sem eign-
uðust vináttu hans, áttu þar
traustan og góðan vin.
Við skólasystkini Steinars í
M.A., minnumst hans jafnan
sem góðs og glaðværs félaga, og
svo veit ég að einnig sé farið
með starfsfélaga hans víðsvegar
um landið er kynntust honum
er út í starfið var komdð.
Og nú er hann fallinn frá fyr-
ir aldur fram; söknum við vinir
hans hér í Neskaupstað góðs
vinar og þökkurta margar
skemmtilegar stundir á heimili
þeirra hjóna, þar sem gestrisn-
in og glaðværðin sátu jafnan í
öndvegi.
Ég flyt eiginkonu hans og
börnum og öðrum ættingjum,
dýpstu samúð við íráfall hans.
Útför Steinars heitins fór fram
frá Fossvogskirkju þann 13. júlí
sl. _
Á bjartfi sumartíð, er aftan-
sólar nýtur sem bezt og morgun-
roðinn er sem fegurstur, kveðj-
um við vinir hans hann með
þakklátum huga fyrir vináttu
og tryggð á liðnum árum.
Minning Steinars heitins mun
lifa í hjörtum þeirra er kynnt-
ust honum vel. En björtust lifir
mynd hans í hugum þeirra að-
standenda, er misst 'hafa kær-
leiksrí'kan ástvin. Guð blessi
minningu hans.
Árni Sigurðsson.
Frá hópreið hestamannafélag a um mótssvæðið.
Margt fólk á hestamanna-
móti aö Skógarhólum
UM Verzlunarmannahelgina var
allmargt fólk á Þingvöllum, en
við Skógarhóla gengust hesta-
mannafélögin á Suðurlandi, Fák
ur, Hörður, Sörli, Andvari,
Trausti og Ljúfur fyrir sameig-
inlegu hestamannamóti. Slík
hestamannamót hafa verið hald
in í Skógarhólum nm verzlun-
armannahelgina tvö undanfar-
inna ára, en að þessu sinni kom
þangað færra aðkomufólk en
venja hefur verið. Fór mótið
t
Þökkum innilega auösýnda
samúð við andlát ag jaröamför
eiginmanns míns,
Eiríks Vigfússonar
frá Sjávarhorg.
Fyrir mína hönd og ann-
arra vandamanna.
Þóranna Einarsdóttir.
t
Innilega þökkum við a.uð-
sýnda saimúð og vináttu við
andlát og jarðarför
Ásgeirs Auðunssonar.
Sérstaklega þöikfcum við
starfsliðd því, sem annaðdst
hann á Landakotsspítala, fyr-
ir hlýhug þess og góða hjúkr-
un.
Jónína G. Jónsdóttir,
Gunnar A. Ásgeirsson,
Karen E. Ásgeirsson
og barnaböra.
sérstaklega vel fram að þessu
sinni.
Á laugardag fóru fram und-
anrásir í keppnisgreinum, en
kl. 2 á sunnudag hófst aðalmót-
ið með hópreið hestamannafé-
laga um mótssvæðið. Því næst
setti Pétur Hjálmsson í Mark-
holti mótið, og síðan hófst helgi
stund. Prestur var séra Eiríkur
Eiríksson á Þingvöllum. Þá fór
fram góðhestasýning og voru
sýndir fjórir hestar frá hverju
hestamannafélagi. Að sýning-
unni lokinni var keppt til úrslita
á kappreiðunum, en síðan fór
fram naglaboðreið og verðlauna
afhending. Þá var ennfremur
sýning á því hvernig hey er
bundið í bakka og reitt á klakk.
Sýningu þá annaðst Sigurður
Gunnarsson á Bjarnarstöðum í
Grímsnesi og vakti hún mikla
athygli, einkum hjá ungu kyn-
sióðinni.
Framhald á bls. 17
Sett á klakk.
Hugheilar þaikikir sendi ég
ykkur ölknm seim glödduð mig
á fimmtugsafmælin.u.
Tryggvi Þorfinnssom.
Hjartans þakkir fiyt ég
þeim fjöimörgu konum og
körluim, siem á nýafstöðnu sjö-
tugisiafmæli mínu sóttu miig
heim, færðu mér gjafir, sendu
mér kveðj'ur eða sýndu mér
vin.semd og æerad á annan
hátt.
Öllum þeim bið ég um leið
biessunar æðri valda.
Jón Skagan.