Morgunblaðið - 09.08.1967, Side 20

Morgunblaðið - 09.08.1967, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. AGUST 1907 Alan WiUiams: PLATSKEGGUR setlaði að fara að sofa hjá kven manni úr Leynihernum. Hann sagði því við Hudson: — Araba- herinn setti sprengju undir hljóm sveitarpallinn í Casino og sprengdi húsið í loft upp. — Það var ég búinn að heyra. Meðal annarra orða: Ætlar þú að komast burt héðan, þegar flugvöllurinn verður opnaður aftur. Neil svaraði því engu. — Ég spyr af því að ég heyrði dálitið annað, sagði Hudson. — Og hvað heyrðirðu? — Að þú hefðir haft stefnu- mót í dag við einhverja hátt- setta í Leynihernum. — Ertu kanski afbrýðissam- ur, Hudson? — Hvern andskotann áttu við? —Hefurðu yfirleitt nokkuf sambönd hér? — Hlustaðu nú á, Ingdeby, ég hélt, að ég væri að reyna að koma því gegnum þinn þykka haus. — Eigðu þin sambönd, Hudson, ég ætla að eiga mín. Hann skellti símanum á. Anne-Marie hreyfði sig eitthvað við hiiðina á hon- um. Hann lagðist aftur á bak og kveikti sér í vindiingi, og sá fyrir sér í huganum ákafa litla andlitið á Hudson á þönum snap andi upp fréttir, og alltaf reiðu- búinn til að hræða starfsbræð- ur sína. Kannski var það fyrir áhrif frá konjakinu og víninu, en vist var um það, að hann ætlaað: ekki að elta hverja ráðleggingu þeirra kumpána, Hudsons og St. Legers. Hann minntist stefnu- móts síns, morguninn eftir, í Cintra-kaffihúsinu, og velti því fyrir sér, hvað verða mundi, ef hann léti ógert að mæta. Ef hann mætti, var hann auðvitað að vaða beint í eldinn. En kon- jakið hitaði honum enn innan- brjósts og tilhugsunin um mót- ið í kaffihúsinu var hreint ekki eins kvíðvænleg og hún hefði ef til vill átt að vera. Hann hafði enn tólf klukkustundir til um- hugsunar. Anne-Marie teygði sig út úr rúminu og lagði höndina ein- hvern veginn kæruleysislega og sakleysislega milli fóta honum. — Farðu úr! sagði hún. Hann drap í vindlingnum sín um og slökkti á náttlampanum. Máninn skein glatt á svalirnar. Hann flýtti sér að afklæða sig og lagðist síðan hjá henni og varirnar á henni strukust niður eftir brjóstinu á honum. Hann sagði ekkert, en hún tók að gæla við hann ákaft eins og kynstofni hennar sæmdi, og hann fann sjálfan sig harðna. undir snert- ingu hennar, meðan hann horfði á tuglskinsblettina á loftinu í herberginu. Þá hringdi síminn. Það var London gegn um París, og síma- stúlkan á blaðinu kom í sím- ann. Anne-Marie færði sig ofur- lítið til, eins og einhver liðug, svört skepna og hún lagðist upp að honum, meðan hann kveikti ljósið aftur og bjóst til að lesa skeytið fyrir. Forster, erlendi fréttamaður- inn, var í símanum. — Þetta hefur verið býsna hræðilegt. Reuter segir, að þetta sé versta hermdarverkið síðan byltingin hófst. —Það er víst sanni nær, sagði Neil. — Ég hef nú ekki fengið neinar nákvæmar tölur, en ég hef heyrt, að meira en fjörutíu hafi farizt. — Reuter segir fjörutíu og sjö. Við látum það duga í bili. Hvernig bregzt fólk við þessu? Sambandið var eitthvað slæmt svo að Neil varð að öskra í sím ann. — Það er furðu rólegt enn- þá. — Jæja, þeystu þá öllu til mín sem þú veizt. Og ég ætla að senda þér hundrað pund gegn um Crédit Lyonnais, fyrir brýn- ustu þörfum þínum. Er annars allt í lagi hjá þér? — Já, það er allt í lagi með mig! öskraði Neil í símann, og Anne-Marie tautaði: — Þú öskr ar eins og vitleysingur! — og svo fór hún aftur að gæla við hann meðan Foster sagði: — Ég gef þér samband við fréttaritar- ann. 29 Endurminningin um þetta síð degi var dauf og tómleg. Seinna, þegar hann hafði slökkt aft-ur, sagði hún í hálfum hljóðum: — En hvað þessi enska er skrítið mál. Allt gegn um nefið. Og er hann breiddi út faðminn á rúm teppinu, hugsaði har.n með sam- vizkubiti um hitt símtalið sitt við London, sem hann hafði pant að eftir miðnætti. Hann minntist þess, hvernig Caroiine mjálmaði í myrkrinu eins og kettlingur, og hann reyndi að reka andlitið á henni úr huga sér, og spurði ekki Anne-Marie aftur, hvort hún elskaði hann, en hélt áfram í ákafa þangað til hún æpti upp o.g veinaði niður í koddann, en vafði sig síðan um hann, heit og rök, með teppið ofan á þeim og gluggana opna, hlustandi á háv- aðann handan við svalirnar, skot hvelli og sírenur og suðið og smellina í engisprettum og smá- byssum. 2. kafli. Hann sat yfir kaffibolla með hálfmána með, aleinn í kaffi- húsinu, þar sem auk hans var enginn maður nema þjónninn, sem var að þurrka skenkiborðið sem kaffivélin stóð á. Klukkan var 10.12. Hann hafði skilið við Anne-Marie í hótelinu, þar sem hún var að greiða mður úr nár- inu á sér við svalagluggann. Klukkan níu st-undvíslega hafði kjólnum hennar verið skilað úr hreinsuninni, vandlega hrems- uðum og stroknum. Hún hafði ekki borgað Arabanum. Neil hafði neytt upp á hann einhverj- um skildingum fyrir utan dyrn- ar og áður en hann fór út, hatði hann hringt í hollenzka sendiráð ið, og mælzt til þess að fá að vera við útför van Loons. Hann hafði aftalað við Anne-Maris að hitta hana við hádegisverð klukk an hálftvö í Le Berry-veitinga- húsinu. Síðan hafði hann yfirgef ið hótelið og gengið eftir göV- unni, þar til hann kom að Roxy- kvikmyndahúsinu og gekk svo inn í Café Cintra. Hann fann á sér, með em- hverri öfugsnúinni ánægju, að á næstu mínútunum yrði hanr. kominn þangað sem ekki yrð: aftur frá snúið. Eitt var þó að hann hefði sofið hjá Anne-Marie en að svíkja hana í þessu bræðra stríði var næstum áreiðaniega lífshættulegt. Hann sat þarna yfir kaffiboli- anum sínum og var innanbrjósts rétt eins og hann hefði tekið eitthvert deyfUyf til þess að draga úr sárum líkamlegum verkjum. Allt og sumt, sem hann sóttist eftir á þessari stundu, var eitthvað, sem gæti losað hann úr þessu ástandi — eitt- hvað, sem gæti komið honum gegn um næstu klukkustundirn- ar eða dagana, eitthvað, sem gæti látið hann hætta að hugsa, hætta að muna það, sem hann hafði séð og heyrt þennan morg- un. Hann hafði komið hingað í ævintýraleit og hann var líka sannarlega að komast í ævin- týri. Miðnætunfiamtalið hans við London hafði ekki fengið sam- band fyr en klukkan yfir þrjú. Númerið hafði verið lengi að svara, og þegar það loksins svar aði, var Caroline geispandi af syfjum, og sagði honum, að hún ætlaði að giftast Tom Drumm- ond á laugardaginn kemur. Hann hafði farið að æpa á hana og hún hafði svarað syfjulega: — Nei, vinur, mér er alvara. Hann hafði öskrað í símann: — Þú hlýtur að vera gengin af vitinu! og hún hafði svarað: — Nei, mér þykir mjög vænt um hann, og þú hefur ekki skrifað mér í meira en heilan mánuð! — Ég var í klaustri, hafði hann sagt, — og svo lenti ég í byltingu, og hún hafði svarað: — Það er svo framorðið og ég er svo syfjuð, og hann hafði reynt að telja henni hughvarf og rödd in í henni hafði horfið í brak og væl í langlínunni, meðan hann var að reyna að telja hana ofan af þesari giftingu eða að minnsta kosti fá hana til að fresta henni, þangað til hann kæmi heim. Og úr fjarska hafði hún svarað: — Neil, elskan, ég hef ákveðið mig. Vissulega elska ég Tom. Og svona hafði það gengið fram og aftur og Anne-Mane svaf euis og ekkert væri, með teppið vaf- ið um sig eins og líkklæði, og allt og sumt, sem hann þráði var Caroline, og eftir viku inurdi Caroline verða hvítklædd (já, meira að segja hvítklædd!) að gifta sig í Þrenningarkirkjunni í Brompton. Maðurinn kom að borðinu og sagði: — Hr. Ingleby? Hann brosti, rétti fram hönd með hanzka á — hávaxínn fölur mað ur um þrítugt, með umgerðar- laus gleraugu, bindislaus og með regnkápu á vinstri handleggn- um. — Ég hef ekki tíma til að drekka kaffi, sagði hann, og það áður. en Neil gæti nokkuð sagt, — bíllinn bíður úti fyrir. Neil skildi eftir einhverja peninga á borðinu og elti hann út á strætið í miklum taugaæs- ingi. — Þér virðist hafa verið hepp- inn með veður í þessari heim- sókn yðar, sagði maðurinn, er þeir óku eftir sjávargötunni, — en annars höfum við haft mikla þoku hér í seinni tíð. Hann ók varlega og flýtti sér hvergi. Þeir beygðu upp frá sjónum og inn í aðal verzlunargötuna, framhjá nöfnum eins og Windson, Guer- lain, Mercedes Benz, yfir stórt torg, inn í flóknar, mjóar götur, gegn um súlnagöng, sem voru al sett auglýsingum, og þar sem allt var þakið sorpi og nú kom Neil í fyrsta sinn á stað, þar sem Arabar og Evrópumenn umgeng ust — mest voru það gamlir menn með skítuga vefjarhnetti, sem stauluðust innan um sölu- palla, þar sem ávextir voru seld- ir. Svo var eins og útjaðar þar sem Evrópumenn voru meira áberandi, og lágu upp að Cabash, Arabahverfinu. Þarna voru morð og manndráp daglegir viðburðir. Þeir voru stöðvaðir af CRS- dátum við hreyfanlega gadda- vírsgirðingu. Strætið fyrir hand an mjólkaði og varð að þröngri, brattri smugu. Ekillinn veiíaði plastmerki að CRS-foringjanum, en hann heilsaði og glápti for- vitnislega á Neil, en skipaði síð- an að færa gaddavírsgirðinguna. Bíllinn mjakaðist áfram og vél- in stundi ofurlítið. Stálhurðadyr voru til beggja handa, skorðað- ar niður í götusteinana og lokað- ir gluggar með grindum fyrir gláptu á þá ofan af steinveggj- unum, undir mjórri ræmu, sem sást af himninuim. Ekillinn mjakaði bflnum áfram, fetið, beygði með naum- indum fyrir hom og stanzaði þannig, að hurðin Neils megin vissi beint að jámhurð með smellilæsingu á. Hann beniti með hanzka-hend inni: — Þér farið þarna inn. Ég MIX leinni MIXJlösku erallt sem tilþarf i ÍS*MIX,(ice cream soda), nema EMMESS isinn, en hann fœst i nœstu búð. [- EINFALT 0 Jt Q)Hdlid loggqf MJXistórtglas Jejhmerid eina >Í8samanvid sfceiðqf (3)fyllidglasidad3/4 hluturn med MIX Q)setjid Bmatsk. qf EMMESSisíMlXW (5)hrœríd lítilsháttar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.