Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 14

Morgunblaðið - 17.08.1967, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. ÁGÚST 1987 'Útgefaiidi: Framkvæmdastjóri: Œtitstjómr: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingat: Ritstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: 1 lausasölu: Áskriftargjald kr. 105.00 Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 22-4-BO. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. SKÓGRÆKTARSTÖÐ- IN Á MÓGILSÁ að var hátíðleg stund þeg- ar Haraldur ríkisarfi Noregs vígði skógræktarstöð- ina að Mógilsá í Kollafirði í fyrradag. Þessi rannsóknar- stöð, sem leggja mun nýjan og traustari grundvöll að vís- inda- og rannsóknarstarfi í þágu íslenzkrar skógræktar er gjöf frá norsku þjóðinni. íslendingar eru innilega þakk iátir Norðmönnum fyrir þessa gjöf. Norðmenn hafa á undanförnum árum veitt okkur stórmyndarlega aðstoð í skógræktarmálum. Ber í því sambandi sérstaklega að nefna heimsóknir fjölda Norð manna, sem vinna hér ár hvert að gróðursetningu skóga. Um þessar mundir eru staddir hér 70 Norðmenn sem gróðursetja þúsundir trjá- plantna. Hitti Haraldur rík- isarfi þetta fólk austur í Ár- nessýslu í gær. f ræðu þeirri, sem Harald- ur ríkisarfi flutti við vígslu Mógilsárstöðvarinnar gerði hann íslenzkt skógræktar- starf að umtalsefni. Komst hann þar meðal annars að orði á þessa leið: „f upphafi var skógræktar- starfið tiltölulega í litlum mæli, m. a. vegna þess að ekki var vitað hvaða trjáteg- undir ættu bezt við, né held- ur hvaða staður væri hentug- astur til skógræktar. í Noregi hefur lengi verið við margvíslega erfiðleika að etja eftir að skógræktarstarf hófst þar. Ég veit að þessu var líkt farið hér á landi, en þrátt fyrir andstreymi hefur skógrækt aukizt þannig að nú eru settar niður plöntur — barr- og lauftré á all stórum svæðum ár hvert. Þetta er ekki sízt að þakka kunnáttu- samlegri og dugmikilli for- ustu. Ég er þess fullviss, að menn hafa fundið þörf fyrir auknar rannsóknir í skóg- ræktarmálum, sem yrðu til þess að greiða úr vandamál- unum, ekki sízt á sviði líf- fræðinnar. Þegar unnt er að byggja á eigin rannsóknum, stöndum við á traustari grundvelli, einnig á sviði skógræktar. Það virðist því vera sjálf- sagt og eðlilegt að íslending- ar noti þjóðargjöfina til þess að reisa skógræktarstöð." íslenzka þjóðin þakkar Haraldi ríkisarfa fyrir hlý- leg orð í garð skógræktarinn- ar hér á landi. íslendingar vita nú að á grundvelli vís- inda og þekkingar er hægt að rækta skóg í þessu norðlæga landi. Vantrúin á íslenzkri skógrækt er að hverfa. Að- eins örfáir úrtölumenn hafa allt á hornum sér gagnvart henni. Hannsóknar- og vís- indastarfið að Mógilsá mun leggja nýjan og traustari grundvöll að skógræktar- starfi íslendinga í framtíð- inni. HEILBRIGÐ SÁL í HRAUSTUM LÍKAMA Ueilbrigð sál í hraustum lík- “ ama er gamalt og gott spakmæli. íþróttirnar eru tví- mælalaust ein leiðin til þess að ná því marki. Þess vegna er ástæða til þess að fagna því að íslenzk æska stundar íþróttir í stöðugt vaxandi mæli. Aðstaða hennar til íþróttaiðkana hefur einnig batnað verulega á undan- förnum árum. Byggðar hafa verið margar fallegar og glæsilegar sundlaugar víða um land, íþróttahús hafa verið byggð við marga skóla og útileikvangar gerðir í flestum stærstu kaupstöðum íandsins og víðar um land. Hér í Reykjavík hefur sér- stök áherzla verið lögð á að búa vel í haginn fyrir íþrótta- æskuna. Óhætt er að fullyrða að unga fólkið verji ekki frí- stundum sínum í annað betra en íþróttaiðkanir. íþróttakeppnir sumarsins sýna að þátttaka æskunnar í íþróttunum er mikil og al- menn hér á landi. Margir ís- lendingar hafa náð ágætum árangri í íþróttagrein sinni. Varhugavert er þó að miða gildi íþróttanna eingöngu við met í einstökum grein- um. Þó að það gleðji okkur íslendinga þegar landar okk- ar standa sig vel á innlendum eða erlendum íþróttaleik- vangi hefur það út af fyrir sig ekki meginþýðingu. Hitt er miklu þýðingarmeira, að æskan njóti íþróttanna til þess að herða hreysti sína og líkamsþrótt. En ekki eru allar íþróttir jafn vænlegar til þroska og heilbrigðis. Það er okkur ís- lendingum t. d. til sóma að hafa fyrstir þjóða bannað iðkun hnefaleika með lögum. Raunar má segja að þar sé naumast um íþrótt að ræða. Er nú svo komið að ýmsar aðrar þjóðir, m. a. Norður- landaþjóðirnar eru farnar að hugleiða að banna hnefaleika. BYLTING YFIRV0FANDI I TANNLÆKNINGUM? Vísindamenn í U.S.A. segja lausn tannskemmda skammt undan eftir Alton Blakeslee New York, (Associated Press) FYRIR hundrað árum keyptu ríkir menn stundum annarra manna tennur. Það var þá alheilbrigð tönn, sem tann- læknirinn dró úr seljandan- um og setti í skarð í gómi kaupandans í stað framtann- ar eða jaxls. Því miður ent- ust aðkeyptar tennur aðeins nokkra mánuði í hæsta lagi. Um sex þúsund árum áður, gerði auðugur Kínverji sömu tilraun með svipuðum árangri. En nú er framfarastökk í vísindarannsóknum í Banda- ríkjunum að koma af stað al gerri byltingu í tannlækning- um. Árangur þessara rann- sókna verður sennilega: 1) „Tannbankar“, þar sem festa má kaup á heilbrigðum, lifandi tönnum. 2) Bóluefni til að varna tannskemmdum. Vísindamenn eru þegar búnir að finna ákveðnar sýklategundir, sem virðast valda tannskemmd- um. 3) Ný eða fullkomnari verndarefni samsett úr flúor o.fl. (tannkrem, skolefni og efni sett í drykkjarvatn), sem seinka munu tannskemmd- um um 50 til 80% frá því sem nú gerist. 4) Áhrifameiri varnir og lækningar við gómbólgum og sjúkdómum, sem herja kring- um tennurnar og skemma gómvef og beinvef og eru að- alástæðan fyrir því, að fólk missir tennur sínar eftir 35 ára aldur. „Tannlækningum er að vaxa fiskur um hrygg og þær að verða að sannri vísinda- grein í þágu heilbrigðis mann kynsins", segir dr. Robert J. Nelsen, talsmaður Tannsjúk- dómarannsóknarstofnunar Bandaríkjanna, sá maður, sem fann upp fyrsta nothæfa tann borinn með vatnskælingu. Nú hafa rannsóknir í tannlækn- ingum tekið undir sig stökk, vegna samvinnu vísinda- manna af ýmsum sérgreinum, — líffræðinga, efnafræðinga, eðlisfræðinga, sýklafræðinga, málmfræðinga, krystallafræð inga o.fl. auk tannlækna. Á þessu ári er unnið að um 3,700 áætlunum eða verkefn- um í rannsóknum á tann- og munnheilsu í Bandaríkjunum einum. f þessum rannsóknum kennir geysimargra grasa. Kuðungar koma víða við sögu. Þessi dýr gefa frá sér vökva, sem harðnar í vatni og myndar ótrúlega haldgott lím efni, eins og allir sjómenn vita. Með því að komast að leyndarmálum kuðungsins, vonast vísindamenn til að geta framleitt límefni, sem haldizt ævilangt og varni því, að skemmd myndist undir fyllingum. Sennilega má finna svipuð efni í fyllingam ar sjálfar eða til verndarhúð- unar á tönnum, sem endast mundi alla ævi. Uppfinningar dr. George C. Paffenbargers, sem lengi hef ur fengizt við rannsóknir á vegum Ameríska tannlækna- sambandsins, lofa góðu um endingarbetri gervitennur. Hann og aðstoðarmenn hans hafa tekið að nota silane-lím til að festa postulínstenur við acryl- (plastefni, sem notað er bæði í tennur og góma) Tilraunir hafa leitt í ljós, að með þessu verða tann garðarnir sterkari, og matar- agnir og bakteríur setjast ekki inn á milli tanna og góms. Með þessu getur einnig horfið út sögunni þörfitn fyr- ir gulblöndu í brýr til að festa framtennur og þannig sparað fólki stórfé. Sá draumur, að fá lánaðar lifandi tennur, er driffjöður rannsóknarstarfsemi á mörg- um stöðum í Bandaríkjunum, meðal annars í lækningadeild Tannsjúkdómarannsóknar- stofnunarinnar, sem er undir stjórn dr. Harolds R. Stan- leys. Sjúklingar, sem bjóða sig fram, gera þessar rannsóknir mögulegar. Þeir gefa leyfi til að draga úr sér tennur, sem hvort sem er hljóta að detta innan skamms vegna góm- sjúkdóms eða af öðrum or- sökum. Tennurnar eru hreins aðar og síðan settar aftur á sama stað i gómdnn. Fyrst eftir að tönnin hefur verið sett í aftur, vex beinið ört kringum tannrótina og fesir hana, en eftir svo sem níu mánuði, losnar tönnin aft ur og dettur úr, að sögn dr. Stanleys. Rannsóknirnar stefna fyrst og fremst að því að komast að, hvers vegna beinið ’hættir aftur að vaxa. Kannski, segir dr. St.anley, mætti gefa tönnunum ein- hverja sérstaka efnafræðilega meðferð, sem örvaði beinvöxt inn og gerði hann varanleg- an, þannig að tennurnar hald ist áfram á sínum stað. Þessar atthuganir kunna einnig að hjálpa til við að finna orsök þess, að líkam- inn berst gegn öllum lifandi vefi, sem tekinn er úr öðr- um einstaklingi, hvort sem um er að ræða nýra, tönn eða Finna verður ráð við þessari andspyrnu, áður en „tann- húð. Líkaminn bregzt við slíku eins og innrás sýkla. bankar" verði tímabærir. Verið er að finna svör við því, hvað skeður í tönn, með an á borun stendur eða þeg- ar vissar tegundir fyllinga eru settar í hana, í rann- sóknarstofu dr. Stanleys með nákvæmum athugunum á heilbrigðum tönnum í sjálf- boðaliðum. Þá er búið að finna upp tæki til að finna tannskemmd Framh. á bls. 16 Hefur fordæmi íslendinga í þessum efnum vakið athygli víða um lönd. Nauðsyn ber að halda áfram að bæta aðstöðu ís- lenzkrar æsku til íþróttaiðk- ana. Víða vantar íþróttahús við skóla og aðstaða til iðk- unar knattspyrnu og sunds þarf einnig að batna. Að þessu er verið að vinna víðs- vegar um land og á nauðsyn þess ríkir fullur skilningur. íþróttirnar gegna mikilvægu hlutverki í uppeldismálum þjóðarinnar. ÁTÖKIN í KÍNA rnest bendir nú til þess að borgarastyrjöld geisi í raun og veru í Rauða Kína. Menningarbylting Mao-Tse tung hefur ekki megnað að bæla niður andstöðuna gegn kommúnistastjórninni í Pek- ing. Fregnir berast stöðugt af uppreisnum og blóðugum bardögum víðsvegar um landið. Óánægja bænda og verkamanna verður stöðugt magnaðri. Er nú svo komið að Peking-stjórnin viðurkenn ir að eitt af meginverkefn- um kínverska hersins sé að koma í veg fyrir verkföll eða berja þau niður. Fregnum vestrænna og rússneskra fréttamanna ber saman um það, að mikil og vaxandi ólga ríki víðsvegar um landið. Mao-Tse tung og klíka hans hafi alls ekki náð því takmarki, sem þeir hugð- ust ná með „menningarbylt- ingunni“. Þvert á móti ríkir vaxandi fjandskapur almenn- ings í garð Maos og formanns. Hin taumlausa persónudýrk- un sé orðin hlægileg og er- indrekum Maos sé tekið með kulda og fyrirlitningu víðs- vegar um land. Annars er erfitt að vita nákvæmlega um ástandið í Kína. En veggspjöld „menn- ingarbyltingar“-manna og sjálf málgögn Peking-stjórn- arinnar gefa þó greinilega til kynna að Mao formaður og klíka hans eru uggandi um aðstöðu sína. Framleiðslan dregst saman af völdum óstjórnarinnar og víða ríkir skortur, sem jaðrar við hung- ursneyð. Þannig er þá ástandið í Rauða Kína undir forustu kommúnista. Mjög er áberandi hve tónn- inn fer stöðugt harðnandi í málgögnum Sovétstjórnar- innar í garð Maos formanns og kínverskra kommúnista. Er það skoðun ýmissa, sem vel þekkja til, að naumast geti liðið á löngu unz til stjórnmálaslita komi milli stjórnanna í Moskvu og Pek- ing. Hafa þessar skoðanir styrkzt við framkomu Kína kommúnista í garð rússnesks skips og áhafnar þess nýlega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.