Morgunblaðið - 17.08.1967, Side 28

Morgunblaðið - 17.08.1967, Side 28
Suður um höfin.. með REG/NA MARIS 23 sep t. — 14. okt. ^0jp- LÖIMD&LEIÐIR H Aöalstræti 8,simi 24313 RITSTJORN • PRENTSMIÐJA AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA SÍMI 10*10Q FIMMTUDAGUR 17. AGUST 1967 Þurrkarinn kominn á leiðarenda Húsavík, 16. ágúst. Þurrkarinn , sem settur var í land á Húsavík á laugardag er nú kominn á leiðarenda inn á svæði kísiliðjunnar við Mývatn. Mbl. átti í gærkvöldi tal við Gunnar Guðmundsson frá Rvík, en flutningafyrirtæki hans tók að sér þennan erfiða flutning og stjórnaði Gunnar sjálfur ferð- inni. Hann sagði, a'ð þuoginn hefði ekki verið eini vandinn, líka olli erfiðleikum lengdin á Bifreið ónýttist við veltu Bifreið valt á sunnudagskvöld- ið rétt norðan við Sauðanes í Ólafsfjarðarmúla, að því er lög- reglan á Dalvík tjáði Mbl. í gær. Gjörónýttist bifreiðin, en þrennt, sem í henni var slapp að mestu ómeitt. Orsök óhappsins var sú, að hægri hjólbarði að aftan mun hafa sprungi'ð. Hentist bifreiðin út af veginum, fimm metra nið- ur. Bifreiðin er, eins og aður var sagt, ónýt. stykkinu, sem er um 20 n'ctrar, svo að aðskilja varð drátLarbíl- inn og aftanívagninn og iáta að- eins endana á þurrkaranum hvíla með löngu millibili á vagninum og bílnum. Vegarbeygjurnar urðu því víða allerfiðar, þótt þær hafi verið breikkaðar fyrir þessa ferð. Margir töldu að beygjan við Másvatn yrði okkur erfiðust, en svo reyndist ekki, heldur beygj- an við Grænalæk. Þar þurftum við að stýra bæði dráttarbílnum og aftanívagninum, en venjulega á aftanívagninn að fylgja stjórn dráttarbílsins. En þetta gekk nú allt vel, sagði Gunnar að lokum, þrátt fyrir, að með sanni megi segja, að íslenzkir vegir séu ekki byggðir fyrir slíka þungaflutn- inga. Þetta 44ra tonna stykki er ekki nema hluti af þurrkaranum, því að eftir er að koma í hann ann- áð jafn stórt stykki, en það mun væntanlegt með næstu ferð Brú- arfoss frá Ameríku. Brúarfoss er búinn sterkustu vindu í hér- lendu skipi til þess að lyfta slíkri þungavöru. Fréttaritari. TOLLAR AF fSFISKI STÓR- HÆKKAI ÞÝZKALANDI Þjóðverlum neitað að kvóta fyrir lönd utan EBE TOLLAR á ísfiski hafa stór- lega hækkað í Þýzkalandi. Þeir eru nú á þorski og ufsa 9% að viðbættu 2% verðjöfnunargjaldi, sem lagt er á allan ísfisk. í fyrra var þessi tollur aðeins 2.2%, auk verðjöfnunargjaldsins, svo að hér er um mikla hækkun að ræða. Þjóðverjar hafa farið fram á, að leyfður yrði innflutningur á 14.000 lestum af tollfrjáslum ís- fiski frá löndum utan Efnahags- bandalagsins, en stjórn banda- lagsins hefur synjað þeirri beiðni, þrátt fyrir mótmæli Þjóðverja, að því er Ernst Stabel, ræðis- maður íslands í Cuxhaven, tjáði Mbl. Stabel sagði, að stjórn banda- lagsins hefði fallizt á innflutn- ing á 3000 tonnum af grálúðu, sem aðallega kæmu frá Noregi og 5000 tonnum af karfa og ýsu með 4.5% tolli. Þjóðverjar hafa mótmælt synjun Efnahagsbandalagsins, en svar við þeim mótmælum hefur ekki borizt, og bjóst Stabel ekki við neinum stórbreytingum, er það bærist. Tollur þessi mun gilda frá 1. ágúst til 31. desem- ber, en þá mun hann hækka upp í 13%. í framtíðinni mun ætlunin að hækka tollinn, unz hann nær 15%. Mbl. er kunnugt um, að sendi- ráð íslands hjá Efnahagsbanda- laginu vinnur nú að því að fá toll þennan lækkaðan. Fyrsta sumar- síldin til Breið- dalsvíkur Breiðd'al'svík, 16. ágúst. í GÆRKVÖLDI landaði Hafdís, SU 24, 167 tonnum hér á Breið- dialsvík. Er það fyrsta síldin, sem hin.gað berst á sumrinu. — Langt er á miðin. Veiðiförin tók eina viku. — Fréttaritari. Coloradobjöllunum var steypt í sjóinn KARTÖFLUNUM, sem sýktar voru af Colorado-bjöllu, var í fyrrinótt steypt í hafið utan við landhelgi íslands út af Faxa- [ Maöur leitar á telpu á aí- mannafæri um miöjan dag UM klukkan hálf þrjú í gær var kona á gangi upp Lauga- veg, neðarlega á móts við Lífstykkjabúðina. Konan veltti athygli telpu, um það bil 10 ára að aldri í bláum stuttbuxum. Telpan ýtti á undan sér barnakerru. Við hlið hennar gekk maður, er var undir áhrifum áfengis. Hún hélt að maðurinn væri áhangandi telpunni, en allt í einu sér konan, að maðurinn beygir sig niður og fer með höndina upp með annarri buxnaskálm telpunnar og alveg upp í nára. Um leið tók hann í vagn- inn og ætlaði að fara með telpuna inn undir undirgang, sem þarna er. Telpan fór að hágráta og gaf konan sig þá á tal við hana og sagði telpan þá, að hún hræddist manninn og hún þekkti hann ekki neitt. Maðurinn forðaði sér á braut, en konan vildi ekki láta hann sleppa við svo • búið, veitti honum þvi eftirför upp á Grettisgötu, þar sem hún komst í sima og hringdi á lög- regluna. Á meðan missti hún sjónar á manninum, en þegar lög- reglan kom var svipazt um eftir manninum og fannsi hann neðst á Skólavörðustíg. Maðurinn var lítils háttar undir áhrifum áfengis. Hann viðurkenndi að hafa gengið með telpunni, enda þekkti konan hann aftur. Telpan hélt Ieiðar sinnar og vissi konan ekki hver hún var Það eru tilmæli Rann- sóknarlögreglunnar að telpan gefi sig fram, svo og sjónar- vottar í síma 21107. flóa. Leiguskip Eimskipafélags íslands lét úr Reykjavíkurhöfn í fyrrinótt kl. 04, fyrrgreindra erinda og kom aftur um miðjan dag í gær. Friðrik Sigurbjörnsson, for- stjóri fslenzk-erlenda, er umboð Framlhald á bls. 27 Færeyingar kaupa beitu- síld á Akranesi Akranesi, 15. ágúst. LÍNUVEIÐARINN Strandingur frá Færeyjum kom hér við á leið sinni til Grænlands og tók um 100 tunnur af beitusíld hjá Har- aldi Böðvarssyni og Co. Hann er að leggja út í aðra veiðiferð sína á þessu sumri. í fyrri ferðinni fiskaði hann ágæt- lega og var þorskurinn saltaður. Aflinn reyndist vera 200 lestir og seldisf fyrir um 4 milljónir ís- lenzkra króna. Verðið var upp í 2.70 krónur danskar, eftir stærð. Skipsböfnin var skipuð ung- um mönnum bæði frá Færeyjium og Grænlandi, kokfeurinn er öldr uð kona frá Grænlandi. — HJÞ. \ HARALDUR, ríkisarfi Norð- manna, átti því láni að fagna í gær, að ferðast um fagrar sveitir Suðurlands í hinu ákjósanlegasta veðri. Það gat ekki verið fegurra við Gull- !foss er ríkisarfinn kom þang- að, eftir að hafa hlýtt á helgi stund í Skálholtskirkju. Biskup landsins talaði í kirkj unni. Þar var nokkur hópur kirkjugesta, meðal annarra drengir úr sumarbúðum þjóð kirkjunnar. Síðan lá leiðin að Geysi, sem ekki gaus nú frek ar en endranær. Loks var svo ekið til Þingvalla. Var komið kvöld er komið var að Lög- bergi, en ríkisarfinn gekk til Lögbergs og þar sagði Bjarni Guðmundsson, blaðafulltrúi, honum stuttlega frá sögu stað arins. Var svo snæddur kvöld verður í Valhöll. Árdegis í dag er ráðgert að ríkisarfinn bregði sér á hestbak á góðum gæðingi. Síðdegis mun hann verða á heimili norska sendi- herrans og taka þar á móti Norðmönnum, búsettum hér, og norsk-íslenzkum fjölskyld um. í kvöld verður svo kveðjuhóf hins tigna gests. Klæðast þá veizlugestir sín- um fínustu sparifötum og sknlu gestir bera orður sínar. Myndin hér að ofan er af Haraldi ríkisarfa á Lögbergi, en hann hlýðir þar á frásögn Bjarna blaðafulltrúa. (Ljósm. Mbl. Ól. K.M.) Utanríkisráð- herrafundur IMorðurlanda í Helsingfors í FRÉTTASKEYTI frá NTB fréttastofunni segir, að utanrík- isráðherrar Norðurlanda muni ræða um samræmingu á sjónar- miðum og afstöðu þjóðanna tdl kosninga og mála, sem koana fyrir Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Er þetta árlegur siður utanríkisráðherranna fyrir opn- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.