Morgunblaðið - 18.08.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.08.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1967 Siglingum ísl. togara fækkar — vegna markaðstakmarkana í Sretlandi og tollahœkkana í Þýzkalandi SVO sem getið var í Mbl. í gær hafa tollar á ísfiski hækkað mjög í Þýzkalandfi, úr 2,2%, sem þeir voru í fyrra í 9% nú. Einnig hefur komið í ljós, að takmarkanir hafa verið settar á landanir erlendra fiskiskipa í Bretlandi. Verður farmur skips að vera að einum þriðja hluta eða minna þorskur til 21. ágúst, en eftir þann tíma skal þorskur verða helmingur aflans í mesta lagi. Mbl. hafði í gær tal af Ingimar Jerúsalem, 16. ágúst. Einkaskeyti frá AP. GUÐMUNDUR Sigurjónsson gerði jafntefli við Bronde, Arg- entínu, í síðustu umferðinni í undanrásum á IX. heimsmeist- aramóti unglinga í ísrael. Guð- mundur varð 4. í A-riðli, en þar sem þrír efstu piltanna tefla í úr- slitaflokki um titilinn heims- meistari unglinga í skák, teflir Guðmundur í B-flokki. Úrslit síðustu uimferðar (A- riðill): Woodhams, Ástralíu, vann Skalkotas, Grikklandi; Day, Kanada, og Keene, Englandi, gerðu jafntefli. Úrslit biðskáka urðu þau að Bronde gerði jafn- tefli við Keene, en tapaði fyrir Woodhams og Ásplund, Svíþjóð. Lokastaðan í A-riðli: 1. Day 4 vinninga, 2.-3. Keene og Asplund 3Vz vinning hvor, 4.—5. Guðmundur Sigurjónsson og Woodhams 3 vinninga hvor, 6. Bronde 2 Yz vinning og Skal- kotas 1% vinning. Lokastaðan í B-riðli: Einarssyni ihjá Landsssambandi íslenzkra útvegsmanna og sagði hann, að þessar takmarkanir væru mjög alvarlegar fyrir ís- lenzka togaraeigendur og bjóst hann við, að íslenzkir togarar lönduðu síður í þessum löndum — t.d. myndu þeir frekar landa karfa hér á heimamarkaði. í Bretlandi hafa ýmsir erfið- leikar verið háðir löndun þar að undanförnu. Er það m.a. vegna óvænts framboðs frá Dönum og einnig hafa brezk frystihús ekki 1. Huebner, V-Þýzkalandi, 4 vinninga; 2. Balshan, fsrael, 314 vinninig; 3. Timman, Hollandi, 3 vinninga; 4. Pils, Austurríki, 2% vinning; 5.—6. Lombard, Sviss, og Tompuri, Finnlandi, 1 vinn- ing hvor. Lokastaðan í C-riðli: 1. Kaplan, Puerto Rico, 4% vinning; 2.—3 .Ghizdavu, Rúm- eníu, og Wibe, Noregi, 4 vinn- inga hvor; 4.—5. Neumann, ísrael, og Jensen, Danmörku, 3 vinninga hvor; 6. Matera, Banda- ríkjunum, 2 vinninga og 7. Cabe- zudo, Uruguay, Vz vinning. Til úrslita tefla eftirtaldir pilt- ar (A-flokkur); Day, Keene, Asplund, Huebn- er, Balshan, Timman, Kaplan, Ghizdavu og Wibe. Hinir 11 tefla í B-flokki, en þeir eru: Guðm. Sigurjónsson, Wood- hams, Bronde, Skalkotas, Pils, Limbard, Tompuri, Neumann, Jensen, Matera og Cabezudo. annað öður en frystingu bauna- og grænmetisuppskeru þar. Hef- ur gætt mikillar óánægju meðal fiskkaupmanna í Bretlandi vegna þessara ráðstafana, en hingað til hefur markaður þar verið frjáls og framboð og eftírspurn verið látin ráða. Þorsteinn Arnalds, fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur, sagði í viðtall við Mbl. í gær, en fyrirtæki hans er stærsti útgerðaraðili togara hér- lendis, að ekkert hefði að und- anförnu verið siglt til Þýzka- lands. Hann kvað ekki á útgerð- arkostnað bætandi, hvað þá, er tollurinn í Þýzkalandi hefði náð 13%, eins og hann á að verða um næstu áramót. Þorsteinn taldi, að þetta myndi draga stórlega út siglingum og taldi hann þá þróun mjög ó- heppilega. Málið væri orðið mjög alvarlegs eðlis, er alLt að fjórði hver fiskur gengi til Framhald á bls. 27 Dönsku gest- irnir á Akureyri Akureyri, 17. ágúst. Borgarstjórnarfulltrúarnir frá Kaupmannahöfn sem eru hér á landi í boði Reykjavíkurborgar ferðuðust norður í land í dag í fylgd með nokkrum horgarfull- trúum Reykjavíkur og embættis mönnum. Flogið var beint til flugvall- arins í Aðaldalshrauni en ekið þaðan til Mývatns og snæddur hádegisverður í Hótel Reykja- hlíð. Síðan var haldið í Námaskarð að Grjótagjá og í Dimmuborgir en ekið þaðan til Akureyrar með viðkomu við Goðafoss. í kvöld óku dönsku gestirnir um Akureyri og skoðuðu hana en snæddu að því búnu kvöld- verð í Sjálfstæðishúsinu. Héðan var flogið til Reykjavíkur í kvöld. Fulltrúarnir fengu bezta veður, sólskin og hlýindi í allan dag. Guðmundur varð f • r r J| •líl® fjorði i A-riðla Vietnam: 15.000 Bandaríkja- menn hafa fallið Nær 30 manns grafast lifandi er 3-hæða hús hrynur í Karachi Karachi, Pakistan, 15. ágúst, AP. — Að minnsta kosti 28 manns og þar á meðal bæði konur og börn, grófust lifandi og 23 aðrir særðust hættulega er þriggja hæða hús hér í borg hrundi allt í einu í morgun. Herma fregnir að allt í einu hafi tekið að bresta og braka í húsinu og það síðan hrunið áður en nokkur fengi rönd við reist eða íbúarnir flúið það. Washington, Saigon, 17. ágúst, AP. MANNFALL í liði Bandaríkja- hers í Víetnam á sl. sex árum er nú komið yfir 15.000, að því er opinberar heimildir í Saigon herma. 1 bardögum hafa fallið 12.487 Bandaríkjamenn á þess- um tíma og 2.521 hafa látizt í slysum, sjúkdómum og af öðr- um ástæðum. — f síðustu viku féllu 82 hermenn Bandaríkja- hers í Víetnam, en það er minnsta mannfall á einni viku í sjö mánuði. Þess ber að geta, að Bandaríkjamenn hafa ekki átt í meiriháttar bardögum á jörðu niðri í sl. viku. Varautam'íkisráðherra Banda- ríkjanna, Nicholas Katzenbatíh, sagði í dag, að loftárásir Banda- ríkjamanna á skotmörk við landamæri Kínverska, alþýðulýð- veldisins gæfu á engan hátt í skyn ógnun við Pekingstjórnina og hefðu því enga hættu í för með sér fyrir Bandaríkin úr þeirri átt. Sagði Katzenbach, að Johnson forseti hefði vendilega lagt niður fyrir sér áhættuna af loftárásum við kíraversku landa- mærin. í barminum var áfengi ÞÓRSKAFFI er skemmtistað- ur hér í borginni fjölsóttur og vinsæll. Þar eru þó ekki leyfðar áfengisveitingar og vinsældir hans byggjast á fólkir.u sjálfu, sem hann sæk- ir. En margir eru þeir sem reyna að smygla áfengi þar inn og stundum tekst það, það sanna mörg dæmi. Oftur mun það þó, að þær smygl- tilraunir misheppnast. Konur jafnt sem karlar hafa verið staðin að smygl- tilraunum og oft hefur verið erfitt að fást við smyglarana einkum þegar kvenþjóðin á í hlut, að sögn lögregluþjóns, sem þar er stundum á vakt. í fyrrakvöld var kominn inni í anddyri Þórskaffis hópur prúðbúins fólks. í hópnum var ung kona, sem nærstödd- um varð starsýnt á, því að svo glæsileg var hún. Lög- reglumönnum, er þar voru við störf varð starsýnt á barrn hinnar ungu konu. Það kom svo í hlut annars lög- reglumannsins, að hann varð í nafni síns embættis að ganga til ungu konunnar og þrýsta barm hennar. En barmurinn var þá svo stinnur viðkomu, að með engu móti fékk staðist, að hann væri svo af guði gerður. Er ekki að orðlengja það, að dregnar voru tvær flöskur af áfengi af brjóstum kon- unnar, — þriggja pela viský- flaska af öðr brjóstinu en pottflaska af sjenever af hinu. Var stúlkan flutt til yfir- heyrslu í lögreglustöðina. Þar gaf unga glæsilega konan þá skýringu, að hún hefði tekið að sér að reyna að koma þessu áfengi ihn fyrir herrana, sem í hópnum voru. Lögreglan leyfði stúlkunni að fara á dansleikinn, — en áfengið var geymt fyrir eig- endurna. Yfirmannaskipti urðu í gær í flotadeild varnarliðsins við Keflavík. Emile E. Pierre lét af störfum eftir tveggja ára dvöl hér á landi, en Ralph W. Hart tók við. Á myndinni eru Ralph W. Hart og kona hans að framan, en Emile E. Pierre ofar. Neöanjarðarhreyfing- ar aðstoða við liðhlaup — bandarískra hermanna að sögn the Times Washington, 17. ágúst, AP. BREZKA stórblaðið The Times skýrði frá því í frétt í dag, að neðanjarðarhreyfing evrópskra friðarsinna aðstoði bandaríska hermenn við að flýja frá her- stöðvum sínum í Þýzkalandi í þeim tilgangi, að losna undan herþjónustu í Vietnam. Varnar- málaráðherra Bandaríkjanna, Robert S. McNmara, sagði við fréttamenn skömmu eftir að blaðið kom út, að fréttin væri „einskær uppspuni", í frétt stórblaðsins sagði m.a., að tala bandarískrá liðhlaupa í Þýzkalandi, það sem af væri þessu ári, væri um þúsund, þar af hefðu um þrír fjörðu gerst lið hlaupar af ótta við að þurfa að gegna herþjónustU í Vietnam. Blaðið segir, að neðanjarðar- hreyfingar hinna evrópsku frið- arsinna starfi í Bretlandi, Frakk landi, Hollandi, Þýzkaladi og Svíþjóð, og noti þær oft og tíð- um áþekka tækni og andspyrnu- hreyfingar á stríðstímum. í yfirlýsingu, sem bandaríska varnarmálaráðuneytið gaf út, sagði, að yfirmenn bandaríska hersins hefðu orðið áskynja um sögusagnir varðandi hópa manna, sem aðstoðuðu banda- ríska hermenn við að gerast lið- hlaupar, en þessar sögur væru „stórlega ýktar“. Hefstoðvar Bandaríkjmanna í Evrópu hafa á skrá, sem stend- ur, 338 menn, sem fjarverandi hafa verið um langan tíma. Bandaríski herinn í Þýzkalandi telur 225.000 hermenn. Ráðuheytið bendir á, að það sem af væri árinu hefðu 10.500 hermenn í Evrópu fríviljugir lát ið skrá sig til herþjónustu í Vietnam. Á síðasta ári létu 14.000 hermenn skrá sig í sama skyni. ittc - tece votc 1 jm I0ÍP VINDUR var hægur um allt land í gær og ágætt veður. Mjög víða var sólskin, en þó sums staðar skýjað, einkum við v-ströndina. Hitinn var víðast 1 til 14 stig um nón- bilið. Lægðin, sem sést á kortinu yfir vesturströnd Grænlands, er á hreyfingu austur á bóg- inn og mun sennilega valda norðlægri átt og einhverri vætu í nót óg á morgun.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.