Morgunblaðið - 18.08.1967, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FöSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1967
■Úitgefaiidi:
Framkvæmdast j ór i:
iRitstjórar:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingar:
Ritstjórn og afgreiðsla:
Auglýsingar:
í lausasölu:
Askriftargjald kr. 105.00
HCf. Árvakur, Reykjavík.
Sigfús Jónsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræti 6. Sími 02-4-80.
7.00 eintakið.
á mánuði innanlands.
GJALDEYRISVARA -
SJÓÐURINN OG AF-
STAÐA FRAMSÓKN-
ARFORINGJANNA
17’yrst eftir kosningarnar
* minntist Tíminn ekkert
á snilld ritara Framsóknar-
flokksins, og er það skiljan-
legt. En nú er dag hvern
vitnað til spekingslegra um-
mæla Helga Bergs, annars
vegar varðandi vegina, sem
hann ætlaði að leggja fyrir
ekki neitt og hins vegar varð-
andi ráðstöfun gjaldeyris-
varasjóðsins.
Helgi Bergs gerði sér lítið
fyrir í vetur og flutti allan
bæjarakstur allra bifreiða á
fslandi út á ákveðna vegar-
spotta og reiknaði síðan út,
að umferð á þessum vegum
yrði svo mikil, að þeir borg-
uðu sig nærri þegar í stað.
Var þetta stórfenglegasta
tæknileg lausn, sem um get-
ur í sögu íslenzkrar verk-
fræðingastéttar. í annan stað
setti Helgi Bergs svo fram
þá kenningu, að við ættum
þegar í stað að verja gjald-
eyrisvarasjóðum, að minnsta
kosti að hluta til, til kaupa á
ýmiskonar varningi erlendis
frá. Á sama tíma boðaði hann
og aðrir Framsóknarforingjar
þá kenningu, að eftirláta ætti
viðskiptabönkunum til út-
lána það fé, sem bundið er í
Seðlabankanum og er grund-
völlur gjaldeyrisvarasjóðsins
og endurkaupa afurðavíxla
atvinnuveganna, og loks var
sagt að stórauka ætti endur-
kaup afurðavíxla — allt fyr-
ir sama féð.
Framsóknarforingj arnir
hafa þannig fundið það út,
að auðvelt er að nota sömu
peningana þrisvar sinnum
og að hrein fásinna hafi ver-
ið að safna gjaldeyrisvara-
sjóðum meðan gjaldeyris-
tekjur voru miklar. Þessa
peninga hefði þegar í stað
átt að nota.
Heldur er ólíklegt að til sé
sá maður, sem ekki skilur
það, hverja þýðingu gjaldeyr-
isvarasjóðurinn hefur, ein-
mitt nú, þegar gjaldeyris-
tekjur hafa minnkað veru-
lega. Ef þessi sjóður væri
ekki til, hefði nú þegar orð-
ið að grípa til innflutnings-
hafta og skömmtunar. Það
vita Framsóknarforingjarnir
jafnvel og aðrir, en þeir hafa
raunar aldrei verið andvígir
höftunum og má því segja að
þeir séu samkvæmir sjálfum
sér, þegar þeir segja, að
gjaldeyrisvarasjóðnum eigi
að eyða og þjóðin síðan að
standa uppi gjaldeyrislaus
við fyrsta andstreymi.
ÍSLENZKUR IÐN-
AÐUR OG
TOLLVERND
egar tollar á ýmsum neyzlu
vörum voru lækkaðir
til hagsbóta neytendum,
mættu iðnrekendur þeim ráð-
stöfunum með skilningi og
dugnaði; þeir lögðu sig fram
um að bæta rekstur sinn og
standast samkeppni við inn-
fluttar vörur. Á einstöku
sviðum hefur reksturinn
gengið ver en upphaflega var
ætlað, því að tilkostnaður
hefur aukizt hér meir en í
nágrannalöndunum. Má því
vera að nauðsynlegt reynist
að endurskoða eitthvað tolla,
enda þurfa slík mál að vera
til stöðugrar athugunar. En
ekki gæti það mælzt vel fyrir
að hverfa af braut tollalækk-
ana og hækka innfluttar
neyzluvörur að nýju með stór
felldum tollaálögum.
Lágir tollar á neyzluvörur
eru auðvitað brýnt hagsmuna
mál alls landslýðsins, neyt-
endanna, en öflugur iðnaður
er einnig þjóðarnauðsyn og
þess vegna verður að vega
og meta þessa mismunandi
hagsmuni hverju sinni.
Auðvitað getur ætíð svo
farið, að einhver iðnaður, sem
upp hefur risið dragist saman
og nýjar iðngreinir taki við,
eða þá að gera verður rót-
tæka endurskipulagningu á
fyrirtækjum til að bæta
rekstur og til að standast
samkeppni. Þetta hafa iðn-
rekendur líka gert á fjöl-
mörgum sviðum, enda mörg
öflug iðnfyrirtæki risið upp
og önnur bætt rekstur sinn.
Aðrar greinar iðnaðar eiga
við erfiðleika að búa, en
þannig vill það ætíð verða í
atvinnurekstri, að misjafn-
lega árar, og við því verða
atvinnurekendur ætíð að vera
búnir, að erfiðleikar geti að
steðjað, en þeir eiga líka að
fá að njóta verulegs hagnað-
ar þegar vel gengur.
Sjálfstæðisbarátta Þjóða
brota í ríki de Gaulle
I LlSToF
FREHCH
RCSXAmtilS
ds.-occOP/eÞ
■&■
AP-grein eftir Rodney
Angove.
Allt síðan Charles de
Gaulle Frakklandsforseti
flutti hina frægu ræðu
ræðu sína í Kanada vestur
og hrópaði „Lengi lifi
frjálst Quebec“ hafa þjóða-
brot þau í Frakklandi sem
krefjast meira sjálfstæðis
í eigin málum beitt þess-
um orðum hans fyrir sig
málum sínum til fram-
dráttar.
Því fer nefnilega fjarri
að Frakklandsforseti líti
jafn mildum og skilnings-
ríkum augum á sjálfstæð-
isbaráttu innan endimarka
ríkis sjálfs hans og á sjálf-
stæðisbaráttu franska þjóð
ernisminnihlutans í Kan-
ada.
í Frakklandi eru nú uppi
sex samtök manna eða „hreyf
ingar“ sem oftast eru kallað-
ar og telja sjálfar sig ýmist
þjóðernissinna, aðskilnaðar-
sinna e'ða sjálfræðissinna.
Þetta eru Bretónar í norvest-
urhluta landsins, Baskar í
suðvesturhlutanum, Flæm-
ingjar í norðausturhluta
Frakklands, Elsassbúar í
austri, Korsíkubúar í Miðjarð-
arhafinu og svo loks Occitan-
ar, sem eru kapítuli út af fyr-
ir sig.
De Gaulle virðist ekki taka
sér mjög nærri starfsemi þess-
ara „hreyfinga", það gera
reyndar líka fáir Frakkar. Þó
vinna Bretónar málstað sín-
um með sprengjutilræðum,
íkveikjum og járnbrauta-
stöðvunum til þess að vekja
á sér athygli og kröfum sín-
um og Baskar berjast kapp-
samlega fyrir sínu máli með
auglýsingaspjöldum, upplýs-
ingabæklingum og mótmæla-
aðgerðum.
Bretónar eru Keltar og tala
tungu áþekka velsku eða ge-
lisku, tungu þeirri er forðum
daga var töluð á Cornwall-
skaganum í Bretlandi su’ð-
vestanverðu. Þeir telja sig
sjálfstæða þjóð síðan 845 er
þeir unnu sigur á Karli kon-
ungi sköllótta og minnast þess
ár hvert með hátíðahöldum
sem að jafnaði sækja um 300
til 400 þjóðernissinnar úr
þeirra hópi.
Síðasta sprengja Bretóna
eyðilagði endurvarpsstöð þar
I héraði einmitt þegar de
Gaulle var í Quebec að hrópa
„lengi lifi frjálst Quebec".
Það leið heldur ekki á löngu
á'ður en upp skutu kollinum
spjöld með áletruninni „Frels-
ið Quebec — frelsið Bretóna"
bæði þar í sveit og víðar í
Frakklandi.
Bretónar hafa ekki svo
mjög á móti stefnu stjómar-
. innar — það er þeim miklu
fremur þyrnir í augum að
allt stjórnarkerfið skuli svo
háð miðstjórn þess alls í Pa-
rís. „Stjórnin reynir að gera
sitthvað til gagns,“ segja þeir,
„en „stjórnarkerfið eyðilegig-
ur alla viðleitni hennar til
þess áður en hennar sér nokk-
urn stað hér hjá okkur“.
Bretónar vilja ekki a'ðskinað
við Frakkland heldur vilja
þeir að landið verði sam-
bandsríki, svipað V-Þýzka-
landi eða Sviss og vilja að
hin einstöku héruð fái mun
meira sjálfræði í eigin mál-
um, einkum er varðar skóla-
mál, skattamál, viðskipti við
útlönd, sjónvarp og menning-
armál.
ir til uppruna síns. Þeim er
mest umhugað um varðveizlu
menningar sinnar og eiga ekki
við sömu efnahagsvandarnál
að búa og Bretðnar. Um 3.000
Baskar eru félagar í hreyf-
ingu sem kallast „Embata"
og hefur það að markmiði
sínu að sameina Baska undir
einni stjórn með miklu sjálf-
ræði í eigin málum innan
ramma þeirrar Evrópu sem
þeir telja að nú sé verið að
EFTIR AÐ QUEBEC ER FALLIN —
Mynd þessi er eftir bandaríska teiknarann Herblock, og sýnir
de Gaulle Frakklandsforseta benda á Louisiana-landsvæðið,
sem Bandaríkjamenn keyptu af Frökkum á Napóleonstímanum,
árið 1803. A skiltinu stendur: Frakkar, rísið upp. Stund frels-
unar er komin. Undir landabréfinu hangir svo listi yfir frönsk
veitingahús í Bandaríkjunum.
Tvennt hefur Bretónum á-
unnizt nýverið sem þeir hafa
lengi barizt fyrir. Annað er
að fá viðurkenndar keltneskar
nafngiftir barna, sem áður
duigðu ekki til að fá fjöl-
skyldubætur, því aðeins voru
giM talin nöfn dýrlin/ga og
frægra persóna úr mannkyns-
sögunni og þjóðskráin neitaði
að láta skrá þessi „undarlegu
bretónsku nöfn“. Hitt málið
snerti skrásetningarnúmer
bifreiða þar í umdæmi. Hafði
verið leyft að Bretónar mættu
festa á bifreiðir sínar skrá-
setningarspjöld merktum
„BZH“ sem er hið keltneska
nafn héraðsins. Síðan hefur
verið bannað að nota „BZH“
erlendis og verða Bretónar
því a'ð skipta um skrásetning-
arnúmer bifreiða sinna og
setja á annað merkt „F“ fyrir
Frakkland, hyggi þeir á ut-
anlandsreisu.
Baskar búa á landamærum
Frakklands og Spánar og
menning þeirra og tunga á sér
svo langa sögu að ekki hefur
enn tekizt að rekja aftur í ald
byggja- Vilja fylgismenn „Em
bata“ að í stað „Evrópu rík-
isheilda" komi „Evrópa þjóð-
arheilda". Baskar voru fljótir
til að henda á lofti orcS de
Gaulles Frakklandsforseta í
Kanada og óðara voru kom-
in á húsveggi í héraði þeirra
spjöld með áletruninni „Lengi
liíi frjálst Quebec — lengi
lifi frjálst land Baska“.
Hinar sjálfstæðis-, aðskiln-
aðar- og sjálfræðishreyfingarn
ar eru svo fámennar að helzt
er að jafna til einkaklúbba.
Flæmingjar fylgja að málum
ættbræðrum sínum í Belgíu,
Elsassbúar eiga alltaf í vand-
ræðum með þýzkan uppruna
sinn og sjálfstæðishreyfingin
á Korsíku er eiginlega fjöl-
skyldumál. Þá er loks a'ð geta
Occitana, sem enn vilja að
sagt sé „oc“ í stað „oui“ fyrir
„já“ eins og sagt var í Frakk-
landi sunnanverðu á níundu
öld. Þaðan, er ninnið nafn á
víðlendu héraði í Frakklandi
sem heitir Languedoc, „tunga