Morgunblaðið - 18.08.1967, Síða 24

Morgunblaðið - 18.08.1967, Síða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. AGTTST ITTOT Alan Williams: PLATSKEGGUR var sá, að hann var utan borgar markanna þar sem Leyniherinn var allsráðandi og einnig utan svæðisins þar sem Arabaherinn var á ferðinni með skæruliða sína. Hvor sendinefnd skyldi hafa sex manna varnarlið, sem ekki hefðu önnur vopn en vél- skammbyssur, og Neil varð að skila því til Le Hir og Boussid, að ef um brigðmælgi yrði að ræða af hálfu annars aðila, mundi hinn grípa til vopna, taf- arlaust. Að þeim tima undanteknum, sem Neil var bak við CRS- vega tálmanirnar, var hann undir stöð ugu eftirliti af mönnum Le Hirs, og öll símtöl hans við Pol voru hleruð af Le Hir sjálfum. f þess um símtölum minntist Pol aldrei á viðræðurnar við Boussid. Sam- töl þeirra voru stutt og héldu sér við efnið, og snerust aðeins um mennina, sem áttu að aka Neil til Gabash. Samkvæmt skip un Le Hirs, spurði Neil Pol einu sinni, hvort franski herinn ætti nokkurn hlut að þessum ráða- gerðum. Pol svaraði: — Ég skal lofa þér því, að hvorki herinn né öryggissveitirnar hafa_ neitt með þetta mál að gera. Ég gef þér mitt æruorð upp á það. Le Hir varð bilt við þetta. Hann hafði, sem fyrrverandi starfsmaður öryggisþjónustunn- ar vanizt því, að hún og njósna- ráðuneytið væri í náinni sam- vinnu. Hans hernaðarlega upp- eldi viðuxkenndi enga sjálf- stæða njósnara. í hans augum var Charles Pol ekki annað en venjulegur feitur, ofborgaður stjórnarstarfsmaður. En Neil mundi, að Pol hafði verið beggja handa njósnari í styrjöldinni, og fyrrverandi stjórnleysingi. Eins og hann hafði lagt mesta áherzl- una á í Aþenu, var hann ekki lögreglumaður, sem framkvæmdi skipanir ein'hverra yfirmanna. Pol var hugsjónamaður og með byltingarkenndar skoðanir á því, hvernig heiminum skyldi stjórn að. Sú hugmynd, að hann gæti verið að starfa alveg óháður frönsku stjórninni, fannst Neil ekkert sérlega langt sótt. Le Hir datt það líka í hug, en gaf það frá sér með axlayppingu. f hans auguni voru nugsjónamenn ekki til nema í Leynihernum. Alla dagana meðan á þessu stóð var sífellt í huga Neils möguleikinn á svikum af beggja hálfu. Hann lá oft aftur á bak í rúminu í herberginu ,sem Le Hir hafði lánað honum af ibúð sinni, og var að vega og meta líkurnar fyrir þessu. En hann lét alltaf sanfærast af sömu rök- semdunum: I>að væri í allra þágu jafnt — Leynihersins, Arabahersins og Frakklands- stjórnar — að stöðva þessi handa hófsmorð. Auk þess fannst hon um, að menn eins og Broussard, Le Hir, Boussid og Ali La Jo- conde væru alltof útfarnir í hermdarverkum og vörnum gegn þeim, til þess að láta veiða sig í venjulegt net. í fyrstunni var aðaláhyggju- efni hans það að geta ekki haft samband við skrifstofuna sína í London. Það var eitt af skilyrð um Broussards, að ekki skyldi neinar fréttir um friðarsamn- inga síast út til blaðanna. Neil hafði aðeins verið leyft að senda St. Leger skeyti til Mira- marhótelsins til að segja honum, að hann færi í skemmtiferð til Bled í nokkra daga. Hann hafði misst af eindaganum á blaðinu fyrir laugardaginn og ekki get- að sent Foster neitt yfirlit yfir ástandið eins og það^var í viku- lokin. Lífið í borginm var orðið ískyggilega staðnað. Á föstudags kvöld hafði beitiskip siglt inn í höfnina og lagzt þar. Næsta morgun komu svo tveir tundur- spillar í viðbót og nú bár.ust út fregnir um hafnbann. Landa- mæri og flugvellir voru lokaðir alla helgina og liðsauki frá 36 franska hernámssvæðinu í Þýzka landi hafði drifið að, allt fram á sunnudagskvöld. Síðdegis á sunnudag höfðu þyrlur farið drynjandi yfir götuvirkin, og kastað út fregnmiðum' þar sem uppreisnarmenn voru hvattir til að gefast upp með góð.u, en hlýða ekki „sviksömum frönskum her- foringjum, sem væru þjóð og landi til skammiar“ í þessa fjóra daga var Neil raunverulega í stofufangelsi. Hann fékk ágætis mat, sem Nadia bjó til, en fékk ekki að fara út nema í áðurnefndar sendiferðir til Cabash. Um- gengni þeirra Le Hirs var form- föst og þurrleg. Þeir hittust ekki nema rétt til að tala um gang samninganna við Boussid. íbúð- in var notuð sem fastar aðal- stöðvar starfsemi Le Hirs í höf- uðborginni og stöðugur straum- ur gesta — aðallega fyrr- verandi herforingja og lið- hlaupa úr Útlendingahersveit- inni — fylltu stóra salinn, stund um klukutímunum saman. Aldrei var minnzt á nærveru Neils þarna í íbúðinni, og held- ur ekki fékk hann leyfi til að tala við gesti Le Hirs. Anne-Marie hafði komið í heim sókn til hans fyrsta kvöldið og þau höfðu borðað saman í her- bergi hans. Hún hafði verið fálát og fámálug og vildi ekki neitt tala um nærveru sína hjá Brouss ard ofursta sama dag, og svo hafði hún farið snemma, kysst hann snöggt á munninn og lof- að að koma aftur einhvern tíma næsta dag. Hann hafði staðizt Iðnaðar- eða geymsluhúsnæði Til leigu við vesturhöfnina húsnæði fyrir iðnað eða vörugeymslur. Tilboð merkt: „Vesturhöfn — 2511“ legg- ist inn á afgreiðslu Morgunblaðsins. GEGN STAÐGREIÐSLU AÐEINS 3 DAGAR EFTIR. TÆKIFÆRI ÁR8II\I8 Dúna springdýnur 75x190 cm. kr. 2.200 H- 20%: kr. 7.760.OO 4ra sæta sófasett kr. 20.500 -r- 20%: kr. 16.480.oo Svefnbekkir kr. 5.400 20%: kr. 4.220.OO og ótal fleiri kostaboð. NÝTT OG STÆRRA SÝNINGARSVÆÐI — KOMIÐ OG SKOÐIÐ. OPIÐ TIL KL. 10 f KVÖLD OG NÆSTU , KVÖLD. dúnah< AUÐBREKKU 59 HÚSGAGNAVERZLUN KÖPAVOGI SiMI 41699 — Súpan köld? — Ekki finnst mér það. freistinguna að biðja hana um að vera hjá sér um nóttina, þar eð hann sá af allri framkomu hennar, að slíkt mundi þýðingar laust. Hléin milli heimsókna hennar og ferða hans til Cabash tóku að orka illa á hann og gera hann taugaóstyrkan og uppstökkan. Hann hafði of mikinn tíma til að brjóta heilann um allar hætturn ar, og alla möguleikana, sem starf hans hafði í för með sér. Verstu stundirnar voru þegar hann kom til Cabash eða fór það an og þurfti að ganga gegn um dimmu sundin með dökku hús- veggjunum til beggja handa, því að þá minntist hann alltaf föia mannsins í bílnum með gapandi sárið á hálsinum. Le Hir lofaði honum, að enginn úr Leynihern um skyldi gera honum mein og Boussid útvegaði honum reglu- lega fylgd út úr hverfinu. En jafnan var sá möguleiki fyrir hendi, að einhver evrópskur ung lingur með skotástríðu eða þá æstur múhameðsofsamaður gæti fundið upp á því að skjóta á hann úr einhverjum dimma króknum. Hann kom aftur úr ferðinni, slituppgefínn og kitl- aði aftan á hálsinu af einhverj- Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 41. og 43 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Austurbrún 2, hér í borg, þingl. eign Eyjólfs Ólafssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunr.ar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, mánudaginn 21. ágúst 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 41. og 43 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Baldursgötu 6A, hér í borg, þingl. eign Guðrúnar ísleifsdóttur, fer fram eftir kröfu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis og Hauks Davíðssonar hdl., á eigninni sjálfri, mánu- daginn 21. ágúst 1967, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetaemkættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40., 41. og 43 tbl. Lögbirtinga- blaðsins 1967 á hluta í Langholtsvegi 41, hér í borg, þingl. eign Sigurðar Jónssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 23. ágúst 1967, kl. 3.30 síð- degis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Kennarar Ein kennarastaða laus við Barnaskóla Borgarness. Umsóknarfrestur til 30. ágúst næstkomandi. Upp- lýsingar gefur skólastjórinn, Sigurþór Halldórs- son, í síma 93-7197. Skólanefnd Borgarness. Hótel Borgarnes auglýsir Viljum ráða matreiðslumann frá næstu mánaðar- mótum. Góð laun. Upplýsingar hjá hótelstjóri. Hótel Borgarnes.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.