Morgunblaðið - 18.08.1967, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. ÁGÚST 1967
27
Þessi Volkswagenbifreið fór út af veginum í Fossvogi síðast-
liðinn þriðjudag, án þess að þ eir sem í henni voru meiddust.
Ökumaðurinn mun hafa misst stjórn á bifreiðinni, með þess-
um afleiðingum. Ekki er ósk að rannsóknar í málinu.
(Mynd: Ólafur Baldursson).
Allt á huldu um ár-
angurinn af för Títós
Sambandsherinn í sókn
Alexandríu, 17. ágúst,
AP-NTB.
T í T Ó , Júgóslavíuforseti,
lauk í dag heimsókn sinni til
Arabaríkjanna, og ræddi í
klukkustund við Nasser, Eg-
yptalandsforseta, áður en
hann liélt heimleiðis á
snekkju sinni frá Alexandríu.
Skömmu áður en hann fór
gaf hann út stutta yfirlýs-
ingu, þar sem sagði, að hann
væri eftir viðræður sínar við
leiðtoga Araba, vongóður um
að unnt væri að leysa deil-
una fyrir botni Miðjarðar-
hafs á friðsamlegan hátt. —
Júgóslavneska fréttastofan
Tanjug sagði í frétt í dag, að
Nasser og Tító hefðu komizt
að fullu samkomulagi um
hvernig leysa skyldi deiluna,
í dreifðum óeirðum í háskóla-
og iðnaðarhorginni Syracuse
í New York fylki á miðviku-
dagskvöld. Þeir héldu áfram
iðju sinni í dag og hefur
borgarstjórinn lýst yfir neyð-
arástandi. Lítil brögð voru að
spellvirjum í borginni í
morgun, og kvaðst -borgar-
stjórinn William Walsh,
hafa gert þessar ráðstaf
anir í varúðarskyni. — Lög-
reglan í Syracuse hefur aðal-
lega átt í höggi við blökku-
menn á vélhjólum, sem hafa
valdið miklum spellvirkjum
sópa um þær. Um 30 blökku-
á verzlunum og látið greipar
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI 10*100
og hvernig eyða skyldi „af-
leiðingunum af árás ísraels-
manna“.
Tító neitaði því hinsvegar í
dag, að hann hefði haft með-
ferðis til Kaíró tillöigu til lausn-
ar á deiliunni. í viðtali við hið
egyp^aka dagblað, Al Ahram,
sagði hann, að hann hefði komið
til Kaíró og ferðast til Damaskus
og Bagdad til þess að skiptast á
skoðunum við arabíska leiðtoga,
en engin leynd hefði hvílt yfir
þessum viðræðum.
Á miðvikudag sendi Tító Ind-
iru Gandlhi, forsætisráð'herra Ind
lands, sikeyti, sem á'litið er að
fjalli um árangurinn af heim-
sókn hans til Arabaríkjanna. —
Hefur indverska stjórnin neitað
að skýra frá efni skeytisins.
Er Tító kemur aftur til Júgó-
slavíu mun hann, að sögn AP-
fréttastofunnar, senda forsetum
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna
skeyti varðandi árangurinn af
þessari för sinni.
kvöldi og voru mestar í
blökkumannahverfi horgar-
innar í grennd við háskólann.
í Detroit, þar sem blökku-
mannaóeirðirnar urðu hvað mest
ar fyrir nokkru, hefur ákæru-
valdið höfðað opinbert mál á
hendur cfðrum þeirra tveggja
lögreglumanna, sem ákærðir
voru fyrir að hafa skotið þrjá
blökkumenn til bana á hóteli
einu í Detroit 26. júlí. Yfirdóm-
ari sakamálaréttarins í Detroit,
Robert Demascio, höfðaði málið
á hendur lögreglumanninum Ro-
nald August, sem ákærður er
fyrir morðið á Aubrey Pollard,
19 ára gömlum. Hinn lögreglu-
maðurinn, Robert Paille, hefur
verið leystur úr haldi, en hann
var sakaður um morðið á Fred
^ Temple, 18 ára gömlum. Morð-
ið á Carl Cooper, 17 ára göml-
um, er enn í rannsókn. De-
mascio tjáði fréttamönnum í dag,
áð verið gæti að nýjar ákærur
kæmu fram í þessum morðmál-
um á hendur Paille, en á þessu
stigi málsins benti ekkert til að
hann hefði átt þátt í morðunum.
UM hundrað hermenn stjórnar-
innar í Biafra hafa verið felldir
í bardögum við her sambands-
stjórnarinnar í Nígeríu. Segja
talsmenn sambandsstjórnarinnar,
að hermenn sínir hefðu þurrkað
út af yfirborði jarðar herfylk-
ingu frá Biafra, sem var á leið
til Ibadan, höfuðborgarinnar í
Austur-Nígeríu. Bardaginn átti
sér stað um 192 km vestur af
Ibadan.
Samlbandsstjórnin segir, að her
menn sínir séu nú á leið til Ben-
in, höfuðborgar miðvesturríkis-
ins, en hafi tafizt sökum þess, að
hermenn Biafra hafa sprengt
upp nokkrar brýr á leiðinni.
- GAGNRÝNIR
Framihald af bls. 1
ekki til að undirbúa Frakkland
fyrir framtíðina. D’estaing er for
maður Repúblíkanaflokksins,
sem De Gaulle hefur hinigað til
aðallega treyst á í franska þing-
inu. Repúblíkanar hafa stutt De
Gaulle, en eru annars sjálfstæð-
ur flokkur. Þeir hafa 44 þing-
sæti, en Gaullistar um 200, af
487 sætum.
Vestmanna-
eyingar prófa
svifskipið
SVIFSKIPIÐ fór í tvær ferðir
milli lands og Eyja í gær, með
Vestmannaeyinga, sem langaði
til að prófa farkostinn. Aðsókn
var gífurleg og komust miklu
færri en vildu. Það voru ekki
einungis unglingar, sem vildu
komast í smáferð, heldu einnig
fullorðnir sjómenn, jafnvel aldr-
aðir, sem skemmtu sér konung-
lega. Bezta veður var í Vest-
mannaeyjum og skilyrði góð til
að sigla svifskipinu. Það verð-
ur væntanlega í Vestmannaeyj-
um fram yfir helgi en kemur svo
til Reykjavíkur og verður í ferð
um til og frá Akranesi í tíu
daga.
VaEur Guðmunds
son iMorðdafil
iátinn
Einkaskeyti frá Kaupmanna-
höfn, 17. ágúst.
LISTMÁLARINN og málverka-
salinn Valur Guðmundsson
Norðdahl er látinn, 51 árs aS
aldri. Iralur, sem bjó í Ry á Jót-
landi var íslendingur og hélt
íslenzkum ríkisborgararéttind-
um til dauðadags. Valur rak
stóra listmunaverzlun í Ry frá
árinu 1953, en fékkst samtímis
sjálfur við listmálun og voru
fyrirmyndi'r hans einkum sótt-
ar til íslenzkrar náttúru.
— Rytgaard.
- SIGLINGUM
Framihald af bls. 2
þýzkra aðila í umboðslaun og
tolla.
Um ráðstafanir í Bretlandi,
sagði hann, að mun erfiðara yrði
að veiða fyrir brezkan markað
og taldi hann miklar likur á því,
að sé um sæmilegan karfaafla
hér við land að ræða, myndu
togaraeigendur frekar landa afl-
anum hér til vinnslu, þar sem
góð veiði lækkar yfirleitt mark-
aðshoirfur í Þýzkalandi. Einnig
taldi hann að afkastageta togar-
anna nýttist betur, þegar land-
að væri hér heima og ekki er
siigit með aflann. Kvað hann ís-
lenzk yfirvöld vart geta setið
hjá meðan þessu færi fram.
Eins og sagði í Mbl. í gær, þá
er því kunnugt um, að sendiráð
íslands hjá Efnahagsbandalag-
inu vinnur nú að því að fá toll
árua í Þýzkalandi lækkaða.
í Lagos herma staðlfesitar beim
ildir, að sambandsstjórnin hafi
nú fengið auknar vopnabirgðir
og fleiri flugvélar. Sögðu heim-
ildirnar, að þær hefðu komið
mieð sikipinu Krokow frá Stettin
í Póllandi. Krokow er ekki á
skrá hjá skipafélaginu Lloyd’s.
Sökk — náðist
npp nítur
ÞILFARSBÁTURINN Gunn-
laugur Friðfinnsson sökk eftir
að hafa rekist á skipsflak í
Ólafsfirði, s.l. mánudag. Eigandi
bátsins, Sigmar Ágústsson, var
einn um borð og bjargaðist í
gúmmibát. Sigmar var að koma
úr róðri, í svarta þoku, og lagði
að landi vestarlega við Ós-
brekkusand, sem er rétt fyrir
norðvestan höfnina. Skammt
undan landi þar er gamalt skips
flak, sem kemur uppúr að
nokkru leyti á fjöru. Bátur Sig-
mars rakst á þetta flak og kom
á hann svo stórt gat að Sigmar
hafði ekki við að dæla. Hann
bjargaði sér þvi í gúmbátinn.
Sjórinn er ekki mjög djúpur
þarna og í gær var búið að ná
Gunnlaugi Friðfinnssyni upp á
yfirborðið og lá hann í höfn-
inni. Báturinn er fimm tonn að
stærð.
- SKEMMTIFERÐ
Framihald af bls. 5.
andirtektum að dæma væri
mikill grundvöllur fyrir slíkum
ferðum.
Skipstjórinn gat þess með
auðheyrilegu stolti, að félagi
Ulbricht hefði þrívegis siglt með
skipinu frá því að það var keypt
íil A-Þýzkalands 1965. Þar af
hefðu þeir einu sinni ræðzt við
um borð, hann og Nasser,
Egyptalandsforseti. Lýsti hann
yfir ánægju sinni, að fá nú
tækifæri til þessað stýra skipi
sínu með hóp íslendinga um
borð og vonaði að það yrði ekki
í síðasta skipti.
- VIUA
Frarmihald af bls. 1
talsverðum tíma af tveggja daga
viðræðum sínum við Jóhnson til
að skýtá þá’ ákvörburi sína, að
bæta samband V-Þýzkalands við
Frakkland, en þessi ákvörðun
hefur valdið nokkrum misskiln-
ingi milli stjórnanna í Bonn og
Washingtoh, Þá á Kiesinger að
hafa tjáð Bandaríkjaforsieta, að
samvinna Þýzkalands og Frakk-
lands mundi aldrei verða til
þess að Þjóðverjar féllust á
sjónarmið de Gaulles varðandi
NATO eða hlutdeild Breta í
EBE.
Utanríkisráðherra V-Þýzka-
lands, Willy Brandt, sagði í
Bonn í dag, að væringar milli
stjórna Bandaríkjanna og Frakk
iands gerðu utantíkisstefnu
V-Þýzkalands mjög erfitt fyrir.
Brandt sagði, að væringar
þessara tveggja stjórna hefðu
aukizt verulega undanfarið og
hefði það sín áhrif á utanríkis-
stafnu V-Þýzkalands, en v-
stjórnin vildi gott samstarf við
báða aðila.
Brandt sagði þetta á blaða-
mannafundi, er hann hélt við
komuna til Bonn frá Washing-
ton, en þangað fylgdi hann
Kiesinger kanzlara V-Þýzka-
lands til viðræðna hans við
Johnson Bandaríkjaforseta.
Brandt lét einnig svo uimmælt,
að v-þýzku leiðtogarnir hefðu
tjáð kollegum sínum 1 Banda-
ríkjunum, að þeir væru ekki
sammála afstöðu frönsku stjórn-
arinnar til N-Atlantshafsbanda-
lagsins og þátttöku Breta í Efna
hagsbandalagi Evrópu.
- BISKUPINN
Framhald af bls. 28
kristni nærri, Mormóna, Votta
Jehóva, Christian Science og
Unitara, sem þær kirikj'ur yrðiu
í vandræöum gagnivart, sem létu
miklu fjarskyldari trúflokka,
greinar af meiði annairrar trúar,
fá inni í vígðum húsum sínum.
„Ég álít, að æðistu menn kirkj u,
leikmenn og prestar, hefðu átt að
fjailla um þetta mál, hafa um
það ráðstefniu, áður en leyfi var
veitt til þessarar athafnar“.
í viðtali við Mbl. um þetta
máil fóirusit biskupi íslands, Sig-
urbirni Einarssyni, m.a. orð á
þessa leið:
— Hér á landi ríkir trúfrelsi
og ég mundi telja það skyldu
mína að stuðla að því, að minni
hlutahópair hefðu alla aðsföðu og
fullt frelsi til að lifa sínu tniar-
lífi samikvæmt sinni skoðu n ,)g
Siannfæringu. Hitt er mér f-ull-
kunmugt, að Bahaitrúflokkurinn
er etoki kristinn trúflokikur Jg
það fólk, sem í þennan flokik
gengur, hefur ek'ki aðeins sagt
sikil'ið við þjóðkirkjuna í skipu-
lagislegu til'Hti, h-eld'ur sagt skil-
ið við kristna trú. Það hefur
fu'lilbomið freilsi til þess að sjáif-
sögðu, en gerir sér væntanlega
grein fyrir, hvað það er að
gera.
Varðandi fréttir af brúðkaupi
Bahaimanna í Árbæjarkirkju.
var ég undrandi er ég heyrði um
þetta. í fyrsta lagi varð ég undr-
andi yfir því, hvað þessi bjóna-
vígsla var gerð að miklum tíð-
induim og í öðru lagi varð ég
undrandi yfir því, að þessi at-
höfn skyldi vera framkvæmd í
kristinni kirkju. Ef ég hefði vit-
að um að slíkt stæði til, þá
hefði ég beðizt undan þvi að
það væri gert, ekki af neinni
mieinbægni við Bahaimenn eða
óvinsemd í þeirra garð, heiduí'
af því, að ég tel að þeiir eigi að
taika sín eigin trúarbrögð það
alívarlega, að þeir leiti ekki í
kristna helgidóma með sínar
hel'giathafnir. Kirkja, sean er
Kristi vígð, verður ekki léð tijL
athafna á vegum trúarbragða,
sem ekiki viðurkenna Krist eins
og kristiii kirkja játar hann og
boðar.
Bahaimienn hafa f-ullt frelsi
hér á landi til þess að hafa
sína eigin hel'gidóma og fram-
kvæma sínar helgiathafnir sam-
kvæmt sínum siðum. Slíkt frelsi
þeim til handa er sjálfsiagt, en
hitt tel ég jafnsjálfsagt, að þeir
noti ekki ki-rkjur landsins til
sinna atbafn-a.
Varðandi ummæli, sem hö.fð
vor-u eftir forstöðumanni safnað
arins vil ég taka það fram, að
þagar þess var farið á Jeit, að
Bahaimenn . fengju löggildinigu
sem sérstaku-r söfnuður, en í því
feiist m.a. það, að löggiltur íor-
stöðumaðuf trúfélagsins gítur
framikvasmt lögmætar hjóna-
ví-gsl'ur, þá þótti mér skyit ,’ð
miaela með því, að þetta yrði
heimilað. Bréf mitt til ráð-uneyt-
isins um þ-etta mál var á þessa
leið:
12. september 1966.
Varðandi u-misókn Baha'i-
manna í Reykjavík um að fá
staðfestingu ráðherra á kosn-
ingu forstöðumanns (sbr. bréf
hins háa ráðuneytis dags. 20.
júni þ.á.) vil ég taka fram, sð
ég sé ekkert því til fyrirstöðu
að staðfesting þessi verði látin í
té.
Biskup íslanðs
Sigurbjörn Einarsson.
Sóknarprestur Árbæjarsóknar
var ekki staddur á landiau í
gær og var því ekki hægt að
leita hans umsagnar eð'a álits
um þetta mál.
2 bátar teknir
í landhelgi
VARÐSKIP tók tvo báta aff
meintum ólöglegum togveiðum
síðdegis í gaer. Elías Steinsson,
VE-129 var út af Skarðsfjöra
og Bragi SU 210 út af Hjör-
leifshöfða. Mál skipstjóranna
verða tekin fyrir í heimahöfn-
um.
Neyðarástand í Syra-
cuse vegna óeirða
— Mál höfðaðá hendur lögreglumanni í
Detroit fyrir morð á blökkumönnum
Syracuse, 17. ágúst, AP. menn hafa verið handteknir.
Hópar ungra blökkumanna Óeirðirnar hófust seint í gær-
fóru um ruplandi og rænandi