Morgunblaðið - 18.08.1967, Side 28
jmimtMftfrifr
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFG R EIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍMI 10*1QQ
PÖSTHÍISSTRÆIH SlMI 17700
FOSTUDAGUR 18. AGUST 1967
Kísilgúrvegurinn ekki
út á umdeilda svæðiö
— iienici með leyfi ráðlherra
MENNTAMÁLARÁÐHERRA hef^
ur ekki enn tilkynnt ákvörðun
sína varðandi lagningu kísilgúr-
vegarins svonefnda, við Mývatn.
Vegaframkvæmdir voru þegar
hafnar og verður haldið áfram
þar til ráðherra bannar þær, ef
til þess kemur. Búið er að leggja
einn kílómeter en áður en
um
kemur að umdeilda svæðinu
verður verkið stöðvað og úrskurð
ar ráðherra beðið, ef hann ligg-
ur ekki þegar fyrir. Mbl. tókst
ekki að ná talj af dr. Gylfa Þ.
Gíslasyni í gær, en Birgir Kjar-
an, hagfræðingur, formaður
Náttúruverndarráðs sagði að
hann hefði ekki fengið svar enn
Skýrsiurnar frá
Þistilfirði
ókomnar
LANDHEEGISGÆZLAN hafði
ekki fengið skýrslur varðskips-
ins, sem rannsakaði veiðarfæri
báta á Þistilfirði, þegar Morg-
unblaðið hafði samband við hana
í gær. Ekki munu fara fram
neinar frekari rannsóknir fyrr
en niðurstöður skýrslnanna
liggja fyrir. Þær verða þá vænt-
anlega sendar sjávarútvegsmála-
ráðuneytinu, sem svo mun hafa
samband við viðkomandi sýslu-
mann.
Biskup ísiands um Bahai-brúðkaupið í Árbœjarkirkju:
Undrandi að slík athðfn skyldi fara
fram i kristinni kirkju
F R É T T Morgunblaðsins í
gær um Bahai-brúðkaup í
kristinni kirkju hefur vakið
allmikið umtal manna á
meðal. Hafa menn undrazt
það, að Bahai-trúflokkurinn,
sem er grein af Múhameðs-
trú, skyldi hafa fengið inni í
kirkju með helgiathafnir sín-
ar, fengið þar að ákalla sinn
guð og spámann sinnar trúar.
Morgunblaðið hafði í gær
„Við vitum ekkert um þettu“
MBL. sneri sér í gær til
stjórnarformanns Loft-
leiða, Kristján Guðlaugs-
sonar, og spurðist fyrir um
fregnir þær, er ganga um
að Loftleiðum hafi verið
boðin lendingarheimild í
Austur-Berlín. — Kristján
svaraði fyrirspurninni svo:
— Við viturni ekkert um
þetta mál og höfum engan
þátt átt í að efna til blaða-
skrifa um það. Hinsvegar höf-
um við frétt að þau hafi
spunnizt í Þýzkalandi vegna
fréttastofufregna, sem út hafa
verið gefnar, en af okkar
hálfu að tilefnislausu.
Hin rétta boðleið í þessu
efni er alls ekki gegnium okk-
ur, þar sem flugmálastjórn
og utanríkisráðuneyti fara
með öll okkar erindi út á við
í þessu efni, sagði Kristján
að lokum.
samband við biskup íslands,
herra Sigurbjörn Einarsson,
vegna þessa máls. Sagði bisk-
up, að honum hefði ekki ver-
ið kunnugt um, að til stæði
að framkvæma þessa athöfn
þarna í kirkjunni, en ef hann
hefði vitað það, þá hefði
hann beðizt undan því, að
athöfnin færi fram.
Þá hafði Mbl. einnig ta.1 af
prófessornutn í fcrúarbragðasögu,
Jóhanni Hannessyni. Rakti han.n
í stuttu máli sög.u Bahaitrú-
flokksins, sem er grein af Mú-
hameðstrú, en fjarsikyMari
kristni ©n ýmsiir aðór trúflokk-
ar, sem kristnar kirkjur hafa
hafa þó ekiki látið fá inni í sín-
um húsum með helgiathafnir.
Nefndi prófessor Jóhann til
fjóra trúflakka, sem stæðu
Framhald á bls. 27
Eldur í Fjarðakletti
VÉLBÁTURINN Fjarðaklettur
GK 210 frá Hafnarfirði tilkynnti
í gærkvöldi um kl. 21, að eidur
væri laus í vélarrúmi skipsins,
þar sem það var statt skammt út
af Eldey. Vélbáturinn Sæljónið
frá Vestmannaeyjum kom brátt
á vettvang og um kl. 23 voru
Brúarfoss og vélbáturinn Elding
mjög skammt undan.
BÝST VIÐ AÐ SiLDIN FARI
AÐ ÞÉTTA SIG
og koma nœr, sagði Hjáimar Vlihjálmsson
EKKI hafa sést nein merki þess
ennþá að síldin sé að nálgast
strendur laindsins, en leitarskip
fara nú um allan sjó í leit að
hetnni. Morgunbiaðið hafði í gær
samband við Hjálmar Vilhjálms-
son, fiskifræðing, sem var stadd-
ur um borð í varðskipinu Ægi
um 140 mílur suðaustur af Jan
Mayen.
„Við erum búnir að vera á
ferðinni í viku og höfum einskis
orðið varir ennþá. Við byrjuðum
fyrir norðurlandi og höfum svo
leitað djúpt norður af og djúpt
norðaustur af Langanesi. Hafþcr
og Snæfuigl hafa líka verið á
ferðinni en einskis orðið varir.
Meðal annars var leitað djúpt
út af austfjörðuim og orðið vart
við dreif þar og eins norðaustur
af, en engar torfur. Snæfugl er
nú norðaustur í hafi og ég býst
við að hann komi á veiðisvæðið
í kvöld. Ég geri ekki ráð íyrir
að síldin, sem er þar, nálgist
landið fyrr en í september-októ-
ber, í fyrsta lagi. Hinsvegar vit-
um við um síld austur- og norð-
austur af landinu, eins og ég
sagði áðan og ég býst við að
hún fari að þétta sig hrvað úr
hverju. Hún fór ekki að þétta
sig fýrr en eftir miðjan ágúst í
fyrra, og þar sem hún virðist
ekki eins fljótþrooka í ár, getur
það orðið eitthvað seimna, ætli
hún fari ekki að nálgast í byrj-
un september“.
Hafið þið eitthvað kannað
Húnaflóa?
„Nei, það höfum við ekki cg
teljum varla ómaksins vert. Hug
rún er farin þaðan, en svo var
einhver nnar bótur að spreyta
sig þar í dag. En hann fékk
ekkert nema síli og loðmu. Það
er íslenzk vorgotssíld, sem þarna
er á ferðinni, það verður vart
við hana á þessum slóðum ár-
lega en það er því miður allt
of lítið af hen.ni til þess að
hægt sé að veiða hana. Við veið
um úti fram að næstu helgi, þá
tökum við höfn einhversstaðar
fyrir austan í einn eða tvo daga
áður en við höldum áfram að
leita norðustur af landinu.
Síðast, þegar Mþl. hafði fregn
ir af bátnum, rétt áður en það
fór í prentun, hafði tekizt að
mestu að ráða niðnrlögum elds
ins, en reykur var þá mjög mik
ill. Ekki mun áhöfn hafa orðið
meint af og var hún ekki í yfir-
vofandi hættu er síðast fréttist.
S NORSKI ríkisarfinn Harald-
!ur slóst í gærmorgun í för
með nokkrum reykvískum
hestamönnum er þeir teygðn
\ gæðinga sína uppi á Kjalar-
nesi og þar í grendinni. Var
krónprinsinn rúma tvo tíma
á hestbaki og hafði látið þau
orð falla um gæðing þann er
hann sat, að sér þætti hann (
afbragðsgóður reiðhestur. Síð-
degis í gær hafði norski sendi
herrann boð inni á heimili
sínu og komu þangað um 300 I
manns. Var margt Norðmanna (
þar sem- búsettir eru hér á
Iandi og í þeim hópi aldurs-
forseti Norðmanna hér, frú I
Eilingsen. í gærkvöldi hafði
ríkisarfinn boð inni í Hótel
Sögu þar sem voru 120 gestir.
í dag kveður hann ísland og
heldur heim til Noregs með
þotu Flugfélags tslands frá
Keflavíkurflugvelli. — Hann
kveður Ásgeir Ásgeirsson for-
seta hér í Reykjavík, snæðir
með honum ásamt nokkrum
öðrum hádegisverð í Nausti,
en forsætisráðherra, Bjarni
Benediktsson, verður fyrir |
fylgdarliði því er fylgir ríkis-
arfanum út á Keflavíkurflug-
völl. Á myndinni eru tveir
reykvískir hestamenn með
ríkisarfanum, þeir Guðmund-
ur ’Gíslason og Emanuel Mort-
ens með hjálminn. (Ljósm.:
Sveinn Þormóðsson)
U-
Pétur H. Jakobsson, prófessor Gísli Fr. Petersen, prófessor
Skipaðir prófessorar
DÓSENTARNIR Pétur H. Ja-
kobsson, yfirlæknir, og dr. Gísli
Fr. Petersen, yfirlæknir, hafa
verið skipaðir prófessorar í
læknadeild Háskóla íslands frá
1. júlí 1967 að telja. Pétur H.
Jakobsson, hefur um langt ára-
bil verið yfirlæknir fæðinga-
deildar Landsspítalans en Gísli
Fr. Petersen, yfirlæknir við
röntgendeild Landsspítalans.