Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.08.1967, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. ÁGÚST Alan Williams: PLATSKEGGUR Það var alger undantekning — það var eftir sprengjuárásina og ég var ein, og þurfti einhvers með. Sama hver það væri. Ég var dálítið brjáluð þetta kvöld. Hún beindi dökku augunum að honum. — Mér þykir það leitt, en allt breytist. Það er svo margt .... sem er að gerast hér nú og ég get ekki sagt þér frá. Vertu saell. Hún kyssti hann ekki, en sneri sér snöggt við og gekk burt og hann horfði á eftir henni með þrá og særðu stolti. Að baki honum hló Le Hir dátt, og virt- ist ekki kenna neitt vanlíðarinn- ar, sem þjáði Neil. Á morgun er aftur dag.ur, hugsaði Neil. Hann var með höfuðverk og nú gekk hann yfir til Nadiu til þess að fá í glasið aftur. 6. kafli. Dögunin kom og úti á sjónum var guli liturinn ríkjandi, en inni í borginni var skuggalegt af hitabeltisrigningu. Nadia vakti Neil klukkan hálf sex með svörtu kaffi og hálfmánum og ferskum appelsínusafa. Hann rakaði sig vandlega, rétt eins og leikari fyrir frumsýn- ingu. Þetta skyldi verða sigur- dagur hans. Inni í salnum var Le Hir þegar farinn að bíða eftir honum, íklæddur kakíregn frakka með belti, og hélt á skjala tösku. Hann átti að vera fyrir vopnaða sex manna hópnum, sem skyldi bera ábyrgð á ör- yggi Guérins hershörfðingja. Hann kinkaði kolli til Neils. — Vildirðu fá þér eitt glas af ákavíti áður en við förum. Neil þá það og þeir skáluðu hvor við annan í sterK- um veigum, sem hann gleypti í einum sopa. Klukkan fimm minútur fyrir sex komu þýzkararnir tveir. Þeir drukku lika glas af ákavíti og klukkan sex gengu allix fjór- ir niður eftir götunni. Þeir komust út úr götuvirkja- hringnum gegn um bakdyrnar á húsinu, sem Neil og Anne-Marie höfðu notað þennan fyrsta morg un fyrir fimm dögum. Gatan handan við virkin var næstum manntóm, og með gráum fitu- gljáa í morgunskímunni. Hreyf- anleg fallbyssa stóð við gang- stéttina og tveir fallhlífarher- menn í dulbúnum regnslögum sátu reykjandi inni í fallbyssu- skýlinu. Svarti Peugeot-bíllinn beið úti fyrir og ekillinn var sami stóri maðurinn í nankinsskyrt- unni, sem þau höfðu haft fyrs+a morguninn. Þrátt fyrir rigning- H & R Johnson Ltd. NEFNIÐ HAEMONY OG ÞÉR FÁIÐ ÞAÐ FALLEGASTA Harmony, einlitu og æðóttu postulínsflísarnar frá H&R Johnson, þykja sérstaklega smekklegar. Sannfærizt sjálf með því að skoða í byggingar- vöruverzlunum litprentaða bæklinga, þar sem sýnd- ir eru allir helztu möguleikar í litasamsetningum. Biðjið verzlunarmanninn að sýna yður HARMONY flísarnar og HARMONY bæklinginn — og hann er með á nótunum. HARMONY flísarnar fáið þér hjá eftirtöldum bygg- ingavöruverzlunum: :jg: Byggingavöruverzlun Kópavogs ™ Kársnesbraut 2, Kópavogi, slmi 41010. H. Benediktsson hf. ™ Suðurlandsbraut 4, stmi 38300. ■j Járnvörubúð KRON ™ Hverfisgötu 52, sími 15345. Isleifur Jónsson hf., byggingavöruverziun, ™ Bolholti 4, simi 36920. KEA byggingavörudeild, ™ Akureyri, sími 21400. ■yin Byggingavöruverzlun Akureyrar ™ Glerárgötu 20, stmi 11538. f.-i Sveinn R. Eiðsson ™ Sunnuhvoli, Fáskrúðsfirði. Einkaumboð: John Lindsay hf. AÐALSTRÆTI 8, SÍMAR 15789 OG 10960 una, var hann enn með sólgler augun sín. Klukan var 6.11 er þeir óku af stað. Nú reið á miklu að vera stundvís. Neil hafði reiknað út stundatöfluna uppá rnínútu, og gerði sér ljóst, að ef annar að- ilinn yrði ekki nákvæmlega stundvís, mundi öll fyrirætlun fara út um þúfur. Nú fékk hann að reyna þessa óþolandi spennu, sem kvikmyndastjóri fær að reyna, eftir að hafa þrælað tím- unum saman og sér nú verk sitt koma smámsaman í ljós, hvert smáatriðið eftir annað. Þetta veitti horium tvöfalda fullnæg- ingu: að sjá menn eins og Le Hir vinna samkvæmt því, sem voru raunverulega hans eigin fyrir- skipanir, þetta hressti sjálfs- traust hans, sem Caroline hafði gert sitt il að eyðileggja, en svo var hann jafnframt stoltur af því að vera raunverulega að verða öllu mannkyninu að gagni. Ekillinn ók þeim eftir leið, sem Le Hir hafði ákveðið af mikilli nákvæmni, í návist Neils, til þess að forðast að lenda innan um hreyfanlegu verðina og CRS 38 menn inni í borginm. Þeir óku í sautján mínútur, sneru svo inn í skuggalega götu með hálfvisn- um pálmum til beggja hliða og stönzuðu loks við krá eina, þar sem nokkrir járnstólar stóðu úti í rigningunni. Enginn í bílnum sagði orð. Klukkan var 6.28. Stundvíslega klukkan 6.30 komu tveir Citroen bílar á svo mikilli ferð, að hvein í öllum hjólbörðum, og stönz- uðu sinn hvorum megin við Peugeot-bílinn. Neil varð hrif- inn af þessari stundvísi. Hann kinkaði kolli til Le Hir: — Ég vona, að Arabaherinn sé svona stundvís. Le Hir svaraði þessu engu. Þýzkararnir opnuðu dyrnar og þeir stigu út í rigninguna. Það var aðeins einn ekill í hvorum Citroen-bílnum. Ásamt Le Hir og þýzkurunum tveimur voru þarna komnir fimm af sex manna líf- verðinum. Neil og Le Hir stigu upp í annan Citroen-bílinn, en þýzkararnir inn í hinn. Á gólf- inu lágu tvær vélbyssur og tvær nýjar númeraplötur. Hurðirnar skelltust aftur og bílarnir tveir óku af stað samsíða, en skildu Peugotbílinn eftir úti fyrir kránni. Neil sá hraðamælinn stíga upp fyrir 100 kílómetra. Hann tók eft ir því, að aftan á hálsinum á eklinum voru ílöng ör. Þarna var lítil umferð. Einu sinni mættu þeir lest af herbíl- um sem óku inn í borgina í fylgd vélhjólamanna, síðan beygðu þeir inn á vagnbraut, sem hlykkjaðist út í þokuna, og svo hvarf útborgin en við tóku bændabýli, dreifð um flata tóbaksakra. Þarna voru engar vegatálmanir. Neil hallaði sér aftur í mjúkt sætið og sagði til þess að segja eitthvað: — Veðrið virðist ætla að fara að verða eins og í Eng- landi. Le Hir starði þegjandi fram fyrir sig, og hélt dauðahaldi um skjalatöskuna. — Veðrið er eins gott og það getur verið, sagði hann. Neil þagði. Hann var bersýni- lega ekki í neinu skrafskapi. Vísirinn á hraðamælinum var nú kring um 180 og þautv í bíln- um af hraðanum og Neil beið órólegur eftir því, að einhver Arabi með asnakerru, tefði för þeirra. En vegurinn var alauð- ur og kom þjótandi út úr þok- unni líkast kjaftinum í mjóum jarðgöngum, og þeir óku nú með meira en hundrað mílna nraða, og héldu þannig áætlun- mni, áem Neil hafði reiknað út svo vandlega. Eftir að hafa ekið fimmtán kílómetra eftir tvöfalda akveg- ium, beygðu bílarnir út af hægri brautinni og inn á afleggjarann, sem lá upp til fjallsins. Neil hafði athugað vandlega stað bóndabæjarins eftir kortum. Þetta var sléttlendi en þó ofur- lítið á fótinn, en þokan fór vax- andi og huldi næstum alveg fjails hlíðina fram undan. Hann minní ist þess, að staðurinn var val- inn á opnu svæði, þar sem ekki varð launsátri við komið. En nú tók hann að velta því fyrir sér, hversu mikil áhrif veðrið gæti haft á þessar öryggisráðstafan- ir. Hann leit á Le Hir ,sem sat þegjandi og með hörkusvip á andlitinu. Neil sagði: — Mér er illa við þessa þoku. Hún get- ur gert okur erfiðara fyrir, er það ekki? — Þokan gerir okkur ekkert til sagði Le Hir, sem starði enn fram fyrir sig. — Þetta gengur allt sinn gang. Þú verður vernd- aður. Um leið og hann sagði þetta beygði Citroen-bíllinn út af veg- inum og inn á stíg. Fram undan þeim stóð brúnleitur Jaguar Mk 10. Citroen-bílinn stanzaði við hliðina á honum. Ekillinn hljóp út og hélt hurðinni opinni, og Neil og Le Hir stigu út. Hinn Citroen-bílinn með þýzkurunum í, hafði stanzað bak við Jaguar- inn. Neil hafði heyrt getið um þenn an bíl. Gul rimlatjöld voru dreg- in niður fyrir hliðarnar og aft- ari gluggana, sem voru með skotheldu gleri. Vagninn hafði allur verið styrktur með stál- plötum og barðarnir voru sjálf- lokandi. Bíllinn hafði verið smíðaður sérstaklega fyrir Gué- rin, meðan hann var yfirhers- höfðingi Verndarríkisins, til tryggingar gegn morðtilraunum hermdarverkamanna Araba-hers ins. Það var eitt hégómaatriði hershöfðingjans, að hann þorði enn að nota bílinn til einkaþarfa enda þótt öryggissveitirnar þekktu hann mætavel í sjón. Le Hir opnaði afturdyrnar á Jaguarnum, heilsaði og talaði svo við einhvern, sem sat afturí, en veik síðan til hliðar. Neil laut fram og bograðist síðan inn í myrkrið í bílnum, þar sem hann fann ofurlítinn grenilim. Ekill- inn hafði snúið sér til að líta á hann, hann sat innan við milli- gerð úr gleri og hélt á vélbyssu í kjöltu sér. Þá var sjötti varð- liðinn kominn. Neil leit yfir leðursætið og á manninn, sem sat úti í borninu. Hann leit út ellilegri og minni, en ráða mátti af myndum. Hár- ið var þunnt og eins og gagnsætt með silfurgljáa, greitt beint upp af háu enninu, svo að hann sýndi ist næstum sköllóttur. Hann hafði sterkan munnsvip og góð- an vangasvip, en pokar voru undir augunum gulir eins og kjúklingaskinn og hann var með einhvern gulusvip manns, sem sefur efcki vel. Hann sat með ann an olnbogann á mjúku bríkinni milli þeirra, og pírði á Neil i röndóttri birtunni, sem kom inn um rimlatjaldið. — Svo að þér eruð hr. Ingleby? sagði hann loks, hægt og vingjarnlega. GEGN STAÐGREIÐSLU Síðasti dagur til að gera kostakaup Opið til kl. 10 í kvöld, komið og skoðið unahf AUÐBREKKU 59 HÚSGAGNAVERZLUN KÖPAVOGI SiMI 41699

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.