Morgunblaðið - 24.08.1967, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 24.08.1967, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. AGUST 1907 * 50% BRETA UNDIR 21 ÁRS ALDRIVIUA FLYTJAST ÚR LANDI VIÐ Gallupkönnun, æm gerð var á vegum brezka blaðsins Sunöay Telegraplh nú fyrir skemmstu og birt í blaðinu síðast- liðinn sunnudaig, kom í ljós, að 50% brezkra ungmenna á aldr- inum 18—21 myndu flytjast úx landi, ef það væiri þeim frjálst. Um 2.5 milljón Breta er í ofangreindum aldursflokkL Spurningin, sem lögð var fyrir unga fólkið hljóðaði svo: Bf yður vaeri það frjálst, mynduð þér þá vilja flytja frá Bret- landi og setjaist að í öðru landi? Já sögðu 50% N.ei sögðu 50% Ungir menn 52% 48% Ungar konur 48% 52% Af þeim sem hættu í skóla undir 15 áxa aldri Já sögðu 48%, nei sögðu 52% Af þeim sem hættu í skóla yfir 16 ára aldri Já sagðu 50%, nei 50%. Af þeim sem enn eru í skolum og æðri menntaistotfnunum. Já sögðu 59%, nei sögðu 41%. Árið 1963, meðan íhaldsflokkurinn var enn við völd, sögðu, 41% já, en 59% nei. 44% ungra manna sögðu já, en 37% ungra kvenna. Ástralía er það land, sem flestir vilja fana til, en áhugi á Kanada hefur vaxið mjög. Hér á eftir fer tafla yfir þau lönd, sem fólk vildi flytja til. Tölur 1963 í sviga. Sam- Ungir Ungar tals % menn % Konur% Ástralía 13 (15) 13 (18) 13 (12) Kanada 11 ( 6) 12 ( 6) 11 ( 5) Nýja-Sjáland .... 8 (11) 9 (11) 7 (11) Bandaríkin 8 ( 5) 7 ( 6) 8 ( 4) S-Aíríka 2 ( 1) 2 ( 1) 1 ( 1) Evrópa 2 2 ( 1) 1 Róhdesía + + 1 S-Ameníka 1 2 1 Önnur lönd 2 2 ( 1) 3 Ekki viss 3 3 3 Samt. 50 52 48 + Undir 0.5%. Af þessari könnun má sjá, að karlmenn eru aðeins í meiri'hluta, og lítill munur er á landavali kynjanna. Landa- valið fer nokkuð eftir mennt- unarstigi. Af þeim er hættu í skóla undir 15 ára aldri kusu 14% Ástralíu, af þeim sem hættu í skóla eftir 16 ára ald ur kusu 12% Ástralíu, og 8% af þeim er enn eru við nám. Af þeim, sem enn eru við nám, vildu 14% fara til Kanada, 12% til Nýja Sjá- lands og 11% til Bandaríkj- anna. Ástæðurnar er líklega þær, að Ástralía sækist meira eftir þjálfuðum iðnaðarmönn um, en Bandaríkin, Nýja Sjá land og Kanada eftir háskóla menntuðu fólki. Daily Telegraph fjallar um úrslit þessarar skoðanakönn- unar í leiðara blaðsins og spyr m.a.: í hvaða mynd Bretland sé í augum ungu kynslóðanna og allra Breta. Það segir að aldrei hafi ver- ið lögð jafnmikil áherzla á það í Bretlandi, að draga fram hið ljóta og það sem miður fer í þjóðfélaginu. Blaðið segir: „Gagnrýni er eðlileg í öllum heilbrigðum þjóðfélög- um. En nú eru gagnrýnend- urnir ekki ofsóttir eða hædd- ir, heldur eru þeir hin nýju átrúnaðargoð, með svo slétt andlit, að þau myndu betur fallin til þess að auglýsa sápu tegundir, heldur en nokkur kvikmyndastjarna. Bretland þarfnaðist þess að ganga í gegnum tímabil gerbreytinga, en þessi þörf kom fram á tíma stórtækra fjölmiðlunar- tækja, sem bjóða endurskoð- unarsinnum upp á áður óþekkta möguleika við að ýkjfc, ófegra og blása upp. Allt þetta hefur skapað slíka mynd af Bretlandi, að ibúar þess flykkjast á brott“. „Margir fara auðvitað af hinum hefðbundnu ástæðum, sem alltaf munu við lýði verða, svo sem fá'tækt, þétt- býli og útþrá. Hin mikla víð- átta Kanada og Ástralíu hlýt- ur að draga fólk til sín, en þegar helmingur alls ungs fólks vill fara, hlýtur eitthvað að vera að. Þjóðfélag, sem ekiki seiðir unga fól'kið leng- ur til sín hlýtur að vera sjúkt þjóðfélag". „Myndi það vera of mikið að láta í ljós von um að vinstri öflin, endurskoðunar- sinnarnir, framfarasinnar, háðfuglarnir og hinir umbylt- ingargjörnu, sem undanfarin 25 ár hafa lagt sig alla fram um að eyða gamla hefð- bundna Bretlandi og skapa í staðinn gázkafulla og lífs- glaða ímynd, færu nú að hugsa sig tvisvar um, Það virðist sem unga fólkið vilji ekki lengUT búa í þessu landi, þótt aldrei hafi verið gert meira fyrir það en nú. Getur það verið að gamla fyrirkomu lagið hafi er allt kemur til alls, haft rétt á sér? Hver er þá tilgangur allra þessara rót tæku breytinga?“ IVIál Þorvalds Ara tekið fyrir á föstudag MÁL Þorvalds Ara Arasonar verður tekið fyrir n.k. föstudags morgun kl. 10. Fer þá fram at- hugun á því, hvort nánar þarf að rannsaka málið og hvaða við bótargagna þarf ef til vill að afla. Ákvörðun um hvenær málflutn ingur fer fram verður tekin síð ar. Verjandi Þorvalds Ara er Gunnar A. Pálsson hrl. Listomenn heimsækjn Húsovík Húsavík, 22. ágúst. Á FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ hélt tenórsöngvarinn Hreinn Líndal kirkjutonleika í Húsavíkur- kirkju með aðstoð Hauks Guð- laugssonar organleikara. Á mánudagskvöldið hélt Martin Hunger frá Vestmannaeyjum orgeltónleika í Húsavikur- kirkju. Tónleikar beggja þess- ara listamanna voru ekki eins vel sóttir og skyldi. íbúar hinna dneifðu byggða mega ekki sýna svo mikið tómlæti um slíkar heimsóknir, sem þessar, að lista mennirnir hætti að heimsækja staðinn, því að þá er mikils misst. Þeir, sem hlustuðu á þessa listamenn hrifust mjög af list þeirra og vona að þeir komi aftur, því að þá munu þeir fá meiri aðsókn. Eftir komu þeirra flýgur fréttin um byggðina af góðri skemmtun, góðra gesta, sem a’lt of margir misstu af að hlusta á. — Fréttaritari. «■ m Tveir drengir týndir heilan dag í GÆRKVÖLDI kallaði lögregl- an í Hafnarfirði út leitarflokka til að svipast um eftir tveimur drengjum, níu og sex ára, sem höfðu farið að heiman frá sér klukkan hálftíu í gærmorgun og voru ekki komnir heim um kvöldmat. Hafði þeirra þá ver- ið leitað lengi dags án árangurs. En rétt um kl. 8 er hjálpar- sveitir höfðu safnazt saman við lögreglustöðina í Hafnarfirði fann faðir drengjanna þá uppi við Hvaleyrarvatn. Höfðu þeir legið í berjum í gær og voru vel á sig komnir, og ekki svang- ir. Voru þeir í þann veginn að halda heim, er þeir fundust. Skodabifreiðin á áreksturstað í Kjós. — (Ljósm.: Þ. Hersveinss.) Harður árekstur í Kjós HARÐUR árekstur varð í gær- morgun um kl. 07 skammt fyrir sunnan afleggjarann að Meðal- felli í Kjós. Skullu þar saman tvær bifreiðar, Skoda og jeppi, með þeim afleiðingum, að flytja varð fernt af fimm, sem í bif- reiðunum voru í Slysavarðstof- nna í Reykjavík. Draga varð báð ar bifreiðarnar til borgarinnar. Áreksturinn varð með þeim hætti, að Skodabifreiðin var á leið norður, en jeppabifreiðin var á leið til Reykjavíkur. Á blindhæð skammt fyrir sunnan afleggjarann að Meðalfelli í Kjós mættust bifreiðarnar. Jeppabifreiðinni var hemlað, er ökumaður hennar sá Skodabif- reiðina birtast við hæðina, en um leið missti hann vald á jepp- anum og rann hann út á hægri vegarkant, svo að bifreiðarnar skullu hvor framan á aðra. í Skoda-bifreiðinni var þrennt og slasaðist allt nema bifreiðar stjórinn, sem meiddist þó lítil- lega á fæti. Farþegarnir fengu báðir höfuðhögg. Tvennt var i jeppabifreiðinni og var það flutt í Slysavarðstofuna með farþeg- um Skodans. Batnandi heyskaparhorfur Skagafirði Sauðárkróki, 23. ágúst. ÞRÁTT fyrir slæmar horfur írara an af sumri hefur rætzt allvel úr grasisprettu víðast hvar fram- an til í Skagafirði. AHvíða gera menn sér vonir um háarsláitt, ef tíð verður áfram eins góð og hún hefur verið undanfarið. Á einstökum svæðum er sprettan þó mjög léleg, svo sem á Skaga og í Skagafjarðardölum. Tíð hefur verið nagstæð eftir að sláttur hófst, sem var með seinna móti. Vegna stöðugra og langvarandi þurrka hefur hey- sikapurinn gengið tiltölulega fljótt. Þar sem svo hagar til, hefur sumstaðar verið reynt að heyja á útengjum, en spretta þar er mjög misjöfn. — jón. Vinnuveifendasamb. um Straumsv.deiluna: Yfirborganir ekki kjarasamningsatriði í FRÉTTATILKYNNINGU, sem Morgunblaðimu barsit í gær frá Vinnuveitendasam- bandi íslands um Straums- víkurdeiluna segir meðal ann ars, að Vinnuveitendasam- bandið hafi ætíð lagzt gegn því, að yfirborganir væru gerðar að kjarasamningsat- riði. Þar sé um tímabundið fyrirbrigði að ræða og veru- lega hafi dregið úr yfirborg- unum á þessu ári. Fréttatil- kynning Vinnuveitendasam- bandsins fer hér á eftir: VINDUR var hægur á sunn- an hér á landi í gær. Norðan og austan lands var léttskýj- að, en gkúrir á S- og V-landi. Hitinn var 14 stig á Akureyri um hádaginn og 15 stig á Eg- ilsstöðum. Háþrýstisvæði er yfir Norð urlöndum, en lægðir á sveimi suðvestur undan og stefna að landinu. Má því búast við suðlægri átt og vætu á næst- unni. Vegtja greinargerðar Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði, varðandi Straumsvíkur- deiluna, viljum vér taka fram eftirfarandi: Orðlag greinargerðarinnar er þannig, að misskilja mætti það á þá lund, að Vinnuveitenda- samband íslands hefði gert i meginatriðum samskonar samn- ing við Búrfell, eins og Hlíf nú krefst við Straumsvík. Hið rétta er, að kauptaxtar 1 Búrfellssamningunum eru hinir sömu og gilda í hinum almennu samm.ngum í Árnessýslu og því þeir sömu og í hinum almennu gildandi samningum Dagsbrún- ar og Hlífar. Yfirborganir þær, sem Foss- kraft kann að greiða við Búr- fellsvirkjunina eru annað mál. Yfirborganir, sem tíðkast hafa sð undanförnu, og Hlíf krefst nú að teknar séu inn í kjara- samninga, hefur Vinnuveitenda- samband íslands alltaf neitað að gera að kjarasamningsatriði, þar sem um tímabundið fyrirbæri sé að ræða. Úr yfirborgunum hef- ur verulega dregið á þessu ári. Að öðru leyti sjáum vér ekki ástæðu til að orðlengja um þetta mál að sinni, hvorki um vörn Hlífar fyrir hina erlendu verk- taka né annað, en vér ítrekum fyrri greinargerð vora, sem stendur óhögguð. Fjórburar fæddir á Fillppseyjum Manila, 21. ágúst, AP — Fjór- burar fæddust á Filppseyjum sl. þriðjudag, að því er hin opin- bera fréttastofa á eyjunum skýrði frá á sunnudag, allt

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.