Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967
Alan Williams:
PLATSKEGGUR
vélin öskraði og Le Hir ýtti Neil
inn í bílinn, um hinar dyrnar og
steig svo sjálfur inn á eftir, og
bíllinn fór að beygja út af stígn-
um og hinn Citroen-bíllinn á
etfir, og loks Jagúarinn aftastur.
Nú kom hver sprengingin af
annarri, og sprengj.urnar
sprungu með dynkjum og allt
stóð í einu eldhafi.
Le Hir var að skipa eklinum
fyrir. Þegar þeir beygðu inn á
tvöfalda akveginn, sneri Jagú-
arinn við og þaut áleiðis til borg
arinnar, en Citroen-bílarnir
sneru snöggt yfir á hina akrein-
ina oig óku síðan áleiðis til sjáv-
ar. í þeim fremra skullu Le Hir
og Neil og Guérin aftur á bak,
þegar bíllinn jók snögglega ferð
ina, og lágu á gólfinu meðan blý
grár vegurinn koim þjótandi á
móti þeim, þegar vökvaþrýsti-út
búnað.urinn lækkaði bílinn, svo
að hann var ekki nema fáa þuml
unga fyrir ofan hvínandi mal-
bikið.
Le Hir fór að hlæja. Hann
sneri sér að Neil: — Þessu bjugg
ust þeir víst ekki við? Hvar
voru þeir annars? Inni í bæn-
um?
— Þeir voru í húsagarðinuim,
sagði Neil, — þar höfðu þeir
borð með grænu klæði og vatns
flösku og allt til rexðu.
Le Hir hristi höfuðið og hló
enn: — Nei, þetta gat sannar-
lega ekki auðveldara verið!
Neil starði út á mais- og tó-
baksekrurnar og horfði á hvítan
þokuslæðinginn hverfa upp í
sólina, og honum var eitthvað
undarlega einkennilegt innan-
brjósts, létt eins og þyngdar-
leysið, sem stundum verður vart
eftir mikla drykkju. Honum var
orðið nákvæmlega sama um
Guérin og Pol og Ali La Jo-
conde. Það, sem gerzt hafði í
bóndaibænum var snögglega orð
ið óraunverulegt, lítilvægt. Hann
fór að geta sér til um, hvert
Caroline mundi fara í brúð-
kaupsferðina sína. Hann sagði
við Le Hir: — Þið eruð væntan
lega hreyiknir af þessu afreki?
— Fimm sprengjur, sagði Le
Hir, — ein í hvert horn og ein
í miðjunoi. Tuttugu íkveikju-
sprengjur! Hann hló aftur.
— Þetta hefði getað mistekizt,
sagði Neil. Guérin hlustaði ekki
á þá, heldur var hann að horfa
út á ekrurnar, sem þutu framhjá
glugganum.
— Maður verður að leggja í
hættu, sagði Le Hir glaðlega, —
en hversvegna hefði það átt að
mista'kast. Þeir treystu okkur,
hvort sem var!
9. kafli.
Ekillinn hafði falið vélbyssurn
ar x teppi undir framsætinu.
Þeir voru aftur komnir á meira
en hundrað mílna hraða, og
stefndu að brúnni yfir Qued
Zain og að þjóðveginum suður í
fjöllinn, til borgarinnar E1 Man
sour.
Það voru liðnar tólf mínútur
síðan þeir yfirgáfu veginn upp
að bóndabænum. Hinn Citroen-
bíllinn, með Þjóðverjana tvo
var svo se mfimmtíu metrum á
eftir þeim, þegar vegurinn tók
að breikka út eins og grannvax-
in hönd og skiptast í þrjár eða
fjórar akbrautir, áður en komið
var að brúnni. Hvítar örvar í
mal'bikinu bentu suður *il E1
Mansour og vestur til höfuð-
borgarinnar.
Citroeni-bíllinn hægði á sér
stynjandi, er þeir komu innan
sjónmáls af brúnni. En þá heml-
aði ekillinn snöggt, er hann sá
vegatáknun, sem þeir höfðu ekki
orðið varir áður. Þarna stóðu
steinsteypublafckir við báða enda
brúarinnar, og heil lest af her-
bílum stóð í röð handan henn-
ar. Tveir jeppar og hópur af
hermönnum og þrfr CRS-menn
gættu brúarinnar og beindu um
ferðinni til baka.
Heil bílaiest stóð fyrir framan
Chevrolet Corvair 1966
2ja dyra, rauður, með utvarpi keyrður 20 þús. km.
Verður tli sýnis og sölu í dag fimmtudag.
Gunnor Ásgeirsson hí.
Suðurlandsbraut 16 — Sími 35200.
Skrifstofur vorar
eru fluttar
að Borgartúni 1
VERZLANATRYGGINGAR H.F.
SÍMI 28655.
þá. Ungur undirforingi var að
skoða skjöl og tveir CRS-rr.enn
voru á vakki kring um 'oílana,
litu á númerið og gægðust í
skottin.
Citroen-bíllinn stanzaði næst
síðastur í röðinni. Le Hir sneri
sér að Neil. — Lögreglan mun
gá að Jagúarnum. Hershöfðing-
inn hefur skilríki með nafni
Maurice Girard, vatnsveitu-ef'-r
litsmanns í E1 Mansour. Þú ert
sem blaðamaður í heimsókn hjá
okkur til að athuga félagsmála
starfsemi í borginni. Þú skiiur0
Nú var verið að beina fyrsta
bílnum yfir í hina akreinina, sem
lá til baka, svo að hann sneri
aftur til höfuðborgarinnar. Ci'.ro
40
en-bíllinn mjakaðist áfram. Neil
leit við og sá hinn Citroen-bíl-
inn eitthvað tuttugu metrum afí
ar. Le Hir sagði: — Hugsaðu
ekkert um þá. Þeir eru okkur óvið
komandi. Mundu bara eftir hr.
Girard og hr. Dubuis frá E1 Man
sour.
Andlitið á Guérin hershofð-
ingja var stirðnað og óbifanlagt,
hann beindi augun frá gluggar.-
um og á einhvern depil á gólf-
inu.
Ekillinn í næsta bíl á undan
var að öskra í ósköpum á und’r
foringjann og veifa að brúnm.
Undirforinginn yppti öxlum eins
og í afsökunarskyni og ben'i
CRS-foringjanum, sem sat í ein
um jeppanum. Sá var ungur og
fákunnandi, sennilega nýráðinn
dáti frá Frakklandi. Hann yfir-
gaf félaga sinn til þess að
tala við reiða bílstjórann, og
sneri að Citroen-bílnum. Hann
var með flatt og rjótt andlit, eins
og sveitadrengur frá Normandí,
með blóðugt rakstrarfleiður á
efri vör. Hann gekk nú að glugg
anum hjá eklinum og sagði: —
Brúin er lokuð. Þið verðið að
snúa við!
— Hvað er um að vera?
spurði ekillinn.
— Það er verið að flytja her-
lið til borgarinnar. Það er eitt-
hvað mikið á seiði. Hann yppti
öxlum. — Það eru bryndrekar
hinum megin....... en manni er
aldrei sagt neitt.
Guérin hershöfðingi tinaði
með augunum, sem mættu aug-
um undirforingjans. Pilturinn
horgfði á hann en síðan aftur á
ekilinn og sagði: — Má ég fá
að sjá skilríkin yðar.
Fyrir framan þá var ökumað-
urinn að veifa höndum og æpa
Hurð var skellt aftur og bíllinn
ók þurft með miklum hávaða.
CRS-foringinn kom að Citroen-
bílnum.
Ungi undirforinginn tófk því
næst að athuga skilríkin þeirra
og leit fyr^t á skírteini Le Hirs
og síðan á Guérins og skilaði
þeim því næst aftur, meðan hinn
foringinn leit í skottið.
Neil rétti undirforingjanum
skírteinið sitt. Pilturinn fletti
því vandlega, rétt eins og hann
hefði aldrei séð brezkt skírteini
áður, bar Ijósmyndina saman við
andlitið á Neil, en gekk svo
snögglega aftur fyrir toílinn til
foringjans. Le Hir bölvaði. — Er
eitthvað athugavert við vega-
bréfið þitt?
—- Ekkert.
CRS-maðurinn lokaði skottinu
og gekk síðan að glugganum
næst eiklinum. Hann var greind-
arlegur á svipinn-og með falleg
augu. Hann spurði: — Eruð þið
allir að fara til E1 Mansour?
Ekillinn kinkaði kolli.
— Þér líka? Hann leit á Neil.
— Stendur heima. Neil fann,
að Guérin sat mjög fast upp að
honum grafkyrr. Le Hir var harð
ur á svipinn og einhver kipring-
ur sást á kinninni á honum, fyr
ir neðan örið.
CRS-maðurinn rétti Neil vega
bréfið hans, en sneri sér síðan
að eklinum. — Hafið þér öku-
skírteini?
Hinir tveir CRS-mennirnir
voru nú að athuga síðari Citro-
n bílinn. Enn einn bíll hafði
síanzað að baki þeim og flaut-
aði eins og vitlaus maður. CRS-
maðurinn tók að athuga öku-
sk'irteinið með ergjandi ná-
kvæmui.
Einn dátinn kom til þeirra og
talaði við unga undirforingjann,
sem gekk aftur að fremsta jepp-
anum. Neil sá, að hann setti á
sig heyrnartól frá ferðaútvarpi.
CRS-foringinn leit á ekilinn
og sagði: — Þér eruð Michel
Rios?
Ekillinn kinkaði kolli og Neil
tók eftir því, að það eins og
stríkkaði á örótta skinninu aftan
á hálsinum á honum.
Foringinn hallaði sér fram og
bankaði á rúðuna með hylkinu
utan af skírteininu: — Þetta skír
teini er ekki undirritað.
Ekillinn glotti. — Ég gleymi
nú alltaf öllum undirskriftum.
Han tók upp penna. Neil leit upp
og sá unga undirforingjann ýta
heyrnartól'inu að einum dátan-
um og ganga aftur að Citroen-
bílnum. Ekillinn undirritaði
skírteinið og Neil horfði á und-
irforingjann tala af miklum
ákafa við foringjann og líta á
Citroen-bilinn og síðan á jepp-
ann.
Foringinn sneri sér við, stakk
höfðinu inn um gluggann og
sagði við Neil: — Vilduð þér
koma út andartak, herra minn?
Hann opnaði dyrnar. Enginn í
bílnum hreyfði sig. Neil leit á
Guérin og síðan á Le Hir, en
úr svip þeirra varð ekkert ráðið.
Foringinn hélt enn i hurðina og
endurtók: — Viljið þér koma
út?
Neil steig út úr bílnum og
fann nú hitann af morgunsól-
inni gegn um þoikuna. Foring-
inn sagði rólega: — Þér komið
með okkur.
Þeir gengu áleiðis að jeppun-
um tveimur. — Þér eruð Ingle-
by, enskur blaðamaður? sagði
foringinn.
— Já!
— Og þessir menn í bílnum?
Þér vitið hveTjir þeir eru?
Neil svaraði engu.
— Standið þér bak við jepp-
ann og hreyfið yður ekki, sagði
foringinn. Nú sá Neil, að það var
einhver ískyggilegur glampi í
brúnu augunum. Neil kinkaði
kolli og stóð fyrr bak við jepp-
ann. Hann gat rétt séð Citroen-
bílana tvo. Enginn í þeim hafði
enn breytft sig.
Foringinn gekk að fremri toíln
um. Hann gekk kring um hann
þar til hann kom móts við þar
sem Guérin hershöfðingi sat, síð
an æpti hann eitthvað og lyfti
síðan vélbyssunni. CRS-meimirn
ir tveir, sem höfðu verið að rann
saka aftari bílinn hlupu nú fram
og þeir ásamt foringjanum og
undirforingjanum umkringdu nú
fremri bílinn. Dyrnar voru rifn-
ar upp og svo heyrðust tvö skot.
C’RS-foringinn datt áfram á
aftuTto.urðina, en féll svo á hné
og vélbyssan féll glamrandi til
jarðar. Ungi Þjóðverjinn var nú
að koma fram frá atftari toílnum
með byssu í hendi og Neil sá
hlossann um leið og undirforing
inn féll til jarðar og greip um
magann, en tók síðan að æpa og
kasta upp, niður á malbikið.
CRS-foringinn lá á hnjánum
og var að reyna að seilast til
hurðarhandfangsins á fremri
bílnum, þegar ekillinn kom með
byssuna, sem hafði verið undir
sætinu og greiddi honum högg
aftan á höfuðið.
Le Hir hafði stokkið út, með
hina byssuna, sem falin hafði
verið og lá nú á hnjánum,
ásamt Þjóðverjunum tveimur
og skaut jafnt og þétt út úr bíln
um. Guérin hershöfðingi var enn
inni í bílnum á hnjánum bak
við framsætið.
Nei.1 sat í 'hnipri bak vlð
jeppann og hlustaði á ópin og
hvininn i kúlunum, gler, sem
brotnaði og tóm skothylki, sem
hrundu niður á maltoikið. Ungi
undirforinginn sat enn á vegin-
um og hélt um magann og gaf
frá sér hræðileg óp, eins og
sært dýr. Rétt hjá honum lá
einn dátinn á grúfu, og var að
reyna að skríða bak við jepp-
ana, en annar dáti var í miklu
ofboði að reyna að. hlaða byss-
una sína aftur, um leið og hann
mjakaði sér aftur á bak, að stein
unum, sem lokuðu veginum. Hin
ir CRS-mennirnir héldu sig að
jeppanum, þar sem Neil stóð og
voru að reyna að skjóta á hjól-
barðana á Citroen-bílunum.
Neil heyrði hurðum skellt og
bíl, sem var að reyna að komast
í gang með miklu vélarglamri.
Kúla þaut einhvers staðar rétt
hjá honum, og þegar hann gætti
betur að, sá hann Le Hir hníga
niður á veginum. Aftari Citroen-
bíllinn kom allt í einu með mikl
um hávaða fram fyrir þann
fremri, með opnar húrðir, og
sneri við á veginum, með mikl-
um hvin í hjólbörðunum, en báð
ar byssurnar sendu frá sér sikot
meðan bíllinn komst yfir á hina
brautina, stillti sig af, og jók
síðan hraðann. En þá kom skot
úr fallbyssunni handan við
brúna.
Neil horfði á bláa blossa þjóta
eftir veginum, en brynjan á bíln-
um flagnaði af eins og börkur aif
banana, en blýið spýttist eftir
maltoikinu, en svo heyrðist
þrumugnýr og bíllinn klofnaði í
sundur, svo að stykkin flugu um
al'lt, eins og í gamalli kvikmynd.
Hópur manna kom nú út á
brúna. Skothríðin hætti. Nú
heyrði Neil ekki annað en stöð-
uga stígvélasmelli, ílaut og fyr-
irskipanir.
Le Hir sat upp við brettið á
fremra Citroen-bílnum, fölur og
með blæðandi fót. Byssan hans
var orðin tóm. Ekillinn hafði
lagt frá sér sína byssu og kom
nú fram fyrir bílinn með hend-
ur teygðar upp yfir höfuð, og
beið eftir hermönnunum á
brúnni. Hann hatfði gefizt upp,
þegar fallbyssan tó'k til starfa.
Afturdyrnar á Citroen-toílnum
opnuðust nú og Guérin hers-
höfðingi kom út. Hann fór að
öllu toægt, lokaði á eftir sér hurð
inni varlega rétt eins og hann
héldi, að hún mundi brotna í
höndunum á sér, en síðan gekk
hann út á vegartorúnina og stanz
aði skammt frá Neil.