Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967
BÍLALEICAN
-FERÐ-
Dagrgjald kr. 350,-
og pr. km kr. 3,20.
SÍ MI 34406
SEN DU M
magimúsar
skipholti.21 sia»ar21190
éftirlolcúii simi 40381' "
SIW1-44-44
m/UFIÐIB
Hverfisgötu 103.
Sími eftir lokun 31160.
LITLA
BÍLALEIGAN
Ingólfsstrætl 11.
Hagstætt leigugjald.
Bensín innifaiið < leigugjaldl.
Sími 14970
BÍLALEIGAiM
- VAKUR -
Sundlaugaveg 12. Síml 35135.
Eftir lokun 34936 og 36217.
*>---*0flJUF/GAM
RAUOARARSTlG 31 SfMI 22022
Flest til raflagna:
Rafmagnsvörur
Heimilstæki
Útvarps- og sjónvarpstæki
Suðurlandsbraut 12.
Simi 81670 (naag bílastæði).
Kópovogsbúar
ekta leður, stærð 28—35
Skólaskór
Barnaskór
Götuskór
Kventöflur
Gúmmistígvél
SKÓVERZLUN
KÖPAVOGS
Álfhólsvegi 7 - Sími 41754
Samkoman
í Atlavík
Presturinn á Eiðum skrifar:
„Heiðraði Vel’vakandi.
Vegna bréfs í dálkum þínum
9. þ.m. frá Vegfaranda á Seyð-
isfirði, og orða þeirra, sem
fyigdu á eftir bréfi hans, lang-
ar mig tii þess að biðja um
birtingu á eftirfarandi athuga-
semd.
Okikiur, sem gerst þekkjum
til, kemur það einkennilega fyr
ir sjónir, að þegar tekizt hefur
að k»ma lagi á samkomuhald í
Atlavík, þá eru greinrhöfundar
fulMr vandlætingar á einhverri
„einokam og lögleysu“, sem þar
á að vera. Hiitt er sanni nær,
að tekizt hafi að koma í veg fyr
ir lögleysu. Eða er því ef til
vill svo háttað, að greinarhöf-
undar sjái eftir því, að brenni-
vín nái ekki tii að fylla aust-
firzfct æskufólk óhindrað á
þessum fagra stað?
En til þess að koma í veg
fyrir siíkt, varð að taka upp
meira eftirlit með því, að á-
fengi yrði eklki flutt inn í skóg-
inm. í því skyni var settur iög-
regluvörður út við hlið skógar-
ins og ennfremur innam við
Atlavík. Á þessum stöðum voru
þess vegna bílar stöðvaðir. Nú
háttar svo til í Atílavílk, að þjóð
vegurinn liggur efst í víkinni
og hann mega að sjálfsögðu all
ir aka, sem á amnað borð mega
aka bíl. En það m/á öllum ljóst
vera, að útisamkomur með
menningarlegu sniði eins og
verið hafa verið í Atlavík nú
um sfceið, kosta mjög mikið fé.
Hvar á að taka það fjármagn,
nema af þeim, sem samkamurn
ar sækja? Þess vegna var inn-
heimt gjald af 9amkiomgest-
um, þar sem lögreglan stöðvaði
bílana á áðurnefndum stöðum,
svo ekki þyrfti að stöðva um-
ferðina tvívegis á leiðinni á sam
komusvæðið.
En það er algerlega út í hött
sagt, að nakkrum hafi verið
bannað að aka þjóðveginn í
gegnum skóginn. Fólkið fékk
að fara án gjalds upp á hótel-
ið á Hallormsstað, og þeir sem
ætluðu að aka hringinn um
FJjótsdal, fenigu miða um það,
að þeirra gjald yrði endur-
greitt, ef þeir héldu í gegn
innan viss tíma. En þeir, sem
e’kfci vildu sætta sig við það,
fengiu einnig að halda sína
leið í trausti þess, að þeir
héldu ferð sinni áfram, sem
þó viMi stundum bregðast.
Þetta er hið sannasta i
þessu máli. Hins vegar má það
vera, að einn og einn „reið-
ur vegfarandi" nafi rokið til
baka án þess að kynna sér
málavöxtu.
Að lokum vH sg bera fram
þakklæti til allra þeirra aðila,
sem unnið hafa að því að bæta
samkomuhald í Atlavík, sem
nú er orðið okkur Austfirðing
um tii sóma,
Vinsamiegast:
Einar Þ. Þorsteinsson“
sók-narprestur, Eiðum.
ÍC Séra Árelíus og
og Biily Graham
Frá Stavanger er skrifað:
„Kæri Velvakandi.
Séra Árelíus Níelsson hélt í
sumar erindi í útvarpinu um
„Trúarvakning — hvað er
það?“ Þegar Fr. Schram
mælti á móti honum í „Vel-
vakanda" fyrir að hafa talað
niðrandi um Billy Graham.
svarar presturinn m.a.:
„En ég held að ég hafi ekki
verið neitt harðorður um
Billy Graham, þótt ég bæri
hann saman við Grundtvig eða
Hauge ag teldi hann ekki hafa
haft sömu áhrif, þrátt fyrir
miklar auglýsingar, sem eru nú
bráðnauðsynlegar bæði trúboð
um og prestum — hvað þá
öðrum“.
Annaðhvort hefur séra Áre-
líus flutt erindi sitt án
handrits, eða hann hefur týnt
handritinu? Sem betur fer, er
það hægt að hjélpa hanum og
öðrum, sem hafa áhuga á að
vita hvað hann í raun og
veru sagði. Orð hans voru á
þessa leið:
„Tvö ár hefur biskup ís-
lands óskað þess að prestar ag
söfnuðir þjóðkirkjunnar bæði
um trúarvakningu á bænadag-
inn. En hvað um bænheyrslu,
það er annað mál. En satt að
segja er ég ekfci vi&s um, að
við prestarnir ailir, því síður
sofnuðurinn, geri sér grein fyr
ir hvað átt er við með orðinu
,drúarvakning“. Margir setja
þetta orð í samband við torg-
prédikanir, hallelújasamkom-
ur, bókstafstrúarofstæki og
annað þessu líkt. Og ekki er
mér grunlaust um, að margt
af því, sem nefnt er trúar-
vafcning, t.d. erlendis í trúar-
efnum og umræðum, beri tals
verðan blæ af slíkum hávaða,
þar á meðal hinar heimsfrægu
vatoninigarsamfcomur Billy Gra
hams, sem auglýstar eru næst
um eins og bítlahljótmleikar í
útvarp, sjónvarp og blöðum,
þar sem hann fer um, enda
draga þeir að sér tug þúsundir
maixna kvöld eftir tovöld, en
áhrifin virðist hvorki varanleg
né staðbundin neinsstaðar.
Ekki efast ég um að samkom-
urnar hjá Mr. Graham yrði
einnig fjölsóttur á íslandi, ef
hanm stigi fæti á frón, en hitt
efast ég um, að jafnvel hann
mundi skapa hér þá vafcningu,
sem fyrir Guði gildir".
Stavanger, þann 18. ágúst
1967.
Nils-Johan Gröttem".
★ Óánægður Vestur-
bæingur
Hannes Jónsson skrifar:
„Vinur minn Velvakandi.
Sem bam las ég hið undur
fagra kvæði Jónasar um móð-
urástina, „Fýkur yfir hæðir“.
Ég grét. Oig mér vöknaði um
augu er ég fyrir 60 árum las
í enskri lesbók sögu Skozka
trúboðans „The Sheltering
Róök“ frásögn um hvernig
móðir hans færði sig úr föt-
unum og dúðaði hann í, svo
hainn mætti lífi haMa. Sjálf
fraus hún í hel í hríðarbyl í
skoztou fjöllunum. Sagan og
kvæðin voru undursamlegar
hljómfcviður í orðum um móð
urástina .
Ég átti góða móður, sem
fórnaði öllu fyrir okkur taörn-
in, og gefck sjálf alls á mis.
Ég hefi átt tvær góðar konur,
sem ég á allt að þakka.
Konan og móðirin eru mér
því kærar.
Það nálgast fjörutíu árin,
sem ég hef átt leið yfir Landa
kotshæðina, og alltaf gengið
Túngötuna. Ég hefi seinni ár-
in glaðst yfir að sjá, hvernig
kvennaheimilið „Hall/veigar-
staðir“ reis frá grunni, þetta
glæsilega og fagra hús. En mér
var raun að því, að konurnar
skyMu ekiki sitja að því einar.
Þær áttu það skilið.
En nú er kominn á iióð húss-
ins minnisvarði, sem ég skildi
ekfci. En í Morgunblaðinra í
dag segir, að varðinn heiti
„Fýkur yfir hæðir“. Æ, þetta
er svo Ijótt og óviðeigandi,
það er leiðinlegt að verða að
segja það.
Sama er að segja um minnis
varðann „Vatnsheraxm“, sem
var hjá v a tnsgey munum á
Ösfcjuhlíð. Ég sá vatnsberana
gömlu. Þeir voru sumir jarð-
lífið í mannlegri eymd. En,
þeir voru menn, en eklki af-
skræmi.
Hannes Jónsson,
Ásvallagata 65“.
★ Ömurlegt
fuglahald
Kjartan brunavörður skrif-
ar:
„Á sínum tíma voru settir á
Þorfinnstjörn ( og hún afgirt
þéttu vírneti) nofckrir æðar-
fuglar af báðum kynjum. Ég
hef ekiki fylgzt með því hvort
þessum fuglum hefur fjöligað
noklkuð þarna. En æðarfugl-
inn hefur orpið þarna í Þor-
finnshóhnann, og fcomið fram
með umga sína á Tjörnina á
hiverju vori. Sjálfsagt hefur líð
an þsssarar fugla þarna á þess
um forarpolli, sem Þorfin.is-
tjörn er, aldrei verið góð. En,
með góðri umihugsun og hirðu
þess manns, sem þarna hefur
haft eftirlit með fuglunum,,
hefur æðarfugli'nin þó lifað
þarna og toomið upp einhverju
af ungum sínum þar til nú 1
vor að hver einasti ungi, sem,
æðarfuglinn leMdi út á Tjörn
ina, drapst samstundis. Undr-
ar það víst engan, sem þarna
á leið um og sér hið tjörumeng
aða, og eitraða stoólp, sem
fuglinum er ætlað að lifa í.
Sjáifsagt hefur það haft sína
þýðingu að vatnsrör með þétt
um smágötum lá þarna yfir
tjörnina rétt sunnan við Þor-
finnshóimann. Þar streymdi
út í Tjörnina tært Gvendar-
brunnarvatnið. Nú hefur þetta
rör verið á burtu tekið og þar
með er þessi lífslind fyrir flugl
ana horfin. Ég hefi svo ekki
um þetta fleiri orð. En ég tel
þetta æðarfuglabald þarna í
fylkta máta ómannúðlegt.
Skora því á Reyfcjavíkurdeild
Dýraverndiunarfélagsins, að sjá
svo um, að þessir rytjulegu
æðarfuglar, sem enn lifa
þarna, fái sem fyrst frelsi, og
þeir leiddir þangað, sem fyrir
öllu er vel séð og lífi þeirra
er vel borgið.
Kjartan Ólafsson".
Fyrirspukrn til
Velvakanda
Á tímum sólardýrkunnar á
baðströndum Majoifca, sikemmti
siglinga með austur-þýskum
skemmtiferðasikipum og inn-
kaupaæðis í Karnabystræti,
langar mig að spyrja þig um
mál sem mikllu skiptir okkur
alla:
Getur efcki hin svonefnda
Straumsvíkurdeila haft í för
með sér. að hið svissneska fyrir
tæfci kippi nú að sér hendi og
segi. Vonlaust verk að koma
verksmiðjunni upp á áætiuð-
um tíma vegna ófriðar á vinnu
markaðinum. Og hver veit
nema að andstæðingar álverfc-
smiðjunnar hafi nú ei.mitt
þetta í huga, að drepa verk-
smiðjiuna í fæðingu. Ég veit að
það mun vefjasf fyrir þér að
svara þessu um hæl, en hin.
alsikyggnu augu stjórnarvald-
anna hljóta að vekja þau til að
gerða innan tíðar.
Hafnfirðingur.
Skrifstofustúlkur
Skrifstofustúlkur óskast til starfa nú þegar eða á
næstunni. Vélritunar- og málakunnátta nauðsynleg.
Umsóknir, er greini menntun og fyrri störf, sendist
í pósthólf 903, merktar: „Gott starf — 2606“.
Hafnarfjörður
Til sölu eMra steinhús í Miðbænum 4 herbergi og
eldhús, geymsla og þvottahús í kjallara.
GUÐJÓN STEINGRÍMSSON, HRL.,
Linnetsstíg 3, Hafnarfirði, sími 50960.
KvöMsími sölumanns 51066.
Vélauinboð, fyrirtæki
Get tekið að mér sjálfstætt eftirlit, viðhalds- og við-
gerðaþjónustu. Fyllsta vélstjóramenntun og víðtæk
og reynsla að baki. Sími: 20609.