Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967 Klofningur Búa í Suður-Afríku Jóh a nn esarborg. (Associated Press). BALTHAZAR J. Vorster er nú búinn að vera næstum tíu mánuði í embætti forsætis- ráðlherra Suður-Afríku. Meðal annars hefur hann verið að vinna að því að hækka land sitt og sjálfan sig í áliti á alþjóðavettvangi. Þessi tilraun hans til að láta allt líta betur út í augum ann arra þjóða er nú að leiða til vandræða heima fyrir. And- staða hefur myndazt í röðium sjálfs flokks Þjóðernissinna, og fyrir þessari andistöðu standa m.a. nokkrir ráðherr- ar í stjórn Vorsters. Hafnar eru stjórnmálaleg- ar, menningarlegar og trúar- legar herferðir eitilharðra Þjóðernissinna gegn þvi, sem þeir kalla: „Frjálislynda til- hneigingu og svik við málstað hvítra Afríkumanna.“ Flokkur Þjóðernissinna komst til valda árið 1948 og hefur sigrað í öllum kosning- um síðan. Vorster hefur orðið fyrir hörðum árásum öfgamamna til hægri, sem telja að sveigj- anleg afstaða hans, eihkum til „apantheid" (aðskilnaðar) í íþróttum, aukin tala hvítra innflytjenda og tilraunir hans til að sameina Búa og Eng- lendinga í S-Afríkiu, kunni að leiða til þass, að Búa-kyn- stofninn, sem nær öllu ræð- ur í landinu, missi þjóðernis- einkenni sín. Vorster varð forsætisráð- herra eftir morðið á dr. Hendrik F. Verwoerd í sept- ember 1966. Búarnir að'hyllt- ust þá stefnu Verwoerds, að táta fordæmingu umheimsins á kynþáttamisrétti landsins sem vind um eyru þjóta. Þeir stóðu að baki honum sem einn maður um það, að láta veldi hvítra skjóta traustum rótum í stjórnmálalegum, fjárhagslegum og menningar- legum jarðvegi S-Afríkiu. Hik Verwoerds við að draga úr ströngum „apart- heid“-lögum og taká tillit til alþjóðlegrar gagnrýni, eftir blóðbaðið í Sharpwille 1960, hélt honum í háu áliti Búa. Vorster hefur hins vegar reynt að hækka landið í áliti erlendis. Sem dómsmálaráð- herra á stjórnartíma Ver- woerds har hann höfuðábyrgð á hinum harkalegu öryggis- lögum landsins, sem rekið hafa hundruð manna af öll- um litarháttum í útlegð. Á síðustu tíu mánuðum hefur hann reynt að reka af sér það „fangavarðar“-orð, sem enskumælandi blöð hafa kom ið á hann. Vorster hefur eggjað til vinsamlegra samskipta við næstu nágranna S-Afríku, sjálfstjórnarríki blökku- manna: Lesatho, Rotswana og SwasMand, sem öll eru strandlaus landsvæði og efna hagslega háð S-Afróku. Vorster varð fyrsti forsætis- ráðherra S-Afríku til að setj- ast að kvöldverði með blöktou mönnum og hefur hvað eftir anað boðið fram nánara sam- band við önnur sjálfstæð Af- ríkuríki. Vorster lét dálítið undan í deilunni um „apartheid" í íþróttum í þeim tilgangi að reyna að vinna landi sínu aftur þátttökurétt á Olympíu leikunum. Eiinstaka þeldökk- ir íþróttamenn mega nú vera í þeim hópum, sem heim- sækja landið. Áður fengu að- eins „alhvít" íþrótta-lið að keppa í S-Afrífcu. En sumir dyggir stuðnings- menn „apartheid" stefnunna-r, einkum Búar, harma þessa linkind Vor-sters. Helzti for- J. B. Vorster, forsætisráð- herra Suður-Afríku. vígismaður þessarar andstöðu er einn af ráðherrum Vorst- ers, dr. Albert Hertzog. Með- al þeirra samtaka Búa, sem styðja Hertzog-menn í þessu efn-i, eru ein undir stjórn bróður forsætisráðherrans, dr. D. J. Vorster. Hann er fram- kvæmdastjóri Hollenzku end urskoðunarkirkjunnar, sem er mjög áhrifamikil, og for- maður öryggisn-efndar þeirr- ar í landinu, sem berjast á gegn kommúnisma. „Rapportryers“ (sendiridd- ararnir) eru önnur áhrifamik il samtök, sem gert hafa bandalag við Hertzog-menn. Þau eru grein af leyniiögregl- unni „Broederbond" (bræðra lag), sem Búar ráða mestu í og hefur geysMeg áhrif í stjórnmálum landsins. Á fundi stuðningssamtaka Hertzog-manna fyrir skömmu sagði fundar-stjórinn, séra J. H. Jooste, formaður „Society for Ohristian Higher Educa- tion“ (Félags kristilegrar æðri menntunar): „I s-tjórn- málum þjóðarinnar heyrast raddir, sem hvetja til þess að við sogumst saman í sérein- kennalausa og nafnlausa menningu. Við viljum sam- starf við ýmsa aðra íbúa S- Afríku, en við neitum að ger- ast samsekir í þjóðernislegu og menningarlegu sjálfs- morði.“ Sá klofningur, sem virðist vera að myndast í Þjóðernis- sinnaflokknum, er milli hinna hógværari Búa og hinna gall- hörðu fylgisman-na stefnu Verwoerds -um alger yfirráð hvítra manna. Þeir hræðast allar tilslakanir „apartheid" stefn-unna-r. Þeir dr-aga í ef-a, að hag-ur sé a-ð i-nnflytjenda- s-traumi þeim, sem óh-eftur kemur til landsins, þar sem hann hefur a-ukið hlutfalls- tölu enskumælandi íbúa og styrkt kirkjudeildir þær, se-m andvígar eru Hollenzku end- urskoðunarkirkj unni. Þá er.u menn óánægðir með tilraunir Vor-sters við að fá ensku-mælandi menn, sem yf- irleitt eru frjálslyndari en Búarnir, í floklk Þjóðernis- sinna. Búar telja margir lífs- háttum sínum. máli, trú og menningu hætt með slíkri sameining-u. Stjórnarandstöðublaðið „Rand Daily Mail“ í Jóhann- esarborg segir svo um klofn- inginn í Þjóðernissinnaflokkn um: „Þetta eru alvarlegustu árekstrar, sem átt ha-fa sér stað í röðum Búa, eftir stríð. Flokku-rinn virðist klofinn í öllurn málum, — stjórnmála- legum, trúarlegum, menn- ingarlegum og efnahagsleg- um. Búar télja þetta mál, sem þeir verði sjálfir að útkljá sín á miMi. Spurningin er í rauninni sú, hvor-t þessi ráð- andi hópur íbúanna muni halda S-Afríku á sömu ein- angrunarbraut og áður og verjast allri breytingu, eða r-eyna að komast aftur inn í aðalfarveg mannkynsins og mála þess, með því að við-ur- kenna alm-ennan hugsan-a- gang nútímans og reyna að koma honum heim og saman við sérkenni okkar lands.“ Blað Þjóðerni-ssinna „Die Vaderland“ (en Vorster er formaður blaðstjórnarinnar) ræðs-t á -enskumælandi menn og aðra, s-em viljað hafa gera mikið úr klofningi Þjóðernis- sinnaflokksins: „Þessi deila Búa hefur þeg- ar dregið að s ér hrægamma ensku blaðanna, s-em nú sveima yfir olckur í eftir- væntin-gu.“ Su-mir Búar líta á kurteisi Vorsters við leið-toga svartra Afríkumanna og tMraunir hans til að bæta samtoúð la-ndsins við -aðrar þjóðir sem svik við málstað „apartheid." En H-elen Suzman, eini full trúi Frjálslyndra á þin-gi S- Afríku, sa-gði: „Hr. Vorster hefur tekizt að vinna sér það álit, að hann sé ekki eins aft- uirhaldisisamur og þröngsýnn og fyrirrennari hans. Hann er slyingur stjórnmálamaður og þekkir leiðir almennings- álitsins, en hefur ekki breytt grundvallarstefnu sinni hið minnsta. „Apartheid" stefnan er framkvæmd á raunhæfan máta í ríkiskerfinu- af meiri ákafa en nokkru sinni fyrr.“ U Ný bók: Sjálfsævisaga Kristjáns frá Garðstöðum Kristján Jónsson frá Garðsstöð um hefur nýlega gefið út sjálfs- ævisögu sína. Ber hún fyrirsögn- ina: Af sjónarhóli. Skyggnzt í spor nokkurra samtíðarmanna. — Bókin er tæpar 400 blaðsíður að stærð með allmörgum myndum. Er bókinni skipt í þessa kafla: Ætterni og uppvaxtarár, Úr heimahögum, Verzlunarstörf, Á verzlunarskóla í Kaupmanna- höfn, í templarastúku, Ung- mennafélagi, Blaðamennska og ýmsir atburðir, Skemmtanir, Ferðalög og fleira, Afskipti af síldarmálefnum, Síldarsöluför til Noregs og Stokkhólms, Þingskrif ari 1921, Alþingiskosningarnar 1919—1934, störf mín að málefn- um Fiskifélags íslands, Á búnað- arnámskeiði, Tvær hrakreisur, För til Noregs 1926, Heimilið á Pólnum, Svolítið um bæjarmál ísafjarðar, Samvinnufélag ísfirð- inga, Togarafélagið Valur, Nokk- ur félagsmálastörf, Yfirskatta- nefndarstarf, Alþingishátíðin 1930, Breytingar á einkahögum, Þátttaka í kaupfélags- og sam- vinnumálum, Um Samvinnutrygg ingar. Milliþinganefndarstörf, Þátttaka í flokksstarfsemi Fram- sóknarmanna, Búnaðarsamband Vestfjarða, Norræna félagsdeild- in, Bankastörf, ritstörf, svipmynd ir af nokkru-m bæjarbúum ísa- fjarðar árið 1904 og fram yfir 1920, Skemijitanalíf og fleira. Skrýtni-r náungar, Stubt frá-sögn af okkur systkinum og að lokum Lífsviðhorf. Kristján Jónsson frá Garðstöð- um hefur .skrifað fjölda greina og ritgerða í blöð og tímarit. Hann h-efur haft veruleg afskipti af stjgrnmálum á Vestfjörðum. Kristján er fæddur að Garð- stöðum í Ögurhreppi við ísafjarð ardjúp 18. febrúar árið 1887. — Hann er því nú rúmlega áttræð- ur að aldri. Foreldrar hans voru sæmdarhjónin Jón Einarsson, bóndi að Garðstöðum og Sigríður Jónsdóttir. Kennari óskast að barnaskólanum á Varmalandi, Borgarfirði. Góð íbúð á staðnum. Nánari upplýsingar gefur fræðslu- málaskrifstofan eða skólastjórinn. Sími un» Svigna- skarð. SKÓLANEFND. Hafnarfjörður Póstafgreiðslan í Hafnarfirði óskar eftir afgreiðslu- manni. Upplýsingar hjá stöðvarstjóra Pósts og síma. íbúð óskast Læknastúdent (í síðasta hluta) óskar eftir að taka 3ja herb. íbúð á leigu frá 15. sept. eða 1. okt. Ein- hver fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „600“ sendist Morgunblaðinu. ÞÉR segið, að við þurfum að iðrast synda okkar og játa Krist með djörfung til þess að vera kristin, og þá séum við hólpin. Er þetta allt og sumt, sem til þess þarf að vera kristinn? ÉG man að vísu ekki til þess að hafa orðað þetta ná- kvaemlega svona, en samt er þetta kjarninn í byrj- unaratriðum kristilegs lífs. Ritningin segir: „Öllum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða Guðs börn“. En fæðing og þroski er ekki eitt og hið sama. Við skyldum varast að rugla því saman. Eitt er að „vera Guðs bam“ og amnað að vaxa og ná þroska kristins manns. Fæðing getur verið tiltólulega ein- föld og auðveld. Vextinum fylgja svo til alltaf „vaxt- arverkir“. Það er ein mesta og örðugasta þraut, sem til er, að verða fullþroska, kristinn maður. Til þess þurfa menn að þora að vera öðru vísi en fjöldinn, þora að lítillækka sjálfan sig — og umfram allt þó að beygja vilja sinn undir Guðs vilja. Akrana má hrista og fella til jarðar án fyrirhafn- ar. En það útheimtir þolinmæði og strit að rækta frækornið smáa, unz það er orðið að stórri eik. Mér þykir leitt, ef ég hef vakið þær hugmyndir, að auðvelt sé að vera sannkristinn. En þótt krafan sé ströng, þá eru launin líka mikil, þessa heims og annars. „Hver, sem yfirgefið hefur heimili eða bræður eða systur eða föður eða móður eða böm eða akra sakir nafns míns, mun fá hundraðfalt og erfa eilíft líf“, segir Jesús.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.