Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 24.08.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967 5 FLAK bandarískrar flugvélar, sem skotin var niður yfir N-Vietnam 31. júlí sl. að sögn Han- oi-stjórnarinnar. Myndin var fyrst birt í Varsjá og fylgdj þar eftir farandi texti: „Leifarnar af bandarísku bófavélinni F28 sem herinn og alþýðan i Hung Yen skaut niður 31. júlí 1967. Bandaríski loftræninginn var handtekinn í útjaðri Hanoi um leið og han snerti jörðu“. ÚR ÝMSUM ÁTTUM FRÁ járnbrautarslysinu í Danmörku á dögunum. Myndin sýn ir vel hvernig lestarvagnarnir klemmdust saman í árekstrin- um er lestin „Nordjyden ók aftan á „Sydvestjyden“, sem stóð kyrr á teinunum vegna vélarbiiunar. Talið er að slysj þessu, sem varð að bana 11 manns, hafi valdið mannleg mistök en ekki bilun á sjálfvirku stjórnkerfi járnbrautanna á Fjóni sem talið er eitt fullkomnasta kerfi sinnar tegundar. KONGÓSKIR flóttamenn flýja frá borginni Bukavu í austur hluta landsins undan sókn hvítu málaliðanna að borginni nú fyrir skemmstu og leita hælis í nágrannaríkinu Rwanda. Myndin var tekin er flóttafólkið fer yfir Ruzizi-brúna. FRÁ jarðskjálftunum í Caracas 26. júlí sl. Þetta eru rústir fimm hæða húss, sem hrundi þar til grunna á svipstundu, „rétt eins og blævængur sem lokað er snögglega“ sagði ei'nn íbúanna sem flúið hafðj húsið augnabliki áður vegna ókennilegs bylgjugang hússins handan við göt- NÚ rignir í Bihar — Bændur í þorpi einu í fylkinu Bihar í Indlandi, þar sem ríkt hefur mik- il hungursneyð og þurrkar bannað jarðargróður, horfa þarna á búpening sin á beit í ný- sprottnu grasinu. FRÉTTAMYNDIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.