Morgunblaðið - 24.08.1967, Page 12

Morgunblaðið - 24.08.1967, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. ÁGÚST 1967 'Ú'tgefandi: Framkvæmdastjóri: ÍRitstjóxar: Ritstjórnarfulltrúi: Auglýsingar: Ttitstjórn og afgreiðsla: Auglýsingar: í lausasöiu: Áskriftargjald kr. 105.00 ) > i i Hf. Árvakur, Reykjavík, Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá. Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Þorbjörn Guðmundsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6. Sími 10-1100. Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. 7.00 eintakið. á mánuði innanlands. VINNUDEILAN VIÐ STRAUMSVÍK 17'erkamannafélagið Hlíf, " Vinnuveitendasamband- ið og Alþýðusamband íslands hafa sent frá sér greinargerð- ir og ályktanir varðandi kjaradeilu þá, sem risið hefur við framkvæmdir í Straums- vík, og blöðin ræða nú mjög þetta mál. Ekki er allt, sem um málið er ritað, sérlega uppbyggilegt, en aðalatriði málsins er þetta: Erlendur verktaki gerði sér stakan samning við Hlíf um vinnu á verksmiðjulóðinni við Straumsvík, án þess að Vinnuveitendasambandið eða Alþýðusambandið hefðu þar hönd í bagga. Var sá samn- ingur nokkru hagkvæmari fyrir verkamenn en al- mennt gildir hér á vinnu- markaði, en þó ber nokkuð á milli um sjónarmið Hlífar og Vinnuveitendasambandsins í því efni. Þegar svo annar verktaki skyldi hefja vinnu við Straumsvíkurhöfn, vildi Verkamannafél. Hlíf halda sig við samninginn, sem það hafði gert við hinn erlenda verktaka um vinnuna á verk- smiðjulóðinni, en Vinnuveit- endasambandið telur að ekki sé unnt að styðjast við annað en almenna samninga við slíka vinnu í Reykjavík og Hafnarfirði. Hlíf bendir þá aftur á, að verkalýðsfélögin séu samningslaus og félagið muni halda sig við þau kjör, sem það fékk við vinnuna á verksmiðjulóðinni. Út af fyrir sig er skiljan- legt, að erfitt sé fyrir for- ustumenn Hlífar að fallast á að unnið sé fyrir lakari kjör við Straumsvíkurhöfn en menn höfðu við vinnuna á verksmiðjulóðinni. Þar koma ekki einungis til peninga- sjónarmið, heldur sá metnað- ur, sem alltaf gætir í vinnu- deilum og mestu veldur um það, er erfitt reynist að leysa slíkar deilur. A sama hátt er eðlilegt að Vinnuveitendasam bandið vari við því að gera samninga til hækkunar, sem gæti orðið fordæmi, því að vissulega er nú öllum rétt- sýnum mönnum það ljóst, að almennar kauphækkanir gætu sízt orðið til að bæta hag al- mennings eins og árferði nú er og viðskiptakjörum er háttað. Árásir á Vinnuveit- endasambandið leysa því eng an vanda. Vinnuveitendasambandið bendir líka réttilega á, að varhugavert sé að er- lendir verktakar, sem hér vinna skamman tíma, hafi frjálsar hendur um gerð kjarasamninga, sem gætu raskað launajafnvægi, enda hljóta þeir að vera kunnáttu- lausir um þessi viðkvæmu mál. Hins vegar hafa vissu- lega bæði starfsmenn laun- þegasamtakanna og Vinnu- veitendasambandsins víðtæka þekkingu á þessum málum, og þeir hafa sýnt það á und- angengnum árum, að þeir geta unnið að heilbrigðri lausn mála, er þeir fá að ræð- ast við án utanaðkomandi á- hrifa. Það er því vissulega á- stæða til að hugleiða hvort ekki væri betra, að Vinnu- veitendasambandið kæmi fram fyrir erlenda verktaka jafnt og innlenda. Verkalýðs- hreyfingin mun að vísu hafa verið því andvíg, og byggð- ist það sjónarmið á því, að erlendir verktakar mundu styrkja Vinnuveitendasam- bandið, einkum með fjár- framlögum. Fram hjá því má þó auðveldlega komast, ann- að hvort með því að ákveða slíka þóknun til Vinnuveit- endasambandsins, svo lága, að ekki skipti máli, eða þá þannig, að sú þóknun, sem er- lendum aðilum væri gert að greiða fyrir kostnað við samn ingsgerð, skiptist á milli Vinnuveitendasambandsins og launþegasamtakanna. Meginatriði málsins er, að innlendum aðilum er bezt treystandi til þess að leysa Straumsvíkurdeiluna og er- lendir menn eiga ekki að ráða stefnunni í íslenzkum kjaramálum fremur en á öðr- um sviðum þjóðlífsins. Þess vegna ber samtökum laun- þega og vinnuveitenda að snúa sér að alvarlegum til- raunum til lausnar þessu deilumáli, með eða án sátta- semjara. Þessir aðilar hafa bæði þroska og þekkingu til að leysa þetta mál. Hins veg- ar virðist nokkuð skorta bæði á þroska og þekkingu sumra dagblaðanna. Því færi sjálfsagt bezt á því, að þau hefðu hægt um sig á meðan þeir, sem ábyrgð bera á þess- um viðkvæma þætti íslenzks þjóðlífs, kjarasamningunum, ræðast við og leita lausnar. VIÐ SAMA HEY- GARÐSHORNIÐ Fregnir hafa nú borizt af *■ því, að rússneski rithöf- undurinn Yuli Daniel, sem handtekinn var fyrir tveim árum ásamt rithöfundinum Sálin hans Kidds míns AP-grein eftir Robert Walker Phoenix, 21. ágúst. — AP EF andi framliðins námu- manns frá Arizona-fylki fylgist um þessar mundir með málþófi í réttarsaln- um í Phoenix, höfuðborg fylkisins, þá er hann vitni að furðulegustu réttarhöld um síðari tíma, sem erfða- skrá hans, handskrifuð og stutt í sniðum, hefur kom- ið af stað. Allt að 126 ein- staklingar og stofnanir gera tilkall til eigna námumannsins James Kidd, og það hefur tekið Myers dómara sex vikur að hlusta á 75 þeirra flytja mál sitt í þessum lengstu og undarlegustu réttar- höldum í sögu erfðafjár- mála. Myers vonast til að hafa hlustað á málflutning allra hlutaðeiganda í ágústlok, og hyggst kveða upp dóm um miðjan sept- ember. Fátt er vitað um Kidd námumann. Hann kom til Arizona árið 1920 og starfaði hjá koparfyrirtæki í Miami. Hann kvaðst vera fæddur 1897. Hann lifði fábrotnu lífi og keypti Ihlutabréf fyrir laun sín. Oftlega hélt hann einn síns liðs tffl fjalla í rannsókn- arleiðangra. Hann hvanf fyrir 18 ánum í einum slítoum leið- angri og ekkent hefur fregn- azt til hans síðan. Árið 1946, skömmu áður en hann hvanf, settist hann niður við skrif- borð sitt og gerði erfðaskrá sína, þar sem kveðið var á um, að sá skyldi hreppa eign- ir sínar — metnar á 10 millj. ísl. kr. —, sem kæmi fram mieð sönnun fyrir tilvenu mannssálarinnar, „sem yfir- gefur líkamann við dauð- ann.“ Hann stakk upp á því, að ljósmynd yrði tekin af sál- inni. - Hvarf Kidds olli mönnum litlum áhyggjum. 12 árum síðar gerði fylkisstjórnin tii- kall til eigna hans, en yfir- sást erfðaskráin. Það olli gíf- uriegu róti í hugum fésjúkra manna, miðla og tækifæris- sinna, þegar enfðaiskráin kom í ljás. Skiptaréttinium í Pfhoenix bárust þúsundir sendibréfa, þar sem storifarar þeirra gerðu flestir tilkall til erfðaifjárins. Þá hafði Kidd verið dáinn í sjö ár, lögum samkvæmt. — Myers dóm- ari sagði, að sénhver, sem kröfu gerði til fjárins yrði að verja hana fyrir réttinum í sumar. Hafi vofa námumannsins verið viðstödd réttarhöldin — kona ein kvaðst hafa séð hana alveg greinfflega í rétt- inum — þá hefði hún orðið vitni að mörgum undarlegum atburðum. Kidd hefði séð konu frá Kaliformíu reyna með full- tingi sjónvarpstækja tengd- um smásjá, að sýna nokkrar frumur, sem hverfa úr blóð- inu eftir dauðann. Vísindin voru konu þessari ektoi hlið- hol’l í það sinn. Hann hefði heyrt fluttar nokkrar predikanir og grá- skegg einn lesa úr gamla testamentinu, flytja fyrirlest- ur um Abraham Lincoln og ræða lítillega um valda/hlut- föllin í heiminum áður en Myers dómari fétok þokað honum til þess málefnis, sem fyrir lá. „Vísindalegasta bók í heimi er orð drottins,“ sagði gráskeggur. Hann sagði, að ef hann fengi féð til ráðstöf- unar mundi hann verja því tffl að útbreiða hið drottinlega orð til allra sálna, alveg eins og hann ímyndaði sér, að Kidd hefði viljað. Námumaðurinn hefði horft upp á mann nokkurn sýna ljósmynd, sem hann stað- hæfði að væri af sálinni í Kidd. Myndin var af einhverskon- ar bleklituðum hjúp, sem virtist að því kominn að detta í sundur um miðjuna. Hafi andi James Kidd etoki verið viðstaddur allan þenn- an skrípaleik, þá var sá ákaf- lega þolinmóði Myers dómiari það. Hann kveðst staðráðinn að hlusta á alla kröfuhafa flytja má’l sín. Fram til þessa hefur hann vísað 23 á brott úr rétt- arsalnum, fjórir haifa dregið sig í hlé og 57 standa enn uppi hinir vígreiflustu. Bókfest skjöl í þessu skemmtilega erfðafjármáli eru nú upp á 9000 siður og telja ekki færri en 2.2 millj. orða. Andrei Sinyavsky, sæti nú illri aðbúð í rússneskum fangabúðum, og hefur kona hans fundið sig knúða til að skrifa yfirvöldum og krefjast réttar til handa manns síns. í bréfi sínu segir hún m.a. um meðferðina á manni sínum: „Þessi refsing er í því fólg- in, að fangarnir mega ekki halla sér út af á fleti sínu frá því þeir eru vaktir á morgnana og þangað til ljós er slökkt á kvöldin; að klef- inn er kaldur og saggafullur, sumar jafnt sem vetur og matarskammtur er skorinn við nögl. Daniel er heilsu- tæpur maður. Hann hefur stöðuga eyrnabólgu, sem versnað hefur mjög þennan tíma, sem hann hefur verið í fangelsi, því hann hefur ekki fengið læknishjálp, hef- ur verið bannað að leita til eyrnasérfræðings og meira að segja bannað líka — þrátt fyrir marg endurtekin til- mæli — að nota lyf þau, sem honum er nauðsyn á vegna sjúkdóms þessa. Ofan á þetta bætast svo eftirköst sára þeirra er hann hlaut í stríð- inu og máttleysi af völdum næringarskorts". Kommúnistar víða um heim hafa reynt að sannfæra sjálfa sig og aðra um það, að ógnaröld Stalínstímabils- ins væri liðin hjá og meira réttlæti ríkti nú í Rússlandi. Meðferðin á rithöfundum þeim, sem ekki vilja skrifa eins og stjórnarvöldum bezt líkar, sýna að stjórnarvöld í Rússlandi eru enn við sama heygarðshornið. Þau víla DAGANA 15. til 18. ágúst s.l. var haldinn í Reykjavík 14. nor- ræni flugöryggismálafundurinn. Tfflgangur funda þesisara, sem halldnir eru einu sinni á ári, er námari samræming flugreglna á Norðurlöndiuim, afstaða til ýmissa málefna varðandi Aliþjóðaflug- málastofnuinina (ICAO), og um- r-æður uim ýmis sameiginleg verk efni og vandiamáL er snerta flug- umferð og flugöryggi. Fundinn sátu framtovæmda- stjórar flugöryggisþjónustu Jlug- málastjórnar Norðurlanda og þeirra nánustu samstarfsmenn. Flugimálastjóri Agnar KoÆoed- Hansen, bauð í fundarbyrjun hina erlendu gesti velltoomna til íslands, og ga-t uim mikilvægi þeirra málefina, sem fyrir fund- imum lágu. Helztu mál á dagskrá voru ekki fyrir sér að beita pynd- ingum, til þess að hindra frjálsa skoðanamyndun. — Og þó eru til rithöfundar meðal frjálsra þjóða, sem styðja kúgarana í orði og verki. samræming IACO flugreglanna, sérstaklega hvað snertir sjón- flug, notkun SSR-rad-artækja og ýmissa flugleiðsögutæfcjia við flug um-ferðarstjórn, r-eglur fyrir svif- flug innan flugstjórnairrýmis, áhif vaxamdi sjálfvirkni og nobte- un tölva við gerð flugáætlanna. afstaða til ýmissa IAOO-funda, skírteinisimál flugumferðarstjóra, starfstíimi r a dar -flu g u-mfe-r ð ar- stjóra, og ýmis vandamál varð- a-ndi Atlan-tshaf-sflugið, flug yfir Norðursjó og flug til Færeyja. Fundarimenn sátu boð Fl-ugfé- lags íslands h.f. og Lotftleiða h.f. og höfð-u tækifæri til að toynn- ast fiorstöðumönnum rekstrar- deilda félaganna. Fundarstjóri var Leifur Magnússon, fram- kvæm-diastjóri flugöryggisþjónust unnar. (Frá Flugmálastjórn). Norrænn flugöryggis- málafundur haldinn hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.