Morgunblaðið - 02.09.1967, Síða 8

Morgunblaðið - 02.09.1967, Síða 8
F 8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 2. SEPT. 1967 Jökulsárbrú á Breiðamerkursandi í smíðum Verkinu lokið 9 mánuðum — I baksýn Jökulsárlón og frambrún Þessi mynd var tekin í lok júnímánaðar, en þá var burðar- ;treng jum komið fyrir. SÖGULEGUM áfanga í vega- ger’ð á Islandi hefur verið náð með smíði hinnar miklu hengi- brúar á Jökulsá á Breiðamerk- ursandi. Verður brúin vígð í dag og opnuð til umferðar af samgöngumálaráðherra Ingólfi Jónssyni. Smíði brúarinnar, sem er önnur lengsta hengibrú á landinu, 110 metra löng, hófst í maímánuði 1966. Það sumar var unnið að smíði brú- arinnar og fram í miðjan októ- ber. Var þá t.d. lokið við a'ð steypa akkeri brúarinnar, en þau eru mjög stór og voldug og hvort um sig hundruð tonna á þyngd, enda á brúin að geta borið 1800 tonna þunga, en í akkerin eru festir 8 tveggja tommu sverir stálvírar sem bera uppi sjálfa brúna. Brúar- turnarnir eru 21 meter á hæð. Vinnan við smíði brúarinnar hefur gengið mjög vel í sumar. Hafa þar starfað að jafnaði um 20 menn. Vegna hinna erfiðu aðstæðna við smíði brúarinnar má geta þess áð vinnuflokkur- inn, sem er undir stjórn Jónas- ar Gíslasonar, hefur orðið að ferja yfir ána tugi tonna af hverskonar byggingarefni, — því aðeins varð komist að með bíl öðrumegin frá. Helgi Hallgrímsson deildar- verkfræðingur, sem hefur haft yfirumsjón með smíði Breiða- merkursandsbrúar, sagði Morg unblaðinu í gær í samtali, að þá um daginn hefði farið fram þyngdarprófun brúarinnar, og voru vi’ð það notaðar þrjár stór ar jarðýtur og 3 stórir sand- flutningabílar fullhlaðnir vel. — Jú, brúin er traust, það kom alveg í ljós við þessa þyngdar- þolraun hennar, sagði HelgL Þess skal getið að Helgi Hall- grímsson teiknaði brúna ásamt Arna Pálssyni yfirverkfræð- ing. Lengsta hengibrú á land- inu er Skjálfandafljótsbrú í Bórðardal. Myndir þær er birtast hér á síðunni í tilefni af vígslu brú- arinnar í dag tók Helgi Hall- grímsson verkfræðingur. Brúasmiðir leggja brúargóifið. Tjaldbúðir brúarsmiða. — baksýn Fellsfjall og Kálfafellsfjöll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.