Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPT. 1907 J * I. Islenzkar TONLISTARHÁTÍÐ Norður- landa var sett í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld. Á hátíðinni eru flutt fjölmörg tónverk eft- ir norræn tónskáld, og hlýtur hún því að vekja mikla athygli. Hér í blaðinu hefur verið skýrt frá hátíðinni í einstökum at- riðum, en sérstakt gleðiefni hlýtur að vera, hversu mörg tónverk eru flutt eftir íslenzka höfunda. Morgunblaðið mun annars staðar segja frá gestum okkar, sem komið hafa hingað til lands í tilefni af hátfðinni og rabba stuttlega við einhverja þeirra, en hér á eftir eru stutt samtöl við íslenzka höfunda sem verk eiga á efnisskrá tón- “ listarhátíðarinnar. Nestorinn í þessum hópi er dr. Páll ísólfsson. Á tónleikum « Sinfóníuhljómsveitar íslands á miðvikudagskvöld, 20. septem- ber, verða eingöngu leikinn verk eftir innlend tónskáld og er þar efst á blaði Chaconne eftir dr. Pál. Í efnisskránni skýrir hann frá því, að verkið hafi verið frumflutt í Frúar- kirkju í Kaupmannahöfn, enda var það samið í tilefni af nor- ræna kirkjutónlistarmótinu þar í borg 1939. Dr. Páll lék það síðan á ýmsum stöðum, t. d. á tónleikarferð sinni um Eng- land 1946, en þá var það gefið út af enskum útgefanda og hefur ná'ð töluverðri útbreiðslu, eins og segir í efnisskránni. I samtali við Morgunblaðið sagði dr. Páll: „Ég hafði alltaf í huga að setja verkið út fyrir « hljómsveit. Það er samið um upphafsstefið að Þorlákstíðum. Stefið er auðvitað religíöst og stendur í dóriskri tóntegund, mjög forneskjulegt." í efnisskránni segir, að dr. Páll hafi í fyrra hafið „or- kestrasjónina" en varð að haetta um tíma sökum veikinda. Þá hafi Jón Þórarinsson tónskáld veitt honum aðstoð og hrein- ritað uppkastið „og lagði mér til góð ráð, og kann ég hon- um miklar þakkir fyrir“. „Og þú ætlar auðvitað að vera viðstaddur þegar Chacon- nan verður flutt á miðviku- dag?“ „Já, ég ætla að reyna það. Verkið var frumflutt í þessari mynd á s.l. ári af Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn dr. Roberts A. Ottóssonar, það var mjög vel gert. Nú stjórnar Bohdan Wodiczko hljómsveit- inni og ég get ekki neitáð því, að ég er spenntur að heyra það aftur.“ Dr. Páll hefur ekki gengið heill til skógar eins og fyrr get- ur, en hann hefur safnað kröft- um í allt sumar — „og nú er ég allur að lifna við“, sagði hann k tónsmiðar og höfundar að lokum í samtalinu við blaða- mann Morgunblaðsins. Jón Nordal Jón Nordal sagði m.a. svo um verk sitt: Það er Adagio fyrir strengjasveit, píanó, hörpu og flautu. Verki'ð samdi ég í apríl 1965, og var það frum- flutt á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands á síðustu hljómleikum hennar vorið 1966. Verkið er í einum hægum þætti, en aðeins í svip bregð- ur fyrir hraðari brotum, sem kyrrast fljótlega aftur. Þetta er mjög einfalt verk bæði að hlusta á það og leika það. Þeg- ar ég skrifaði það hafði ég þetta atriði í huga, því ég hafði brennt mig á því í því verki sem ég samdi næst á undan þessu að þáð var mjög erfitt í flutningi. — En það vill bara ?vo oft verða þannig að nútíma- verk eru erfið í flutningi. — Hver er ástæða þess? — Þær eru sjáifsagt nokkrar og mismunandi. Hljóðfæraleik- arar eru t. d. aldir upp í að leika í þeim stíl sem hefur ver- ið mestu um ráðandi. Tónskáld- in eru hinsvegar alltaf að leita að einhverju nýju og því kem- ur það niður á þeim sem þurfa að leika verkin. — Hafa íslenzk tónskáld get- að tileinkað sér það nýja sem er áð gerast í tónlistarheimin- um? —r Ungu tónskáldin hafa ver- ið næm fyrir því og fljót að taka upp nýjungar. Við vorum orðnir svo langt á eftir að við verðum að vinna upp mikinn tíma. — Hefurðu fylgst með æfing- um á Adagio? — Nei, en ég treysti Bohdan Wodiczko manna bezt fyrir flutningi á þessu verki, en hann hefur lagt sig eftir því að flytja nútímatónverk vel. Hljómsveit- in mun heldur ekki láta sitt eftir liggja, en það er mjög erf- itt hlutverk sem hún fær á þessari norrænu tónlistarhátíð. Herbert H. Ágústsson hefur samið verk, sem frumflutt verður á tónlistarhátíðinni 20. september. Verkið er samið fyrir um það bi'l ári og ber það heitið Forspil og þrír Dav- íðssálmar op. 20. í viðtali við Mbl. sagði Herbert um tónverk ið sitt: — Ég fékk innblástur af sálmunum. Ég hef alltaf haft gaman af kirkjutónlist og hin- ar 100 ára gömlu textaþýðing- ar voru svo S'kemmtilegar að ég settist niður. Þeir eru öðru vísi en þýðingin í nýju Bibl- íunni, þótt hún sé ef til vill ekki síðri. — í forspilinu nota ég hluta úr gömlum sálmi „Jesú Kristi, þig kalla ég á“ úr Hymnódía sacra. Hinir þrír Davíðssálm- ar á eftir eru númer 142, 141, og 121. 1 rauninni er verkið skrifað fyrir kammerhljóm- sveit án fiðlu. Guðmundur Jónsson syngur í verkinu og er ég mjög ánægður með túlk- un hans. — Verk þetta er ekki til- raun heldur er byggt á hefð- bundnum tóngrundvelli. Hins vegar getur verið, að það sé dálítið nýstárlegt, en textinn, sem orðinn er gamall krefst þess, að ekki sé farið út í of nýtízkulegt form. Ég held að verkið skýri sig sjálft og fólk þurfi ekki að óttast, að hér sé eitthvað á ferð, sem það ekki skilji. Túlkunin hvílir auðvit- að þyngzt á einsöngvaranum, Herbert H. Ágústsson en hljóðfærin eru píanó, semb alo, strokhljóðfæri án fiðlu og blásturshljóðfæri. Alls flytja verkið um 30 manns. — Ég notaði ekki fiðlu vegna þess að mér fannst tónn henn- ar of mjúkur. Lágfiðlan er harðari og ég kaus hana frem- ur vegna hljómsins. — Eftir því sem ég hef heyrt á æfingum hef ég góðar vonir um að flutningurinn takizt vel. Verkið er ekki mjög erfitt í flutningi, en allt byggist á stjórnandanum eins og raunar ætíð, og því held ég að Bodan Wodiczko sé sérlega heppileg- ur stjérnandi, sagði Herbert að lokum. Atli Heimir Sveinsson sagði m. a. svo í viðtali við Mbl.: Verkið sem flutt verður eftir mig á Norrænu tónlistarhátíð- inni heitir Hlými — komið af hljóma. Ég lauk við þetta verk árið 1965 og var það þá sam- ið fyrir kammerhljómsveit. Hlými er eiginlega fyrsta verk- ið sem ég lýk við eftir að ég lauk skólanámi, og var ég reyndar byrjaður á því þá, svo segja má að það hafi verið lengi á prjónunum hjá mér. Ég er búinn að gera af verk- inu fjórar útgáfur og var sú fyrsta flutt úti í Þýzkalandi meðan ég var þar enn við nám, önnur var flutt hérlendis 1964 og síðan hef ég breytt verkinu tvívegis og verður það nú flutt í sinni endanlegu mynd. — Þetta verk ber fyrst og fremst svip þess tíma sem það var samið á og þeirra manna sem ég umgekkst þá mest í tónlistarheiminum, þ. e. kenn- ara minna úti í Þýzkalandi. Ég mundi ekki semja svona verk í dag. — Og þú stjórnar Sinfóníu- hjómsveitinni við flutning þess? — Já, — þetta er í fyrsta skipti sem ég stjórna henni, þeirra Atli Heimir Sveinsson en ég lærði hljómsveitarstjórn í Þýzkalandi og hef stjórnað hér á tónleikum hjá Musica Nova. Hlými er erfitt verk í flutningi og það er ekki þakk- látt að standa í að spila þetta, — en segja má að æfingar hafi samt gengi'ð vel þegar á allt er litið. Það verður 20 manna hljómsveit sem flytur verkið og er óvanalega mikið byggt upp á slagverkum. — Hvað má um Norrænu tónlistarhátíðina segja? — Hún ætti að geta haft góð áhrif og ætti að geta kynnt mönnum hérlendis að íslenzk tónskáld standa svipáð og kol- legar þeirra á Norðurlöndunum. Það fer náttúrlega hver og einn sínar eigin götur, en heildar- svipurinn er líkur. Þá er þetta mjög gott fyrir Sinfóníuhljóm- sveitina og eykur reynslu henn- ar mikið. Sjálfur er ég mjög spenntur að sjá hvernig mitt verk kemur út. Það hefur tek- ið mikið af tíma mínum und- anfarin fjögur ár og með þessu verki hef ég brotizt í gegnum ýmis vahdamál. Fjölnir Stefánsson EftirFjólni Stefánsson verður flutt þrjú sönglög við kvæði úr „Tíminn og vatnið" eftir Stein Steinarr. Kvæ’ðin eru: „Á sof- inn hvarm þinn, I sólhvítu ljósi, Ég var drúpandi höfuð.“ — Þessi lög voru samin 1958, sagði Fjölnir í viðtali við Mbl. — og voru þau frumflutt á ISCM alþjóðlegu tónlistarhátíð- inni í Vín 1961. Einnig voru þau valin til flutnings á „Nor- rænum tónlistardögum í Kaup- mannahöfn 1962.“ Lögin voru upphaflega samin fyrir píanó og hafa ekki verið flutt með hljómsveit fyrr en nú. — Kvæði Steins Steinars, „Tíminn og vatnið" er ákaflega heillandi viðfangsefni fyrir tón- skáld. Það er eitthvað sem kall- ar á að samin sé tónlist við það og ég hef hugsað mér áð halda áfram og semja við fleiri kvæði úr „Tíminn og vatnið“. — Lögin eru ekki í hefð- bundnum stíl. Þetta er 12 tóna- verk, seríalt hugsað, — ann- ars er það náttúrlega ekki laust við að vera gamaldags, ef mað- ur hyggur að því allra nýjasta sem er að gerast og hve hröð framþróun er að verða í tón- listinni. — Norræna tónlistarhátíðin er merkur tonlistarviðburður á íslandi. Það er skemmtilegt að fá tækifæri til að hitta kollega sína frá Skandinavíu og kynn- ast tónlist þeirra og sjónarmið- um. Leifur Þórarinsson Sinfónía heitir verk eftir Leif Þórarinsson og verður það flutt á föstudag í Háskólabíói. Er hún samin 1963 og var frumflutt ári síðar. I skrá yfir tónlistarhátíðina stendur og að sinfónían sé tileinkuð Ragn ari Jónssyni í Smára. Við hitt- um Leif að máli og spurðum hann um tónverkið: — Sinfónían var flutt í fyrsta skipti hér árið 1964, en þá ekki í heild. Haust er leið var hún síðan flutt í Kaup- mannahöfn í heild, svo að þetta er í annað skipti, sem hún verður flutt óstytt. I Danmörku var hún flutt af útvarpshljómsveitinni, sem heldur tónleika einu sinni í viku. — Jú, verkið er tileinkað Ragnari í Smára og það er vegna þess að hann á það manna bezt skilið. Hver hefur gert meira fyrir íslenzka list en hann og vilji maður til- einka einhverjum eitthvað dettur manni hann fyrst í hug. Tilefnið var reyndar, að Ragn- ar varð sextugur um svipað leyti og ég samdi verkið, en það hefði eins verið unnt að tileinka honum það fertugum. — Sinfóníunni er skipt í fimm kafla eða atriði. Ekki er unnt að segja að hún sé af hinu stóra 19. atdar sónötu- formi, en í raun og veru er hún hefðbundin, sinfóniskar hefðir koma þar giöggt í ljós, en slagverksmenn eru fleiri, heldur en gengur og gerist í sinfóníu. — Innblásturinn er þannig til orðinn, að ég fékk ásamt Þorkatli Sigurbjörnssyni eins konar pöntun frá Ríkisútvarp- inu og bar mér þar að skrifa balletmúsík, sem ég Var byrj- aður á í samvinnu við Nínu Tryggvadóttur. En ég komst ekkert áfram með verkið, vegna_þess, að hér var enginn ballet til, enginn til þess að taka við og því setti ég verkið til hliðar og skrifaði þetta í staðinn fyrir þau verðlaun, sem mér höfðu verið féngin. — Jú, flutningurinn í Kaup- mannahöfn var afburðagóður og ég vona að hann takist ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.