Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.09.1967, Blaðsíða 32
HEIMILIS TRYGGÍNG ALMENNAR TRYGGINGARI* PÚSTHUSSTBÆTI3 SlMI 17790 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 1967 AUGLYSINGAR SÍIVII SS*4*80 Fjöldi innbrota um helgina — Örvandi lyfjum stolið úr apóteki INNBROT var fraroið í Garðs- apótek aðfaranótt föstudagsins. Fór innbrotsþjófurinn inn um kjallaraglugga á bakhlið húss- ins, og komst þannig upp á efri hæðir. Þegar starfsfólkið kom til vinnu daginn eftir kom í ljós, að stolið hafði verið þrjú til fjög ur hundruð Ridalintöflum. Unn- ið er að rannsókn málsins. Þá var brotizt inn í verk- 1500 kr. fyrir gang- brautabrot LOGREGLAN heldur stöðugt áfram eftirlitinu með því, að ökumenn virði gangbrautar- rétt gangandi vegfarenda. og meðal annars hefur hún staðið fimm ökumenn að grófum gangbrautarbrotum. Hafa þeir verið færðir niður á lögreglustöð, þar sem skýrsla hefur verið tekin af þeim, en síðan fluttir inn í Sakadóm. Þar hefur þeim verið boðið að ljúka málinu með sátt, með því að greiða 1500 krónur í sekt. Lögreglan upplýsti Mbl. um það að það væri áber- andi, hve ökumenn væru farnir að gæta sín á gang- brautunum. Mun lögreglan fylgja þessu eftir enn um ó- ákveðin tíma, og jafnframt mun hún í dag dreifa miðum með ábendingum á bíla í Mið bænum. Lögreglan bað Mbl. að brýna þó fyrir gangandi vegfarendum, að þótt réttur þeirra á gangbrautum væri ótvíræður, bæri þeim eftir sem áður að gæta fyllstu var úðar. stæði Gunnars Guðmundssonar í Snekkjuvogi 36, og hafði þjóf- urinn á brott með sér einn viskípela, því að fleira nothæft var þar ekki að finna. Síðan var farið inn í hús við barna- leikvöllinn við Skúlagötu, og stolið veggklukku og hraðsuðu- katli. Ennfremur var farið inn í Tjarnarbar við Tjarnargötu, og stolið þaðan nokkru magni af vindlingum og sælgæti. Loks var brotizt inn í verzl- unina Þingholt við Grundarstíg, en til ferða þjófsins sást, og var hann handsamaður. Var hann þá með á sér smávegis af varningi, sem hann hafði stolið úr verzluninni. Þátttakendur í Tónlistarhátíð Norðurlanda á Þingvöllum í gær. (Ljósm. Sv. Þorm.) Sjá bls. 10—11. Bjarni Benediktsson, forsœtisráðherra á blaðamannafundi um Þýzkalandsheimséknina: Skilningur ríkjandi á hags- munum íslendinga — V-Þjóðverjar telja tollkvótann standa opinn til endurskoðunnar Á BLAÐAMANNAFUNDI í skrifstofu forsætisráðherra í Stjórnarráðshúsinu við Lækj artorg í gær, skýrði Bjarni Benediktsson fréttamönnum blaða og útvarps frá hinni opinberu heimsókn sinni til Vestur-Þýzkalands í sl. viku. Forsætisráðherra kvaðst m. a. hafa rætt fiskútflutning íslendinga til V-Þýzkalands og lendingarleyfi Flugfélags íslands við Kurt Kiesinger, kanslara V-Þýzkalands, enn- fremur hefði afstaða íslands til EFTA og EBE komið til umræðu og kvaðst forsætis- ráðherra hafa skýrt afstöðu íslands og hreyft í því efni þeim sjónarmiðum, sem Rúmlega 700 tn. síldar saltað úr einum farmi 300 tonn síldar til söltunnar á leiðinni til Raufarhafnar SÍLDVEIÐISKIPIÐ Reykjaborg landaði í gær á RaufarhöSn 50-60 tonnum af ísvarinni síld. Var mjög vel frá síldinni gengið af áhafnarinnar hálfu, enda þótt hún nýttist ekki sem skyldi, þar sem rauðáta var í henni. Þó fengust 220 uppsaltaðar tunnur. Þá lagði skipið upp 502 tunn- ur af skóflaðri saltsíld, sem er hin mesta gæðavara og mjög vel frá henni gengið. Er gert ráð fyr- ir að nýting á þeirri síld verði mjög góð. Síldinni var landað í söltunarstöðina Óðin, sem þegar hefur saltað 800 tunnur. Aflaskipið Héðinn er væntan- legur til Raufarhafnar n.k. mið- vikudagemorgun, en hann er nú í leigu Síldarútvegsnefndar, og gerir tilraunir með ýmsar aðferð- ir við saltsíldarflutninga. Er skipið með 300 tonn og bíða menn með eftirvæntingu hVern- ig tilraunir þessar hafa tekizt. Höggmynd á sýningu eyðilögö MEÐAL höggmynda og skúlpt- úrs, sem eru á útihöggmynda- sýningunni framan við Ásmund- arsal var ,Klyfjahesturinn‘ eftir Ragnar Kjartanssón. Voru sfór- felld skemmdarverk unnin á þessu verki á föstudagskvöld, því að þegar Ragnar vitjaði um sýn- inguna um kvöldið eftir að hafa brugðið sér frá stutta stund hafði höggmyndin verið mölbrotin nið- ur og gereyðilögð. Ekki hefur tekizt að hafa upp á þeim er skemmdarverkið unnu. hann hefði sett fram hér kunn væru. og Bjarni Bemediktsson sagði í upphafi, að heimsóknin hefði farið fram með þeim hætti, sem náðigert var. Hann hefði fyrst fa.rið til Bonn en beimsókn tiil Kölnar og Dusseld.onf hefði fa'll- ið niður vegna veikinda sinna og enn.fremur hefði heimsóknin í Bonn stytzt af þei.m sökum. Að öðru leyti ihefði heimisóiknin farið fram svo sem ráðgert var. í Bonn va.r tíma.num að mes'fcu varið í samtöl við kanslarann og variaikans'larann, sem er for- seti Sambandsráðsin.s. í Berlín var sem fyrr segir ha.ldið hiinni upphaiflegu áætlun um Framhald á bls. 30 Bjarni Benediktsson Brezki skipstjórinn var dæmdur í Neskaupstað Neskaupstað, 18. september. TOMAS Hornby, skipstjóri á briezka bogarawutn Ben Arthuir frá Aberdeen, sem tckin var aið ólöglegutn veiðum á fösitudags- kvöld út atf Hvalbak, vair í morgu'n dæmdur í 350 þúsund króm sekt fyrir landhelgistbrot. Afli og veiðalrfæri voriu gerð upptæk, og skipstjóranum gert áð gjrviða áHau sakarkostnað. Ófeigur Eiríksson, bæjarfógeti í Neiskaupstað, kvað upp dóm- inn, ás'amt meðdómendu*num Guðjóni MaTtein.ssyni og Sveih- birni Á- Sveintssyni, skipstjór- um. Sikipstjórinn viðurkenndi ekki brot sitt, en játaði að hafai höggið á togvírana. Hann á- f.rýaði dóminum til Hæs'taréttar. Eftir að lögð hafði verið fram 750 þúsund kr. tTygging hélt togarinn úr höfn í daig. — As- geir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.